Vísir - 28.04.1979, Blaðsíða 32

Vísir - 28.04.1979, Blaðsíða 32
Spásvæöi Veöurstofu islands eruþysi: j. FaxafWJ. 2. BreiOafjörður. 3. Vestfirðlr. 4. Norðurland S.Norðausturland. 6. Austfirðir. 7. Suðaust- urland. 8. Suðvesturland. Veðursoá dagsins Veðurspáin i gaerkvöldi: Á Grænlandshafi er 1017 millibara lægð og önnur að myndast við Tobinhöfða, en hæðarhryggur liggur yfir landinu. Heldur hlýnar i nótt en kólnar aftur á morgun. Suövesturland til Breiöafjarðar og Suðvesturmiö til Breiöafjarðarmiða: SV kaldi og dálitið rigning I nótt, gengur i NA kalda eða stinningskalda með skúrum og siðan éljum á morgun. Vestfirðir og Vestjaröar- mið: SV kaldi og dálitil rigning inótt. Genguri NV átt, stinningskaldi eöa allhvasst, með éljum á morgun. Norðurland og noröurmið: SV gola eða kaldi og dálitil rigning vestantil i nótt. Geng- ur i NV stinningskalda með éljum á miöum og annesjum á morgun. Noröausturland og norö- austurmiö: NV gola og siöan vestan kaldi og skýjað með köflum i nótt, og fyrramálið. NV stinningskaldi og él noröan til siödegis. Austfirðir og Austfjarðarmiö, Suðausturland og Suðaustur- mið: NV gola og skýjað með köflum I fyrstu, en austan kaldi eða stinningskaldi og ' skýjaömeðmorgninum. Sums staðar dálitil rigning á morg- un. Léttir til slðdegis með NV kalda. Austurdjúp og Færeyjardjúp: NV 3-5, og siöan vestan 5-6 Skúrir. veöríð hér og har Aþena skýjað 18. Berlin léttskýjaö 8Chicagorigning 6, Feneyjar skýjað 13. Frankfurt léttskýjaö 10. Gothaap alskýj- að -1. London skýjað 11. Lux- emborgskýjað 7. Las Palmas skýjað 19. Majorka skýjáö 12. Loki segii* Þá hefur rfkisstjórnin sam- ■ þykkt að hækka rafmagn um ■ 30% heitt vatn um 20-30%, ■ áburð um 53%, sement um ■ 23% strætisvagnagjöld um S 25% dagheimiiisgjöldum 7.7% ■ og ieikskólagjöid um 14.3%. A ■ sama tima eru laun ýmissa I stétta lækkuð um 3% Þetta “ heitir aö berjast fyrir hags- j§ munum alþýðunnar. Niöurskurður hjá Ríkisútvarpinu á næstunni? VERULEG STVTTIHG SJONVARPSDAGSKRAR Sjónvarpsdagskrá hverrar viku verður stytt verulega, sumarlokun sjónvarps lengd i fimm vikur og hlutur endurtekins efnis hjá útvarpinu verður aukinn stórlega, verði ekki leyst úr fjar- hagsvanda Rikisútvarpsins. Þetta kemur meöal annars fram i ályktun útvarpsráðs sem samþykkt var á fundi ráðsins i gær. Þar var fjallaö um fjár- hagsstöðu Rikisútvarpsins og bent á að nú væru siðustu forvöð fyrir stjórnvöld að leiðrétta hlut Rikisútvarpsins svo komist verði hjá niðurskurði. Að öðrum kosti koma meðal annars eftir- taldar aðgerðir til framkvæmda. Sjónvarpsdagskrá hverrar viku verði stytt verulega. Niðurskuröinum veröi jafnaö á erlent og innlent efni, skemmti- þætti, fræðsluefni, iþróttaefni og fréttatengda þætti. Leitast verður við að draga ekki úr flutningi barnaefnis. Sumarlokunin veröur lengc^ eins og áöur segir og takmörkuö gerð islenskra leikrita i sjónvarpi. Dýrir þættir i útvarpi verði felldir niður og dregiö verulega úr leikritafiutningi. t innlendri dagskrárgerð sitii i fyrirrúmi gerð ódýrs efnis en öllum dýrari verkefnum frestaö svo og öllum áformum um næturútvarp og aðra dagskrá. t ályktun útvarpsráðs er bent á að fyrir 10 árum kostaöi árs- áskrift að dagblaði 1845 krónur en ársafnot af útvarpi og 3.300 krónur. Nú kosti dagblað 36þúsund en útvarp og sjónvarp 36.200. Ef sama hlutfall hefði átt að haldast hefðu afnotagjöld af rikisfjölmiðlunum báöum átt að vera 64 þúsund —SG. Það fór vel um sóldýrkendur i Sundlaug Vesturbæjar I gær, þegar Ijós- myndara Visis bar það að . Visismynd:JA Bragi fer fram á móti Einari Búast má viö fjörugum kosn- ingum á aöalfundi Skáksambands tslandssem fram fer I dag. Bragi - Halldórsson kennari og skákmað- ur hefur ákveðið að bjóða sig fram sem forseti Skáksambands- ins á móti Einari S. Einarssyni og geta úrslit orðið tvisýn. ,,Það hefur verið afráðið að ég bjóði mig fram og þvi ræður meö- al annars óánægja skákmanna með það stirða samband sem er milli FIDE og Skáksambands- ins,” sagði Bragi Halldórsson i samtali við Visi. Hann sagðist njóta stuönings skákmanna úr ýmsum félögum, meöal annars Taflfélagi Reykjavikur og Mjölni auk félaga i Keflavik og af Suður- landi. Sagði Bragi það skoðun stuöningsmanna sinna að þeir Einar myndu verða mjög jafnir i atkvæðagreiðslu á aðalfúndinum. ,,Ég hef ekki heyrt um þetta 1 framboð Braga fyrr, en hef ekk- ert nema gott um það að segja ogfagna þvi að ksoning fari fram á fundinum,” sagöi Einar S. Einarsson forseti Skáksam- bandsins er Visir leitaöi álits hans á framboði Braga Halldórssonar. Aðalfundurinn hefst klukkan 13:30 i dag i Veitingahúsinu Glæsibæ, en ekki I kaffiteriu húss- ins eins ogáður var ákveðið. Rétt til fundarsetu hafa um-80 fulltrú- ar frá 25 skákfélögum og svæða- samböndum viðs vegar aö af landinu. — SG UNDANÞAGA veitt „Það er engin harka i þessu ennþá hjá okkur,” sagði Ingólfur Stefánsson framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasam- bandsins við VIsi i morgun. Aðeins eitt skip hefur stöðvast vegna verkfallsins til þessa en það er Akraborgin. „Við höfum fylgt þeirri reglu að leyfa losun skipa”, sagöi Ingólfur, „en lestun þeirra er óheimil.” Yfirleitt hafa þetta verið skip með áburð og fóðurvörur eða skip með vörur á þá staði sem verst urðu úti vegna hafiss. Þó höfum viö einnig veitt undanþágur fyrir flutning á vöru til Kisiliðjunnar.” Ingólfur sagði að alls hefðu um tiu skip fengiö undanþágur til los-. unar á farmi. —KS Kröfur yfirmanna: Hæstu laun hækkl um rúrna miiijðn á mán. - samkvæmt útreikningum vinnuveitenda Hæstu laun skipstjóra á farskipum eru um 692 þúsund krónur á mánuði yfirmanna um 1.723 þúsund á mánuði að þvi er kemur fram I iaunatöflum sem Vinnuveitendasamband islands hefur sent frá sér. Eru þá fridagar reiknaðir til launa en grunnlaun skipstjórans eru um 480 þúsund á mánuði en yrðu um 1.006 þúsund væri gengiö að kröfum þeirra. Fridagar eru reiknaöir þannig að fyrir hvern laugar-, sunnu- og tyilidag utan heimahafnar eöa unnin i heimahöfn ávinnur hver yfirmaður sér einn frídag. Fridagar þessir teljast vera 114,48 á ári eða að meöaltali 9,54 á mánuöi. Samkvæmt þessu hefur yfirvél- stjórisem fær laun eftir 3ja flokki um 499 þúsund i grunnlaun, um 202þúsund krónur reiknaðar fyrir fridaga eða um 701 þúsund krónur á mánuði en samkvæmt kröfum yrðu launin með fridögum um 1.413 þúsund krónur. Laun 1. stýrimanns á 3ja vakta skipi i hæsta flokki og taxta eru um 320 þúsund á mánuði fyrirvinna að meöaltali er um 177 þúsund á mánuði eða samtals um 497 þúsund krónur. Með fridögum reiknast launin 638 þúsund á mánuöi. Ef fariö yrði að kröfu yfir- manna segir I frétt Vinnuveit- endasambandsins yröu laun stýrimanna á mánuöi eða útlagö- ur launakostnaður reiknaður með fridögum um 1.226 þúsund krónur á mánuði. —KS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.