Morgunblaðið - 04.02.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.02.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Áfengislaus framhaldsskólaböll Foreldrar mik- ilvæg fyrirmynd SÍÐAN í haust vinnursamstarfshópurÁfengis- og vímu- varnaráðs, Íslands án eit- urlyfja, skólastjórnenda í framhaldsskólum, fulltrúa nemenda framhaldsskóla í Reykjavík, Heimilis og skóla og Lögreglunnar í Reykjavík að eflingu vímu- varna fyrir unglinga á framhaldsskólaaldri. „Núna erum við að ein- beita okkur að því að böll framhaldsskólanna verði áfengislaus í reynd,“ sagði Sigríður Hulda Jónsdóttir sem á sæti í umræddum samstarfshóp. „Sam- kvæmt lögum miðast með- höndlun áfengis við tutt- ugu ára aldur en það hefur tíðkast að unglingar 16 til 20 ára komi undir áhrifum áfengis á skóladansleiki. Vitanlega er ekki leyfilegt að vera með áfengi á dansleiknum en neyslan hefst oft í samkvæmum fyrir böllin. Við vilj- um hvetja foreldra til þess að styðja unglingana sína í að neyta ekki áfengis. Einnig viljum við hvetja til þess að foreldrar útvegi unglingum ekki húsnæði til áfeng- isneyslu t.d. fyrir böll. Rannsókn- ir sýna að það hefur dregið úr drykkju unglinga á grunnskóla- aldri en það er geysilega mikil- vægt að búa unglingum þannig umhverfi að þeir neyti ekki áfeng- is og styrkja þá í því að gera það ekki.“ – Hvernig ætlar samstarfshóp- urinn að vinna þessu máli braut- argengi? „Segja má að við einbeitum okk- ur að nokkrum hópum: það eru unglingarnir sjálfir, foreldrarnir, skólastjórnendur og forvarna- fulltrúar framhaldsskólana, svo og aðrir starfsmenn skólanna. Í sam- starfshópnum sitja nokkrir fulltrúar nemenda framhaldsskól- anna og þeir eru talsmenn nem- endahópsins. Lögð er áhersla á að átak þetta sé unnið í nánu sam- starfi við þessa fulltrúa nemenda. Í gegnum fulltrúa nemenda reyn- um við svo að ná til hins almenna nemanda í framhaldsskólum. Samstarfshópurinn stóð fyrir því fyrir jól og áramót að unglingar dreifðu póstkortum til þeirra sem versluðu í ÁTVR. Á kortunum var áskorun til for- eldra um að styðja unglinga í að neyta ekki áfengis og að foreldrar hvorki keyptu fyrir þá áfengi né létu þeim té húsnæði til að drekka áfengi í. Foreldrar eru alltaf þeir mikilvægustu í forvörnum því þó að sérfræðingar vinni ötullega í þessum málunum skiptir mestu máli að foreldrar séu jákvæð fyr- irmynd, gefi sér tíma fyrir börn sín og unglinga og setji skýr mörk um hvað sé æskileg og samþykkt hegð- un. Það hefur komið fram að náið, traust og gott samband foreldra og unglinga er geysilega mikil forvörn gegn því að unglingurinn fari út í vímuefnaneyslu. Mikilvægt er að foreldrar sýni unglingnum virð- ingu og ástúð en setji um leið skýr mörk.“ – En hvernig ætlið þið að virkja skóla- stjórnendur og annað starfsfólk skólanna í þágu þessa málefnis? „Starfshópurinn hefur þegar sent áskorun til skólameistara og formanna nemendafélaga um að hafa fyrsta ball á nýju ári áfeng- islaust í reynd. Reynslan sýnir að vel undirbúnum böllum, jafnvel með skemmtidagskrá eða ákveðnu þema, fylgir yfirleitt minni ölvun.