Morgunblaðið - 04.02.2001, Qupperneq 29
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 29
BAUGSSKÓLINN var formlega
opnaður miðvikudaginn 31. janúar.
Það var Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra sem formlega opnaði
skólann og afhenti Sigríði Gunn-
arsdóttur, fræðslustjóra Baugs,
lyklana að nýjum húsakynnum skól-
ans að viðstöddum gestum.
Öflug fræðsla og þjálfun starfs-
manna hefur verið eitt af stefnu-
miðum Baugs allt frá stofnun fyr-
irtækisins árið 1998. Ljóst þótti að
til að stuðla að framsæknum rekstri
fyrirtækisins þyrfti félagið að
byggja upp fræðslustefnu til að
tryggja hag starfsmanna og fyr-
irtækja Baugs hf., segir í frétt frá
fyrirtækinu. Haustið 1998 var
fræðslustarfi hrundið af stað og ári
síðar voru lögð drög að stofnun
Baugsskólans. Í kjölfarið hófst und-
irbúningur námskrár Baugsskólans
ásamt leit að heppilegu kennslu-
húsnæði fyrir nemendur.
Hvatinn að stofnun skólans er í
meginatriðum þríþættur. Í fyrsta
lagi að mæta þörfum sem stafað
hafa af skorti á tækifærum til versl-
unarmenntunar í skólakerfinu og
einnig til að byggja upp þekkingu
sem nauðsynleg er svo að versl-
anirnar fái að þróast í samræmi við
markmið Baugs. Í öðru lagi að
stuðla að áhrifaríkari rekstri fyr-
irtækjanna og ánægju starfsmanna.
Í þriðja lagi að auka mikilvægi
verslunarstéttarinnar þar sem
menntun eykur veg og virðingu
hennar.
„Baugsskólanum er ætlað að
þjóna þörfum allra starfsmanna
Baugsfyrirtækjanna, jafnt stjórn-
enda sem og almennra starfs-
manna. Ljóst er að í síbreytilegu
umhverfi smásölunnar þarf starfs-
fólk sífellt að tileinka sér nýjungar
og ekki síður rifja upp gömul og
góð lögmál í faginu. Baugsskólinn
er opinn fyrir flestum þeim þörfum
sem menn kunna að greina og
koma upp í hinum daglega versl-
unarrekstri. Mestu máli skiptir að
skólinn vinni með fólkinu að við-
fangsefnum þess og í samræmi við
markmið rekstrarins,“ segir í frétt-
inni frá Baugi.
Fjölbreytt námskrá
Á haustmisseri 2000 var áherslan
lögð á styttri námskeið og reynt að
ná til sem flestra. Starfsfólki hefur
gefist kostur á að sitja nýliðanám-
skeið, vöruþekkingarnámskeið,
ráðninganámskeið, tölvunámskeið,
námskeið um skyndihjálp, rýrnun
og öryggismál. Stærsta verkefnið á
þessu ári er 15 vikna birgðastjórn-
unarnámskeið á háskólastigi. Vorið
2001 og í framtíðinni verður meiri
áhersla lögð á lengra nám, t.d.
verslunarstjóranám. Einnig verður
mikil áhersla lögð á þjónustuþjálfun
og að styrkja innviði innri þjálfunar
í verslunum, t.d. með þróun starfs-
fóstrakerfis.
Til lengri tíma litið er stefnt að
því að byggja upp námskeið í
„pakka“ sem lokið verði með
ákveðnum áföngum eða „gráðum“.
Kennsla og þjálfun á námskeiðum
er í höndum starfsfólks starfs-
mannaþjónustunnar sem og ann-
arra starfsmanna innan Baugs en
auk þess er leitað til utanaðkom-
andi sérfræðinga.
Baugsskólinn er til húsa í Skútu-
vogi 6 í Reykjavík. Skólastjóri
Baugsskólans er Sigríður Laufey
Gunnarsdóttir, fræðslustjóri Baugs.
Baugsskólinn tekur
formlega til starfa
Morgunblaðið/Kristinn
Björn Bjarnason menntamálaráðherra afhenti Sigríði Gunnarsdóttur,
fræðslustjóra Baugs, lyklana að nýjum húsakynnum skólans.