Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Vísir - 21.05.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 21.05.1979, Blaðsíða 4
VISIR Mánudagur 21. mal 1979. 4 #’ fíV *' ’íVA’ v' Umsjón: Guðmundur Pétursson Hðfundur Henry Henriksen, ritstjóri, skrifar i hið samnorrræna rit „Nordisk Kontakt” grein um þau vandamál sem steðja að sambúð Noregs og Islands vegna hagsmun- anna við Jan Mayen. — Megin- hluti greinarinnar birtist hér þýddur, en f jallar aðallega Viðræður milli nágrannaríkja um fiskveiðihagsmuni hafa haft sorglega tilhneigingu til þess að snúast yfir í pólitiskar þrartur og ásteyting. Alvarlegasta dæmið um slikt á siöustu árum var hið svonefnda þorskastrið Bretlands og íslands fyrir nokkrum árum. Siðari árin einnig tilraunir Efna- haesbandalagsins til þess að koma á veiðikvótum i efnahags- lögsögu EBE, en þær hafa strand- aö á ágreiningi niilli Stóra-Brét- lands annars vegar og hinna EBE-landanna hins vegar. Aö baki þorskastrlðínu lá ákvörðun Islands um að lýsa yfir 200 mQna efnahags- eða fiskveiði- lögsögu. Að baki deilunnar innan EBE liggja mismunur á fisk- veiðistefnum einstakra rikja og svo flækjur þar sem 200 milna lögsögur skerast. Hiö siöamefnda er einmitt þaö, sem skapar Noreg vanda í samskiptum si'num við aðliggjandi strandriki eins og Sovétrikin vegna Barentshafs og Svalbarða, eða frændrlki eins og tsland vegna hafsvæðisins um- hverfis eyjuna Jan Mayen. Arekstri var afstýrt í Barents- hafi með þvi að Noregur og Sovét- rikin gerðu með sér bráðabirgöa- samkomulag varöandi hið um- deilda fiskveiðisvæði. í Sval- barðamálinu lækkaði Noregur seglin. í staðinn fyrir að lýsa yfir efriahagslögsögu, þar sem norsk lög skyldu gilda, hvað sem liði yfirráðum náttUruauðlinda eða veiðihefðum, var lýst yfir vernd- un fiskimiða á grundvelli laga, sem gilda jafnt um norska sem erlenda fiskimenn. — Hve stór hættan er á því, að kastast geti i kekki, kom best L ljós, þegar Sovétrikin neituöu að viðurkenna rétt Noregs til þess að taka sér sllka efnahagslögsögu. Noregs- stjórn tók þann kostinn að gera ekki ítrustu kröfur við Svalbarða. Landgrunnsspurningin við Jan Mayen. A ýmsan máta felast við Jan Mayen ýmsir þættir sem minna á deiluna milli Sovétrlkjanna og Noregs, þar sem þrætt var um, hverjum heyri til ákveðnir hlutar af landgrunninu. I umræðum um Jan Mayen-svæöiö eru lögð til grundvallar vandamálin við aö lýsa yfir efnahagslögsögu og spurningin um, hvar draga eigi mörkin, þar sem lögsagan rekst á aðra. Hið siðarnefnda er þó kannski ekki það mikilvægasta I Jan Mayen-málinu, þótt það eigi ef til vill eftir að taka langan tlma og miklar viöræður að leysa það. Aðalatriðiö er það — sem margir kvlöa að geti orðið mikið þrætuepli — hvort ísland viöur- kennir eöa ekki, að landgrunniö umhverfis eyjuna sé norskt eöa ekki. Samkvæmt gildandi þjóöarétti heyrir landgrunnið umhverfis eyj- una Noregi til, og þannig túlka Norömenn þaö. Þannig hefur ver- iö á það litið af flestum, og veröur þvi skoðaö sem staöreynd, og þarfiiastþvi ekki sérstakrar yfir- lýsingar norsku rikisstjórnarinn- ar. Verður Jan Mayen misklíðarefni íslands 09 Noregs? um spurninguna varðandi land- grunnið. Þaö verður að liggja ljóst fyrir, að