Vísir - 26.05.1979, Blaðsíða 21

Vísir - 26.05.1979, Blaðsíða 21
Laugardagur 26. mal 1979 21 Þingmenn voru misjafnlega hressir þegar blööin birtu viötöl viö þá I þinglok. Visir hefur eftir Matthiasi Bjarnasyni: „AFGREIÐSLA MALA FRA- MUNANLEGA LEIÐINLEG” Þess má vel vera aö þaö sé leiðinlegt að afgreiða mál, Matti minn, en það verður fleira að gera en gott þykir. Enda voru þetta nú ekki svo voða mörg mál sem þið afgreidduð á þessu þingi. Hitt er svo annað mál, að kannski hafa þau veriö of mörg. — 0 — Þá náði blaðið okkar tali af varaformanni Alþýðuflokksins, Kjartani Jóhannssyni ráðherra og hann hafði eftirfarandi að segja um ástandið á Alþingi: „HAGSMUNAPOT, SÉR- DRÆGNIOGÖFUND” Ja, mikið er á sig lagt að vinna á þessum lika þokka stað. Þetta er bara engu betra en i hinum leikhúsunum. — 0 — I lesendadálkum dagblaðanna er af og til verið að kvarta und- an lélegu efni i útvarpi og sjón- varpi, enda erfitt að gera öllum til hæfis. A sama tima á Rfkisút- varpið við mikla fjárhagsörðug- leika að etja og búast ma við að enn verði að draga úr gæðum dagskrár útvarps og sjónvarps. Menn hafa ekki orðið á eitt sáttir um hvernig bregðast eigi við þessum vanda en nú virðist lausn i sjónmáli þvi Þjóðviljinn hefureftir talsmönnum leikara: „LEIKRITABANN A ÚT- sandkasslnn Sæmundur Guövinsson skrifar VARP OG SJÓNVARP EINA FÆRA LEIÐIN TIL ORBÓTA” — 0 Eftir að hafa hamast á slag- orðinu „Samningana i gildi” allt fram að siðustu kosningum heí- ur Þjóðviljinn átt svolltið erfitt. Þvi kom þaö ekki á óvart að sjá svohljóðandi fyrirsögn á leiðara blaðsins á dögunum: „AUGLÝST EFTIR ABYRGÐARTILFINNINGU: ” Eftir þvi sem ég kemst næst hefur auglýsingin engan árang- ur borið enn sem komið er. — 0 — ólafur Ragnar Grimsson er ötull baráttumaður þegar hann tekur sig til og gekk rösklega fram i að heimta skýr svör af ráðherrum um bilakaup þeirra. Hann hefur þó greinilega gengið lengra þvi ráðherrar virðast vera farnir að gefa upplýsingar á Alþingi um ýmislegt sem fram til þessa hefur ekki verið þar til umræðu. Þannig upplýsir Morgunblaðið til dæmis eftir- farandi: „KJARTAN BORGAÐI VIÐ- HALDIÐ SJALFUR” Ekkert mega þessir menn eiga i friði, ég segi bara ekki annað. — 0 — Barátta Sjálfstæðisflokksins fyrir frjálshyggjunni er þegar farin að bera árangur og kemur það fram á ýmsum sviðum — og stöðum. Það er ekki nóg með það að veitingahúsin eigi að fá að hafa opið fram undir morgun heldur geta gestir ráðið þvi hvort þeir eru i fötum eða ekki, eða hvað segja menn við þessari frétt i Mogganum: „FÖTUM STOLIÐ FRA DANSGESTI” Þetta finnst mér nú of langt gengið i frjálshyggju. Þótt gest- ir fari úr fötunum meðan þeir dansa þýðir það ekki að ein- hverjir legátar megi stela þeim á meðan. — 0 — Visir birti viðtal við tvo Filipseyinga fyrir skemmstu, sem hér dvelja,undir fyrirsögn- inni: „URÐUM AÐ KAUPA HLÝJ- AN FATNAÐ — SEGJA FILIPSEYINGARNIR í JARÐHITASKÓLANUM” Mér finnst það lélegt hjá þeim i Jarðhitaskólanum að geta ekki haldið þar að minnsta kosti stofuhita. — 0 — ____ Sifellt eru að koma-fram nýj- ar úpplýsingar um börn úú á barnaári. Mér hefur alltaf skil- ist að allt væri fullt af börnum út um allan heim, en þetta er nú ekki aldeilis þannig. Alla vega upplýsir Vísir I fyrirsögn: „BÖRN A ÞREMUR STOÐ- UM I HEIMINUM’.’ Landflótti er nú mjög til um- ræðu hérlendis og ýmsir full- yrða að nú flýi fólk til útlanda hópum saman. Helst er þó að byggja á fréttum i Mogganum um þetta efni þvi auövitað er enginn landflótti til i málgögn- um vinstri stjórnarinnar. Fram til þessa hef ég litið fylgst með þessu landflóttatali en mér varð þó ekki um sel þeg- ar ég leit á Morgunblaðið og sá þar biasa við: „ROM ÞRJATIU ÞOSUND FLÝJA TIL THAILANDS” Þetta hljóta nú að vera ein- hverjir ihaldskurfar sem flýja svo langt. Hinir flýja allir til Sviþjóðar eins og dæmin sanna. útvarp og sjónvarp útvarp Laugardagur 26. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi 7.20 Bæn 7.25 Ljósaskipti: Tónlistar- þáttur 1 umsjá Guðmundar Jónssonar piauóleikara (endurtekinn frá sunnu- dagsmorgni). 8.00 Fréttir. Tónleikar. 8.15. Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.) Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ým- is lög að eigin vali, 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.20 Leikfimi. 9.30 óskalög sjúklinga. Asa Finnsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10. Veðurfregn- ir). 11.20 Þetta erum viö að gera. Valgerður Jónsdóttir að- stoðar börn I Egilsstaöa- skóla við gerð þessa barna- tima. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.30 I vikulokin. Umsjón: Ólafur Geirsson, Arni John- sen, Edda Andrésdóttir og Jón Björgvinsson. 15.30 Tónleikar 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir 16.20 Vinsælustu popplögin, Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 Tannvernd barna. Þor- grimur Jónsson trygginga- tannlæknir flytur siðara er- indi sitt. 17.20 Tónhornið. Umsjón: Guðrún Birna Hannesdóttir. 17.34 Söngvar i léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 „Góði dátinn Svejk”., Saga eftir Jaroslav Hasek I þýðingu Karls tsfelds. Gisli Halldórsson leikari les (15). 20.00 HIjómplöturabb. Þor- steinn Hannesson kynnir sönglög og söngvara. 20.45 Einingar. Þáttur með blönduöu efni. Umsjónar- menn: Kjartan Arnason og Páll Á. Stefánsson. 21.20 Kvöldljóð. Tónlistarþátt- uri umsjá Helga Pétursson- ar og Asgeirs Tómassonar. 22.05 Kvöldsagan: „Gróða- vegurinn” eftir Sigurð Ró- bertsson. GunnarValdi- marsson les (17). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.45 Danslög. (23.50 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 27. mai 8.00 Fréttir. 8.05 Morgunandakt Séra Siguröur Pálsson vlgslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.15 Veöurfregnir. Forustu- greinar dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög Hljóm- sveitin Filharmonia i Lundúnum leikur, Herbert von Karajan stj. 9.00 Hvaö varð fyrir valinu? „Vorkoma”, kafli úr skáld- sögu Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar, „Vorkaldri jörð”. Björn Arnadóttir les. 9.20 Morguntónleikar1 11.00 Messa f Selfosskirkju. (Hljóörituð 6. þ.m.). Prest- ur: Séra Siguröur Sigurðar- son. Organleikari: Glúmur Gylfason. 12.10 Dagskráin. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.35 „Gyðjan”, smásaga eft- ir Jóhann Gunnar Sigurðs- son Jón Júliusson leikari les. 14.00 Miðdegistónleikar 15.00 Um sól, sunnanvind og fugla Dagskrá i' samantekt Þorsteins skálds frá Hamri. Lesarimeð honum: Guðrún Svava Svavarsdóttir. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Fyrsta greinin Stefán Þorsteinsson i Ólafsvik seg- ir frá blaðamannsferli sin- um á námsárum i Noregi. 