Morgunblaðið - 04.02.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 04.02.2001, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SIGÞÓR Sigurjónsson hefurmarga fjöruna sopið á ár-um sínum sem eigandi ogframkvæmdastjóri Kringlukráarinnar. Hann segir þó metnað ávallt hafa verið leiðarljósið og að bjartir tímar séu framundan hjá fyrirtæki sínu, sem hann rekur í samvinnu við Sophus, son sinn. Sig- þór fór „mjög ungur“ í veitinga- mennsku eða aðeins 16 ára. Hann nam fagið á Hótel Sögu og var þar í alls 24 ár, lengst af sem þjónn, en einnig átta ár í framkvæmdastjórn veitingasviðs hótelsins. Það voru síðustu átta starfsárin á Sögu, en þar á undan hafði hann verið í löngu fríi og raunar verið hættur á Sögu og dvalið í tvö ár í Danmörku. Þar starfaði hann sem veitingastjóri á Langelinje Pavilion og tók grunn- kúrsa í rekstrar- og tölvufræði og starfsmannahaldi við Verslunarhá- skólann í Kaupmannahöfn á meðan eiginkonan menntaði sig í hjúkrun- arfræði. „Það stóð til að ílengjast í Köben, en þá hringdu þeir frá Sögu og báðu mig að koma til starfa í fram- kvæmdastjórn veitingasviðsins og varð ég við þeirri ósk. Eftir átta ár þar var ég hins vegar orðinn nokk- uð framlágur og vildi fara að breyta til og komast í eigin rekstur og þá gerðist það að konan mín kom fyrir tilviljun á þennan stað, Kringlu- krána, leist strax vel á staðinn og spurði hver væri eigandinn. Þar var þá staddur einn eigendanna sem sagði henni að staðurinn væri til sölu og vísaði á fasteignasölu sem sá um mál hans. Það tók nokkrar vikur að ganga frá málum, því eig- endurnir voru með ákveðnar hug- myndir um það hvað þeir vildu fá fyrir staðinn og við hjónin með aðr- ar hugmyndir. Það þurfti að semja og það tókst. Við gengum þá beint inn í reksturinn og einsettum okkur í byrjun að reka huggulega litla bjórkrá með góðum matseðli og lágu verði í anda sambærilegra staða erlendis, t.d. á Norðurlöndum og m.a. með lifandi tónlist og úr varð að hafa harmonikkuleikara og hvetja fremur en letja gesti til söngs. Sumum þótti þetta raunar meira í ætt við írska stemmningu, en þetta hitti í mark og varð Kringlukráin eitt vinsælasta fyrir- tækið sinnar tegundar á skömmum tíma. Það má því segja að við höfum átt og rekið þetta veitingahús svo að segja frá upphafi. Athugaðu, að ég segi veitingahús. Það hefur stundum örlað á þeim misskilningi að hér sé rekin einhver drykkju- búlla. Sumir setja samasem merki á milli orðanna krá og búlla. Kringlu- kráin er fyrst og fremst vandaður matsölustaður með góðan mat og vínseðil sem breytist í dans- og skemmtistað um helgar. Um það bil 80-90% af opnunartíma Kringlu- krárinnar er hún matsölustaður. Aðeins milli 22 og 03 á föstudags- og laugardagskvöldum breytir hún um svip og verður skemmtilegur dansstaður sem býður alltaf upp á lifandi tónlist með góðum og þekkt- um listamönnum.“ Af hverju þetta samasem merki? „Þetta er eitthvað sem er inn- byggt í fólk á Íslandi. Café er eitt- hvað fínna á ameríska vísu, eins og svo margt annað sem kemur frá Ameríku. Bjórinn er ungur á Ís- landi, aðeins um það bil 12 ára, en fyrir bannárin voru krárnar í Reykjavík miklar drykkjubúllur. Kannski er þetta arfleifð þeirra tíma og fólk tengir orðið krá við drykkjuskap og leiðindi en ekki skemmtilegheit og kúltúr. Ef við skoðum hvernig á málin er litið í Danmörku þá eru krár gjarnan bestu veitingastaðirnir. Orðið er samheiti fyrir greiðasölu þar sem menn geta fengið mat, drykk og gistingu. Svipað og orðið „inn“ á enskri tungu. Við reynum að klassa okkur á þennan hátt þótt hér sé ekki fyrir hendi gistiaðstaða.