efnahagslögsaga hefur ekkert með hafsbotninn aö gera. Þau sjónarmið, sem mennhafa I huga við efnahagslögsögu taka ekki til landgrunnsspurningarinnar viö Jan Mayen. Það gera hinsvegar landgrunnslögin. En þaö er ákveöið samhengi á milli þessara spurninga. Þegar menn ræða um efnahagslögsögu við Jan Mayen, verða mönnum fiskeiðarnar efstar I huga. Fisk- veiðitakmarkanir verða I reyndi efnahagslögsaga eyjarinnar. Einn og einn maður á tslandi heldur þvf fram, að trauðla sé unnt að viðurkenna fiskveiðilög- sögu Norðmanna við Jan Mayen öðru vísi, en það stangist á viö gildandi viðhorf til landgrunns- ins. Enda eru raunar sömu rökin tekin til, þegar menn draga i' efa, að rfki geti gert tilkall til land- grunns, eins og þegarefast er um réttmæti efnahagslögsögu. Eyja eða útsker í ræðu, sem Knut Frydenlund, utanrfkisráðherra Noregs, flutti i vetur, ítrekaöi hann, að Noregur hefði rétt til þess að lýsa yfir efnahagslögsögu við Jan Mayen. Þessi yfirlýsing leiddi til beiskra ummæla ýmissa Islendinga (eins og Lúövfks Jósepssonar, formanns Alþýðubandalagsins, eins þriggja núverandi stjórnar- fl ok kci Lúðvik hélt þvi fram, að krafa Noregs væri fjarstæða, og að Noregur gæti í mesta lagi gert til- kall til tólf mflna landhelgi um Jan Mayen, ef rikjandi s jónarmið á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verða látin gilda, og að Jan Mayen heföi ekki rétt til eigin efnahagslögsögu og eigin land- grunns, þvi að á eyjunni væri ekki samfélag manna, naumast nokk- ur byggð,ogekki um að ræða lífs- afkomu þjóðar eða eigið atvinnu- lif ibúa þar. Benedikt Gröndal, utanrfkis- ráðherra tslands, tók öfuga af- stööu, þegar hann lýsti þvi yfir, að næðu frumvörp, sem liggja fyrir Hafréttarráöstefnunni, fram að ganga, liti hann svo á, aö Noregur gæti lýst yfir 200 milna efnahagslögsögu viö Jan Mayen. Sagt með fáum orðum, er þrætuefnið þá i reyndinni þetta: Er JanMayen útsker, einsog þaö erskilgreint i þjóöarétti, —áborö viö Rockall — , eða er það eyja? Uppkastið, sen) liggur fyrir hafréttarráöstefnunni, fjallar um þetta f þrem stuttum málsgrein- um i kafla 121. — Fyrst er eyja skilgreint þannig: Eyja er náttúrulega myndað landssvæði, umkringt vatni, sem stendur upp úr yfirborðinu á háflóöi. — I öðru lagi er fjallaö um útvíkkun land- helgi (sem strandrfki hefur öll umráð yfir), útvikkun efnahags- lögsögu (þarsem strandriki hefur umráð yfir auðlindum I sjónum, en verður að leyfa frjálsar sigl- ingar) og aðliggjandi svæða, og tekiö fram, að styðjast verði við gildandi hafréttarsáttmála, þeg- ar leyst er úr þrætum um, hvar draga eigi mörkin. (1 Barentshafi lita Norðmenn svo á, að mörk efnahagslögsögunnar og land- grunnsins skuli miöast við mið- linukenninguna, eða út frá fjar- lægðinni milli stranda þessara tveggja rikja.) — I þriöja lagi er í uppkastinu sagt, að útsker, þar sem mannabyggð geti ekki viö- haldist og ekki eigið efnahagslff, skuli ekki gera kröfu um sér efna- hagslögsögu eöa tilkall til land- grunns. Er Jan Mayen eyja? Jarðfræðilega séö uppfyllir Jan Mayen skilgreiningarkröfurnar, sem geröar eru til eyjar. Jan Mayen er 380 ferkilómetra land- svæði. Það búa um það bil 20 Norðmenn þar að staöaldri. Þeir starfa við veðurathugunarstöðv- ar, en