Vísir - 28.04.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 28.04.1979, Blaðsíða 3
VISIR Laugardagur 28. april 1979 1 I I I I I I I I I I I I I I komum upp, og þaBan niður I dal- inn þar sem Þröngá fellur. Áður en við komum aö ánni gengum við um svæði, þar sem djúpar lægðir voru sorfnar i mjúkt landið og þéttur skógur óx. Land þetta var hið fegursta i sólskininu. Fuglar sungu vorbragi sina og rjúpurnar flögruðu undan hinum óboðnu fjalareiðarmönnum og hér og þar mátti sjá spor eftir lágfótu. Yfir Þröngá var farið á isbrú og gengið yfir Gráfellsháls og að Markarfljótsgljúfri, þar sem það er hvað meinlausast. Við Emstr- ur áttum við eftir að sjá það miklu dýpra og geigvænlegra. Sólin skeið i heiði. Varla blakti hár á höfði og fólk lék við hvern sinn fingur, skiði og stafi með. Okkur á vinstri hönd glampaði Tindafjallajökull, með alla sína tinda og hæsti tindurinn, 1462 metrar á hæö, leit út eins og Is- toppur þar sem hann bar við blá- an himininn. Þarna er Einhyrningur einnig á vinstri hönd með Hornið út úr norðurhliö sinni. Frá Emstrum leit hann út eins og flöskuupptak- ari. 1 norð-austri bar Hattfjall, Stóragrænafell og fleiri fjöll við himin. Og I austrinu mátti sjá Mýrdalsjökul i mikilfengleik sin- um og i suðri, beint fyrir aftan okkur, glampaði sólin á Goða- stein á Eyjafjallajökli. Torfærurnar Já, landslagið var vissulega tignarlegt þarna i aprilsólinni, en sem betur fer var leiöin framund- an alls ekki eins erfið og virtist viö fyrstu sýn. Við þurftum vissu- lega að vaöa Ljósána, þ.e.a.s. að hinir stigvéluðu þrælar vorir báru okkur hina, sem ekki voru eins forsjálir að hafa stigvél með okk- ur, yfir. A bakaleiðinni fundum viö betri leið yfir ána og stukkum hreinlega yfir hana, — blotnuðum bara pinulitið. Við komum nú að Bjórgili, þar sem engan bjór var að fá og Slyppugili, þar sem enginn varð slyppur né snauður. Og loksins sáum við I fjarska grilla i Emstruskála Ferðafé- lagsins og þarna var nýja brúin yfir Syðri-Emstruá. Miklum á- fanga var náð eftir að viö höfðum fariB villi.r vegar og lengt leiöina um nokkra tlma, það sáum við best á heimleiðinni, sem við vor- um tvo og hálfan tima fljótari að fara. Emstrubrúin er alveg ný og var sett upp I fyrrasumar og er ein- ungis fyrir göngufólk, enda kom- ast bilar ekki þangað. Brúin er úr tré og stálbitum og með henni hefur opnast frábær gönguleið milli Landmannalaugar og Þórs- merkur, en Emstruáin hefur oft verið mikill farartálmi á þeirri leið. Að skálanum komumst við ná- kvæmlega átta timum eftir að við lögðum af stað úr Þórsmörk. Eftir að hafa étið nægju okkar af alls kyns samansafni af súpu- tegundum er við mölluðum I ein- um potti, drukkið kakó af mikilli áfergju auk alls annars sem niöur I okkur fór, hófst hin opinbera kvöldvaka. Rætt var um heima og geima, sagðar sögur bæði sannar og ekki eins mikið sannar og brandarar flugu á milli manna líkt sem hnútur á milli fornmanna. Reynir hinn raunagóði sannaði nú nafngift slna og dró upp hvlt- vlnsflösku úr pússi sinu og lét ganga hringinn við mikinn fögnuð viðstaddra. Fengu flestir einn sopa hver, og þótti Siguröi fararstjóra það ekki nógu gott og skákaði fram romm- pela einum og fögnuðu þiggjend- ur ákaft og lofuðu veitandann. Var nú pelinn látinn ganga hring- inn og supu menn úr tappanum ó- blandað. En mikill vill meira og Guðmundur dró upp „Langa- jóns” viski og fékk að launum mikið klapp viðstaddra. Til þess að sanna það fyrir les- endum að hér hafi ekki verið um neitt fylleri að ræða, þá skal það sagt að leiðangursmenn luku kvöldvökunni fyrir miðnætti og voru allir komnir á fætur kl. 8 og á skiði var farið um tluleytið og ■ ■ - skoðuð illyrmisleg Markarfljóts- gljúfur. Heimferðin A páskadagsmorgun var glampandi sólskin og bliðskapar- veður, en færi ekki sem best frek- ar en fyrri daginn, þar sem snjór- inn var víðast hvar frekar skitug- ur. 1 Þórsmörkina komumst viö Loksins komu rúturnar og lagt var I Markarfljótið sem reyndist nokkuð djúpt þarna eins og sjá má. rúmum fimm tímum eftir að við lögðum af stað, og fórum þó eigi hratt. 1 Þórsmörk var okkur tekið sem hetjum, enda töldum viö okkur vera það og drógum hvergi úr hetjudáöum okkar. Arnar dýpkuðu I frásögn okkar og breikkuðu og leiðin lengdist um helming og færið varð kolómögu- legt. Annan dag páska var haldið heim á leið og fóru skiðamenn snemma af stað, en almúginn kom með rútunni seint og siðar meir. 1 fulla tvo tima stóðum við skíöamenn við Markarfljót, lét- um okkur verða kalt I fyrstu, en til að verjast þvi iðkuðum viö iþróttir að hætti fornmanna, stukkum hæð okkar og lengdir. Tuskuðumst á og hoppuðum og loksins komu rúturnar. Þá létum við ekki á þvi bera að okkur heföi veriðkalt I næðingnum á Markar- fljótsbökkum. braölata ••• NnIBlánefl 3manuöi ftír Oft er stuttur tími til stefnu. Til aö leysa vanda eða láta drauma rætast. Þess vegna höfum við bætt við nýjum möguleika: IB-láni með þriggja mánaða fyrirvara. Er þung afborgun fram- undan? Eða ferðalag? Lausnin felst í IB-láni. Her emjDrírvalkDStir í 3ja mánaóa floMmum. SPARNAÐAR- MÁNAÐARLEG SPARNAÐUR BANKINN RÁÐSTÖFUNAR- MÁNAÐARLEG ENDURGR. TÍMABIL INNBORGUN í LOKTÍMAB. LÁNAR PÉR FÉ MEÐ VÖXTUM ENDURGR. TÍMABIL 20.000 60.000 60.000 120.800 20.829 ^ / 40.000 120.000 120.000 241.600 41.657 / iliáii. 75.000 225.000 225.000 453.375 78.107 iiiáii. BanMþeiim æm hyggja aó fnamtíöinni <=—»Iðnaúarbankinn AöalbanM og útibú

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.