“ – Hvernig taka unglingar í þetta? „Þeir sýna málstaðnum fullan skilning og telja þessa þróun æski- lega og eðlilega, þ.e. að böll verði áfengislaus. Hins vegar sjá þeir ekki alveg fyrir sér hvernig hægt sé að breyta þessu þannig að böllin verði jafn vinsæl eftir sem áður. En þetta er hins vegar mjög mis- jafnt eftir skólum og sumir skólar hafa þegar þá hefð að ekki sést áfengi á nokkrum nemanda á dansleikjum þar. Slíkt er til fyr- irmyndar.“ – Eru framhaldsskólarnir með innan sinna vébanda aðila sem vinna sérstaklega að forvarnamál- um? „Já, síðan 1997 hef ég unnið að því fyrir menntamálaráðuneytið að byggja upp forvarnir innan framhaldsskólanna. Mín hug- mynd var sú að ákveðinn aðili innan hvers skóla þyrfti að bera ábyrgð á stefnumótun og fram- kvæmd forvarnamála í viðkom- andi skóla. Í framhaldi af þessari hugmyndafræði urðu til for- varnafulltrúar innan framhalds- skólanna og nú eru slíkir for- varnafulltrúar starfandi í nær öllum framhaldsskólum landsins. Forvarnafulltrúarnir hafa unnið ótrúlega mikið og gott starf. Auk þess að stýra forvarnastarfi í skólum eru þeir í sambandi við nemendur og foreldra. Það er mikilvægt að unglingurinn upp- lifi að hann hafi það val hvort hann ætli að neyta áfengis eða ekki og einnig að reyna að seinka upphafi neysl- unnar því það liggur ljóst fyrir að því fyrr sem unglingur byrjar að neyta áfengis, því meiri hættu er hann í bæði varðandi neyslu ólöglegra efna og að verða alkó- hólisti. Aldurinn 16 til 20 ára er geysilega viðkvæmur mótunar- aldur. Lífshamingja einstaklings- ins ræðst oft af því að hann kom- ist áfallalaust í gegnum þessi ár og öðlist jákvæða sjálfsvitund og sterka dómgreind.“ Sigríður Hulda Jónsdóttir  Sigríður Hulda Jónsdóttir fæddist á Akureyri 1964 en ólst upp í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1984 og BA-prófi í uppeldis- og mennt- unarfræði auk kennsluréttinda á framhaldsskólastigi. Árið 1993 lauk hún eins árs námi í náms- ráðgjöf við Háskóla Íslands og er nú í mastersnámi í uppeldis- og menntunarfræði við sama skóla. Frá 1989 hefur hún starfað sem náms- og starfsráðgjafi við Fjöl- brautaskólann í Garðabæ. Maður hennar er Þorsteinn Þor- steinsson skólameistari og eiga þau eina dóttur og Þorsteinn á fjögur uppkomin börn. Aldurinn 16 til 20 ára er geysilega viðkvæmur Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. EKKI er vitað til þess að nokkur hafi lagt það á sig að telja pen- ingana í Peningagjá á Þingvöllum, en svo virðist sem þessi ungmenni séu komin langt með það. Víst er að flestir gætu vel þegið eitthvað af aurunum sem liggja í gjánni. Peningagjá er hluti af Nikulás- argjá og dregur nafn sitt af pen- ingum sem fólk hefur kastað í hana eftir að brú var byggð yfir hana árið 1907. Nikulásargjá er aftur á móti kennd við Nikulás Magnússon, sýslumann í Rang- árvallasýslu, en hann drekkti sér í gjánni árið 1742. Morgunblaðið/Vilhelm Gunnarsson Peninga- gjáin heillar ÓVENJU mikil umferð var á norð- urlandi vestra á föstudag og að sögn lögreglunnar á Blönduósi stöðvaði hún meira en 30 ökumenn fyrir of hraðan akstur og var einn af þeim á rúmlega 130 km/klst. Veður var mjög gott á þessum slóðum, um 10 stiga hiti, og enginn snjór á vegum og færðin því eins og hún gerist best. 30 manns teknir fyrir of hraðan akstur ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.