fá allt sitt viðurværi frá Noregi. — En hvernig mun hátta til á Jan Mayen eftir tiu eöa fimmtán ár? Það má vel hugsa sér, að þar verði byggð fiskibátahöfn og f framhaldi af þvi taki menn sér þar fasta búsetu. Ef finnstá land- grunninu olia eða gas, sem hag- kvæmt væri að vinna, risi vafa- laust þar upp ollumiðstöð. Þriðja skilyrði hafréttarsáttmálans yrði þá uppfyllt. A hafréttarráðstefriu Samein- uðu þjóðanna, sem kom saman 19. mars, var meirihluti fulltrú- anna fylgjandi textanum, eins og hann láfyrir i kafla 121 í uppkast- inu. Það þykja litlar horfur áþvi, að veigamiklar breytingar verði gerðar þar á, enda standa að því orðalagi miklu voldugri riki en Noregur og Island, og þau gera einnig kröfur til landgrunns viö slnar eyjar. Nægir að nefna eyj- arnar i Kyrrahafinu, þar sem Bandarikin hafa mikla hagsmuna aö gæta. Óvissan um ísland. Meðan Noregur hefur lýst opin- berlega sinni afstöðu, hefur Is- land ekki enn gert opinberlega grein fyrir sinni. Dregur fslenska stjórnin rétt Noregs til land- grunnsins i efa, eða viðurkennir hún hann? 1 síðara tilfellinu ligg- ur leiðin opin til samninga um, hvar mörkin skuli dregin. Það má einfalda þetta svo, að segja, að samningaviðræður komi ekki til greina, fyrr en ts- lendingar viðurkenna, að þarna séeitthvað, sem komi til skipta. t Barentshafi hafa bæði Sovétrfkin og Noregur fyrir löngu lýst sinni afstööu og kröfum. En lfka má orða þaö þannig, aö spurningarn- ar um Jan Mayen séu f eðli sinu tvær: 1. Um rétt Norðmanna til þess að gera tilkall til land- grunnsins, og þar með spurningin um þjóðarétt til þess að helga sér ákveðin svæði. 2. Hvar draga skuli mörkin miili lögsögu um- hverfis Jan Mayen og lögsögu Is- lands, sem lýst var yfir fyrir mörgum árum. Það er óvissan um viöbrögð ts- lendinga til fyrri spurningarinn- ar, sem segir mest til sin. Það er mest þar, sem hætta getur oröiö á deilum. Siður i samningum um, hvar mörkin skuli dregin. Þar f liggur að miklu leyti skýr- ingin á varfærni norsku stjómar- innar. Bæöi i samskiptum við Sovétrikin og EBE-löndin, sem höfðu hagsmuna aö gæta á norsk- um fiskimiöum, valdi Noregs- stjórn að fara viðræöu- og samn- ingaleiöina til þess að sneiða hjá vandræðum, misskilningi og mis- tökum. Sömu stefnu er fylgt gagnvart tslandi. Norðmenn vilja vita vissu sina um afstööu íslend- inga, áður en þeir lýsa yfir efna- hagslögsögu. Bráöræöi gæti leitt til illinda milli tveggja NATO- rfkja, og þá á jafn mikilvægu svæði og norðurjaörinum. Henry Henriksen: Konflikt Norge-Island om Jan Mayen? Norden: Regionalpolitiskt handlingsprogram faststállt Danmark: Barsebáck udsat for stærk dansk modvind Finland: Riksdagsöppning i kvinnornas tecken Island: Krisen i regjeringen löst Norge: Fordelaktig á satse pá elektrisk kraft Sverige: Dramatisk omsvángning av (s) Portráttet: Steingrímur Hermannsson A forsfðu samnorræna rltsins „Nordisk Kontakt”, þar sem grein Henry Henriksens birtist um Jan Mayen, er birt mynd af Islenskum fiskibátum á leiö i land af miðunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 112. Tölublað (21.05.1979)
https://timarit.is/issue/248901

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

112. Tölublað (21.05.1979)

Aðgerðir: