Vísir - 26.05.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 26.05.1979, Blaðsíða 8
riðiii Laugardagur 26. mal 1979 8 lltgefandi: Reykjaprcnt h/f Framkvæmdastjóri: Davift Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hðrftur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- iendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaftamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynlsson, Jónlna Michaelsdóttlr, Jórunn Andreasdóttlr, Katrln Pálsdóttlr, Kjartan Stefánsson, ðll Tynes, Slgurður Slgurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Por- valdur Frlðriksson. Iþróttir: Gylf I Krlstjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Otlit og hftnnun: Jón Öskar Haf- stelnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sttlustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Slftumúla 8. Simar 84611 og 82260. Afgreiftsla: Stakkholti 2-4 sími 86611. Ritstjórn: Slðumúla 14 slmi 86611 7 Ifnur. Askrift er kr. 3000 t mánuði innanlands. Verð ( lausasölu kr. 150 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f LeiKreglunum parl að breyla Bæöi fylkingar launþega og vinnuveitenda eru klofnar. Þaö skapar sérstakan vanda. Og þaö er eölilegt, aö rikisvaldiö setji þeim nýjar leikreglur. Alþýðusamband Islands neitar að setjast niður með Farmanna- og fiskimannasambandinu til sameiginlegra viðræðna við vinnuveitendur. Og Vinnumála- samband samvinnufélaganna haf nar samstöðu með Vinnuveit- endasambandi íslands gagnvart launþegafélögunum. Bæði fylkingar launþega og vinnuveitenda eru þannig klofnar í þeim vinnudeilum, sem nú eru hafnar. I þessu kemur fram eitt af stóru vandamál- unum, sem við er að glíma við gerð kjarasamninga hér á landi: innbyrðis klofningur samtaka launþega og vinnuveitenda, sem veldur því, að nær ómögulegt er að komast að heildarsamkomu- lagi á vinnumarkaðnum. Stundum á þessi klofningur rætur að rekja til hagsmuna- ágreinings, eins og nú virðist vera uppi á milli ASI og FFSI. Al- þýðusambandið krefst meiri launajöfnunar, en Farmanna- sambandið ræðst fyrst og f remst út í verkfall sitt til þess að brjóta niður þá launajöfnunarstefnu, sem rekin hefur verið undan- farin ár. Um hinar raunverulegu ástæð- ur til sundurlyndisins milli Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambands samvinnu- félaganna er erfiðara að segja. Vinnumálasambandið ber fyrir sig skort á samráði milli hinna tveggja vinnuveitendasamtaka, en Vinnuveitendasambandið hafnar þeirri ástæðu sem hrein- um fyrirslætti. Aðrir segja, að Vinnumálasambandið sé komið í einhverja ríkisstjórnarpólitík, sem þó er mjög erf itt að sjá ein- hverja glóru í, því að sjálfsagt getur ekkert leitt meiri hörm- ungar yfir núverandi ríkisstjórn heldur en kjarasamningar, sem ekki fá með nokkru móti staðist. Hverjar sem ástæðurnar eru til hins innbyrðis klofnings sam- taka vinnuveitenda og launþega, er vandinn, sem af klofningi þeirra stafar, hinn sami: heildarsamningar um kjaramál- in verða nær ómögulegir. Sú staða getur komið upp, að t.d. Vinnumálasambandið byrji á því að gera samninga við sína við- semjendur, sem auðvitað yrðu stefnumarkandi fyrir síðari samninga þó sennilega aðeins sem lágmarksviðmiðun. Slík vinnubrögð eru síður en svo óþekkt fyrirbrigði. Sú staða getur einnig komið upp, og er einnig alþekkt, að t.d. farmenn semji fyrst og síðan komi aðrar stéttir á eftir, sem knýi fram meiri hækkanir sér til handa heldur en þeir fá, sem fyrstir eru í samningaröðinni. Þessi leikur hefur verið leikinn í öllum kjarasamningum undan- farin ár. Á þeim vanda, sem af þessum sökum skapast, er engin lausn önnur en sú, að leikreglum við gerð kjarasamninga verði breytt á þá leið, að allar stéttir semji á sama tíma og til jafnlangs tíma. Slíkri breytingu verður trúlega ekki komið á nema með löggjöf. Og þetta er eðlilegt löggjafar- atriði. Alþingi og ríkisstjórn væri nær að snúa sér að því að sníða augljósustu vankantana af okkar núgildandi vinnumálalög- gjöf og setja vinnuveitendum og launþegum skynsamlegar leik- reglur heldur en sífellt að vera að krukka í einstaka kjara- samninga, vísitöluákvæði o.s.frv., sem aldrei leysir nein mál, eins og roynslan sýnir.Nú er það t.d. strax orðið misklíðarefni milli ríkisst jórnarf lokkanna, hvort eða hvernig eigi að breyta vísitöluákvæðum hinna sjö vikna gömlu Olafslaga um efnahags- málin. Þetta er ósköp eðlilegt, því að Alþingi og ríkisstjórn geta ekki af viti ákveðið kaup og kjör, það verða vinnuveitendur og launþegar sjálfir að gera. Al- þingi getur hins vegar sett vinnuveitendum og launþegum starfsreglur, sem fara beri eftir við þessar ákvarðanir. Á slíkum afskiptum ríkisvaldsins er