Vísir - 26.05.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 26.05.1979, Blaðsíða 4
Laugardagur 26. mal 1979 1 1 » &!>♦* * 4 •'.W ■*!* læt aíít fjúka” Segir Guörún A. Símonar í vidtaii vid Helgarbladið /,Ég er öll upprifin yfir því að eiga 40 ára söngaf- mæli en svo uppgötvaði ég að enginn annar hafði áhuga á því. Þá ákvað ég að gera bara eitthvað i þessu sjálf". Og Guðrún A. Símonar var ekkert að tvínóna við hlutina frekar en fyrri daginn. Þegar Helgarblað Vísis heimsótti hana i vikunni var hún að Ijúka undirbúningi að uppákomu — „er það ekki það sem þið kallið það" — í Háskólabíói. „Kvöldskemmtun með Guðrúnu A.,og co í léttum dúr og moll" á hún að heita og frumraunin á að vera 6. júní kl. 7.15 Framhaldið er undir öðrum komið. ■ ' ■ ■ ■■ ■■• ■■'■ Þetta veröur eins konar tiskusýning fyrir feitar konur Guörún á fullri ferö á kattasýningunni sem vakti svo mikla athýgli aö umferðarhnútar sköpuöust á leiöinni aö Loftleiöahótelinu. Sonur hennar aöstoöar hana hér meö einn köttinn. „Ég vona aö svo margir komi aö þetta geti oröið nokkur „show”. Þaö verður bara aö koma i ljós en ég hef aldrei þurft aö hafa áhyggjur af aö fólk komi ekki þegar ég treö upp. segir hún. „Þegar séra Þórir fékk mig til að syngja viö messu i vetur komu 500 manns, en sunnudaginn áöur voru 27 viö messu. Og þegar ég hélt katta- sýninguna mina á Loftleiöa- hótelinu var örtröð af fólki”. Fæðist og deyr eins og barn „Mig hefur alltaf langaö til aö hafa létt prógramm. Það er sagt aö maöurinn fæöist sem barn og deyi sem barn en ég er ekkert aö enda þó ég ætli aö hafa á þessari skemmtun léttu lögin sem ég byrjaöi á. Fyrsta lagið sem ég ætla aö syngja er „My own”. Þaö söng ég þegar ég opnaöi munninn i fyrsta sinn 15 ára gömul I eld- húsinu hjá móöur minni. Þá söng ég fyrir frænda minn meöan hann var aö boröa. Þetta verða allt létt lög, lög úr söng- leikjum, islensk létt lög og þess háttar. Eitt lag ætla ég aö syngja fyrir einn kattanna minna „Lisa”, en Lisa min veröur svo spennt svo ég verö meö John-John i fanginu i staöinn. Hann er miklu þægi- legri. Auk min syngur fjöldi fólks á skemmtuninni, Þuriöur Páls- dóttir, Árni Johnsen, Magnús Jónsson og nemendur úr söng- skólakórnum. Guömundur Jónsson ætlar aö syngja tvö lög

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.