Morgunblaðið - 04.02.2001, Page 11
n
því hægt er að fullyrða að íslenskir
læknar og aðrar heilbrigðisstéttir
séu almennt á móti því að læknar að-
stoði dauðvona einstaklinga við að
binda enda á líf sitt og lýsir svar Val-
gerðar Sigurðardóttur, yfirlæknis á
líknardeild Landspítalans, vel við-
horfi þeirra: „Ég er alfarið á móti
líknardrápi. Það er andstætt mínum
hugmyndum um læknishlutverkið að
ég eigi að deyða fólk. Ég lít ekki svo
á að það eigi að vera raunverulegur
kostur. Það hljóta að gilda sömu lög
fyrir mig og alla aðra í þjóðfélaginu
að það er saknæmt að taka líf,“ segir
hún. „Hins vegar tel ég að líknar-
meðferð eigi rétt á sér og sé vannýtt
og það sé þekkingarleysi á henni sem
meðferðarformi. Það er ekki eins og
maður geri ekki neitt þegar líknar-
meðferð er viðhöfð heldur er líkn-
armeðferð mjög virk meðferð. Við
notum allar læknisfræðilega og
hjúkrunarfræðilega þekkingu til að
bæta líðan einstaklingsins og til að
hjálpa honum að lifa innihaldsríku
lífi meðan hann lifir.
Það er alltaf einn og einn einstak-
lingur sem hægt er að skilja að vilji
fara líknardrápsleiðina. En það er
eitt að skilja og annað að hjálpa sjúk-
lingnum til að deyja. Svo má spyrja;
ef einstaklingurinn er algjörlega
klár, af hverju getur hann ekki hjálp-
að sér sjálfur? Maður sem getur tek-
ið þá ákvörðun að vilja deyja með
hjálp læknis, samkvæmt skilyrðum
hollensku laganna, hann getur stytt
líf sitt sjálfur en þarf ekki aðstoð til
þess.“
Er hægt að setja reglur um það
hver á að deyja og hver ekki? spyr
Valgerður og vísar til væntanlegrar
lögleiðingar Hollendinga á líknar-
drápi. „Í Hollandi hafa þeir verið
seinir til að þróa líknar- og verkja-
meðferð almennt. „Þeir eru aðeins
lítillega farnir að tileinka sér ho-
spice-hugmyndafræðina innan
sjúkrastofnana en hún miðast að því
að veita deyjandi sjúklingum lækn-
ismeðferð og aðhlynningu við hæfi
og það getur ef til vill skýrt afstöðu
þeirra til líknardráps.“
Get ég fengið sprautu?
Það er ástæða til að rifja upp
hvernig hollenska frumvarpið er
hugsað vegna þess sem eftir fer en í
því eru ströng skilyrði sett fyrir
framkvæmd líknardrápa. Dauðvona
sjúklingar, sem þjást af óbærilegum
og stöðugum kvölum, verða að vera
með óskerta meðvitund og taka sjálf-
viljuga og ígrundaða ákvörðun um
að binda enda á líf sitt. Læknir
verður að hafa upplýst sjúkling um
batahorfur og komist að öruggri
niðurstöðu um að ekki sé um annan
raunhæfan kost að ræða. Þá verður
að leita álits annars læknis, auk
þess sem framkvæma verður líkn-
ardrápið á viðeigandi læknisfræði-
legan hátt. Læknirinn verður að til-
kynna líknardrápið eða aðstoðina
við að enda á líf með því að til-
kynna krufningarlækni að
um var að ræða ónáttúru-
legan dauða og skila
skýrslu um hvernig staðið
var að líknardrápinu.
Krufningarlæknir skoðar
líkið og sendir málið til
dómara sem þarf að gefa
leyfi til jarðarfarar eða bál-
farar.
En hversu algengt er það
hér á Íslandi að læknar séu
beðnir um að hjálpa sjúk-
lingum til að stytta líf sitt? Engar
kannanir hafa verið gerðar á því en
eins og Valgerður bendir á þá getur
komið upp sú staða að sjúklingurinn
vill deyja, losna frá þjáningunni ef
hún er mikil, hann orðinn þreyttur
og finnst hann ekki geta barist leng-
ur. Honum finnst sér líða svo illa að
hann getur ekki hugsað sér að lifa
annan dag með þjáningunum. „Get
ég ekki fengið sprautu?“ – er þá
kannski spurt.
Valgerður segir að slíkar beiðnir
séu þó óalgengar. „Þegar talað er við
fullfrískt fólk þá segir það gjarnan,
„ef ég fengi krabbamein eða ein-
hvern annan erfiðan sjúkdóm þá
mundi ég taka líf mitt.“ Svo þegar
kemur að því að einstaklingurinn
veikist þá breytist afstaðan. Þá kem-
ur fram þessi sterki lífsvilji. Ég hef
unnið við krabbameinslækningar í
15–20 ár. Ég hef meðal annars unnið
með fólki í samtalsmeðferð sem á í
miklum andlegum erfiðleikum vegna
þess að það er komið með krabba-
mein. Stóran hluta af þeim tíma hef
ég unnið með deyjandi sjúklingum
og ég get samt talið þá sjúklinga á
fingrum annarrar handar sem hafa
sett fram þá ósk að þeim yrði hjálpað
til að deyja. Oftast nær er þessi ósk
upphaf að samtali um lífið og tilgang
þess og þá velta menn gjarnan fyrir
sér spurningum eins og af hverju við
þjáumst og hvers vegna varð ég fyrir
því að fá krabbamein? Þá kemur ef
til vill fram bón um að læknirinn yf-
irgefi ekki sjúklinginn og sé með
honum í þjáningu hans.“
Óttast að verða ósjálfbjarga
og til byrði
Valgerður segir að flestar óskirn-
ar um að verða hjálpað til að deyja
breytist þegar líðanin batnar. Hjá
mikið veikum sjúklingum séu gjarn-
an miklar sveiflur í líðan og óskin um
að deyja sveiflist með. Það sé þó allt-
af einn og einn sjúklingur sem hafi
mikla þörf fyrir að hafa algjöra
stjórn á eigin lífi. Sumir þessara ein-
staklinga vilji gera líknarskrá þar
sem kveðið er á um meðferð einstak-
lings við lífslok. Aðrir þurfa að eiga
pilluboxið heima sem gæti hjálpað
þeim að deyja, bara svo þeir viti að
sú útgönguleið sé fær ef þeir vilja. –
Þetta séu öryggisventlar svo þeir
finni að þeir haldi stjórninni allan
tímann. „Það eru þessir einstakling-
ar sem fara fram á líknardráp,“ segir
Valgerður. „Inn í óskina um að fá að
deyja fléttast óttinn við að verða
ósjálfbjarga og verða upp á aðra
kominn. Geta ekki stjórnað og tekið
ábyrgð á eigin lífi. Þetta eru þættir
sem læknirinn verður að sinna og
taka tillit til á margan hátt.“
Fleiri atriði geta komið til sem ýta
undir hugsunina um líknardráp eins
og kemur fram hjá Sigurði Árnasyni,
sérfræðingi á krabbameinsdeild
Landspítalans við Hringbraut. „Ef
krabbameinssjúklingnum finnst
hann vera sínum nánustu mikil byrði
þá er sú hugsun að farga sér hvorki
óalgeng né óeðlileg. Spurningin er
aðeins hvernig er unnið úr henni.
Enginn þeirra sjúklinga, sem hafa
rætt við mig um að stytta sér aldur,
hefur haldið þeirri ósk til streitu eft-
ir umræður. Segja má að þessi hugs-
un sé hluti af ferli sem mikið veikir
einstaklingar ganga í gegnum en
gengur langoftast yfir. Að grípa inn í
þetta ferli og segja já við líknardrápi
er eins og að fara út úr lest á ferð áð-
ur en komið er á áfangastað. Það
þarf að vinna með þann vanda sem
kemur upp hverju sinni. Þeir sem
lenda í því að fá krabbamein geta oft
átt mjög dýrmætan og innihaldsrík-
an tíma með fjölskyldu sinni ef vel er
á haldið af fjölskyldu og atvinnufólki
í sameiningu.“
Lífið dýrmætt þegar
dauðinn er fyrirsjáanlegur
Sigurður var spurður að því hvort
það væri algengt að krabbameins-
sjúklingar tækju eigið líf?
„Nei, það er mjög sjaldgæft. Það
er algengara að sjúklingar með stöð-
uga verki fargi sér en sjúklingar með
langt gengið krabbamein. Skýringin
á þessu er ef til vill sú, að lífið verður
því dýrmætara sem það er styttra.
Svo dýrmætt að einstaklingurinn
lærir að lifa upp á nýtt ef svo má
segja. Deyjandi unglingur fullorðn-
ast á nokkrum dögum og fer stund-
um langt fram úr foreldrunum, sem
koma í humátt á eftir.“
Bjarni Valtýsson svæfingalæknir
vinnur í verkjateymi Landspítalans
við Hringbraut og meðhöndlar sjúk-
linga með langvinna verki af ýmsu
tagi. Hann segist ekki hafa verið
beðinn um að hjálpa einhverjum af
sínum sjúklingum að stytta líf sitt.