nú full þörf. krákustígur Sæmundur Guövinsson skrifar. Vid eldhúsbordid — Hvað er eiginlega þessi veröbólga sem alltaf er veriö aö tala um? Konan var eitthvaö aö sulla I eldhúsvaskinum á meöan ég var aö flysja kartöflur fyrir matinn og hlustaöi um leið á frettirnar I útvarpinu. Þá þurfti hún endi- lega aö slengja fram þessari spurningu. Ég varö strax var um mig. Kannski hefur einhver logið I hana aö allir græddu á verð- bólgunni og hún haldi aö viö sé- um oröin rik. Eins vist aö hún vilji aö viö förum aö kaupa ein- hverja vitleysuna. — Veröbólgan gerir hina riku rikari og hina fátæku fátækari. Viö erum I seinni hópnum, sagöi ég til aö hafa vaöiö fyrir neöan mig. Hún þurrkaöi sér *um hendurnar og rjálaöi eitthvaö viö sviöin en spuröi svo enn: — En af hverju er þessi verðbólga sem allir segjast vera aö berjast gegn. Þar fór i verra. Þessi langi vetur hlýtur aö hafa fariö eitt- hvaö illa I hana. Hún er ekki vön aö ræöa efnahagsmál i víöara samhengi en snertir hinn þrönga hring heimilisútgjalda, sem eru þó æöi oft til umræöu. Gat þaö veriö aö konan væri far- in aö hugsa um efnahagsvanda þjóðarinnar lika, jafnvel komin meö veröbólginn hugsunarhátt, eins og þeir segja? Ég skal skýra þetta út meö af- ar einföldu dæmi! Rafveitan ræöst i framkvæmdir, byggir eitthvert mannvirki og kaupir nýjar vélar. Til þess aö geta borgaö þetta er rafmagnsveröiö hækkaö. Þá þurfa önnur fyrir- tæki aö hækka vöruverö til aö geta borgaö hærri rafmagns- reikninga og fólk fær lika kauphækkun til að geta borgaö vörurnar og svo auövitaö raf- magnsreikningana. Þégar kaupið hækkar þá hækkar þaö auövitaö lika hjá fólkinu sem vinnur hjá rafveitunni. Til þess aö geta borgað hærra kaup hækkar rafmagnsveitan raf- magnsveröið, þá hækka fyrir- tækin vörurnar, fólkið fær kauphækkun og þá hækkar raf- magnið aftur. Svona gengur þetta koll af kolli. Mér fannst þessi skýring bara góö og sagöi konunni aö koma meö sviöin enda væri drengur- inn oröinn svangur og farinn aö ókyrrast. En hún var enn meö veröbólguna á heilanum. — Ef þetta er svona eins og þú segir, af hverju reka þeir bara ekki rafmagnsstjórann fyrir aö koma þessu öllu á staö? spuröi hún sakleysislega og raö- aöi sviöahausunum á fat. Þetta var fáránlegt. Auövitaö dettur engum I hug aö kenna honum Aöalsteini rafmagns- stjóra um veröbólguna. Raunar hef ég ekki heyrt aö neinn sét- stakur maöur eigi sök á verö- bólgunni. Var hún kannski aö láta aö þvl liggja aö ég vissi ekki um orsakir veröbólgunnar? Ekki er aö spyrja aö ósvifninni. En ég ætlaöi ekki aö láta etja mér út I frekari ræöuhöld um bólguna. — Eins og þú hefur séö i auglýsingu frá Vinnuveitenda- sambandinu þá er veröbólgan lika i eldhúsinu. Sviöin sem þú vonandi kemur loksins meö eru veröbólgin. Þetta svinafóöur sem kallast kartöflur er verö- bólgiö og þaö er veröbólgulykt af heita vatninu. A meöan margir græöa á veröbólgunni og enginn þorir aö gera þaö sem þarf til aö ráöast gegn henni þá verður veröbólga, sagöi ég fast- mæltur. Konan lagöi nú fatiö meö sviöunum á boröið og drengur- inn staröi stóreygöur á mig þeg- ar ég tók einn kjammann og byrjaöi að skera. Ég stakk upp I mig tungubita og fann aö þetta voru ágætis sviö. En konan var ekki aö baki dottin. Um leiö og hún settist spuröi hún af hverju viö heföum þing og rikisstjórn fyrst þeir menn sem þar sætu geröu ekkert I málunum. Drengurinn forðaöi mér frá þvi að gefa svar viö þessu. Hann haföi horft þegjandi á mig hand- fjatla sviðin og tókst loks aö koma hugsun sinni i orö. — Pabbi borra hausa, sagði hann ásakandi. Ég var enn með hugann viö veröbólgurugliö I konunni, skar bita af tungu og rétti til hans. — Hana, éttu þetta. Um leið jarmaöi ég Htilsháttar I ein- hverju hugsunarleysi. Þaö var nóg til þess aö konan gleymdi veröbólgunni. — Hvaö er að heyra til þin maður. Hvers vegna læturöu svona viö barniö. Skerö tunguna úr hausnum og otar henni jarm- andi aö blessuöum drengnum sem er svo hrifinn af litlu lömbunum. Séröu ekki aö hann er alveg að fara aö gráta? Mér sýndist nú drengurinn sæmilega ánægður þar sem hann tuggöi i griö og erg. Hins vegar varö honum tlölitið á brostiö auga sviöahaussins sem blasti viö honum svo ég sneri kjammanum viö. Veröbólgan var ekki rædd frekar. Ég efast llka um að á mörgum heimilum sé hún til umræöu á svona breiöum grundvelli. Hvaö þá verðbóta- vlsitala, viðskiptakjaravlsitala ellegar vlsitöluþakálaun. Eina mælistikan sem almenningur hefur á veröbólguna, er sú aö allar tölur verða slfellt hærri og hærri, séfstaklega á vörum og þjónustu, og menn spyrja I ráð- leysi hvar þetta endi. Og viö höldum áfram aö spyrja. —SG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.