Vísir - 21.05.1979, Blaðsíða 14
Mánudagur 21. mal 1979.
14
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðarog bát, er
verða til sýnis þriðjudaginn 22. maí 1979, kl.
13-16, i porti bak við skrifstofu vora að Borg-
artúni 7:
Toyota Corolla fólksbifreið árg. '75
Ford Bronco árg. '74
Willys Wagoneer árg. '74
Willys Wagoneer árg.'70
Land Rover lengri gerð bensín árg. '70
Chevrolet Suburban 4x4
sendif.bifr. 'árg.'75
Chevrolet Suburban sendif .bifreiðárg.
'73
Ford Transit sendiferðabifreið 'árg.
'73
Ford Transit sendiferðabifreiðárg. '73
Ford Transit sendiferðabif reiðárg. '73
Ford Transit sendiferðabifreiðárg. '72
Bedford vörubifreið árg.'64
Volvo vöru/fólksflutningabifreið árg.
'60
Plastbátur 17 feta, yfirbyggður m. 60
ha. utanborðsvél og tengivagni
Heybindivél Welger AP45 árg.'72
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Borg-
artúni 5, Atlas Copco loftpressa m.
dieselvél, 160 cu. fet. ógangfær.
Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að
viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn að
hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Til sölu
B.M.W. 2002 Tll árg. 1974-1975 með 130 (din)
hestafla vél, bein innspýting, styrkt fjöðrun,
sportfelgur o.fl. Uppl. i sima 21011
Frá Fjölbrautaskólanum
á Akranesi
Skólinn óskar eftir upplýsingum um hugsan-
legar leiguibúðir fyrir kennara næsta vetur.
Má miða leigutima við 15. ágúst.
Pá vill skólinn kanna hvaða íbúðaeigendur
vilja leigja nemendum herbergi á hausti kom-
anda.
Nánari upplýsingar veitir Þorvaldur Þor-
valdsson sími 1408 og skrifstofa skólans sím-
ar: 2544, 2545 og 2546 kl. 9.00-15.00 virka daga.
SKÓLANEFND.
SÖLUSKATTUR
Viðurlög falla á söluskatt fyrir aprílmánuð
1979, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta
lagi 25. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti
fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga
uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin
3% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð,
talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir
eindaga.
FJARMALARAÐUNEYTIÐ, 21. MAI 1979.
„Uröum aö kaupa
hlýjan fatnaö”
- segja FiliDseylngarnir í Jarðhilaskölanum
„Við vissum margt um tsland
áður en við komum hingað, það
var náttúrlega aðallega jarð-
fræðilegs eðlis I gegnun nám
okkar á Filipseyjum”, sögðu
þau Nelson Bagamasad og
Agnes Reyes frá Filipseyjum,
en þau eru fyrstu nemendur
Jarðhitaskólans.
Bæði Nelson og Agnes hafa
lokið jarðfræðinámi frá Háskól-
anum i Manila, höfuðborg
Filipseyja, og hafa að auki
tveggja ára starfsreynslu sem
jarðfræðingar. AFilipseyjum er
mikill jarðhiti og mikill áhugi á
þeim fræðum þar austur frá, og
hafa þau þá eitthvað hingað að
sækja?
,,Já, við getum áreiðanlega
margtlærtaf tslendingum, þeir
eru komnir mjög langt og við
hyggjum gott til góðarinnr að
læra af reynslu þeirra.”
„How do you like Iceland?”
„Það sem við höfum séð af
Reykjavík og nágrenni lfst mér
mjög vel á”, sagði Nelson,
„annars höfum við ekki ferðast
mikið um ennþá en það stendur
til bóta þegar eiginlegar rann-
sóknir hefjast. Jú, það er
kaldara hér en á Filips-
eyjum...”
Þess má geta að snjómugga
semféllum svipað leyti og Visir
ræddi við Filipseyingana var
fyrsti snjórinn sem þau höfðu
barið augum aévinni, enda eru
Filipseyjar heldur sunnar en
skerið.
„Við aðlögumst veðurfarinu
áreiðanlega mjög fljótt” sögðu
þau,, ,en við urðum þó að fara út
og festa kaup á hlýrri fatnaði en
þeim sem við höfðum meðferðis
frá Filipseyjum. Það kemur sér
vel þegar við förum að stúdera
út; í náttúrunni.”
—IJ
Jarðhilasköllnn teklnn lil starfa:
Útgjdld íslands hlutl
prðunaraðsloðar
Þann 14. mafhófu fyrstunem-
endurnir I Jarðhitadeild
Háskóla Sameinuðu þjóðanna
nám, en deildin er sem kunnugt
er starfrækt hér á landi sem
undirdeild Jarðhitadeildar
Orkustofnunar. Kostnaðinn af
Jarðhitaskólanum ber islenska
rlki en Háskóli SÞ mun greiða
ferða- og uppihaldskostnað
nemenda.
Forstöðumaður Jaröhitaskól-
ans er dr. Ingvar Birgir Frið-
leifsson, jarðfræðingur, og sagði
hann i samtali við Visi að i skól-
anum væru kenndar ýmsar sér-
hæfðar greinar innan jarðhita-
visindanna. Boðið væri upp á 8
valgreinar en fyrstu 3-5 vik-
urnarfara i almenna fyrirlestra
og fræðslu. Afgangnum af allt
að 5mánaða námi ersiðan varið
við rannsóknir á sérhæfðum
verkefnum. Þannig færu Filips-
eyingarnir að afloknu
kynningarnámskeiöinutil náms
i borholujarðfræði.
Aætlað er að 5-6 nemendur
verði við skólann á hverju ári og
sagði Ingvar Birgir að seinna á
árinu væri von á 2 Kinverjum i
svipaða þjálfun og Filipseying-
arnir njóta nú, en auk þess
kæmu einir 7 Kinverjar til rann-
sóknaogkynnisferða i 3-4 vikur.
Vissar reglur þarf að uppfýllá
tilaö geta sótt um skólavist: að-
eins er tekiö við nemendum frá
þróunarlöndunum og skulu þeir
hafa háskólapróf i raungreinum
og 1-2 ára starfsreynslu. Einnig
verða þeir að eiga visa stöðu i
heimalandi sinu að afloknu
námi til aö tryggt sé að námið
nýtist viðkomandi landi.
Eins og áður sagði ber
islenska rikið kostnaðinn af
skólanum en litið er á þau út-
gjöld sem hluta af aðstoð
Islands við þróunarlöndin enda
talið heillavænlegra að stofii-
setja svonaskóla i samvinnuvið
Háskóla SÞenaðsenda Islenska
vlsindamenn til ein$takra landa
þar sem þekking þeirra nýtist
siður. Að sögn Ingvars Birgis
stendur Islandmjög framarlega
I jarðhitarannsóknum.
A fjárlögunum 1979 er gert
ráð fyrir að verja 33.2 millj-
ónum króna til skólans en kenn-
arar verða bæði frá Orku-
stofnun og Háskóla Islands.—ij