Vísir - 27.04.1979, Síða 11

Vísir - 27.04.1979, Síða 11
vísm Föstudagur 27. april 1979 Sleinsrímur Hermannsson um glaldeyrlsverslunlna: FRAMSÚKN EKKI ANDVÍG AUKNU FRJALSRÆÐI Steingrimur Hermannsson formaöur Framsóknarflokksins lýsti þvi yfir á Viöskiptaþingi Veslunarráös tslands sl. þriöju- dag, aö flokkur hans væri ekki andvígur auknu frjáisræöi i gjaldeyrisverslun.Þó kvaöst hann vera hræddur viö alger- lega frjálsa gengisskráningu, en Verslunarráöið leggur til, aö verð erlends gjaldeyris ákvarö- ist af markaösaöstæöum og opinber gengisskráning sé af- Steingrimur Hermannsson sagði, að hann og flokkur hans væru fylgjandi óskum Versl- unarráðsins um rýmri heimildir til gjaldfrests á greiðslu að- flutningsgjalda. Verslunarráðið telur, að með slikum gjaldfresti til handa innflutningsverslun- inni og einföldun á uppgjöri að- flutningsgjalda gætu sparast um 1500 milljónir króna á ári miðað við verðlag i ársbyrjun 1979. Þá skýrðiSteingrimurfrá þvi, að sérstök nefnd á vegum Framsóknarflokksins ynni að athugun hugmyndarinnar um auðlindaskatt. Verslunarráðið hefur gert tillögu um slikan skatt i þvi formi, að útgerðarað- ilum verði seld leyfi til fiskveiða á almennu uppboði miðað við það aflamagn, sem nýta skal. Steingrimur sagði, að Fram- sóknarflokkurinn hefði aldrei hafnað þessari hugmynd, en þetta væri dæmi, sem þyrfti að skoða til enda. Veruleg hætta væri á, að þetta fyrirkomulag hefði áhrif á byggðaþróun. Mik- ill hluti fiskveiðflotans viða úti um land gæti ekki keppt um veiðileyfin, og þá yrði rikisvald- ið að skerast i leikinn með ein- hverjum hætti. Hann gæti þvi ekki séð, að þetta væri dæmi, sem þyrfti að skoða til enda. Veruleg hætta væri á, að þetta fyrirkomulag hefði áhrif á byggðaþróun. Mikill hluti fisk- veiðflotans viða úti um land gæti ekki keppt um veiðileyfin, og þá yrði rikisvaldið að skerast i leikinn með einhverjum hætti. Hann gæti þvi ekki séð, að þetta kerfi leiddi til minni rikisaf- skipta af atvinnulifinu en nú væri, en Framsóknarflokkurinn væri sammála þvi, að rlkis- rekstur á atvinnutækjunum ætti ekki erindi til okkar íslendinga. Fulltrúar Kim II Sungs á tslandi, Han Chang Hyop sendiráösritari til vinstri og Chon Gi Gap sendiherra til hægri ræöa við blaðamann. Visismynd ÞG. ..no vlljum sam- einingu Kðreu” Rætt viö sendiherra N-Köreu Það er ekki oft sem gestir frá landi félaga Kim II Sung, Norður- Kóreu sækja okkur íslendinga heim. Nú fyrir skemmstu var þó sendiherra landsins Chon Gi Gap staddur hérlendis og ræddi þá blaðamaður Visis við hann. Eftir all-langan fyrirlestur um sögu landsins sem rakin var um 5000 ár aftur i timann, læddum við að einni spurningu um tengsl N- Kóreu við hina stóru nágranna sina Kina og Sovétrikin. — Já, það fer ekki á milli mála að á milli þessara tveggja landa rikir mikil spenna og teljum við það vera hlutverk okkar að reyna að koma á sáttum þar á milli. Við eigum góð samskipti við bæði þessi lönd og bæði styðja þau við- leitni okkar viö ao sameina N- og S-Kóreu. Nú barst talið að sameiningu hinna tveggja rikja Kóreu, en þar hefur rikt eins og kunnugt er, hinn bitrasti fjandskapur á milli. Kim II Sung forseti hefur sagt að við vildum sameina lanaið á friðsamlegan hátt og að það skuli vera sjálfstætt riki byggt á.lýð- ræðislegum stjórnarháttum. 1 janúar s.l. kom hann svo með nýjar friðartillögur þar sem rætt er um sameiningu, sem gerast skuli friðsamlega og i eindrægni, þvi ekki má gleyma að við erum fyrst og fremst bræður af sama þjóðerni. 1 þessum tillögum er einnig tal- að um að rikin hætti að reka áróð- ur hvort gegn öðru og svo eins ögrandi hernaðaræfingum. Síðan Kim II Sung setti fram þessar tillögur hefur S-Kórea þó staðið fyrir miklum heræfingum ásamt Bandarikjamönnum og að auki hafnað tillögum okkar um sameiginlegt þing þar sem hinir mismunandi stjórnmálaflokkar i norðri og suðri komi saman og ræði framtið landsins. Þó hafa verið haldnir nokkrir umræðu- fundir þar sem málefni rikjanna hafa verið rædd. Blaðamaður reyndi nú að beina samræðunum út af hinum breiða vegi stjórnmálanna og spurði gestina hvort það væru ekki við- brigði fyrir þá Austurlandabúana að koma til þessa litla lands i Norðurhöfum. — Jú, Island er litið land eins og N-Kórea, en íslendingar hafa þó verið mjög duglegir að verja landið gegn átroðningi annarra þjóða, t.d. i Þorskastriðinu. I þessari réttlætisbaráttu ykkar hefur kóreönsk alþýða stutt ykk- ur með ráðum og dáð. Annars eru tslendingar mjög vingjarnlegir og viðhöfum fengið góðar móttökur hér. Það er okkar ósk að þessi litlu lönd haldi áfram að styðja hvort annað og einnig önnur smáriki og aö þau verði þannig til blessunar i samfélagi þjóðanna. —HR 3000 manns tilauoa kringum landið A þjóðhátiðardaginn næsta, 17. júni, hefst á Laugardalsvelli boö- hlaup kringum landiö sem Frjáls- iþróttasamband tslands gengst fyrir. Vegalengdin sem hlaupin er verður 2500 km og skiptist milli aöildarfélaga Frjálsiþrótta- sambandsins. Kl. 14 á 17. júni leggur fyrsti hlauparinn af stað og siðan hver af öðrum, en gert er ráð fyrir að hlaupinu ljúki á Laugardalsvelli kl. 8.30 26. júni, eða viku siðar. Af hálfu Frjálsiþróttasambandsins er lögð rik áhersla á að hafa hlaupið sem veglegast og verður ýmisleg viðhöfn i sambandi við það. Boðhlaupskeflið er t.d. skor- ið úr islensku birki af Halldóri Sigurðssyni útskurðarmeistara á Egilsstöðum. Að sögn Sigurðar Helgasonar, formanns FRÍ, er gert ráö fyrir að hlauparar verði um 3000 og hlaupi hver maður þvi tæplega kflómetra. Iþróttafélögin i hverju umdæmi sjá um að útvega hlaupara, þjálfa þá og annast framkvæmdir I sambandi við hlaupið. Lögreglan og björgunarsveitir munu verða hlaupurum innan handar og sjá um að fyllsta öryggis sé gætt. Þá verður reynt að tryggja að tímaá- ætlun standist fullkomlega en hlaupinu — „Landshalupi FRl 1979” — lýkur eins og áður sagði kl. 8.30 að morgni 26. júni. —IJ NY DÍLASALA BILABANKINN GL>CSILEGUR SÝNINGARSALUR LÁTID OKKUR ANNAST SÖLUNA GÓD ÞJÓNUSTA BÍLASALA - BÍLASKIPTI BORGARTUNI 29 - SIMI 28488

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.