Vísir - 19.03.1979, Blaðsíða 25

Vísir - 19.03.1979, Blaðsíða 25
29 VlSIR Mánudagur 19. mars 1979. ÚR HEIMI FRÍMERKJANNA Umsjón: Hálfdan Helgason Lórens Rafn Sigfús Gunnarsson Sigurður Pétursson TIL LESENDA i Orðið hefur að ráði, að A upp verði teknir að nýju m frímerkjaþættir Vísis, úr heimi frímerkjanna, er birtust vikulega vetr- rarmánuðina 1977. Alls komu á prent 25 þættir og er óhætt að segja að aðstandendur frimerkjaþáttarins voru ánægðir með undirtektir lesenda. Meðal annars var mjög góð þátttaka, er kosið var fallegasta frímerkið, sem gefið var út á árinu 1976. Einnig bárust þættinum bréf með fyrirspurnum og vonum við að lesend- ur verði einnig iðnir nú og leiti svara við ýmsum atriðum, er varða þessa tómstundaiðju, sem tal- in er talin hin útbreidd- asta, sem um getur í heiminum. Einnig von- um viðað lesendur sendi okkur ábendingar um efnisval og verður reynt að koma til móts við þær, eftir því sem frek- ast er unnt. ■ IMIM GRUSK, TIMARIT FYRIR SAFNARA Nýjor ur og i þessum þáttum okkar munum við kynna nýjar útgáfur innlendar og erlendar og að þessu sinni verða fyrir valinu merki frá Vestur-Þýskalandi og Liechtenstein. Þann 5. april n.k. gefur vestur-þýska póststjórnin út frimerki ineð umframgjaldi til styrktar askulyðsstarfi I land- inu. Merkin eru fjögur talsins, auk annarra fjögurra, sem gefin verða út til notkunar i Vestur-Beriin og er myndefnið úr sögu flugsins. Má þar sjá ýmsar flugvélategundir, svo sem Dornier Wal frá 1922, Heinkel frá 1932, Messerschmitt frá 1934 og Douglas DC-3 frá 1935. Sama dag koma einnig út I V- Þýskalandi fjögur iþróttamerki með umframgjaldi. Umfram- gjald þeirra rennur i sérstakan sjóð, „Fur den Sport”, sem er til eflingar iþróttastarfs i Vestur- Þýskalandi. útgáf' fleira Attunda mars s.l. voru gefin út f Liechtenstein 5 ný frimerki. Þrjú þeirra eru helguð barnaári Sameinuðu þjóðanna og eru gerðaf listamanninum Koberto Altinann en hin tvö eru i fiokki hinna árlegu Evrópufrimerkja. Er myndefni þeirra sótt i flug- póstsögu landsins og má á öðru merkinu sjá hið risastóra loft- skip Zeppelin 127 yfir Vaduz-kastala árið 1931, en sama ár kom loftskipið einnig hingað til tslands. Eins ogsöfn- urum er kunnugt voru þá yfir- prentuð þrjú mcrki með mynd Kristjáns konungs X: Zeppelin 1931. Loftskipið kom hingað til lands 30. júni og fór samdægurs aftur til Þýskalands og hafði með sér 5802 póstkort og 6085 bréf. Zeppelin frimerkin voru aðeins i gildi meðan á þessari ferð loftskipsins stóð. Þar sem merkin eru alimiklu dýrari stimpluð en óstimptuð, þarf dagseúiing að vera greinileg á stökum merkjum svo hægt sé að ganga úr skugga um að merkin haú farið með loftskipinu. Þess má geta að á uppboði i Sviþjóð nú á næstunni er boðin 4blokk af einnar krónu merkinu og er byrjunarboð 1000 sænskar krón- ur, sem eru um það bil 75000 krónur islenskar. Merkin eru hins vegar stimpluð i Hafnar- firði 11.11.1931 oger augljóslega um ef tirstimplun að ræða, hvernig svo sem hún er til kom- in. Fyrirþásem áhugahafaá má geta þess aö Zeppelin 127 eða Zeppelin greifi eins og loftskipið hét var um nokkurra ára skeið hið stærsta f heimi. Lengd þess var 237 metrar eða rúmlega tveir knattspyrnuvellir, mesta þvermál 30 metrar og rúmtak þess var 105000 rúmm. - ' £ 26. ÞÁTTUR Nú nýlega kom út 1. tölublaö 3. árgangs, timaritsins GRÚSK, sem gefið er út af Landssam- bandi islenskra frlmerkjasafn- ara. 1 blaöinu, sem er 40 bl. að stærð, kennir margra grasa og þótt aðstandendum þessa þáttar sé málið skylt, mun óhætt að segja að hér sé um að ræða efnislega vandaöasta tölublaö Grúsks til þessa. Margir hafa lagt hönd á plóg- inn að þessu sinni og má nefna grein eftir þá Sigurö Þormar og Tore Runeborg frá Sviþjóð, þar sem þeir leiða rök aö þvi að danski 3ja hringa stimpillinn 236 hafi verið notaður i Flögu i Vestur-Skaftafellssýslu á ár- unum 1931-1936. Eru menn al- mennt á þeirri skoðun að mikið þurfi til aö hnekkja niðurstöðu þessara rannsókna Siguröar og Tore Runeborg. Fyrir myntsafnara er fróðleg grein um vörupeninga Helga Einarssonar frá Neöranesi en hann var um langt árabil kaup- maöur i Kanada. Grein þessi er eftir Snæ Jóhannesson. 1 blaöinu er þýðing á grein eftir hinn þekkta safnara og frimerkja- fræöing Folmer östergaard, um póstburðargjöld á Islandi 1876—1977. Er óhætt aö segja aö fyrir þá sem safna bréfum og bréfspjöldum er þessi grein afar þýðingarmikil og er augljóst mál aö mikil vinna iiggur þar að baki. Þór Þorsteins ritar fróö- lega og skemmtilega grein um frimerkjavélar og má mikið vera ef söfnun vélstimpla færist ekki i aukana nú, þegar safn- arar sjá aö hér er um mjög fjöl- breytilegt söfnunarsvið að ræða. Þá er i blaöinu grein eftir Sigurð H. Þorsteinsson, er nefn- ist Skráning ritaðra póst- stimpla. Er þar um aö ræða þekktar blek-ógildingar ýmissa póststöðva og er mikils viröi fyrir safnara að eiga aðgang aö grein sem þessari. Auk þess, sem hér hefir veriö nefnt, er I blaðinu ýmiss konar smælki og auglýsingar. Þeir sem óska að gerast áskrifendur aö Grúski, geta snúið sér til Landssambands is- lenskra frimerkjasafnara, Pósthólf 5530, 125 Reykjavik. í R A 'WMT ÞAÐ ST/ERSTA OG BESTA Á LANDINU Aero Smith REO Speedwagon Ted Nudget o.fl. ”GLEYMD BÖRN’79. ÞAKKA EIMSKIP & TRYGGING h.f. VEITTA FJÁRHAGSAÐSTOÐ ,. Míckíc Gcc i er hress aó vanda! Munið söfnunina’GLEYMD BÖRN 79,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.