Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Vísir - 21.05.1979, Blaðsíða 11

Vísir - 21.05.1979, Blaðsíða 11
VlSIR Mánudagur 21. maf 1979. Englr frjálslr samn- PP Ingar um Deildartunguhver” „Sökum taps á væntanlegum skattgreiöslum er rlkissjóöi ekki hagur af eignarnámi. Sök- um mikillar greiöslubyröi og missis framkvæmdaf jár er Hitaveitu Akraness og Borgar- ness ekki hagur af eignarnámi” segir I grein, sem Björn Fr. Björnsson og Þorsteinn Helga- son hafa sent blaöinu fyrir hönd eigenda Deildartunguhvers. f greininni segir: „Deildartunguhver, sem er talinn stærsti hver f heimi, gefur af sér 180 sekúndulitra (1/s) af 100 gráðu heitu sjálfrennandi vatni. Afl hversins er 45.2 MW og orka hans 396 Gwh en það er jafngildi 59000 tonna af gasolíu árlega, miðað viö húshitun og 55% nýtingu. Auk sjálfrennslis- ins felast ómetin verðmæti i varmaorku; sem kynni aö nást með borunum á landspildu þeirri, sem tekin skal eignar- námi. 1 nýafstöðnum samningaum- leitunum bauð Hitaveita Akra- nessog Borgarfjarðar (HAB) , i lokatilboði sinu, 12.5 milljónir króna fyrir 150 1/s vatns og samning til 30 ára. Lokatilboð eiganda hversins var 18 miljón króna fastagjald eða 15% hlut- deild i arði. hvor upphæöin, sem værihærriog 20 ára samningur. Arðhlutdeild skyldi hefjast árið 1991. Djúpstæður ágreiningur er talinn vera milli aðila og hefur verið nefnt að 625 milljónir króna beri á milli. Sú viömiðun er marklaust þar eða arður HAB rennur beint til notenda hitaveitunnar og er þeim skatt- frjáls meðan eigandi hversins þarf að greiða fulla skatta af sinum hlut. Jafnvirði 20 ára arö- hluta HAB er á fyrsta rekstrar- ári, 1982, um 2500 milljónir króna fyrir hvort tveggja tilboð- anna. Miöað við lokatilboð. HAB kæmu aðeins 2.5 milljónir króna árlega i hlut eiganda eftir að all- ir skattar heföu verið greiddir en 4.7 milljónir króna árlega miðaö við lokatilboð eiganda. Fulltrúar eiganda Deildar- tunguhvers gengu til samninga vitandi það að eignarnáms- beiðni HAB hafði legið i eitt ár á borði iðnaðarráðherra. Eftir hið fyrra af alls tveimur tilboðum HAB, 11.67 milljón króna ár,- greiðsla fyrir 150 1/s, kom fram að ráöuneytiö hafði sett HAB samningsramma og lá fyrir að HAB fengi ekki starfsleyfi ráö- herra væri fariö dt fyrir þann ramma. Sem sjá má af lokatil- boði HAB var rammi þessi svo þröngur, að i raun var ekki um samninga aö ræða, heldur skyldi eigandi hversins hlíta verðákvörðun ráðuneytisins. Þá var þvi einnig lýst yfir, að um kaup rikisins á hvernum væri ekki að ræöa af hálfu ráðherra. Svo sem nú er ljóst, ætlar ráð- herra, með beitingu eignar- námslaga, rikissjóöi i raun að kaupa hverinn, án þess að nokkrar viðræður i þá veru hafi áður átt sér staö við eiganda. Fari eignarnám fram, ber rikissjóði að inna af hendi eign- arnámsbætur og er miðað við, að um staðgreiðslu sé að ræöa. hins vegar yrði rikissjóður af umtalsverðum skatttekjum. Væru væntanlegir skattar fyrir næstu 20 árin greiddir fyrirfram nú i dag næmu þeir 69 milljón- um króna vegna lokatilboðs HAB en 224 milljónum króna vegna lokatilboðs eiganda. Fé til greiðslu eignarnámsbóta mun rikissjóður ætla að taka af lánsfé þvi sem HAB er ætlað i lánsfjáráætlun og kann litiö að verða eftir til framkvæmda á vegum HAB þegar upp er staðið. Mat á verðmæti hversins m.t.t. notkunar hans á vegum HAB er mjög háð oliuverði og byggingarkostnaði. Byggtá for- sendum HAB og starfshóps iðn- aðarráöuneytisins var mat á sjálfrennsli hversins um 200 milljónir króna á verölagi 1. janúar 1979 en er I dag um 1560 milljónir. Skýrt