Vísir - 28.04.1979, Blaðsíða 17

Vísir - 28.04.1979, Blaðsíða 17
VÍSIR fSf'j . Laugardagur 28. april 1979 17 Þrándur og kona hans, Sigrún Jónsdóttir, i nýstandsettri stofunni. getaö séö hver lamdi gamla manninn i hausinn og þaö var út- kastarinn i klúbbnum. En hann vildi ekkert um máliö segja. Viö fylltum hann einu sinni og kom þá I ljós aö sá sem haföi lamiö fórnarlambiö var maöur aö nafni Frykowski, hann var nú stunginn af úr landi. Haföi hann borgaö útkastaranum þúsund zloty fyrir aö þegja. Hann var siö- an myrtur ásamt Saron Tate, eiginkonu Romans PolanskiS/ i Kaliforniu”. Nakinn á aöaigötu borgar- innar „Þú hefur lent i fleiri ævintýr- um?" „Ja, ég get nefnt annaö. Dani sem var nýkominn I skólann átti stóran Humber. Einn dag, þegar heitt var i veöri, bauö leikkona og maöur hennar okkur meö sér I ökutúr út úr bænum. Viö fórum út I skóg og lögðumst þar fyrir. Hitinn var svo afskaplega mik- ill, aö viö berháttuöum. Viö vor- um meö eitthvaö glundur meö okkur og dreyptum á þvi og létum fara vel um okkur. Eftir nokkurn tima sá Daninn tvo lögregluþjóna á mótorhjólum i rjóörinu og horföu þeir á okkur. Þaö greip hann einhver ofsa- hræösla og hann öskraöi Policia. Þá reif hann okkur upp og dreif okkur allsnakin inn i bilinn Lögregluþjónarnir, sem ekkert höföu skipt sér af okkur, héldu nú að ekki væri allt meö felldu og tóku aö elta okkur. Viö ókum inn i borgina, inn i miöbæinn og eftir aöalgötunni, viö allsnakin og meö lögregluna á hælunum. Þegar viö komum út úr borg- inni aftur náöu lögregluþjónarnir fyrstaö stoppa okkur og gengu aö bllnum með byssurnar á lofti. Löggan spuröi Danann eins og löggu er siöur um ökuskirteiniö og i fátinu baröi Daninn sig á brjóstiö og lærin og sagöist þvi miöur ekki finna þaö. Þetta mun sennilega hafa bjargaö okkur frá vandræöum þvi lögregluþjónarnir skelltu uppúr og slepptu okkur.” Varö ekki var viö neitt ófrelsi — Hvernig likaöi þér I Pól- landi? „Mér likaöi afar vel. Bæöi er landiö ægifagurt og fólkiö vin- gjarnlegt og gestrisiö. Eg hef mikinn hug á aö sækja landiö heim aftur, en ég hef ekki komist til Póllands siöan ég lauk þaöan námi og kom heim áriö 1966. £g á þar marga vini sem mér þætti gaman aö heimsækja”. — Er mikiö ófrelsi hjá almenn- ingi I Póllandi? „Aldrei varö ég var viö þaö meöan ég var þar. Ég varö til dæmis aldrei var við aö menn væru hræddir viö aö segja slna meiningu og meira aö segja i sjónvarpinu var oft gert mikiö grin aö stjórnvöldum. Gagnrýni manna á stjórnvöld kom einmitt gjarnan fram sem háö. Ég heyröi i sjónvarpinu Is- lenska fyrir skömmu frásögn af árásum á kirkjuna i Póllandi. Þaö getur náttúrulega veriö, aö ástandiö hafi breyst siöan ég var þar, en þá virtist kirkjan geta fariö sinu fram. Pólverjar eru kirkjuræknir en kaþólska kirkjan er tákn fyrir þjóöernissameiningu. Kirkju- sóknin er e.t.v. frekar þáttur af siöaheldni en trúarsannfæringu. Kirkjan var meö mikla útgáfu, gaf út ýmis rit og dagblöö sem höföu töluveröa útbreiöslu. Þaö má lika nefna þaö aö kristni- fræösla var ekki bönnuö i skólum á minum námsárum (’60-’66) Ég held helst aö llkja megi __ sambúö flokksins og kirkjunnar viö vopnahlé”. Einkennilegur kækur „1 þessu sambandi er ekki úr vegi aö nefna einn prófessorinn minn. Hann kenndi mér á pólsku námskeiöinu sem ég tók. Viö tók- um