Vísir - 26.05.1979, Blaðsíða 19

Vísir - 26.05.1979, Blaðsíða 19
19 VÍSIR Laugardagur 26. maf 1979 hljómplata vikunnar Sleggjusystur gáfu út lögin „Mama Never Told Me” og „Love Don’t You Go Through No Changes” árið 1974, yngsta systirin Kathie þá 14 ára og Debbie sú elsta 19 ára. Stór plata i framhaldi af þessu vakti heldurenga athygli. Þrjú ár liðu frá þvi systurnar birtust aftur á vinyl, lagið „Bird In A Silver Cage” og stóra platan „To- gether” komu út 1977 — en sorg- arsagan endurtók sig og Sleggjusystur hurfu undir sjón- deildarhringinn. Seint á siöasta ári fréttist af systrunum i stúdiói með æðstu prestum diskóhljómsveitar- innar Chic, Bernard Edwards og Nile Eodgers. Og árangurinn finnst á ,,We Are A Family”, WE ARE A FAMILY - SISTER SLEDGE Systra- og bræðrabönd eru frá ættfræðilegu sjónarhorni oft á- kaflega sterk, en þar sem þekkt er i málinu orðið band sem hljómsveit, er auðveldlega hægt 'að segja sem svo, að systra- og bræðrabönd séu orðin nokkuð algeng. Það kannast allir við bræörabandið Bee Gees, bræðurna Gibb, og Pointer-syst- ur eru viðfrægar. Þessum pistli er svo ætlað aö kynna enn annað systrabandið, Sister Sledge, sem viö gætum hæglega og án nokkurs leyfis kallað Sleggju- systur. Til þess að kynnast ögn þess- um systrum höldum við til Hol- lands, en þar hafa Sleggjusyst- ur vakið mikla athygli. Þegar viö komum til sögunnar eru stelpurnar i sjónvarpsstúdiói nokkrum kilómetrum fyrir utan Amsterdam og viö eltum þær þangað, — á stað sem nefnist Hilversum. Stelpurnar eru að mæma sitt kunna lag „He’s The Gnatest Dancer” þegar við lát- um sjá okkur. Sleggjusystur eru fjórar talsins og heita Kathie, Debbie, Kim og Joni en við sjá- um ekki betur en sú fimmta standi þarna rétt hjá með spegil og hárbursta i hendi. — Við fræðumst um það, aö þetta er ekki ein systirin, heldur mamman, Florence Sledge. Rétt áður hafði hún verið að hjálpa Carol meö hárið og þar áður hafði hún rækilega áminnt Kathie að passa sig á erfiðum kafla i laginu, sem erfitt er að mæma. Carol??? Jú, Carol er ein Sleggju- systra, nokkurs konar vara- maður i liðinu. Debbie er oröin svp gild um magann, að það var ekki þorandi að fara með hana i langferð. Þegar svo stendur á, eða önnur „öhöpp” veröa, hleypur Carol I skarðiö. Stelpurnar taka mikið tillit til móður sinnar, hún hefur enda reynsluna umfram þær, sextán ára flutti hún Ur foreldrahúsum og gekk i dansflokk, lék i kvik- myndum og vann svo á umboðs- skrifstofu með húsmóöurstarf- inu. Og kynni hennar af skemmtanaiðnaðinum varö til þess að hún gat stappað svo stálinu I dætur sínar að þær gáf- ust ekki upp þótt velgengnin léti biða eftir sér. stórri plötu með átta þrumu-| diskólögum. Eitt laganna á plöt-' unnihefur farið inn á topp tiu i Bandarikjunum, lagiö ,,He’s The Greatest Dancer” og tvö önnur, titillagið „We Are A Family”og„LostInMusic” eru á góðri leiö meö aö slá i gegn. Og Sleggjusystur eru þar með orðnar frægar, næsta plata kemur út I haust með einhverju frumsömdu efni, — og vonandi þurfa þær ekki að gráta I kodd- ann út af viötökinum þegar sá timi kemur. —-Gsal Glóðaðar lambakótelettur gráðosti 8 lambakótelettur salt pipar merian eða oregano matarolia 1 hvitlaukslauf 1 stór laukur 100 gr gráðostur Hreinsið og þerrið kótelett- urnarogristið 2-3 grunna skurði I fitulagiö, en berjið þær ekki. Kryddið kóteletturnar meö salti, pipar, merian eöa oregano, pensliö með mataroliu og látið lfggja I 3-4 tima fyrir glóð- un. Leggið kóteletturnar á glóðarrist og glóðið i 6-8 minútur á hvorri hlið. Smásaxið lauk og hvltlauk og brúnið i mataroliu á pönnu. Breiöið laukinn yfir kjötið. Leggið eina ostsneið á hverja kótelettu ogsetjið kjötið augna- blik inn I ofninn aftur. Berið með kartöflur og hrátt salat t.d. með salatblööum, agúrku, tómötum, grænni papriku og ólifum ásamt oiiu- edikslegi. Sítrónubúðingur (rjómalaus) 3 eggjarauöur 1 dl sykur safi og rifið hýði af einni sitrónu 3 blöð matarlim 1 msk.vatn 3 eggjahvitur Leggiö matarlímið I bleyti i kalt vatn. Þeytið saman eggja- rauður og sykur í ljósa og létta froðu. Stifþeytiö eggjahviturn- ar. Kreistið vatnið úr matarlim- inu og bræöið það I heitu vatns- baði. Bætið sitrónusafa og vatni út I matarllmið og hræriö þvi yl- volgu smám saman út I eggja- þykknið ásamt rifnu sitrónu- hýði. Blandiö stífþeyttum eggja- hvltunum siöast varlega saman við með slcikju.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.