Morgunblaðið - 04.02.2001, Side 26

Morgunblaðið - 04.02.2001, Side 26
26 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ V IÐRÆÐUM Lækna- félags Íslands og Ís- lenskrar erfðagreining- ar um framkvæmd laga um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði var slitið í síðasta mánuði eftir að hafa staðið í tæpa 11 mánuði með hléum. Í lok desember virtist sem aðilar væru að ná saman, m.a. lýstu báðir að- ilar sig reiðubúna að fylgja eftir yfirlýsingu Alþjóðalæknasamtak- anna, WMA, um álitaefni varðandi gagnagrunna á heilbrigðissviði þegar hún lægi fyrir, en fyrstu drög að yfirlýsingunni voru birt í október sl. Þá virtust báðir aðilar samþykkir því að þar til yfirlýs- ingin lægi fyrir yrði krafist skrif- legs samþykkis sjúklinga varðandi söfnun heilbrigðisupplýsinga í mið- lægan gagnagrunn, en skriflegt samþykki hefur frá upphafi verið meginkrafa Læknafélagsins. Stjórn Læknafélagsins ákvað engu að síður að slíta viðræðunum og virðist sem að trúnaðarbrestur milli stjórnar og Íslenskrar erfða- greiningar hafi ráðið þar mestu um. Að mati stjórnarinnar var óheppilegt að ÍE gengi til samn- inga við heilbrigðisstofnanir með- an viðræður stóðu yfir við LÍ, auk þess sem ummæli Kára Stefáns- sonar, forstjóra Íslenskrar erfða- greiningar, á opinberum vettvangi gerðu stjórnarmenn fráhverfa frekari viðræðum. Íslensk erfða- greining hefur óskað eftir því við stjórn Læknafélagsins að viðræður verði teknar upp að nýju, en ekk- ert svar hefur borist frá Lækna- félaginu. Hinn 22. janúar 2000 veitti heil- brigðisráðherra Íslenskri erfða- greiningu rekstrarleyfi til gerðar og starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði á grundvelli laga nr. 139/1998 um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Þar er m.a. kveðið á um að afhenda megi rekstrar- leyfishafa upplýsingar úr sjúkra- skrám til flutnings í gagnagrunn að fengnu samþykki heilbrigðis- stofnana eða sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna. Í febrúar í fyrra voru síðan í undirbúningi samningaviðræður Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnenda heilbrigðisstofnana um aðgang að heilbrigðisupplýsingum lands- manna til flutnings í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Íslensk erfðagreining og Læknafélagið hefja viðræður Þegar gagnagrunnsfrumvarpið var til meðferðar sendu 150 læknar Alþingi yfirlýsingu um að þeir myndu ekki senda upplýsing- ar um sjúklinga sína í gagna- grunninn, nema samkvæmt skrif- legri ósk þeirra. Á aðalfundi Læknafélags Íslands haustið 1999 var ítrekað það álit að lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði væri áfátt þar sem ekki væri gert ráð fyrir upplýstu samþykki sjúklings og lögin gætu því grafið undan þeim trúnaði sem ríkja þyrfti milli læknis og sjúklings. Í samtali við Morgunblaðið 11. febrúar 2000 sagðist Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, gera ráð fyrir að fjöldi lækna væri ennþá þeirrar skoð- unar að ekki yrði samið við rekstr- arleyfishafann án samþykkis sjúk- linga. Hann sagði þá að í huga lækna tengdist upplýst samþykki vísindarannsóknum þar sem sjúk- lingur væri upplýstur um rann- sóknina, eðli hennar og takmark og hvernig farið yrði með gögnin að henni lokinni. Nú lægi fyrir að upplýstu samþykki væri ekki til að dreifa í tengslum við gagnagrunn- inn. Hann sagði aftur á móti að Læknafélagið væri tilbúið að ræða þá hugmynd að leitað yrði opins samþykkis sjúklinga í tengslum við gagnagrunninn. Kristján Erlends- son, læknir og framkvæmdastjóri samstarfsverkefna ÍE, tók vel í hugmyndir formanns LÍ um að hugsanlega mætti fara þá leið að afla einhverskonar opins samþykk- is en benti þó á að lögin gerðu ráð fyrir svonefndu ætluðu samþykki og sjúklingar gætu hvenær sem er óskað eftir að upplýsingar um þá yrðu ekki fluttar í grunninn. Á stjórnarfundi Læknafélagsins 8. febrúar í fyrra var samþykkt að hefja viðræður við Íslenskra erfða- greiningu um hvort LÍ og ÍE gætu fundið sameiginlega lausn á hvern- ig virða megi sjálfsákvörðunarrétt sjúklinga, að því skilyrði uppfylltu að lausnin yrði ekki sértæk fyrir miðlægan gagnagrunn á heilbrigð- issviði heldur altæk fyrir sambæri- lega grunna hérlendis. Samnings- viðræður snerust einkum um meðferð upplýsinga úr sjúkra- skrám og hvort og hvernig afla ætti skriflegs samþykkis sjúklinga fyrir að veita heilsufarsupplýsing- ar í gagnagrunninn. Aðalfundur lýsir fullum stuðningi við stjórn Læknafélagsins Fram á mitt sumar skiptust að- ilar á hugmyndum um hvernig leysa mætti deiluna, en á stjórn- arfundi 8. ágúst ákvað Lækna- félagið að slíta viðræðunum. Í bók- un fundarins segir að skýrt hafi komi fram í viðræðum að Íslensk erfðagreining væri alls ekki tilbúin að virða fortakslaust þá megin- reglu að samþykki þurfi að liggja fyrir til þess að vinna megi með heilbrigðisupplýsingar í hinum miðlæga gagnagrunni. „Fram kom að þrátt fyrir að samþykkis yrði aflað bæri, með vísan til laga um miðlægan gagnagrunn á heilbrigð- issviði, að vinna með heilsufars- upplýsingar þeirra, sem ekki gæfu nein svör, á grundvelli ætlaðs sam- þykkis. Ætti þetta bæði við þær upplýsingar sem fyrir lægju og þær sem til yrðu í tímans rás,“ segir í bókun fundarins. Stjórn LÍ taldi verklag þetta óaðgengilegt og ákvað í framhald- inu að slíta viðræðum við Íslenska erfðagreiningu og leggja fram ályktunartillögu fyrir aðalfund til samræmis við fyrirliggjandi stöðu mála. Í framhaldinu sendu Íslensk erfðagreining og Læknafélagið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram kom að viðræður hafi verið efnislegar og málefnalegar og sameiginlegur skilningur náðst um ýmsa efnisþætti málsins. Einn- ig kom fram að þótt viðræðurnar hafi ekki leitt til sameiginlegrar niðurstöðu væri það einlægur vilji beggja aðila að leysa þann ágrein- ing sem ennþá var fyrir hendi. Aðalfundur Læknafélagsins var haldinn dagana 25. og 26. ágúst og í kjölfar hans óskaði stjórn félags- ins eftir nýjum viðræðum við Ís- lenska erfðagreiningu. Hinn 5. september sendi Sigurbjörn Kára Stefánssyni bréf og fór fram á að viðræður yrðu teknar upp í kjölfar ályktana aðalfundar Læknafélags- ins og 14. september sendi Sig- urbjörn annað bréf þar sem ÍE er kynnt eftirfarandi ályktun aðal- fundarins: „Aðalfundur Lækna- félags Íslands, haldinn á Ísafirði dagana 25.–26. ágúst 2000, lýsir yf- ir fullum stuðningi við stjórn félagsins við þá vinnu sem hún hefur lagt í að fá leyfishafa mið- lægs gagnagrunns á heilbrigðis- sviði til að afla gagna í grunninn með viðunandi hætti. Fundurinn staðfestir þá skoðun stjórnar félagsins að ekki verði við annað unað en að aflað verði persónu- legrar heimildar til flutnings heil- brigðisupplýsinga um þá einstak- linga sem grunninn eiga að mynda.“ Í lok september sendi Sigurbjörn Íslenskri erfðagrein- ingu jafnframt ósamþykkt drög Alþjóðalæknasamtakanna, World Medical Association, að yfirlýsingu um siðfræðileg álitaefni varðandi gagnagrunna á heilbrigðissviði. Fyrsti samningurinn undir- ritaður við heilbrigðisstofnun Í framhaldi af þessum bréfa- skriftum formanns Læknafélags- ins til ÍE var lítil hreyfing á mál- inu, en Sigurbjörn og Kári hittust tvisvar, seinast 2. október, og varð þá niðurstaðan sú að Kári myndi senda tillögur sínar innan skamms til Læknafélagsins. Hinn 11. des- ember sendir Kári Sigurbirni síð- an bréf þar sem hann segir að hann hafi ákveðið að biðja læknana Kristján Erlendsson og Einar Stefánsson að annast frekari við- ræður við Læknafélagið og þeir muni óska eftir fundi næstu daga. Í bréfinu kemur jafnframt fram að Íslensk erfðagreining lagði fram yfirlit um það hvernig getið er um umfjöllun siðanefnda, tölvunefndar og notkun upplýsts samþykkis í Læknablaðinu í síðustu fjórum ár- göngum þess. Því til viðbótar segir Kári að nú liggi fyrir drög að yf- irlýsingu WMA, World Medical Association, um siðfræðileg álita- efni varðandi gagnagrunna á heil- brigðissviði og þessi skjöl ættu að geta orðið gott innlegg í um- ræðuna. Í niðurlagi bréfsins segir Kári að samningar við stofnanir hafi gengið vel og að þegar hafi skap- ast aðstæður sem geri undirritun fyrstu samninga mögulega. „Það er mitt mat að þannig sé frá samn- ingum gengið að þegar niðurstaða fæst í viðræðum LÍ og ÍE þurfi ekki að breyta þeim á nokkurn hátt. Það er áfram einlægur vilji ÍE að niðurstaða fáist sem allra fyrst.“ Íslensk erfðagreining skrif- aði undir fyrsta samninginn við heilbrigðisstofnun þegar samning- ar voru undirritaðir við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri 19. des- ember sl. Í samningnum er m.a. kveðið á um að FSA muni á samn- ingstímanum vinna og búa til flutnings í gagnagrunn á heilbrigð- issviði heilsufarsupplýsingar sem til eru innan stofnunarinnar, en hvergi er í samningnum vikið að því hvort leitað verði samþykkis sjúklinga eða lækna varðandi með- höndlun og færslu heilbrigðisupp- lýsinga í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Farið verði að íslenskum lögum og alþjóðlegum viðmiðunum Tveimur dögum fyrir undirritun samningsins við FSA, 17. desemb- er, lögðu samningsaðilar Íslenskr- ar erfðagreiningar fram drög að því sem kallað var sameiginleg sýn ÍE og LÍ á notkun heilsufarsupp- lýsinga í vísindarannsóknum sem til verða við þjónustu við sjúklinga. Meginefni þessara tillagna ÍE fólst í þremur þáttum. Í fyrsta lagi að aðilar myndu fara að íslenskum lögum eins og þau eru hverju sinni svo og alþjóðlegum viðmiðum vís- indasamfélagsins, eins og þau myndu koma fram í væntalegri yf- irlýsingu World Medical Associa- tion um álitaefni varðandi gagna- grunna á heilbrigðissviði. Í öðru lagi gerðu drögin ráð fyrir að eng- ar rannsóknir færu fram á slíkum heilsufarsgögnum án samþykkis vísindasiðanefndar (þverfaglegrar Trúnaðarbrest- ur helsta orsök samningsslita Fólk að störfum á rannsóknarstofu Íslenskrar erfðagreiningar að Lynghálsi. Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra afhendir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, rekstrarleyfið fyrir gagnagrunni á heilbrigðissviði. Viðræðum Læknafélags Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar slitið þrátt fyrir að lítið bæri í milli Helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Læknafélagsins og Íslenskrar erfðagreiningar varðandi framkvæmd laga um mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði hefur snúist um þá kröfu Læknafélagsins að krefjast eigi skriflegs samþykkis sjúklinga við færslu upplýsinga í grunninn. Eiríkur P. Jörundsson kynnti sér gang viðræðna milli þessara aðila og leitaði orsaka fyrir því að upp úr viðræðum slitnaði þegar samkomulag virtist í sjónmáli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.