Vísir - 21.05.1979, Blaðsíða 20
VlSIR
;Mánudagur 21. mal 1979.
Umsjón: Edda
Andrésddttir
ÞRISVAR SINNUNI TVEIR
Herbie Hancock. Hann og Chick Corea eru saman á plötunni „An Evening with Herbie Hancock and
Chick Corea in Consert”, sem fjallaö er um I þættinum.
Þrátt fyrir það að það
standi ef til vill eitthvað
nær öðrum að skrifa um
hljómplötur á þessum
siðum, get ég ekki stillt
mig um að minnast hér
á þrjár útgáfur, sem ný-
lega hafa vakið sérstaka
athygli jazzáhuga-
manna.
Hér er um að ræða
plötur, sem hver um sig
hefur að geyma tónlist
tveggja tónlistarmanna,
þ.e.a.s. tveggja fiðlu-
leikara, tveggja pianó-
leikara og svo bræðra
sem leika á bassa og
tenórsax.
Tea for Two
Fyrsta tvenndin er sannarlega
merkileg. Hér leiða saman hesta
sina fiölusnillingarnir Stéphane
Grappelli og Yehudi Menuhin. Þó
furöulegt megi virðast hefur Max
Harris tekist aö glæöa útsetning-
ar si'nar af gömlum slögurum —
svo sem „The Man I love” „My
fúnny Valentine”, og „Tea for
Two,” sem er titillag plötunnar,
nýju lifi við aðlögun þeirra aö stíl
þessara tveggja fiðlumeistara frá
andstæðum hornum tónlistar-
heimsins, — annars vegar jazz-
horninu og hins vegar klassíska
horninu.
Báöir fiölarar eiga að baki
langan og merkilegan tónlistar-
feril hvor á sinu sviöi. Stéphane
Grappelli (f. 1910) var driffjöður
„Hot Club of France” 1934-9
ásamt Django Reinhardt, en hef-
ur síöan veriö mikilsvirtur jazz-
leikari, bæöi á hljómleikum og á
hljómplötum. Grappelli er fædd-
ur i Paris en hefur dvalist lang-
dvölum I London — búiö i High-
gate þar sem kollegi hans Menu-
hin býr einnig. Yehudi Menuhin
(f. 1916) kom fyrstfram sem ein-
leikari meö Sinfóniuhljómsveit-
inni iSan Franciscosjö áragam-
all. Hann fór i heimsreisu —
mikla hljómleikaför árið 1934,
einmitt þegar vinur hans
Grappelli „swingaöi” af miklum
eldmóöi fyrir Parisarbúa! Platan
heitir „Tea forTwo” tJtgáfufyrir-
tæki: Angel.
Passing thru!...
„The Heath Brothers” heitir
jazzhljómsveit, sem stofnuð var
skömmu eftir upplausn „The
Modern Jazz Quartet” árið 1974.
Forsprakkarnir eru tveir: Þeir
Jimmy Heath (tenór) og Percy
Heath (bassi), en af og til fá þeir
tónlist
bræöur aöstoð frá þriðja
Heáth-bróðurnum , Albert
(trommur) og jafnvel bróðursyni,
sem ég man ekki hvaö heitir.
Bræöurnir hafa veriö þekktir i
jazzheiminum i rúmlega 30 ár.
Þeir hafa leikið með flestum
„súperstjörnum” jazzins, frá
Giliespie til Getz, bæði saman og
sitt i' hvoru lagi. Jimmy er senni-
lega þekktastur fyrir leik sinn
meö Miles Davis og með Art
Farmer á sinum tima. Percy sem
af mörgum er talinn einn fremsti
bassaleikari jazzins, náöi heims-
íirægö meðfélögum sinum i MJQ.
1 umsögn um plötu þeirra
bræðra „Passing thru!...” i
Stereo Review, fyrir nokkrum
mánuðum, segir Kristján Albert-
son: „PercyHeath leikurdásam-
legafallega á allri plötunni. Þeg-
ar maður hlustar á hinn óviðjafn-
anlega sveigjanleika i leik hans i
„In New York” og „Yardbird
Suite” eftir Charlie Parker, er
augljóst af hverju Ron Carter tel-
ur hann meöal 3ja uppáhalds
bassaleikara sinna”. 1 sömu
grein hrósar Kristján Jimmy sér-
staklega fyrir leikni á sópransax
og flautu.
Platan heitir „Passingthru!...”
Útgáfufyrirtækiö heitir: Colum-
bia.
Herbie og Chick
Eftir að hafa alist upp við ára-
tuga aðdáun tónlistardeildar
Rfkisútvarpsins á Rawitz og
Landauer (stafað eftir eyranu!)
sem ausið var ómældum yfir al-
þjóð i hádegi, slðdegis og um
kvöld af frábærri reglusemi, hef
ég alltaf verið hálf ragur við
hljómplötur með pianista-dúett-
um.
Það má Hka vera að ein af
ástæöunum fyrir þessari andúð
minni á sllkum dúettum byggist
áþvl að mér var gjörsamlega of-
viða að fylgjast með hvorum
píanistanum fyrir sig. Hvað gerði
Rawitz og hvað spilaði
Landauer?
Útgefendur hljómplötunnar
sem ég ætla að benda ykkur á að
lokum hafa séð viö þeim vanda
og taka það skýrt fram I upp-
lýsingum á plötuhulstrinu, að það
sé Herbie Hancock til vinstri,
þegar Chick Corea sé til hægri, —
sem kemur sér fjári vel fyrir þá
sem hlusta á plötuna i Mono!
Annað er lltið aö græða á texta
hulstursins nemaef það væri nöfn
alls þess fjölda sem þurfa aðeiga
einhvern þátt i því að koma hljóð-
ritun þeirra kolleganna á vinyl —
samtals31 maður eða fyrirtæki
auk svo auðvitað allra hinna sem
ekkieru nógu frekir til að ná nafni
sínu prentuöu á umslagið.
„Herbie Hancock and Chick
Corea in Concert” er vægast sagt
stórkostleg plata! Upptökurnar
erugerðar á hljómleikum þeirra I
San Fancisco, Los Angeles, San
Diego og Ann Arbor I febrúar-
mánuði 1978.
Lögin sem þessir mætu planist-
ar taka fyrir verða strax aukaat-
riði, þegar maöur byrjar að
hlusta, en þau eru af ýmsum toga
spunnin, aUt frá „Liza” (gamall
og góður húsgangur) tU „La
Fiesta” (tískulag I jazzheiminum
um þessar mundir) — það er leik-
gleðin, frábær túlkun og meðferð,
mátuleg kímni og léttleiki, sem
heldur þér bergnumdum frá upp-
hafi til enda.
Platan heitir: „A Evening with
Herbie Hancock and Chick Corea
in Concert”. Útgáfufyrirtæki
Columbia/CBS
„KVÆÐI” ÞÚRARINS
ELDJÁRN í
NÝRRI ÚTfiÁFU
Sigrún og Þórarinn Eldjárn en Sigrún á teikningarnar I bók Þórarins,
Kvæði.
Bókaútgáfan Iöunn hefur sent
frá sér nýja útgáfu af Kvæöum
Þórarins Eldjárns með nýjum
teikningum eftir Sigrúnu Eldjárn.
Kvæðabók Þórarins kom fyrst
út I ágúst 1974 og seldust þrjár
prentanir af bókinni upp á
skömmum tima. 1 tUkynningu frá
Iöunni segir að þessar viötökur
lesenda eigi sér fáar hliðstæður
þegar um er aðræða fyrstu ljóða-
bók ungs skálds.
Hin nýja útgáfa er til komin
vegna óska fjölmargra lesenda
um aö bókin mætti aftur verða
aögengileg á markaði. Snið útgáf-
unnar er með sama hætti og á
Disneyrlmum Þórarins sem út
komu i' fyrra. Sigrún Eldjárn
hefur teiknað bókarkápu. Bókin
er 56 bls. prentuð í Odda.
—EA
„LISTIN
Guðmundur Björgvinsson hefur
opnað sýningu á 40 pastel-
teikningum sínum i' Iðnaðar-
mannasalnum I Tjarnargötu 3 i
IOUNN
;væði
ÞÓRARINN ELDJÁRN
„Á næslu
grOsum”
ómar Skúlason sýnlr nýjar myndlr
Ómar Skúlason sýnir um þess-
ar mundir myndir sínar I „A
næstu grösum”. ómar er fæddur
1949, stundaði nám við Myndlista-
og handíðaskóla íslands 67-’71 og
hefur tekið þátt í samsýningum
og haldið eina einkasýningu að
Kjarvalsstöðum.
A næstu grösum sýnir hann 12
nýjarmyndir, sem unnarerumeð
stenslum og oliulitum á
akrfl-karton. Allar myndirnar eru
til sölu oggefur Ómar upplýsing-
ar i sima 27196. _fa
ÚT Á LflND” OPNAR SÝNINGU í KEFLAVÍK
Keflavlk. Er sýningin liður I her-
ferðinni ,4-istin Ut á land”.
Guömundur hefur áður haldið
tvær einkasýningar, aðra i Nor-
ræna hUsinu i desember sl. A
sýningunni nU eru nokkrar
myndir sem voru á þeirri sýningu
ogeinnig nýjar. Sýningin verður
opin til 27. mal frá 2-10.
—EA