oft sama sporvagninn úr skólanum og þá tók ég eftir þvi aö hann virtist hafa sérkennilegan kæk, sem hvergi kom fram nema i sporvögnum. Hann horfði alltaf út um glugga vagnsins og viö og viö brá hann hendinni snöggt upp aö enni sér. Ég komst seinna aö þvi, hvernig stóö á þessum kæk. Prófessorinn sem var félagi I kommúnistaflokknum, var semsé aö signasig svoiltiö bæri á þegar sporvagninn fór framhjá kirkj- um, en þær eru margar i Pól- landi”. Bónuskerfi — Hvernig er aö vera kvik- myndageröarmaöur I Póllandi? „Ég hef sjálfsagt aldrei haft þaö eins gott fjárhagslega og meðan ég var þar. Rikiö kostar myndirnar en kvikmyndageröarmennirnir leita samán i mismunandi starfshópa eftir þvl hvernig myndir þeir ætla aö giera og hóparnir bera ábyrgö á þeim myndum sem geröar eru. Þegár myndin er fullunnin er hún dæmd af þremur nefndum. Sú fyrsta dæmir hvernig hún hafi komiö út fjárhagslega. önnur nefndin dæmir hvaö myndin hafi mikið uppeldis- og/eöa áróöurs- gildi og I þriöju nefndinni er lagöur listrænn dómur á mynd- ina. Kvikmyndageröarmenn eiga fulltrúa i nefndunum. Fái myndin góöa dóma, fær kvikmynda- geröarmaöurinn bónus og upp- hæöin fer eftir þvi hversu já- kvæöir dómarnir eru. Hver kvikmyndageröarmaöur er meö fasta kauptryggingu en fái mynd hans mjög góöa dóma getur bónusinn numiö meira en árs- kaupi hans. Þetta tel ég gott kerfi, þaö tryggir mönnum atvinnu og hvetur um leiö til dáöa”. Beint til sjónvarpsins — Hvaö geröiröu eftir aö þú komst heim? „Ég fór beint til sjónvarpsins. Þetta var dálitiö aö brjótast um i manni þvl á þessum tima voru standandi atvinnutilboö alls staöar aö úr heiminum. Þaö munaöi ekki miklu aö ég færi til Nlgeriu, þvi þeir buöu mjög gott kaup. En mig langaöi alltaf heim og úr þvi varö. Þaö var spennandi verkefni aö taka þátt I aö koma upp íslensku sjónvarpi. Verkefnin voru geysi- mörg og erfiö og starfsmennirnir fáir. Ég var forstööumaður kvik- myndadeildar, en deildina þurfti aö vinna upp frá grunni og varö maður þvi aö rekast i öllu. Ég held að ég hafi aldrei sofiö lengur en fimm tlma á sólarhring fyrsta veturinn minn hjá sjónvarpinu. Stofnunin var mjög heppin meö starfsfólk. Til gamans má nefna aö útlendingum fannst lygilegt aö svo fáir starfsmenn kæmu út svo miklu efni. Meö vaxandi fjölda starfs- manna breyttist starf mitt og varö likara skrifstofustarfi og þaö átti ekki vel viö mig. Ég hætti hjá sjónvarpinu en hef unnið töluvert viö stofnunina siöan sem „free- lance"eöa málaliöi!' /#Vatn á myllu kölska" — Margir, sem hafa lesiö bók Ólafs Hauks Slmonarsonar „Vatn á myllu kölska”, þykjast I einni sögupersónunni þekkja þig. „Þaö fer vist ekki á milli mála aö þar kemur eitt gerviö heim viö mig. Ýmsar ytrilýsingar koma heim og saman og má þarna þekkja fleiri menn innan stofnunarinnar en mig einan. Ólafur býr til innan i þetta ytra gervi, sem margir þekkja ,sálarlif sem kannski á „Ég þakkaöi lögreglunni kærlega fyrir ökutúrinn, kvaddi og ætlaöi aö ganga út úr iögregiustööinni, en þá fékk ég kyifu I skallann’*. ekki viö viökomandi menn. Mér þykir þetta dálltiö djarft af ólafi. En ég haföi gaman af bókinni, hún er vel skrifuö aö ýmsu leyti. Þaö góöa i bókinni er aöallega þaö aö hún lýsir vel ringulreiö, sem var á ýmsum hlutum i sjón- varpinu. Það má segja, aö innri persónurnar I gervinu gætu vel staöist miöaö viö þaö vinnuálag, sem þarna tiökaöist. Þó dregur Olafur þetta upp i talsvert ýktum dráttum. Þaö er gert ráö fyrir aö flest allt sem gert er I sjónvarpinu sé gert hraöar og meö færri starfskröft- um en tíökast annars staöar. Þaö má benda á aö svona mikiö álag kemur ekki alltaf út sem hag- kvæmni. Og menn, sem ættu aö vera skapandi I þáttagerö hljóta aö veröa andlega þreyttir fyrr eöa siöar. 9/10 í kafi — Hvaö ertu aö fást viö núna? „Þegar ég hætti hjá sjón- varpinu stofnuðum viö Jón Her- mannsson sem einnig hefur unniö hjá þeirri stofnun, kvikmynda- geröarfyrirtæki saman. Fyrir- tækiö heitir ísjaki en þaö var upp- haflega uppnefni þar sem fyrir- tækiö var 9/10 i kafi. Viö höfum unniö að ýmsum verkefnum fyrir sjónvarpið, bundnum verkefnum fyrir ýmis bæjarfélög og stofnanir og svo myndir, sem viö höfum gert i þeirri von aö sjónvarpiö eöa aðrir myndu kaupa þær af okkur. Nú stendur til aö viö tökum nokkra þætti úr þjóösögunum. Og svo er maöur, eins og aörir kvik- myndageröarmenn meö eitthvaö I skúffunni. Hvaö þaö er, er aö sjálfsögöu ekki gefiö upp á þessu stigi málsins”. Kvikmyndagerð á Islandi í hálfgerðu basli. — Hvaö meö framtiö kvik- myndageröar á Islandi? „Kvikmyndageröin hefur veriö hálfgert basl á Islandi. 1 vand- ræöum sinum hafa margir orðiö aö fara út i gerð auglýsinga- mynda. Og ef þú ert kominn út i auglýsingamyndagerð hefuröu ekki tima til aö gera aðrar myndir. Kvikmyndageröarmenn hafa bundið miklar vonir viö kvik- myndasjóöinn. En styrkir úr hon- um nema ekki nema litlum hluta af kostnaöi viö gerö mynda. Margir vilja aö formi fjárveit- inga sjóösins veröi breytt. Menn vilja aö fjárveitingarnar séu i formi lána eöa ábyrgöar og þá, hærri. Styrkirnir eiga ekki aö vera neinar ölmusur. Eins og er ber markaðurinn hér ekki kostnaöínn af gerö fræöslu- mynda svo dæmi sé tekiö. En ís- lendingar eiga eftir aö læra aö notfæra sér kvikmyndirnar, svo sem til kennslu, fræöslu og kynningar. Mönnum blöskrar aö sjá hvaö kostnaöurinn viö kvik- myndagerö er mikill. En er hann mikill miöaö við aöra fjölmiöla, s.s. viö gerö hljómplötu, uppsetningu og sýningu leik- verks? Mér finnst vanta skilning á þvi aö kvikmyndin getur jafnvel veriö hreinn „bissness”. Þá erum viö óánægöir meö þá samkeppnisaöstööu sem islenskir kvikmyndageröarmenn eru I gagnvart erlendum „kollegum” sinum. Viö þurfum aö borga all- háar upphæöir I formi tolla og gjalda sem útlendingarnir sleppa viö. Þannig er samkeppnishæfni okkar rýrö verulega. Þannig sækja útlendingarnir til okkar fjársjóö þjóöarinnar, þ.e. um- hverfiö og taka um leiö verkefni frá islenskum kvikmyndageröar- mönnum. Ég held þó ekki aö þaö sé al- mennur vilji I okkar félagi fyrir aö gera eins og iönaöarmenn og hljómlistarmenn aö krefjast þess aö hingað komi enginn kvik- myndageröarmaöur nema meö okkar samþykki. Hins vegar ættu þeir t.d. aö borga eitthvert aöstöðugjald hér I kvikmyndasjóð og jafna þannig aöstööumuninn. Ef tekst aö auka skilning al- mennings á notagildi kvikmynda og ef samkeppnisaöstaöan batnar þannig aö viö höfum sömu aö- stööu til aö nýta eigiö land og út- lendingarnir, þá er ég bjartsýnn á framtið islenskrar kvikmynda- geröar”. —ATA roddsen, MlKmyndagerðarmann Myndlr: Jens Klexandersson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.