Vísir - 28.04.1979, Blaðsíða 21

Vísir - 28.04.1979, Blaðsíða 21
vísm Laugardagur 28. aprll 1979 SANDKASSINN eftir Sœmund Guðvinsson „FER GEIR TIL ÍTALIU?” spyr Morgunblaö- iö I risafyrirsögn á fimmtudag og bjuggust flestir viö aö þar meö tæki Gunnar viö formennsku Sjalfstæöisflokks- ins. Máliö fór hins vegar I nokkra flækju er Vlsir birti aöra frétt daginn eftir: GUNNAR FÉKK LIKA TILBOÐ FRA ITALIU”. Ég fæ ekki betur séö en aö Albert sé oröinn öruggur meö formannsstööuna. „VIXLAR BANNAÐIR,, æpir Þjóöviljinn I fyrirsögn. Auövitaö veröur aö banna vlxla. Annars getur svo fariö aö lýöurinn mæti kauplækkun- um og sifelldum veröhækkun- um meö þvl aö slá vlxla til aö lifa og sllk eyöslusemi nær ekki nokkurri átt. Morgunblaöiö greindi nýlega frá erfiöleikum Sovétmanna viö aö selja landsmönnum innlenda framleiöslu: „EF ÞAÐ ER UTLENT, ÞA RENNUR ÞAÐ CT” sagöi I fyrirsögn fréttarinnar. Þetta heföi nú alveg eins getaö veriö frétt af ástandinu hérlendis. Ekki veit ég hvers konar kvikmyndir þeir sækja helst kollegar mlnir á Dagblaöinu, en ailavega finnst méf smekkur þeirra nokkuö gamaldags. Svohljóöandi fyrirsögn mátti lesa I DB I vikunni: „Aöaltöffari kvikmyndanna 80 ára”. Væliö I Suöurnesjamönnum er oröiö ansi þreytandi og koma þeir ekki fram I fjölmiölum nema tárfellandi út af þvi hvaö allir séu vondír viö þá. Mætti halda aö þarna byggi fólk sem væri ófært um aö bjarga sér og ekki batnar þaö þegar þess er krafist aö Alþingi setji á stofn vinnu- miölun fyrir þennan iands- hluta eins og Kjartan úlafsson segir i Timanum: „SKYLDA ÞINGMANNA AÐ SJA SUÐURNESJAMÖNNUM FYRIR ATVINNU”. Ef einhverjir eru atvinnu- iausir á Suöurnesjum er þeim hér meö bent a aö hafa sam- band viö Kjartan óiafsson þingmann Vestfiröinga. „LOKAÐ VEGNA VATNSSKORTS”, sagöi I fyrirsögn I Tlmanum og þar var greint frá þvl aö loka varö Sundlaug Vesturbæjar þar sem ekki fékkst nóg vatn. Samvinnumenn brugöu hins vegar skjótt viö og hófu aö safna vatni um allt land. „KAUPIÐ FÖTU AF VATNI” er nú auglýst I öllum kaupfélögum og brðtt geta Vesturbæingar fariö aftur I sund. Þaö hefur oröiö sumum áhyggjuefni aö dregiö hefur úr brennivinskaupum lands- manna, enda dropinn oröinn dýr. Þó viröist Dagblaöiö eygja þá von aö bensinhækkun geti oröiö til þess aö auka brennivinssöiuna, ef marka má eftirfarandi fyrirsögn: „KEMUR BENSINHÆKKUN NIÐUR A MINNI BRENNI- VINSKAUPUM?” „LITIÐ PANTAÐ 1 SÓLARFERÐIR” segir fyrir sögn VIsis i gær. Ég verö aö játa aö hafa ekki fylgst nógu vel meö nýjungum I feröamál- um okkar. Alla vega hefur þaö alveg fariö fram hjá méf aö hægt er aö panta ferðir til sólarinnar, en þaö hlaut auö- vitaö aö koma aö þessu. Enn verö ég aö vara ykkur viö aö kæra til lögreglunnar. 1 siðasta Sandkassa var greint frá þvi aö maöur sem kæröi óþrif af hundi heföi veriö handtekinn fyrir ölvun á al- mannafæri. Og i vikunni mátti enn lesa I Dagblaöinu: „KÆRÐI ÞJÓFNAÐ A BIL SINUM — OG VAR SETTUR 1 FANGAEYMSLU”. NÝTT HAPPDRÆTTISÁR 79-80_ MARGIR STÓRVINNINGAR MIÐI ER MÖGULEIKI Hvaó langar yfefeur helstí.... 100 bílavinningar á 1,5 til 2 milljónir hver. Þar af þrír valdir bílar: SIMCA MATRA RANCHO í maí MAZDA 929 L Station í ágúst FORD MUSTANG í október. Auk þess sumarbústaöur, vinningar til íbúðakaupa, utanferöir og fleira. Sala á lausum miöum og endurnýjun flokksmiöa og ársmiöa stendur yfir. Dregiö í 1. flokki 3. maí. STYRKLEIKI OG ÖRUGGT GRIP. Margir halda að sumarhjólbarðar Goodyear séu sérstaklega sniðnir fyrir íslenska vegi. Til þess liggja tvær aðalástæður. Önnur er sú að byggingarlag Goodyear hjólbarða miðast við að styrkleikinn verði sem mestur. Hin ástæðan er öruggt grip (traction) sem er eitt af aðalsmerkjum Goodyear hjólbarða. Ekki ónýtir eiginleikar það úti á íslenskum vegum. 44 UMBOÐSMENN GOODYEAR ÚT UM ALLT LAND EIGA TIL GOODYEAR SUMARHJÓLBARÐA í FLESTAR GERÐIR FÓLKSBÍLA. GJÖRIÐ SVO VEL AÐ LÍTA INN. FULLKOMIN HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Felgum og affelgum TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING Hjólbarðaþjónustan Laugaveg/172,símar 28080. 21240 HEKLAHF AUGIYSINGASTOFA KfllSnNAfl 82.25

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.