Vísir - 26.05.1979, Blaðsíða 13

Vísir - 26.05.1979, Blaðsíða 13
13 tSIR Laugardagur 26. mai 1979 t AVjttur mfúÁ. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 Fyrsta LP-platan Patti söng ekki bara lög eftir sjálfa sig og leitaöi uppi ýmis fræg lög til að syngja. Hún söng m.a. lögin „Gloria” eftir Van Morrison sem hún hljóöritaöi ásamt „My Generation” eftir þá félaga í Who. Einnig var i miklu uppáhaldi hjá henni gamalt lag frá The Marvelettes „The hunter gets captured by the game”. Áriö 1975 fór lukkuhjóliö aö snúast i hag Patti Smith. Clive Davies hjá hljómplötufyrirtæk- inu Arista fékk hana til aö gera samning og seinnipart ársins kom út fyrsta L.P. plata hennar „Horses”. Hún fékk til liðs viö sig John Cale sem eitt sinn spilaði meö Velvet Underground og sá hann um upptökustjórn. Þótti platan merkileg og hlaut mikiö lof gagnrýnenda. Hljómsveitin skipuðu þeir Lenny Kaye, sem spilaöi á gítar, Ivan Krall,' landflótta Tékki, á bassa og gitar, Richard Sohl sá um hljómborðsleik og Jay Dee Daugherty trommur. Auk þeirra spilaöi fyrrnefndur Allen Lamier og Tom Verlaine úr bandarfsku nýbylgjuhljóm- sveitinni Television, i nokkrum lögum. Meö plötu þessari skipaöi Patti sér sess meöal merki- legustu tónlistarmanna þessa áratugs. Heimsfrægð Hljómsveitin kannaöi nýjar slóöir og hélt hljómleika viös- vegar um heiminn og vakti hvarvetna athygli. Patti Smith var orðin heimsfræg. Timi nýbylgju-tónlistarinnar var aö hefjast, og telja má Patti Smith fyrsta fulltrúann frá Bandarikjunum i þeirri stefnu. Rúmu ári síöar sendi hún frá sér aöra plötu og kallaöi hana „Radio Ethiopia”. Ekki hlaut hún eins góöar viötökur gagn- rýnenda og fyrri plata hennar, en platan er litlu sföri og segja má aö Patti hafi fullmótað þaö sem hún var aö gera á „Hor- ses”. Engu aö siöur seldist platan vel og tryggöi stööu hennar sem listamanns. 1 fyrra sló hún svo i gegn svo um munaöi. Hún sendi frá sér þriöju plötuna „Easter” og lag af henni „Because the night” seldist vel sem lftil plata og komst hátt á vinsældalista viðsvegar um heiminn. Lag þetta samdi hún ásamt Bruce Springsteen en þau höföu þá veriö félagar um skeiö. „Easter” þótti nokkuö léttari en fyrri plötur, en hlaut samt mikið lof fyrir gæöi. Einnig náöi hún til stærri hóps og eignaðist aödáendur i öllum aldursflokk- um rokk-áhugafólks. Mikið umrædd Ijóðabók Einnig sendi Patti frá sér ljóöabókina „Babel” sl. haust. Hlaut hún misjafnar viðtökur en vakti þó mikla athygli og var mjög umrædd. M.a. var hún notuð við kennslu i fáeinum há- skólum i Bandarikjunum. Einnig voru gömlu bækurnar hennar teknar fyrir og kannaðar ofan i kjölinn. Eitt ljóöiö þótti bera af i „Babel”, en þar fjallar hún um föður sinn. Hér á eftir fer ljóöiö mjög lauslega þýtt. „1 dag hef ég eytt nokkrum tima meö fööur mlnum. Ég hef horft og hlustaö og opnast meö honum. Hef tekiö þátt I löngunum hans — og þrá hans um fullkomna sameiningu. Vonbrigöi hans I eilifu flakki langt frá himnarlki. Uppgjöf hans... Ég sé hann sem hiö fullkomna úrhrak... Ég sé hann meö dökk gleraugu, meöalmann á hæð i brúnni skyrtu, sem fimleikamann, sem hlaupara, sem iönverka- mann og eiginmann móöur minnar... Ég sé mann hvers draumar hafa veriö eyöi- lagöir og trúi þvi innilega aö þaö sé enginn eins nálægt guöi og faöir minn" Fyrst og fremst hún sjálf Nýlega kom út fjóröa LP. plata Patti Smith og nefnist hún „Wave”. Platan er nokkuö frá- ísrugöin hinum, en er sérstak- lega góö hvaö efni snertireinnig sem tónlistarflutningur er frá- bær, enda sat Todd Rundgren viö stjórnvölinn. Hljóöfæra- leikarar eru þeir sömu og á fyrstu tveimur plötunum, en Richard SohL haföi ekki veriö meö hljómsveitinni á „Easter”. 011 lögin eru eftir hana og aðra hljómsveitarmeölimi nema „So you want to be a rock ’n ’roll star” sem er eftir Roger McGuinn og Chris Hillman og er á fjóröu plötu The Byrds. Patty Smith hefur sýnt þaö og sannað i gegnum árin aö hún er eitt af merkilegustu fyrirbærum rokksins og á ekki einungis stór- an hóp tónlistaraödáenda heldur og er hún virt meðal fræöi- og kennimanna viöa um heim. Hún er greinilega undir áhrifum ýmissa listamanna, svo sem The Rolling Stones, Bob Dylan, Jimi Hendrix, Jim Morrison, William Burroughs og Arthur Rimbaud. En fyrst og fremst er Patti Smith hún sjálf. Hún komst svo aö oröi eitt sinn i viötali. „Ég aðhyllist ekki neina heimspeki og ég boöa enga heimspeki. En ef ég trúi á eitt- hvaö þá túlka ég það gjarnan á eigin máta”. KRK krafti og ásamt Lenny Kaye skrifaöi hún lagiö „Career of evil” sem Blue byster Cult fluttu á plötu sinni „Secret Treaties”, sem kom útáriö 1974. Patti fjölgaöi siöan hljóöfæra- leikurum I kringum sig og gaf út tvö lög hjá plötufyrirtækinu Mer. Platan sem var fjár- mögnuð af Robert Meppel- thorpe innihélt lögin „Piss Factory” og „Hey Joe” sem Jimi Hendrix haföi áður gert heimsfrægt. Fyrir framan „Hey Joe” bætti hún ljóöi sem fjallar um Patty Hearst og lif hennar meö Symboníska frelsishernum og gerir mikla fantasiu I kring- um það. Ljóöið nefnir hún „Sixty Days”. Nú tóku upplestrarkvöld aö verða hljómleikahöld og aödá- endahópurinn stækkaöi. Patti Smith viö ljóðalestur. Fór að semja lög A þessum tima var hún aðal- lega I fylgd meö Allen Lamier úr hljómsveitinni Blue Oyster Cult og hann talaði Patti til og fékk hana til að semja lög og syngja. Hún byrjaöi aö semja af Fyrsta skáldkona rokksins. meö henni vegna þess hve mikl- um tökum hún náöi á áheyrend- um. Hún gekk hreint til verks, notaöi ekkert rósamál, enda þóttu bæöi ljóö hennar og fram- koma fullgróf. Hún fór siöan aö nota gitar- undirleik viö ljóðalestur og kom þá Lenny Kaye til sögunnar, en hann hefur starfaö meö henni siðan. Með fleiri og fullkomnari þvottakerfum. Sérstakt þvottakerfi sem sparar rafmagn um 30%. BELLA 802 E AEG ENN EIN NY ÞVOTTAVEL LAVAMAT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.