Vísir - 26.05.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 26.05.1979, Blaðsíða 2
2 _ V VISIR j Laugardagur 26. maf 1979 Páls Þórdarsonar miðs í Þorlákshöfn Sögurúr ■ ■ >. ... -v undram heimum í tré .-■* Páll Þóröarson er ættaöur fró Ásmundarstööum i Rangárvallasýslu. Hér er hann ásamt nokkrum verkum sinum og á bak viö hann er hluti af steinasafninu. „Þegar ég móta viðinn, þá koma upp i hugann ýmis atvik úr þjóðsögum, sem hafa sín áhrif á hver útkoman verður. Rekaviðurinn verður oft á tíðum klettaborg, iðandi af lífi". Það er Páll Þórðarson þúsundþjalasmiður í Þorlákshöfn sem ræðir um tómstundagaman sitt. Hann sker listilega út rekavið, sem hann finnur í f jöru, eða einhver færir honum í hús. Páll starfar hjá Vélsmiðju Meitilsins við járn- smiði. „Ég kom hingað árið 1950 og þá var ekkert ibúðarhús i plássinu. Hér var eitt býli, en við sem störfuðum hjá Meitlinum komum okkur fyrir í bröggum og létum okkur nægja svefnpoka". Þurrkar viðinn í þrjú ár. „Eigandi rekans hér i fjör- unni lætur mig oft vita þegar hann rekst á. sérkennilega reka- staura. Einnig höfum viö oft skipti og ég labba fjöruna og læt hann vita þegar eitthvað hefur rekiö. Ég vel vandlega þann við sem ég vinn úr, þvi ég reyni aB láta tréö halda sem best sinni upprunalegu mynd og saga þaB þvi ekki til. ÁBur en ég get hafist handa viö aö móta viöinn þarf aB þurrka hann. Ef tréö er mjög svert, þá þarf þaö að vera I þurrki i um þrjú ár. bá fyrst get ég fariB aö vinna þaö. Ef þaö er tekiö of snemma, getur fariö svo aö þaö springi eftir aö maöur er búinn aö vinna þaö og þá er sá timi sem maöur hefur eytt i verkiö farinn til ónýtis”. Saga mótuð í hvert tré. Þaö liggur mikil vinna á bak viö fullmótaö verk. Páll er um þrjá mánuöi aö fást viö viöinn. Hverttréá sina sögu. Hún getur veriö úr heimi álfa, trölla, eöa þá um þaö hvernig lifiö sigrar dauöa og eyöingu. Tré breytist i klettaborg, þar sem eru syllur og skútar og álfakirkjur. Imyndunarafliö leikur lausum hala og þaö er auövelt þegar rýnt er i tréö, þvi þar eru fyrir hinar ótrúlegustu myndir. „Ég get ekki hugsaö mér aö láta þetta frá mér. Þaö hefur veriö falast eftir gripunum, en þeir eru partur af sjálfum mér. Ég vil hafa þetta i kringum mig eftir aö hafa bjástraö viö þetta”, sagöi Páll. Þau áhöld sem Páll notar viö aö móta viöinn hefur hann gert sjálfur mörg hver. Þetta eru ekki stórtæk verkfæri. Einnig notar hann útskuröarhnifa viö verkiö. Áöur en aöalvinnan hefst hreinsar hann ysta og dekksta lagiö af viönum. Stundum þarf aö fara nokkuö djúpt, þar til kemur niöur á ljósan viöinn. „Þaö er erfiðast aö fát viö sprungurnar og hreinsa þær, þvi ég læt þær halda sér eins og kostur er”. Vinnuherbergiö er I kjallara hússins og þar hefur Páll komiö þau tæki sem hann þarf á aö sér notalega fyrir og sett upp halda. Þaö var mikii vinna viö aöhreinsaog þurrka þetta sjóvardýr sem Páli heldur á á myndinni, Angarnir eru margir sem hann þurfti aö taka I sundur til aö geta hreinsaö allt innan úr skelinni. Slöan setti hann allt saman aftur. Texti: Katrín Pálsdóttir Myndir: Gunnar V. Andrésson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.