Vísir - 28.04.1979, Blaðsíða 25

Vísir - 28.04.1979, Blaðsíða 25
Laugardagur 28. april 1979 væri konan min sem uppgötvaBi dauöa móður sinnar”. Eiturhylki Skömmu siöar hóf hann aö Ut- lista á sama hátt sex vikna baráttu við aö koma tengda- fööur sinum fyrir. John E. Peck kom 1 heimsókn til Waite-hjón- anna i febrúarbyrjun til aö jafna sig eftir eiginkonumissinn. 12. mars var þessi hressilegi 71 árs gamli maöur látinn. „Ég setti lungnabólgu- og inflúensugerla i súpur gamla mannsins og barnaveikigerla i búöinginn hans. Einu sinni lét ég hann anda aö sér berklagerl- um. Ekkert virtist hrifa á gamla manninn svo ég lét einstaka sinnum klór-gas kúta inn i her- bergiö hans i von um aö gasiö minnkaöi mótstööuafliö. En án árangurs. Ég reyndi aö láta hann fá lungnabólgu með þvi aö hella vatni i stigvélin hans, væta sængurfötin hans og opna síöan gluggana á svefnherberginu. Ég vætti farþegasætiö i bilnum minum, bauö honum siöan i ökutúr og haföi gluggana opna. Þessi ráöagerö mistókst einn- ig” Bílslys Waite var nú oröinn örvænt- ingarfullur og velti fyrir sér hvort hann ætti aö setja bilslys á sviö. En hann ýtti þeirri hug- mynd frá sér enda var hann lltt gefinn fyrir likamlegt ofbeldi. Hann ákvaö þvi aö nota arsenik. Jafnvel þó hann gæfi gamla manninum heilt gramm sem er langtum meiri skammt- ur en venjulega þarf til aö drepa mann, liföi hinn hrausti Peck þá árásina af, en var nokkuö langt leiddur. ,,AÖ kvöldi 12. mars leiö Peck hræöilega. Ég fann klóroform I lyf jaskáp Klöru og ég gaf gamla manninum skammt af þvi. Þá leiö honum mun betur, svo ég gaf honum annan skammt og til öryggis hélt ég púöa yfir munni hans og nefi”. Kviödómendur, sem I upphafi frásagnarinnar höföu litiö Waite illu auga, höföu nú smitast af kaldhæöni fangans. Þeir brostu til hans og eftirlétu sér meira aö segja aö hlæja, þegar Waite lýsti þvl yfir, aö hann heföi einn- ig reynt aö fyrirfara frænku konu sinnar, Katarlnu Peck. Og þaö þó hún héldi mjög mikiö upp á hann. Gerlar og arsenik „Ég gaf henni inn gerla og siöan arsenik. Og þegar ekkert geröist malaöi ég gler út i grautinn hennar. Ég sprautaöi einu sinni lifandi gerlum 1 fisk rétt áöur en ég færöi henni hann á fati.” Waite hætti morötilraunum slnum, aö eigin sögn, af þvl aö tengdamamma kom I heimsókn og þaö var mun ábatavænlegra aö drepa hana. Klara, eiginkona Waites. Hún átti aö veröa næsta fórnarlamb hans. Waite sagöist hafa ákveöiö aö drepa einnig konu sina, Klöru. „Hún var ekki jafningi minn á neinu sviöi og viö pössuöum ekki saman. Eftir aö ég heföi drepiö hana heföi ég fengiö mér fallegri konu”. Saksóknarinn haföi rannsakaö fortiö Waites fyrir réttarhöldin. Haustiö 1914 hafði hann snúiö aftur til æskustööva sinna I Michigan, en þá haföi hann veriö tannlæknir I S-Afriku i nokkur ár. Waite haföi útskrif- ast sem tannlæknir frá breskum skóla, talaöi meö enskum hreim var frábær tennisleikari og átti 20 þúsund dollara I banka. Vel líðinn Waite haföi heillandi fram- komu og var myndarlegur. Hann varö fljótlega vinsæll I félagslifi betri borgaranna I New York. tlr þeim hópi kynnt- ist hann tveimur manneskjum náiö, dr. Jacob Cornell, eiganda Cornell læknaskólans, og systur hans, frú Hardwicke. Auk þess sem Waite kom sér upp tannlæknastofu, eyddi hann miklum tima i læknaskóla vina sinna og las mikiö. Þar komst hann yfir gerlana sem hann bragöbætti mat tengdafólks sins meö. Klara Waite sagöi 1 vitna- leiöslunum, aö þegar móöir hennar lést, öllum á óvart, hafi eiginmaöur hennar sagt: „Þaö var siöasta ósk móöur þinnar aö lik hennar yröi -brennt”. „Þetta kom mér mjög á óvart enda i fyrsta skipti sem ég heyröi aö hún óskaöi þessa”. Aö kvöldi 12. mars heyröi hún aö Arthur, sem setið haföi viö rúmstokk fööur hennar, hringdi i lækninn. Skömmu slöar kom hann niöur og sagöi viö konu sina: „Ég held aö fööur þinum liöi ekki vel”. Látinn Hún flýtti sér til herbergis fööur sins en hann var þegar látinn. Aftur sagöi Waite konu sinni aö þaö heföi veriö siöasta ósk gamla mannsins aö llk hans yröi brennt. í eina skiptiö sem Waite virt- ist ekki meö sjálfum sér var þegar dr. Cornell kom I heimsókn til aö votta samúö sina. Waite var uppstökkur og æstur og hreinlega neitaöi dr. Cornell aö sjá lðc hins gamla vinar slns, sem samkvæmt læknisúrskuröi haföi dáiö úr nýrnaveiki eins og kona hans. Hegöun Waites var svo sérstæö, aö Cornell læknir minntist á þaö viö systur sina þá um kvöldiö. Þaö leiddi til handtöku Waites. Arthur og Klara, konan hans lögöu af staö meö lest til Grand Rapids, þar sem greftrunin átti aö fara fram. Fjölskyldan beiö á járnbrautarstööinni til aö taka á móti Waite-hjónunum og kist- unni. Þar voru m.a. Percy Peck, eldri bróöir Klöru, og frænka hennar Katarlna Peck. Katarlna frænka var elskuleg, eins og vant var, en Percy var önugur. Þrándur I götu Þaö þótti engum merkilegt, þó Percy væri önugur. Hann haföi misst bæöi fööur sinn og móöur á sex vikum. Og auk þess haföi honum og Waite aldrei komiö vel saman. Percy haföi einnig miklar áhyggjur. Hann haföi þá um morguninn fengiö nafnlaust skeyti (reyndist vera frá frú Hardwicke) og I þvi stóö: „Látiö ekki llkbrennsluna fara fram fyrr en búiö er aö kryfja likiö”. „Allt er reiöubúiö”, sagöi Waite dugnaöarlega. „Ég hef séö um þaö aö lik aumingja pabba fari beint til Detroit, þar sem likbrennslan fer fram. Ég fer með hann til aö sjá til þess aö þessu leiöindamáli veröi lokiö. Vill einhver ykkar koma meö?” Percy vildi gerá meira en þaö: „Augnablik”, sagöi hann. „Okkur liggur ekki svo á aö losna viö pabba. Ég skal sjá um kistuna”. Waite þóttist vera undrandi. „Ég skil ekki hvaö þessi bróöir þinn er aö fara”, sagöi hann viö Klöru. „Af hverju vill hann ekki fara eftir siöustu ósk fööur síns?” Þau voru þá á leiöinni til lögfræöings fjölskyldunnar út áf erföaskrá Pecks gamla. A leiö- inni heim var Waite hins vegar kominn I gott skap aftur. Tengdapabbi hans haföi arfleitt þau hjónin af milljón dollurum og auk þess fékk faöir Waites tvö þúsund dollara. Söngkonan Margaret Horton, en viö hana hélt Waite. Slæmar fréttir En gleöi Waites stóö ekki lengi. Fyrst kom fréttin um aö gamli maöurinn heföi veriö krufinn. Blööin komust aö þessu og Waite fékk engan friö. Þau grófu upp fortiö hans og þar kom I ljós skuggahliöin á þess- um viöfeldna og töfrandi manni. Sem barn haföi hann komist nokkrum sinnum i vandræöi vegna þjófnaöar frá foreldrum sinum, skyldfólki, atvinnurek- endum, skólafélögum og öörum. Hann haföi veriö rekinn úr skóla fyrir aö falsa prófskirteini. 1 S-Afriku hugöist hann kvæn- ast stúlku, sem átti von á mikl- um arfi en faöir hennar kom I veg fyrir þaö vegna vafasamrar fortiöar Waites. Þá bentu blöðin á, aö þessa 20 þúsund dali, sem Waite átti á bankabók, gæti hann ekki hafa unniö séí inn á heiöarlegan hátt. Aö lokum grófu blööin upp, aö Waite haföi á þeim tæpu sex mánuöum, sem liönir voru frá giftingu hans' og Klöru, fyrir utan aö drepa tengdafööur sinn, haldiö viö gifta söngkonu, Margaret Horton aö nafni. Sjálfsmoröstilraun Viö krufningu Pecks fannst arsenik i likama hans. 23. mars hugöist lögreglan handtaka Waite fann hann þá á gólfinu i ibúö sinni. H^nn haföi tekiö inn of stóran skammt af svefnlyfj- um. Þaö var fariö meö Waite á sjúkrahús og þar tókst aö bjarga llfi hans. Seinna, viö réttarhöldin, var Waite spuröur hvers vegna hann heföi drepiö tengdafor- eldra sina og siöar ætlaö sér aö drepa Katarinu frænku og Klöru, eiginkonu sina. „Peninganna vegna”, svaraði hann kæruleysislega. „Ég hef alltaf þurftaö eiga mikiö af pen- ingum og ég hef aldrei haft áhyggjur af þvt hvernig ég næöi iþá”. //Fornegypti drap í gegn- um mig" Nú fór Waite að ræöa vitt og breitt um sjálfan sig og umheiminn. „Ég hef ávallt álitiö mig myndarlegan og aölaöandi. öll- um likar vel viö mig.” „Ég tel”, sagöi hann, „aö þó likami minn sé staddur i Bandarikjunum þá sé sál min I Egyptalandi. Þaö er Egyptinn I mér sem framdi þessa glæpi”. Þegar saksóknarinn spuröi nánar út I þetta gat Waite litlu svaraö. Hann minntist á Sesar, Kleópötru og pýramidana. Bardagaaöferö Waites bar nokkurn árangur. Kviödómend- ur spuröu sjálfa sig, hvort svo siömenntaður og gáfaöur maöur heföi getaö framiö þessi ódæöis- verk og staöið svo brosandi i vitnastúkunni og játaö þau á sig. Hann hlyti aö vera geöveik- ur. „Mér er sama hvaö sagt er um mig”, sagöi Waite viö réttarhöldin. „Ég get meö góöri samvisku haldiö þvl fram aö ég sé blíöur og góöur. Ég vökva alltaf blómin heima svo þau deyi ekki. Þau eru falleg. Þau eru sjálf náttúran”. Brjálaður eða ekki? Menn skiptust mjög i tvo hópa um þaö hvort Waite væri brjálaöur eöa ekki. Vitnis- buröur söngkonunnar Margaret Horton var mikilvægur i þvi sambandi. , A timabilinu frá 22. febrúar til 18. mars dvöldu Arthur og söngkonan mikiö saman i stúdlói, sem hún leigöi I New York. Hinn 56 gamli eiginmaöur söngkonunnar, Harry Horton, sagöi: „Þau lööuöust hvort aö ööru vegna sameiginlegs áhuga á listum og tungumálum. Hún geröi mistök sem allar ungar konur gætu gert. Ég er reiöubú- inn að fyrirgefa henni.” Þaö var vitnisburöur frú Horton sem eyöilagöi siöasta vonarneista Waites um aö veröa úrskuröaöur brjálaöur og losna þannig viö rafmagnsstólinn. Hún sagði, aö þegar grunur féll fyrst á Waite, hafi hann boö- iö sér 1 vinnustofu sina. Þar sýndi hann henni ýmsa gerla I smásjá. Hún vildi fá allt á hreint og spuröi: „Þú geröir þaö ekki, Arthur, segöu aö þú hafir ekki gert það”. „Jú”, svaraöi Waite, „staö- reyndin er aö ég geröi þaö”. Waite sendi Margréti Horton bréf úr fangelsinu. Margrét eyöilagöi bréfiö en mundi þó efnislega hvaö I þvl stóö. „Ef þeir sanna moröin á mig býst ég viö aö ég lendi I „stóln- um”. En ég mun þó reyna aö láta senda mig á hæli sem fávita og eftir nokkurra ára vist þar mun ég sleppa og koma til þln aftur.” Sing Sing Þessi vitnisburöur haföi mikil áhrif á kviödómendur. Brjálæö- igar treysta ekki á aö andlegt ástand þeirra reiknist þeim til tekna viö réttarhöld. I mai 1916 féll dómur I máli Waites. Hann var dæmdur til aö láta llfiö i rafmagnsstól i Sing Sing fangelsinu. Waite lék hlutverk sitt til hins siöasta. Or dauöaklefanum sendi hann saksóknaranum bréf: „Kæri herra Moyer. 1 einu dagblaöanna las ég eftirfarandi: „A.W. Waite veröur tekinn af lifi I næstu viku.” Meö eftirgrennslunum hef ég komist aö þvi aö þér hafiö vald til aö velja daginn. Ég er þess fullviss aö þér hafiö ekki á móti þvi aö veröa viö þessari bón minni ef þér sjáiö yöur þaö fært. Væri ekki hægt aö ákveöa mánudag i næstu viku. Þaö er raunverulega ástæöa til þess aö ég fer fram á aö einmitt þessi dagur veröi valinn, en ég ætla ekki aö þreyta yður meö langdregnum útskýringum. Ég yröi yöur innilega þakklátur ef þér yröuö viö þessari bón minni. YBar einlægur, Arthur Warren Waite.” Þegar Waite var færöur inn I aftökuherbergiö, var hann rólegur og ánægöur, settist brosandi I stólinn, og var tekinn af llfi. Waite fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsmoröstilraun hans

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.