Vísir - 28.04.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 28.04.1979, Blaðsíða 2
2 vism Laugardagur 28. april 1979 Myndir og texti: sigurður Sigurðarson „Hvað segirðu? Ætlarðu að andskotast upp um öll f jöll riðandi á f jölum eins og asni?" spurði vinnufé- lagi hans Benna vinar mins, þegar hann tilkynnti það hverjum sem vildi heyra/ að hann ætlaði að ganga á skíðum frá Sigöldu inn í Landmannalaugar og eyða þar helginni ásamt ferðafélögum sínum með Ferðafélagi islands. Það var nú einmitt ætlunin að ganga þessa tæpu tuttugu kílómetra frá Sigöldu og inn í Landmanna- laugar og eflaust eitthvað lengra um páskana. En margt fer öðruvísi en ætlað er, og vegna gífurlegs óveðurs urðum við, sem fórum þessa ferö, að hætta við Landmannalaugarnar, en fara þess í stað i Þórsmörkina, þangað sem annar hópur á vegum Ferðafélagsins hafði farið á sama tima. útilokað var að komast í Þórsmörk öðruvísi en á rútu með drifi á öllum hjólum, en sú rúta sem við höföum til afnota var ekki til stórræðanna á Þórs- merkurleiöinni frekar en strætisvagn á sumarhjól- börðum. Fjórhjóladrifna rútan var á skírdagskvöld teppt inni í Þórsmörk sökum skafrennings og kom ekki til baka fyrr en á föstudaginn langa, en um nóttina dvöldum við í Barnaskóla Hvolsvallar. // Þórs, Þórs, Þórsmerkurferð" Snemma um morguninn kom rútan og sótti okkur i skólann og var ekið inn eftir Fljótshliðinni. Ef við rifjum upp Islandssög- una, þá var þaö úr Fljótshliöinni, sem Gunnar Hámundarson, forn- kappi, vildi ekki fara. Var það ekki hann sem sagði: „Mikiö skratti er hliðin smart, ég fer bara ekki fet”? Við ókum fram hjá „Hliöar- enda-fyrr-var-oft-I-koti-kátt” hans Þorsteins Erlingssonar. Viö Þórólfsfell ökum viö yfir Markarfljót, sem hann Skarphéð- inn heitinn Njálsson stökk yfir forðum og drap mann og annan. Skarphéöinn var maður litt til friðs, enda kom þaö honum i koll. Við Jökultungur var endastöö rútunnar okkar, og þaðan áttum viö aö ganga inn I Þórsmörk, þar sem hann Björn bjó, sem alltaf var aö baki Kára, en þeir eru báö- ir löngu dauöir, og nú á timum býr enginn i Þórsmörkinni að staöaldri. Frá Lóninu var gengiö inn i Þórsmörk og Krossá vaðin. Flest- ir vita að Krossá getur oröiö skaðræðisfljót oft á tiðum og hefur hún margan óskundann á samvisku sinni, en i þetta sinn var hún meinlaus og elskuleg, þó hún væri skelfing köld. Hún tók manni varla meira en I hné, þar sem dýpst var vaöiö. 1 Langadal var milljón manns, eöa tæplega það, þvi Skagfjörös- skáli var fullur. Slikt hið sama var ekki hægt að segja um mann- skepnurnar og fór mannlifið á þessum stað mjög vel fram og allt I hófi iökað. Ætlunin var að leggja af stað i langferð þann laugardag sem I hönd fór og ganga upp aö Emstr- um, en þaö er afréttarland eitt, norðan við Mýrdalsjökul, á að giska 25 kilómetra vegalengd frá Þórsmörk. Ferðafélagarnir Hér fer vel aö kynna ferðafé- . laga mina I Emstrurnar. Fyrstan ber aö nefna Hauk vin minn Hauksson, meðal fólks i feröinni nefndan hinn nefljóta, vegna nefhlifar þeirrar sem hann var til að verjast sólbruna á þess- um viðkvæma stað. Meö honum ber aö nefna Bene- dikt bróöur hans, sem áður hefur verið nefndur. Vér kölluðum hann eins og Haukur, Benna bróður. Hinn þriðja kýs ég að nefna, en það er Reynir hinn raunagóði. Gamall samherji minn I fjala- reiðum (skiöagöngu). Aðra þekkti ég ekkert fyrir, en þekki þá auövitað nú og met mikils. Fyrstan I þeim flokki ber auö- vitað aö nefna Sigurö nafna minn, Kristinsson, fararstjóra. Hann er rólegur maður og yfirvegaöur og ágætur fararstjóri. Svo er það hann Guömundur, sem er vist læknir, en það getur komið fyrir alla menn og er hon- um alla vega ekkert til lasts. Guð- mundur reyndist húmoristi hinn mesti og ágætis félagi. Hann bauö „Langajóns” viski. Ekki má gleyma valkyrjun'ni okkar, henni Svövu, en þrátt fyrir að hún væri kona, gaf hún okkur af sterkara kyninu ekkert eftir I mannraununum. Hérber að nefna skátahöföingj- ann hann Asgeir, sem alltaf var til reiðu búinn. Verst þótti mér hvað hann reif mikinn kjaft viö mig, strákurinn. Hjónunum Einari og Hildigunni má ekki gleyma, en þau eru alvön svona fjallaferðum og stóðu sig þvi með prýði. Finnur hinn Isalpi (hann er I ls- alpaklúbbnum) á skiði, sem ^Jjki þarf að bera áburð á og auk þess eru þau með stálköntum og það meira að segja beggja vegna, og sögöu gárungarnir þvi, aö engu máli skipti þótt hann dytti á haus- inn. Hér skal með talinn hann Snorri, sem var einn af reyndustu fjallagörpunum I feröinni. Hann á langa skiðaslóö að baki og mörg spor. Hörður er einnig gamalreyndur skiðagarpur og feröagarpur, en skiðin hans voru ekki nógu góö, þvi bindingarnar biluðu, en hann batt þær bara saman. Hér hefur nú hörkuliöiö verið upp talið, en númer þrettán var ég og nefndur loðinleppur vegna hosanna minna sem ég klæddist oft og ollu furöu allra nærstaddra. Klukkan 10.10 laugardags- morguninn 14. april lögðum viö af staö frá Skagfjörðsskála og lögö- um leið okkar upp úr Langadal, beygðum til norðurs, eftir aö við Kvöldvakan f Emstruskálanum. Sökum aðstæðna var mjög erfitt að ná fleirum á eina mynd. Taiið frá vinstri Siguröur fararstjóri, Finnur, Guðmundur, Höröur og bróðirinn Benni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.