skal tekið fram að þetta er ekki mat fulltrúa eiganda en bent er á að borun og virkjun samsvarandi vatns við Bæ í Borgarfirði kostar ekki undir 1000 milljónum króna. Sökum taps á væntanlegum skattgreiðslum er rlkissjóði ekki hagur af eignarnámi. Sök- um mikillar greiðslubyrði og missis framkvæmdafjár er HAB ekki hagur af eignarnámi. Enn fremur er það gegn vilja og hagsmunum ibúða Reykholts- dalshrepps og fleiri Borgfirðina, að hverinn verði afhentur HAB til eignar. Hinsvegar er eiganda hversins einum hagur af eignar- námsaðgerðinni, þar eð eignar- námsbætur gæfu allmiklu hærri arð en lokatilboð hans. Þrátt fyrir það stendur eigandi staö- fastlega gegn eignarnámi og óskar þess, að hverinn megi haldast i eigu ættmenna hans svo sem veriö hefur i tvær ald- ir.” Láttu LYSBRO léttaþér landbúnaðar- störfin! Lysbro verksmiöjurnar hafa framleitt vönduð verkfæri fyrir hvers kyns garðyrkju- og landbúnaóarstörf í 80 ár. enda er nafniö eitt í dag trygging fyrir framúrskarandi gæðum. Máim- og skipasmiDir: Mótmæia verðhækkunum áhöld til útivinnu! A fundi miðstjórnar Málm- og skipasmiðasambands íslands ný- lega var samþykkt að mótmæla harðlega hinum miklu verð- hækkúnum sem duriið hafa yfir að uncianförnu og magnað verð- bólgu og þar með skert almenn lifskjör , eins og segir i tilkynn- ingu af fundinum. Jafnframt segir að vegna þeirr- ar þróunar launamála að hinir launahæstu i þjóðfélaginu hafa umboósmenn: K.Þorsteinsson &Co.,Sundaborg fengið miklar launahækkanir hafi launamisrétti aukist verulega upp á siðkastið. Krefst miðstjórn MSl þess að fram fáist leiðrétting launakjara almenns launafólks. — IJ Þeir kunna ýmislegt fyrir sér náungarnir sem sýna listir sfnar á Óðali. Kúnslir í óðall Þeir taka upp á ýmsu skemmti- legu i Óðali. Nú hafa þeir fengiö kvenmann til að snúa plötunum og einnig er heljarmikil sýning á hverju kvöldi. Þar fremja listir sinar tveir fimir náungar, þeir Philip Tan og Tommy Mack. Sá fyrrnefndi er svartabeltishafi I Karate og kann einnig ýmislegt fyrir sér. _ kp Þaö vantar ekkl farpega - tieidur véi til viðbðtar segir formaður Loilleiðaflugmanna „Það er enginn samdráttur I Atlantshafsfluginu. Það þýöir ekkert að segja okkur að það vanti farþega. Það sem vantar er ein vél til viðbótar, en i stað þess að fá hana er ráðið fólk til að svara i simann og segja að það séu engin sæti”, sagði Bald- ur Oddsson formaður Félags Loftleiðaflugmanna i samtali við VIsi. „Þessar fáu vélar geta ekki séö fyrir þessum aragrúa af ! fólki sem starfar fyrir félagið, yfirbyggingin er allt of mikil”, sagði Baldur. „Viö erum uggandi um okkar hag og viljum tryggja það að það verði ekki farið inn á okkar leiðir. Þeir eru farnir aö nota Arnarflug inn á okkar leiðir. Þetta segjast þeir gera I neyð- artilfellum en þau vilja verða æði mörg. Þegar þeir hafa tekiö vél t.d. f sambandi við þjálfun, þá hafa þeir sett Arnarflug á leiðirnar New York og Chicago”. Baldur sagði að lengi hafi ver- iðbúiö að lofa Loftleiðamönnum störfum hjá Air Bahama, en aldrei hefur neitt oröið úr þvi. Flugvélum félagsins fljúga nú gamlir herflugmenn sem eru á eftirlaunum annars staðar frá. Þeir eru flestir yfir sextugt. „Islenska flugmálastjðrnin hefur verið ákaflega liðtæk við að veita Flugleiöum undanþág- ur varðandi hámarksaldur og þetta heldur m.a. tslendingum frá starfi”, sagði Baldur. — KP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 112. Tölublað (21.05.1979)
https://timarit.is/issue/248901

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

112. Tölublað (21.05.1979)

Aðgerðir: