Vísir - 30.03.1979, Page 5
VÍSIR
Föstudagur 30. mars 1979
Umsjón:
Gylfi Kristjánsson
Kjartan L. Pálsson
ÞETTA VU
SA SfBASTI
NJl EINARI
„Ég er ekki hættur körfubolt-
anum, en þetta var siöasti leikur-
inn minn i toppdeildunum”, sagöi
gamla kempan Einar Bollason,
Á ýmsu
gekk [
Marokkó
Þeir Pétur Antonsson frá Akur-
eyri og Jóhann Benediktsson frá
Keflavik, komu ekki heim hlaönir
verölaunum frá „King Hassan
golfkepjxiinni” i Marokkó, sem
þeim var boöiö i og lauk um sib-
ustu helgi.
Við þvi var heldur ekki biiist,
enda þeir eins og aðrir islenskir
kylfingar i litilli æfingu um
þessar mundir, miðað viö kappa
sem koma frá suölægari löndum.
Þeir stóðu sig þó mjög þokka-
lega i keppninni — urðu t.d. ekki I
neðsta sæti, eins og oftast hefur
verið hlutskipti þeirra tslendinga,
sem boðið hefur veriö á þetta
mót. Var við ramman reip að
draga, þvi meöal keppenda voru
fjölmargir góðir kylfingar eins og
Skotinn Ian Hutckinson, sem tal-
inn er vera einn besti áhuga-
maður Evrópu i golfi.
Völlurinn i Rabat þótti þeim fé-
lögum langur og erfiður, en hann
er liðlega 6800 metra langur og
þurfti löng högg og hnitmiðuð til
að leika velá honum. Aftur á móti
þurftu þeir ekki að kvarta undan
móttökunum hjá Hassan konungi
og þeim er buðu til keppninnar,
en þær voru slikar að þeir áttu
varla orð til að lýsa hrifningu
sinni við heimkomuna.
—klp—
fy rirliði KR, eftir að hann og hans
félagar höfðu oröið Islands-
meistarar i gærkvöldi.
,,Ég held þó áfram að leika
körfubolta, svo lengi sem ég
kemst yfir völlinn og eitthvert lið
hefurnotfyrirmig”, sagðiEinar,
sem þarna var tslandsmeistari i
körfuknattleik í sjöunda sinn.
Hann varð það fyrst árið 1959 —
eða fyrir nákvæmlega 20 árum —
en þá lék hann með meistara-
flokki IR ogvar þá aðeins 15 ára
gamall. Eftir það lék hann með
KR ogmeð þvl félagi heftir hann
sex sinnum orðið Islands-
meistari.
„Þessi leikur er einn sá stór-
kostlegasti sem éghef tekið þátt I
á minum ferli”, sagði Einar.
„Valsmennirnir voru frábærir
andstæðingar, og það er raunar
synd að annað liðið þurfti að tapa
i þessum leik”.
—klp—
Hilmar Sigurgíslason HK-maöur, sést hér I baráttunni, en á miðri myndinni má sjá þá Fylkismenn
Sigurð Símonarson og Einar Einarsson. " Vísismynd Einar
TOPPURINN I ANNARRI
OB BOTNINN I FYRSTU
Botnbaráttan i 1. deild og topp-
baráttan i 2. deild verður það sem
handknattleiksáhugamenn munu
mæna á um helgina. Þá ræðst það
hvaða lið fellur i 2. deildina, og
ekki er ótrúlegt að það fáist
einnig skýrt fram hvaða lið
tryggir sér efsta sætið i 2. deild-
inni.
Baráttan i 2. deildinni fer fram i
kvöld, en þá verða leiknir tveir
leikir. KR-ingar fá Þór frá Akur-
eyri i heimsókn i Laugardalshöll
kl. 20. 30, eftir að Valur og Fram
hafa leikið þar i bikarkeppninni
kl. 19.20.
Armenningar halda út i Eyjar
og leika þar gegn Þór. Vm. kl. 19.
Þar verður án efa hart barist, þvi
að þessi lið eru tvö þeirra sem
berjast um að komast i 1. deildina
að ári.
Stórleikur helgarinnar fer
hinsvegar fram i Laugardalshöll-
inni kl. 15.30 á morgun. Þá mæt-
ast botnlið Fylkis og HK, og þar
verður barist til þrautar um það
hvort liöið heldur sæti sinu i 1.
deild og hvort fellur i 2. deildina.
