Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Vísir - 21.05.1979, Blaðsíða 6

Vísir - 21.05.1979, Blaðsíða 6
Mánudagur 21. mal 1979. SJALFVIRKUR BANKI A NÆSTA GðTUHORNI án*r? Það er styttra i það en margan grunar að við get- um verslað við sjálfvirkan banka. Hann væri t.d. staðsettur á einhverju horninu i miðbæ Reykja- vikur, eða i verslunarmiðstöð. Reikningshafi i slikum banka fær þá sérstakt kort f hendur með númeri sinu. Þegar hann vill taka út, þá setur hann kortið i sérstakt tæki og slær inn ákveðið númer á þar til gert lyklaborð. Sérstök talningarvél telur svo út þá upphæð sem þú biður um. Sjálfvirku bankarnir eru opnir allan sólarhringinn. Sjálfvirkur banki eftir ár á íslandi „Það er ómögulegt aö segja hvenær við fáum sjálfvirkan banka hér á landi, það getur þess vegna veriö eftir eitt ár”, sagði Benedikt Guðbjartsson lögfræö- ingur og formaður starfsmanna- félags Landsbanka tslands, þegar við spjölluðum við hann um tæknivæðingu og sjálfvirkni i bönkum. Það eru um átta ár síðan að sjálfvirkur banki, eða Bankauto- mat, var tekinn i notkun á Norð- urlöndunum. Þeir skipta nú hundruðum i Sviþjóð og eru dreifðir um allt land. Reikningur viöskiptavinar sjálfvirks banka er almennt eins og ávísanareikningur þannig að hægt er að taka út peninga af reikningum á meðan þeir endast. Einnig getur reikningurinn veriö þannig að heimilt er að taka út peninga umfram inneign sam- kvæmt sérstökum samningi viö bankann. Það er þá i likingu viö hlaupareikning meö yfirdráttar- heimild eöa reikningslán. Sjálfvirkur banki I Sviþjóð. Maðurinn stingur spjaldi I rauf og þá opnast hólfið. Tölvurnar taka yfir Þegar sjálfvirknin er oröin eins mikil og t.d. á mörgum stöðum i Bandarikjunum nú, má gera ráð fyrir aðtölvur vinni allt að 80 pró- sent af störfum bankanna. „Tæknin hefur komið illa við bankastarfsmenn t.d. á Norður- löndum. Þar hefur farið svo að fækkað hefur um margar stööur og bankamenn hafa staðið uppi atvinnulausir. Þing Sambands Is- Nei, þú ert ekki á flæðiskeri staddur ef þú hefur ÍSLENSK FYRIRTÆKI á borðinu hjá þér. í tilefni af 10 ára afmæli ,,ÍS- LENSKRA FYRIRTÆKJA'' hefur útgáfa bókarinnar enn verið bætt og efnisval fullkomnaö. Þar koma meóal annars fram mun fleiri vöruflokkar en nokkru sinni fyrr og þar er sama viðskipta- og þjónustuskrá fyrir allt landið. ÍSLENSK FYRIRTÆKI Ármúla 18 Símar 82300 og 82302 í „ÍSLENSKUM FYRIRTÆKJUM'' er lögð áhersla á aö hafa merki og firmaskriftir viðkomandi fyrirtækja, ennfremur eru í bókinni að finna öll starfandi fyrirtæki landsins með til- heyrandi breytingum frá ári til árs. „ÍSLENSK FYRIRTÆKI” innihalda viðskiptalegar upplýsingar á ensku meö skrá yfir útflutningsvörur, út- flytjendur, innflutningsvörur, inn- flytjendur, framleióendur og þjón- ustuaðila. Númeriðer slegiðá lykla, sem eru eins og á reiknivél. Peningarnir koma úr bankanum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 112. Tölublað (21.05.1979)
https://timarit.is/issue/248901

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

112. Tölublað (21.05.1979)

Aðgerðir: