Morgunblaðið - 04.02.2001, Síða 14

Morgunblaðið - 04.02.2001, Síða 14
dauðasprautunnar? Telur Kristján að þessi greinarmunur standist ekki og segir: „Í báðum tilvikum er um beint líknardráp að ræða sem í reynd og sem betur fer er stundað í stórum stíl á sjúkrastofum undir öðru heiti.“ Siðferðilegu sjónarmiðin Hvað segja viðmælendur okkar um þetta álitamál. Er munur á því að að sjúklingur fái marga smáa skammta af kvalastillandi lyfi sem gæti flýtt fyrir dauðastundinni og því að hjálpa sjúklingi til að deyja? Hversu langt þarf að líða á milli lyfjagjafar og dauða til þess að ekki sé um beint líknardráp að ræða? Vilhjálmur Árnason ræðir þetta atriði í bók sinni Siðfræði lífs og dauða: „Læknirinn verður einfaldlega í hverju tilviki að velja þá leið sem gagnast sjúklingnum best af þeim ráðum sem rý- mast innan vébanda læknisstarfsins. Í stað þess að láta sjúklinginn þjást óbærilega síðustu ævistundirnar gefur læknirinn honum kvalastillandi lyf, jafnvel þó það auki líkurnar á því að sjúklingurinn deyi fyrr en ella. Það er enginn munur sem máli skiptir frá sið- ferðilegu sjónarmiði á slíkum verknaði og því þegar læknir ákveður að hætta beinni læknismeð- ferð, svo sem að af- tengja sjúkling vél- búnaði, þótt það muni hafa í för með sér að sjúklingurinn lifi skemur en ella. Í slíkum tilvikum snýst ákvörðun læknisins ekki um hvort hann eigi að leyfa sjúklingi að deyja, heldur um það hvernig hann fái að deyja: annaðhvort í einangrun stofnunar, tengdur við heilmikinn rafbúnað sem framlengir tímann, eða með sæmilegri reisn, hugsanlega fáeinum klukkustundum eða sólar- hring fyrr en ella.“ Á að létta dauðastríðið þótt það stytti líf? Með sama hætti má segja að ákvörðun læknis snúist um það hvort sjúklingurinn eigi að deyja eftir að hafa háð óheyrilega erfitt dauðastríð eða hvort hann eigi að létta honum dauðastríðið þótt það kunni að stytta líf hans eitthvað um leið. Í slíku til- viki sýnist mér að það væri rangt af lækni að halda að sér höndum ætti hann þess kost að lina þjáningar sjúklingsins. Slík meðferð þjónar mikilvægum læknisfræðilegum til- gangi og hún er siðferðilega skársti kosturinn sem völ er á í þessari erf- iðu stöðu. Þegar deyjandi sjúklingur er kominn undir læknishendur nú á dögum geta allar ákvarðanir lækn- isins haft áhrif á það nákvæmlega við lok lífs segir meðal annars í 1. grein: „Engin algild meðferð er til sem hentar öllum einstaklingum og því verður ætíð að taka mið af per- sónulegu gildismati fólks. Meðferð skal þó ávallt vera í samræmi við við- urkennd læknisfræðileg markmið.“ Í 2. grein segir: „Markmið með- ferðar við lok lífs er eins og við aðra meðferð er að hjálpa sjúklingi en skaða hann ekki. Aldrei skal veita meðferð sem þjónar ekki hagsmun- um sjúklinga. Siðferðilega séð er enginn munur á að takmarka, hætta eða hefja meðferð. Meðferð sem lengir líf dauðvona sjúklings án þess að fela í sér lækningu er ekki rétt- lætanleg.“ Minni mannúð gagnvart fólki en dýrum Kristján Kristjánsson er þeirrar skoðunar að enginn siðferðilegur greinarmunur sé á líknarmeðferð og líknardrápi. Telur hann að það sé enginn munur á því að deyða sjúk- linginn smám saman með því að gefa kvalastillandi lyf í hæfilegum skömmtum og að hjálpa honum að deyja með því að gefa það magn af lyfi eða lyfjum í eitt skipti sem endar með því að sjúklingurinn deyr. Hann spyr: „Hversu langt þarf að líða á milli lyfjagjafar og dauða til þess að ekki sé um beint líknardráp að ræða?“ Til að skýra mál sitt betur segir hann sanna dæmisögu. „Árið 1992 var læknir að nafni Nigel Cox fund- inn sekur um morð á einum sjúk- linga sinna, Lillian Boyes, á hjúkr- unarheimili fyrir aldraða í Bretlandi. Lillian þessi hafði lengi verið illa haldin af liðagigt sem á lokastigum hélst í hendur við blóðeitrun og inn- vortis blæðingar. Gamla konan var sárþjáð og það gilti einu hversu mik- ið af kvalastillandi lyfjum hún fékk, hún bar ekki af sér. Slíkt ónæmi, jafnvel gegn morfíni, er sjaldgæft en þó þekkt. Sjúklingurinn þrábað lækninn að binda enda á dauðastíð sitt, enda ljóst að hverju stefndi, en hann færðist undan því lengi vel af siðferði- og lagalegum ástæðum, þó að ekki væri neinum vafa undiropið að Lillian hefði skerta dómgreind og vildi raunverulega fá hvíldina. Að lokum gat hann þó ekki lengur feng- ið af sér að horfa upp á hið kvalafulla sjúkdómsstríð og svæfði gömlu kon- una svefninum langa með viðeigandi sprautu. Hér var að sjálfsögðu um beint líknardráp að ræða, enda Cox sak- felldur samkvæmt ríkjandi lögum og fordæmdur siðferðilega af mörgum starfsbræðrum sínum,“ segir Krist- ján. Og hann heldur áfram: „Hví ætti minni mannúð að gilda gagnvart fólki en dýrum? Hægt er að lög- sækja eigendur dýra samkvæmt dýraverndarlögum ef þeir láta dýr veslast upp á þjáningarfullan hátt í stað þess að hjálpa þeim að deyja með líkn. Ef deyfilyfið hefði verkað á Lillian hefði læknirinn þá ekki „drepið“ hana með því að gefa henni stærri og stærri skammta af því eða hefði hann „auðveldað henni að deyja,“ þó að dauða hennar hefði borið að á sama tíma (og verið fyr- irsjáanlegur) og vegna afleiðinga hvernig og hvenær sjúklingurinn deyr. Vandinn er að rata þann þrönga stíg sem liggur á milli þess að grípa til óréttmætra aðgerða sem hafa beinlínis að markmiði að deyða sjúklinginn. Vilhjálmur segir ennfremur: ,,Læknar eru ekki að drepa sjúk- linga sína smám saman með því að gefa þeim kvalastillandi lyf í hæfileg- um skömmtum heldur að auðvelda þeim að deyja á fyllilega réttmætan hátt. Og eigi ásökunin við rök að styðjast þá þarf að taka á því máli sérstaklega án þess að rugla því saman við réttmæti beins líknar- dráps. Hitt kann að vera rétt að stundum sé mannúðlegra að stytta mönnum beinlínis aldur en auðvelda þeim að deyja með öðrum hætti, en það sker ekki úr um réttmæti verkn- aðarins. Þar kemur margt fleira til, ekki síst það hvort nokkurn tíma sé réttmætt að ætlast til þess að fagfólk í heilbrigðisþjónustu stytti skjól- stæðingum sínum aldur.“ Skiptir máli hver ásetningurinn er „Að sjálfsögðu er munur á líkn- armeðferð og líknardrápi,“ segir Þorsteinn Svörfuður. „Í öðru tilfell- inu er verið að líkna en í hinu er verið að deyða. Það er skýr munur á þeirri hugsun og þeim ásetningi sem að baki liggur. Þegar ásetningurinn er að deyða er væntanlega gefinn svo stór skammtur af viðkomandi lyfi að hann nægi til þess að dauðinn komi mjög fljótt. Þegar ásetningurinn er að líkna er það aðalatriði meðferð- arinnar. Að flest lyf hafa aukaverk- anir er vel þekkt. Við langvarandi notkun róandi lyfja og verkjalyfja, til dæmis til líknar, eykst þol sjúklings- ins sem veldur því oft að auka þarf lyfjaskammtinn til að árangur náist. Í sumum tilfellum getur líknin vegið þyngra í meðferðinni heldur en hættan á aukaverkun.“ Valgerður ítrekar þetta og segir: „Í líknarmeðferð dauðvona sjúklings hættir læknirinn að reyna að finna orsakir fyrir einkennum hans heldur einbeitir sér að því að meðhöndla þau og nýtir sér alla þá meðferð sem þarf til þess jafnvel þótt hann viti að í sumum tilvikum sé verið að stytta tímann þangað til sjúklingurinn deyr. En það er munur á því hvort gripið er til aðgerða sem lina þján- ingar með þeirri afleiðingu að sjúk- lingurinn deyr eða hvort aðgerðin er vísvitandi notuð til að deyða sjúk- linginn. Það má spyrja: Hvaða líf á einstaklingurinn framundan? Tök- um dæmi um sjúkling sem er með krabbamein á lokastigi, þar sem sjúk- dómurinn er búinn að taka yfir. Hann getur ekki nærst á eðlilegan hátt. Þá er sjúklingi gjarnan gefin næring eða vökvi í æð. Það fer svo eftir ástandi og aðstæð- um hvenær dregið er úr vökvanum,“ segir hún. „Þegar einstaklingur er deyjandi þarf hann sífellt minni næringu, hungur og þorstatilfinningin hverfur smám saman al- veg þannig að vökvagjöf við þessar aðstæður bæt- ir ekki líðan sjúklings- ins.“ Að deyja með reisn Þorsteinn Svörfuður segir að í samtölum við deyjandi sjúklinga og að- standendur þeirra komi oftast upp spurningin hvort gefa eigi næringu í æð. „Næring í æð er ekki hluti af líknandi meðferð. Að hætta að gefa nær- ingu er raunar hluti af því ferli þegar allri læknandi meðferð er hætt. Hins vegar er ekki allri vökvameðferð hætt, þótt hún sé minnkuð m.a. til að forðast bjúgsöfn- un. Í mínum huga er mikill munur á því að gera eitthvað beint til að stytta líf einstaklings sem er vakandi og getur lifað hjálparlaust og án tækja og véla þótt hann þurfi umönnun og hjúkrun og hinu að taka úr sambandi vélar og tæki sem við- halda viðkomandi lifandi, þegar ljóst er orðið að hann muni ekki halda lífi nema um takmarkaðan tíma án þess- ara tækja. Hér getur verið um það að ræða að virða rétt einstaklingsins til að deyja með reisn.