Staða liöanna fyrir leikinn er
þannig að HK hefur 8 stig. Fylkir
7 og HK nægir þvi jafntefli.
Einn annar leikur er á dagskrá I
1. deildar og fer hann fram i I
Laugardalshöll kl. 19 á sunnudag. I
Þá fá Vikingar lið FH i heimsókn, |
og gæti þar orðið um fjörugan leik
að ræða þótt Vikingarnir verði aö
sjálfsögðu aö teljast sigurstrang-
legri. gk-.
Nú var dómur-
unum dakkaö!
ii
Kæri áhorfandi”
ekki eftir að hafa komið suður til I öllu sem honum fylgdi”.
að verða vitni að þessum leik og | -klp-
// Ég hélt að ég ætti aldrei
eftir að upplifa það að sjá
Laugardalshöllina þétt-
pakkaða af áhorfendum/
sem þangað voru komnir
til að horfa á tvö islensk lið
leika körfuknattleik"/
sagði Hörður Tulinius
körfuknattleiksdómari frá
Akureyri sem gagngert
kom suður ásamt konu
sinni til að horfa á úrslita-
leikinn i gærkvöldi.
,,Ég man þá tið það var um 1953
að Bogi Þorsteinsson eða einhver
annar var að setja mót og mig
minnir að það hafi verið tslands-
mót, að hann hóf ræðuna sina á
þvi aðsegja: „Kæri áhorfandi”
— þá var einn maður i húsinu
fyrir utan okkur leikmennina og
starfsmennina.
Mér þótti mikið til þessa leiks á
milli KR og Vals koma. Hann var
frábærlega leikinn og skemmti-
legur og stemmningin i húsinu
alveg einstök. Ég sé i það minnsta
„Við töpuðum, við töpuðum”,
kjökraöi Tim Dwyer, þjálfari
Vals, eftir leikinn viö KR i gær.
Dwyer var niðurlútur i búnings-
klefa Vals eins' og fleiri Vals-
menn, enda voru þeir svo nálægt
sinum fyrsta Islandsmeistara-
titli.
„Við erum betri en KR-ingar,
þótt þeir geti unnið okkur”, sagði
Dwyer. „I erfiðum leikjum eins
og þessum má ekkert út af bera,
og það spilaði inni að KR-ingar
fóru vel út úr nokkrum dómum.
Þórir Magnússon skoraði t.d.
körfu undir lokin, sem var dæmd
af á þeim forsendum að hann
væri ekki að skjóta. Hvaö var
hann þá aö gera? En ég kenni
ekki dómurunum um tapið þótt
sumri dómar þeirra hafi komið
okkur illa”.
gk-.
Þaö er ekki oft, sem menn hafa
oröiö vitni að þvi i leikjum i €r-
valsdeildinni í vetur, að bæði leik-
menn og áhorfendur hafi komið
til dómaranna i leikslok og
þakkað þeim fyrir frammistöö-
una.
Menn urðu þó vitni að þvi i gær-
kvöldieftir leik KR og Vals, en þá
voru fjölmargir sem komu til
þeirra Erlends Eysteinssonar og
Kristbjörns Albertssonar og
þökkuðu þeim með handabandi
fyrir frábæra dómgæslu.
Viö fréttum á eftir að þetta
haföi verið siðasti leikurinn i
körfuknattleik sem Erlendur
ætlaði að dæma, en hann var
aðaldómari þessa leiks. Við
spuröum hann um ástæðuna fyrir
þvi að hann ætlaöi að hætta og
hann gaf okkur þetta svar:
„Ég er kominn með fjölskyldu
oghef fyrirtæki aö sjá um og auk
þess á ég mörg áhugamál. sem ég
hef ekki sinnt sem skyldi vegna
dómara málanna. Maður hefur
fengið litið annaö fyrir þau um
dagana en skammir og skitkast —
meö undantekningum þó. Þvi er
þó ekki aö neita að þegar vel
gengur eins og i þessum leik, og
mannier þakkað það á viðeigandi
hátt, þá hvarflar að manni að
halda áfram. En ég hef tekið
mina ákvörðun og ætla að standa
viö hana”....
—klp—
Sjá nánar um
fDröttir á
bls. 14 og 19