Vísir - 26.05.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 26.05.1979, Blaðsíða 3
VÍSIR Laugardagur 26. mal 1979 3 Hvert tré veröur aö vera i þurrki i þrjú ár, áöur en Páll getur fariö aö fást viö þaö. Þegar viö heimsóttum hann var hann kominn nokk- uö áleiöis meö aö skafa tré, en verkiö tekur um þaö bil þrjá mánuöi. Páll hreinsar upp og þurrkar ýmis sjávardýr. Hér er hann meö krabba sem hann þurfti aö taka allan i sundur til aö geta hreinsaö. Siöan limdi hann dýriö saman aftur. Þrátt fyrir annir gefur Páll sér alltaf tima til aö Hta I bók. Hann á ágætis bókasafn. ,,Ég halla mér allt- af eftir matinn á laugardögum og sunnudögum hér I bókaherberginu og lit þá I gamla kunningja eöa eitthvaö nýtt sem mér hefur áskotnast". Visismyndir: GVA. //Skýst upp í kaffi". „Hér dunda ég mér margar stundir. Þaö er þægilegt aö skjótast upp í kaffi og spjalla. Ég hef útvarpiö hjá mér og hef þaö alltaf opið. Siöan ég fór aö hlusta á alla mögulega dag- skrárliöi þá hef ég lært aö meta ýmislegt sem ég kunni ekki aö meta áöur fyrr. Sem dæmi vil ég taka klassiska tónlist. Ég hef ákaflega gaman af henni”. „Konan min segir nú stundum aö þetta tómstundagaman mitt sé eins og ákvæöisvinna. Hún hefur kannski dálitiö til sins mál, þvi þegar maöur er kom- inn eitthvaö á veg meö verkiö er erfitt aö slita sig lausan frá þvi”. Steinasafn frá öllum landshornum. „Ég hef mjög gaman af þvi aö feröast um landiö.hef gert þaö á hverju sumri undanfarin ár. A þessum feröum hef ég rekist á marga fallega steina, sem ég tek meö mér”, sagöi Páll þegar viö litum þar inn sem hann geymir steinasafniö sitt, ásamt mörgum forvitnilegum plöntum af sjávarbotnúog krabbadýrum. „Fyrst I staö tók ég aöeins meö mér einstaka stein, en þaö kemur oft fyrir aö ég er kominn meö fullan kassa nú oröiö. Þá er ekkert um annaö aö ræöa en aö slá bandi utan um kassann og setja hann á flutningabfl þar sem ég er staddur. Ekki er hægt aö hafa þessi þyngsli meö i farangrinum”. Allir eiga steinarnir sinn staö i hillum. Þeir eru vandlega merktir eftir bergtegundum og hvar þeir fundust. A hillunum hjá Páli eru steinar frá öllum landshornum. Skepnur af hafsbotni. I félagsskap steinanna eru ýmis torkennileg dýr sem eiga heimkynni sin á sjávarbotni. „Sjómennirnir koma meö ýmislegt sem þeir fá á dekkiö. Þeir vita aö ég hef gaman af þvi aö hreinsa þetta upp og þurrka”. Tveir stórir krabbar voru á boröi ásamt ýmsu ööru skringi- legu af sjávarbotni. Þá haföi Páll hreinsaö. Til þess þurfti hann aö taka þá I sundur til aö« ná innan úr þeim. Siöan limdi hann krabbana saman aftur, en þaö er mikiö nákvæmnisverk. Ýmis önnur sjávardýr fór hann eins meö og lét sig ekki muna um aö taka þau sundur I ótal stykki og setja saman aftur. Stund fyrir bækurnar. Þrátt fyrir aö Páll sé önnum kafinn viö aö skera i tré og mik- ill timi fari i steinasafniö, þá gefur hann sér einnig stund til aö lita i bók. Hann á mikiö bóka- safn sem hefur aö geyma ýmsar gersemar. „Ég hef þaö fyrir siö aö halla mér eftir matinn á laugardög- um og sunnudögum og þá ævin- lega hér i bókaherberginu. Þá litég I gamla kunningja eöa ein- hverja nýja bók sem ég hef eignast. Ég hef gaman af þvi aö kikja i bækur um listir, en ann- ars les ég allt sem ég næ i”. „Þaö er nægur tlmi til aö sinna áhugamálum sinum i svona plássi, þaö er ekki svo margt sem truflar. Ef áhuginn er nægur, þá hefur maöur alltaf tima”. —KP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.