16.35 Frá tónleikum i Egils- staðakirkju 29. aprfl i fyrra Kirkjukórar á Héraði syngja. Einsöngvarar: Anna Káradóttir og Björn Pálsson. Undirleikari: Kristján Gissurarson. Söng- stjóri: Jón ólafur Sigurðs- son. 17.20 Ungir pennar Harpa Jósefsdóttir Amin sér um þáttinn. 17.40 Endurtekiö efni: Fariö yfir Smjörvatnsheiöi Stefán Asbjarnarson á Guömund- arstöðum i Vopnafirði segir frá ferð sinni fyrir þremur áratugum (Aður útv. s.l. haust). 18.10 Harmonikulög Mogens Ellegaard leikur. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Hafisævintýri hol- lenzkra duggara á Horn- ströndum sumariö 1782 Ingi Karl Jóhannesson tók sam- an, — slöari þáttur. Lesari: BaldvinHalldórssonleikari. 20.00 Frægir pianóleikarar I upphafi tuttugustu aldar Eugen d’Albert, Franz Xaver Scharwenka, Teresa Carreno og Emil Sauer leika verk eftir Beethoven, schubert og Liszt. 20.30 New York Siðari þáttur Sigurðar Einarssonar um sögu borgarinnar. 21.00 Victoriá de los Angeles syngur lög frá ýmsum lönd- um Geoffrey Parsons leikur á pianó. 21.25 Hugmyndasöguþáttur Hannes Hólmsteinn Gissur- arson tekur til umfjöllunar rit um Sjálfstæðisflokkinn eftir Svan Kristjánsson lektor og Hallgrim Guð- mundsson þjóðfélagsfræð- ing. 21.50 Divertímento eftir Leif Segerstam Kammersveitin i' Helsinki leikur, höfundur- inn stj. 22.05 Kvölds'agan: „Gróða- vegurinn” eftir Sigurð Róbertsson Gunnar Valdi- marsson les (18). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 K völdtónleikar 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Laugardagur 26. mai 16.30 Iþróttir. Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. 18.30 Heiöa áttundi þáttur. 18.55 Enska knattspvrnan. Hlé 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Stúlka á réttri leiö. Bandariskur gamanmynda- flokkur. Þýöandi Kristrún Þóröardóttir. 20.55 Dansandi börn. Tónlist- ar- og danshefð Grúsiu- manna er alkunn, og þar er tónlist snar þáttur i' mennt- un barnanna. t þessari mynddansagrúsisk börnog flytja þjóölega tönlist. Þýð- andi Hallveig Thorlacius. 21.55 Þúsund dagar önnu Bol- eyn. (Anne of the Thous- and Days) Bresk biómynd frá árinu 1969. Leikstjóri Chartes Jarrott. Aöalhlut- verk Richard Burton, Gene- vieve Bujold, Irene Pappas, Anthony Quale og John Coli- cos. Myndin er um hjóna- band Hinriks áttunda, Eng- landskonungs, og önnu Boleyn. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 00.15 Dagskrárlok. Sunnudagur 27. mai 18.00 StundiA okkar Umsjón- armaður Svava Sigurjónsdóttir Stjórn Upptöku Egill Eðvarðsson. Hlé. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Dagurhestsins.Dagskrá frá Melavellinum I Reykja- vik 20. mai. Meöal annars sýna börn og unglingar hæfni sina i hestamennsku, og kynntir verða ýmsir af snjöllustu gæðingum landsins. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 21.25 Alþýðutónlistin. Fjór- tándi þáttur. Bitlarnir. Auk The Beatles koma fram Rog- er MacGuinn, The Byrds, The Beach Boys, Donovan, The Animals, The Mamas & The Papas o.fl. Þýöandi Þorkell Sigurbjörnsson. 22.15 Ævi Paganinis Leikinn Italskur myndaflokkur i fjór um þáttum um fiðlusnilling- inn og tónskáldið Nicoto Paganini (1782-1840). Fyrsti þáttur. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 23.15 Aö kvöldi dags.Séra Sig- urður Haukur Guðjónsson, sóknarprestur i Langholts- prestakalli, flytur hug- vekju. 23.25 Dagskrálok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.