Vísir - 28.04.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 28.04.1979, Blaðsíða 4
vtsm Laugardagur 28. aprll 1979 Krakkar af Masaiaþjóöflokki snikja sælgæti af Astu. Asta og Sævar ásamt fylgdarmönnum, Nikul^c bilstjóri er lengst tii hægri. I baksýn er Kilimanjaro, fjalliö fræga. Þvi miöúr er h' If kollurinn hlulinn skýjaslæöu. ÆVIHTÝRAFERÐ TIL KENYL A VEGUIH VfSIS: „Bllstjórinn okkar, hann Nikulás, gaf allt I botn þegar hann sá ljónið. Þetta reyndist kvendýr, með fjóra unga. Eftir mikinn eltingaleik tókst að króa ljónin af. Þá hófst mikil skot- hrfð, meö myndavélum auð- vitaö, þvl það er algjörlega bannaö aö deyöa dýrin I görð- unum”, sagði Sævar. „Eftir aö ljónið var frjálst ferða sinna, þá rákumst viö á enn skæðara villidýr, hlébarða. Hann gæddi sér á antilópu ásamt ungum slnum. Mamman var ekki beint frýnileg, þar sem hún reif I sig kjötiö og blóðiö lak niður kjálkana á henni. Ung- arnir tóku einnig hraustlega til matar slns’’ Fílarnir komu á fullri ferð í átt að bílnum. „Eftir aö hafa virt hlébarðann fyrir okkur, var komiö aö fil- unum. Við ókum fram á stóra filahjörö. Enn á ný byrjaði skot- hrlðin og I þetta sinn höfðu menn ekki við að setja filmur I myndavélarnar. Ég myndaöi auðvitaö I grlö og erg og var mjög ánægöur með hvað filarnir voru nærri. Þeir voru einnig svo llflegir, blökuðu eyrunum i ákafa og fylgdust vel með bfln- um. Þeir hlunkuðust þetta áfram, nær og nær bllnum. En allt I einu skell ég niður I sætið. Það var allt gefið I botn og blll- inn rauk áfram. Skýringin á þessu kom eftir skamma stund. Þegar fflar blaka eyrunum, eins og þeir sem ég var að mynda I grið og erg og var svo ánægöur með, eru þeir I árasarhug. Þeir ætluðu að ráðast á bflinn. En bllstjórinn kunni á þessu lagið og hafði bllinn I gangi og I glr til aö vera við öllu búinn”. Flóöhestar, krókódilar og rauðir fílar „Næst var haldið upp á hæð við rætur Kilimanjaro, sem er eitt fallegasta fjall sem ég hef augum litiö. Það gnæfir yfir sléttuna meö hvitan kollinn, sem manni finnst nú ekki passa alveg aö hafa þarna við mið- bauginn. , Svo langt sem augaö eygði voru vinjar og sléttur . I Amboseli þjóðgarðinum gistum við I smáhýsum. Um nóttina vaknaöi Asta við flugu sem var I miklum árásar- hug. Stakk hún sér hvaö eftir annaö niður. Þegar við vorum laus viö hana hrökk Asta aftur upp viö að eitthvað skreiö á and- litinu á henni. Var þarna komið eitthvert kvikindi, sem við kunnum ekki að nefna. Ein- hvern veginn tókst okkur aö hrista þaö burtu. Þegar Asta vaknaði um morguninn, brá henni I brún þegar hún leit I spegil. Vörin á henni hafði þá stækkað um helming, en ekki vitum við hvort það var flugunni aö kenna, eða hinu kvikindinu sem við fyrirhittum um nóttina. I Masaiaþorpi Eftir nokkurra daga dvöl i Amboseli þjóðgaröinum, var haldið I annan álika, sem nefnist Tsavo þjóðgarðurinn. Á leiðinni komu þau Sævar og Asta við I þorpi innfæddra af Masaiaþjóöflokki. Við skulum fá að heyra lýs- ingu Ástu á heimsókninni. „Þorpið samanstóð af nokkr- um moldarkofum. Allt um- hverfiö var heldur sóðalegt, húsdýrin gerðu sinar þarfir um allt og fólkið og gestir sem skoö- uöu þorpið, þurftu að vaða aur og leðju upp I ökla. Fólkiö hópaðist strax I kring um okkur þegar við stigum úr bllnum. Þaö reyndi aö troða á okkur alls konar skrauti t.d. armböndum og hálsfestum. Þaö var eins gott að ná þessu strax af sér aftur, þvl annars þurfi maöur að taka upp peninga- budduna og borga. Flugurnar sem allt var mor- andi af, fóru I taugarnar á mér. Ekki vildu karlmenn láta mynda sig með kvenfólkinu, það þótti hin mesta niöurlæging. Hjá þeim tlökast fjölkvæni og kven- fólkið hefur þarna engan rétt, þeir hika ekki við að berja þær eins og haröfisk. Þegar fólkið var farið að toga I háriö á mér og strjúka Sævar., fannst okkur réttast aö koma okkur I bllinn aftur. En áður hafði Sævari tekist aö fá keypt forlátaspjót af karli.” Strandhótelið I Mombasa. Asta og Sævar viö sundlaugina. „I Tsavo þjóðgarðinum er dýralífið mjög fjölbreytt og þarna fengum við einnig að sjá nokkuð sýnishorn af þvi dýralifi sem þirlfst i vötnum. Flóöhestar möruðu I hálfu kafi og það var eins gott að fara varlega þarna I kring og fara eftir öllum reglum, til að lenda ekki I gininu á krókódil. Jarövegurinn I þjóðgaröinum er mjög leirkenndur og leirinn hefur sérkennilegan rauðan lit. Þvi var þaö að eftir aö fllarnir höfðu ausið sig leðjunni, voru þeir sérkennilega rauöir á lit- inn. Frá Tsavo-þjóðgarðinum var haldiö aftur til Nairobi, en nú var komiö að nýjum áfanga I A FLÖTTA IINDAN FÍLUM í ARASARHUG Þau voru í miöjum eltingaleik viö Ijón, Kenya- fararnir sem unnu þessa ævintýraferö í feröa- getraun Vísis, þegar viöskildum viö þau um síðustu helgi. Nú fáum viö að fylgjast með þeim í seinni hluta ferðarinnar. Ásta Sigurðardóttir og Sævar Tryggvason héldu dagbók, sem viö lítum í, en einnig spjöllum við um það sem fyrir augun bar. Eltingaleikurinn við Ijónin átti sér staö í Amboseli þjóðgarðinum, sem er nokkuð fyrir sunnan Nairobi, en þann stað hafði Kristín Aðalsteinsdóttir hjá út- sýn ráðlagt þeim að heimsækja, þegar hún að- stoðaði þau við skipulagningu ævintýraferðarinnar til Kenya i Afríku. Hlébarðinn gæddi sér á Kilimanjaro með hvítan antilópu koll Selnnl hlutl - Textl: Katrln Pálsdðttlr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.