„Ég hef lent í því að vera með fólk í
meðferð sem hefur verið haldið
þunglyndi sem má rekja til mikilla
verkja og hefur verið með sjálfsvígs-
hugmyndir. Ef það er á alvarlegu
stigi og áætlun um verknaðinn til
staðar, þá hefur þetta fólk fengið að-
stoð geðlækna.“
Jón Snædal læknir er sérfræðing-
ur á öldrunardeild Landakots. Hann
segir að í þau 16 ár sem
hann hefur starfað við
öldrunarlækningar hafi
hann aldrei verið beðinn um að að-
stoða sjúkling við að stytta sér ald-
ur.. „Hugleiðingar þar að lútandi
virðast þó nokkuð algengar hjá öldr-
uðum einkum meðal einhleypra ein-
staklinga, sérstaklega karlmanna
sem eru fráskildir eða ekklar og hjá
einstaklingum sem hafa misst heils-
una.“
Þunglyndi afgerandi þáttur
Jón hefur á þessum tíma stundað
sjúklinga með bæði alzheimersjúk-
dóm og heilabilun af öðrum toga. Þá
hefur hann haft afskipti af meira en
300 sjúklingum á ári með þessa sjúk-
dóma og kynnist tugum nýrra sjúk-
linga árlega. Hefur það komið fyrir
að fólk með þessa sjúkdóma á byrj-
unarstigi hafi látið í ljós ósk um að
vera aðstoðað við að fá að deyja frek-
ar en að þola afleiðingar sjúkdóms-
ins?
Jón segir að á þessum tíma hafi
enginn sjúklingur með heilabilun
orðað ljóslega ósk um að deyja frem-
ur en þola afleiðingar sjúkdómsins.
„Þeir eru til sem eru töluvert þung-
lyndir á fyrri stigum en það er und-
antekning,“ segir hann. „Hitt er al-
gengara að þeir séu með vægari
form þunglyndis.
Alzheimersjúklingar með verulegt
þunglyndi hugleiða stundum tilgang
lífsins og finnst hann lítill og þeir
segjast stundum aðspurðir hugleiða
að stytta sér aldur, en ég veit þó eng-
in dæmi þess að það hafi gerst.
Það eru ekki til miklar upplýsing-
ar um hvort sjúklingar með alzheim-
er stytti sér aldur, en það virðist að
minnsta kosti sjaldgæfara en meðal
jafnaldra þeirra sem eru hraustir.“
Það er ekki úr vegi í þessu sam-
bandi að rifja upp nýlegt dæmi þar
sem hollenskur læknir aðstoðaði
sjúkling með heilabilun af völdum
æðakölkunar til að deyja. Rök lækn-
isins voru þau að sjúklingurinn hefði
verið fullkomlega fær um að taka
ákvörðun, þ.e. sjúkdómurinn var
ekki farinn að hafa áhrif á dóm-
greind hans. Ef maðurinn hefði ekki
verið með skýra hugsun þá sagðist
læknirinn aldrei hefði orðið við bón
hans. Læknirinn var ekki ákærður
fyrir viðvikið.
„Ég hef engan hitt sem virðist ein-
beittur í hugsunum af þessu tagi,“
ítrekar Jón þegar honum er sögð
þessi saga. „Einstaklingar með
heilabilun geta átt innihaldsríkt líf
og ómögulegt er að segja fyrirfram
til um þróun sjúkdómsins öndvert
við alzheimersjúkdóminn þar sem
gangurinn er betur fyrirsjáanlegur.“
Hugrún Ríkarðsdóttir, sérfræð-
ingur í lyflækningum og smitsjúk-
dómum við Landspítalann, Fossvogi,
hefur fengist við meðhöndlun al-
næmissjúklinga hér á landi og í
Bandaríkjunum þar sem hún var í
sérnámi. Hún segir að einu sinni hafi
íslenskur alnæmissjúklingur beðið
hana að stytta dauðastríðið. „Sjúk-
lingurinn var með langt gengið al-
næmi og var með mjög erfiða fylgi-
kvilla sjúkdómsins en ég gaf honum
verkjastillandi lyf og varð því ekki
við ósk hans. Ég varð ekki vör við
það í Bandaríkjunum að alnæmis-
sjúklingar væru að biðja hvorki mig
né aðra lækna um að hjálpa þeim við
að enda líf þeirra,“ segir hún.
Vill leyfa líknardráp
Í íslensku samfélagi hafa heyrst
raddir sem telja líknardráp réttlæt-
anlegt að uppfylltum ákveðnum skil-
sérfræðingur í krabbameins-
lækningum á Landspítalanum
við Hringbraut.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 11