Vísir - 22.03.1979, Síða 2
Umsjón: Katrin
Pálsdóttir og
Halldór
Reynisson
VISIR
Fimmtudagur 22. mars 1979
*1 .j' <
Finnst þér rétt að stytta
sjónvarpsdagskrána í
sparnaðarskyni?
Heióar GuOnason, lagermaöur: —
Ég horfi aldrei á sjónvarp. Sumir
horfa mikið á þaö og það er
kannski verst fyrir þá.
Páll Pálsson, fyrrv. skipstjóri: —
Ekki vildi égþaö. Menn á mfiium
aldri hafa ekkert annaö aö gera
en að horfa á sjónvarpiö.
Þorsteinn Kristjánsson, verka-
maður: — Þaö finnst mér ekki.
Mér finnst þaö óréttmætt.
Bragi Jósepsson, námsráögjafi
— Þaö er rétt aö stytta þaö sem
slæmt er, en lengja þaö sem gott
er. Dagskrá sjónvarpsins er mis-
jöfn, en mér finnst ekki rétt aö
stytta hana.
Tómas Arnason, fjármáiaráö-
herra:— Nei þaö f innst mér ekki.
Mér finnst sjónvarpiö nokkuð
gott. Sem fjármálaráöherra get
ég varla veriö á móti sparnaöi, en
mér finnst aö spara ætti i ein-
hverju ööru.
veggfóður
er á unflan-
haldl fyrlr
málningu
Sú vartíðin að islendingar veggfóðruðu híbýli sín í hólf
og gólf. Nefndist það á götu-íslensku að „betrekkja" og
var afar vinsælt. Þótti það nokkuð fínt þegar undirrit-
aður var að vaxa upp. En nú er öldin önnur. Nú mála
menn í staðinn.
Okkur lék forvitni á aö vita
hvort og hvernig úrvaliö væri af
veggfóöri sem verslanir byöu upp
á og hvernig verölagi væri háttaö
á þessari fyrrum vinsælu vöru.
„Viö erum bara meö gamlar
birgöir og eftirspurn er mjög
litil” sagöi starfsmaöur hjá
byggingavörusölu SIS. Hann
sagöi aö þaö væri aöallega eldra
fólkiö sem keypti veggfóöur, þaö
yngra málaöi mest en einnig væri
veggstriginn vinsæll I þeim
aldurshóp. Einnig væri vegg-
dúkur vinsæll — einkum á eldhús
og böö.
Starfsmaöur hjá Litaver sagöi
aö lítil hreyfing heföi veriö á
veggfóörinu siöustu þrjú ár, en nú
virtist sér sem eftirspurnin væri
aö aukast. Þá væri striginn ákaf-
lega vinsæll og veggdúkur væri
mikiö keyptur. Honum virtist
sem þaö væri fólk á öllum aldri
sem keypti veggfóöur og sama
gilti um strigann.
Byggingavöruverslun Kópa-
vogs haföi ekkert veggfóöur á
boöstólum. Sölu á þvi heföi veriö
hætt fyrir 3 árum þvi salan heföi
veriö mjög litil. Hins vegar væri
nóg úrval af veggdúk og striga.
Hér á eftir fer verökönnun I
nokkrum þeim verslunum er
selja veggfóöur, dúk og striga.
Garöar Gunnarsson starfsmaöur hjá Litaver meö nokkrar tegundir af
veggfóöri. Garöar telur aö sala á þvi sé nú aftur farin aö aukast eftir
nokkurra ára iægö.
volvo-bílar
meö bllaðar
bremsulelöslur
Hefur orðlð vart I ðrfáum
bifrelðum hér á landl
7000 norskir Volvo-eigendur þurfa að láta að skipta um
bremsuleiðslur í bílum sínum sökum gaila. Það er þó
talin lítil hætta á að bremsurnar gefi sig og þvi engin
ástæða til ótta.
Hér er veiki punkturinn. Ef bremsuleiöslur Volvo 240 árg. 1975-76-77 eru
riffiaöar á yfirboröinu er þar um aö ræöa veiku geröina sem þarf aö
skipta um.
Eftir aö tveir eöa þrir Volvo
bilar misstu bremsurnar upp-
götvaðist aö sprungur höföu
myndast I bremsuleiöslum fyrir
Volvo 240 seriuna 1975-76-77. Var
þaö einkum i miklum frostum
sem leiöslurnar vildu springa en
einnig ef mikiö var lagt á hjólin.
Þessar leiöslur sem hér um
ræöir eru framleiddar i Kanada
ogeryfirborö þeirra rifflað. Hins
vegar eru einnig þýsk-framleidd-
ar leiöslur i þessum geröum af
Volvo, og hafa þær reynst ágæt-
lega. Eru þær með sléttu yfir-
boröi. Eigendur þessara bila geta
þvi sjálfir gengið úr skugga um
hvort bflar þeirra eru meö gall-
aöar leiöslur eöa ekki.
Visir haföi samband viö Krist-
ján Tryggvason hjá Volvo-
umboöinu hér á landi og sagöi
hann aö þessa heföi oröiö vart i
örfáum bilum hér á landi. Ekki
heföi þó veriö talin nein ástæöa til
aö kalla bilana inn þvi hverfandi
likur væru fyrir þvi aö þessir
bilar misstu algerlega brems-
urnar þótt bremsuleiöslur gæfu
sig. Þeir heföu hins vegar bent
Volvo-verkstæðum um land allt á
aö gá aö þessu þegar viökomandi
geröir kæmu inn til viögeröa.
SÍS Litaver BYKO Veggfóörarinn
Veggfóður 100 til 250 til 560 til
1x0,5 m. 582 kr 1430 kr 600 til 1661 kr. 1000 kr
Veggdúkur 1x0,5m 1220 kr 1000 til 1790 kr 1700 kr
Veggstrigi 1180 til 856 til 700 til
1x0,9m 1530 kr 2200 kr 2960 kr 2040 kr
Skýrt skal tekiö fram aö hér er aöeins um verösamanburö aö ræöa
og segir hann ekkert um gæði vörunnar. —HR