“ Taka þarf tillit til aðstandenda Vilhjálmur Árnason segir í bók sinni Siðfræði lífs og dauða: „ ... séu þeir (sjúklingarnir) deyjandi þá er sú ráðstöfun að hætta að gefa þeim næringu eins og hver önnur ákvörð- un um að halda að sér höndum með læknisfræðilega meðferð til að standa ekki í vegi fyrir því að sjúk- lingurinn fái að deyja.“ Um tilgang næringar í æð og hve- nær sé réttlætanlegt að hætta henni segir Vilhjálmur að meta verði gagn- semi hennar fyrir sjúklinginn sjálf- an. „Það er ekki hægt að segja að vökvi svali þorsta eða matur hungri séu þær tilfinningar ekki lengur til staðar hjá sjúklingnum. Næringin gagnast þá ekki manneskjunni, hún uppfyllir engar langanir hennar eða þarfir; hún varnar því einungis að hún deyi.“ Vilhjálmur kemur einnig að hlut aðstandenda í þessu máli og segir: „Frá sjónarhóli aðstandenda og þeirra sem annast sjúklinginn, svo og fyrir samfélagið í heild, getur sú umönnun sem felst í því að næra sjúklinginn samt sem áður haft mik- ilvæga táknræna þýðingu. Því getur verið rétt að taka tillit til slíkra við- horfa og virða ákvörðun aðstand- enda. Síðar segir hann; „Séu gögn og gæði af skornum skammti er það réttlætismál að hætta gagnslausri meðferð hvað sem óskum aðstand- enda eða fyrirmælum sjúklinga líð- ur. Það er rangt að láta gagnslausa meðferð standa í vegi fyrir því að fólk sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda fái notið hennar.“ Morfín eitt helsta verkjalyfið Hvort er það líknarmeðferð eða líknardráp að gefa þjáðum sjúkling- um deyfilyf eins og morfín, þótt það sé gert í litlum skömmtum á lengri tíma. Getur það ekki gerst að sjúk- lingi sé gefið of mikið af lyfinu og hann deyi? „Sjúklingur getur verið árum saman á morfíni en svo getur það gerst að honum er gefið of mikið af lyfinu og hann deyr. Það er þó frem- ur ólíklegt því sjúklingar mynda ákveðið þol fyrir lyfinu þannig að það getur ekki auðveldlega deytt sjúk- ling,“ segir Valgerður. „Mitt hlutverk sem læknis er að lina þjáningar. Ef ég er með sjúkling með mikla verki þá beiti ég þeim ráð- um og þeirri tækni sem ég hef yfir að ráða til að lina verkina. Ég veit að í ákveðnum tilvikum gæti ég stytt líf en ég tel það fyrstu skyldu mína að lina þjáningar. Þannig að ég tek þá áhættu. Ég gæti setið og haldið að mér höndum og horft á þjáningu sjúklingsins af því ég væri svo hrædd um að stytta líf hans en þá deyr þessi einstaklingur í þjáningu. Það er stór munur á því hvort læknirinn kemur með sprautu af morfíni og heldur áfram að sprauta þangað til einstaklingurinn hættir að anda eða hvort hann gefur lyfið í þeim skömmtum sem hann telur að sé við hæfi til að lina verki. Hér á landi ríkir ákveðin vanþekk- ing á notkun verkjarlyfja. Morfín er hættulegt lyf en mjög auðvelt er að nota það ef menn kunna vel á það. Sjúklingar sem þjást mikið fá gjarn- an morfín eins og áður segir og skammtarnir eru stækkaðir eftir því sem verkirnir aukast. Morfínið er gefið í einstaklingsbundnum skömmtum. Þegar morfíngjöf er ákveðin er ekki hægt að fletta upp í bók og sjá hvað á að gefa mikið af morfíninu í hverju einstöku tilfelli heldur verður læknirinn að vinna með einstaklingnum. Hann heyrir hvernig sjúklingnum líður. Einnig Morgunblaðið/Ásdís sérfræðingur í svæfingalækn- ingum á Landspítalanum við Hringbraut. Morgunblaðið/Kristinn IngvarssonMorgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Ásdís sérfræðingur í lyflækningum og blóðsjúkdómum á Landspítalan- um Fossvogi. Vilhelmína Haraldsdóttir, Sigurður Árnason, Bjarni Valtýsson, yfirlæknir líknardeildar Landspítalans. Valgerður Sigurðardóttir, sérfræðingur í krabbameins- lækningum á Landspítalanum við Hringbraut. 14 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.