“ Stóra breytingin Þegar Kringlan var stækkuð og viðbygging sem tengdi Kringluna, Borgarkringluna og Borgarleik- húsið var tekin í notkun, þurfti Sig- þór að leggja höfuðið í bleyti og finna út hver áhrif breytingin kynni að hafa á Kringlukrána og hvort hann gæti nýtt sér breytingarnar. „Mér fannst það liggja nokkuð ljóst fyrir að þarna þyrftum við að fylgja eðlilegri framþróun ef við ætluðum ekki að verða undir í bar- áttunni. Kringlukráin var alltaf frekar bjartur og opinn staður með marga stóra glugga sem vísuðu m.a. út í portið fyrir framan Kringl- una. Með viðbyggingunni myndum við tapa gluggunum og verða bara einhver myrkrakompa úti í horni. Mér hraus satt að segja hugur við því að sitja uppi með einhvern skuggabar eða búllu sem úr því yrði. Ég hef verið í veitingarekstri allt mitt líf og hef aldrei haft metn- að eða áhuga á því að reka slíkan veitingastað. Það var því ákveðið að láta slag standa og gera áhlaup samhliða stóru breytingunni. Alls var verið að bæta 10 þúsund fer- metrum við Kringluna, en við bætt- um við okkur 200 fermetrum og byltum öllu og breyttum. Breyting sem okkur finnst að hafi tekist vel, en dæmi hver fyrir sig. Markmiðið var m.a. að efla matsöluþáttinn og gera það á metnaðarfullan hátt og til þess þurftum við að stækka eld- húsið. Þá sameinuðum við tvo sali, smíðuðum skála utan á húsið og tókum nýjan sal í notkun þar sem innangengt er úr leikhúsinu, auk þess að innlima svæðið þar sem ís- búðin var á sínum tíma. Staðurinn tekur nú mun fleiri gesti og gefur meiri möguleika í öllu tilliti í rekstr- inum.“ Skilar þetta sér? „Já, það myndi ég segja. Það er mikil aukning bæði í sölu á mat og léttvíni svo og á dansleikina um helgar, þótt ég viðurkenni að mat- salan mætti vera öflugri á kvöldin fyrri part viku. Stækkunin gerir það m.a. að verkum að við ráðum við að hafa klúbba, ráðstefnur og hádegis- og kvöldverðarfundi ásamt afmælum og minni árshátíð- um fyrirtækja o.fl. Síðan þurftum við að þróa okkur áfram og í því skyni brydduðum við upp á svokölluðum Stjörnukvöldum sem hafa verið snar þáttur í dag- skrá okkar í vetur. Þetta var sett upp til reynslu og hún er það góð að við erum þegar farin að huga að næsta vetri í þeim efnum.“ Stjörnukvöld? „Já, við erum með þrjár einstak- ar söngskemmtanir sem við bjóðum matargestum okkar á laugardög- um, Pálmi Gunnarsson stendur fyr- ir einni, Borgardætur annarri og þau Björgvin Halldórsson og Sig- ríður Beinteinsdóttir þeirri þriðju. Þessar dagskrár skiptast á. Þær byrjuðu og voru í fullum gangi í október og nóvember og byrja síð- an aftur núna í febrúar og verða út apríl og kannski eitthvað lengur ef aðsókn leyfir. Desember og janúar duttu út, þá er fólk ekki eins mikið að skemmta sér af augljósum ástæðum, jólin og áramótin fá þá alla athyglina að ógleymdum jóla- hlaðborðunum og svo er fólk að jafna sig eftir eyðsluna fram eftir janúar. En í febrúar eru menn al- mennt að komast í gang á nýjan leik ef hægt er að orða það þannig. Það listafólk sem við bjóðum upp á í vet- ur hefur náð hér upp ótrúlegri stemmningu, enda eru þau engu lík, hvert á sinn hátt. Þetta eru allt vel þekkt nöfn úr skemmtanageiran- um. Formið á þessum skemmtunum er vel þekkt erlendis en hefur ekki verið mikið notað hér á landi, ná- lægðin við listafólkið er slík að gest- ir eru nánast þátttakendur. Þetta hefur tekist vonum framar og æ fleiri átta sig á því að hér er rekið metnaðarfullur veitingastaður. Fordómarnir eru hverfandi, enda voru þeir óverðskuldaðir.“ Fordómar Fordómarnir? „Já, hér hefur ýmislegt gengið á í gegn um tíðina. Í byrjun rákum við stað með mjög blönduðum og skemmtilegum hópi gesta. Allt tókst afar vel og í 5-6 ár voru hér biðraðir fram eftir allri nóttu. Á sama tíma var rekinn annar sterkur og vinsæll skemmtistaður í Kringl- unni, Amma lú, og þessir staðir styrktu hvor annan. Svo urðu mikl- ar breytingar, í hlað rann tími þeg- ar heita mátti að nýr veitingastaður væri opnaður mánaðarlega, aðal- lega í gamla miðbænum, og það stóð í 2-3 ár. Kaffi Reykjavík kom upp, Bíóbarinn, Naustkráin, Kaffi List, Dubliners og fleiri og þeir voru eins og ryksugur á viðskipta- vinina. Þeir hleyptu nýju blóði í miðbæinn. Á sama tíma datt Amma lú út og eftir sátum við, nánast teknir í bólinu. Ég neita því ekki að þetta kom okkur í opna skjöldu. Við hreinlega sofnuðum á verðinum. Á þessum tíma sátum við uppi með nokkurn hóp fólks sem var og er staðnum ekki sæmandi og tókum við á því máli. Má segja að sú bar- átta hafi staðið lengi og standi enn.“ Hvernig er að taka á slíku og hvað með orðsporið? „Það var erfitt að vinsa þessa gesti úr, en það hefur tekist vonum framar, ef ekki alveg. Það liggur mikil ábyrgð á herðum dyravarða. Þeir hafa lært með tímanum að þekkja þetta fólk úr og hafa haldið vöku sinni æ betur síðan þótt þetta fólk geti verið brögðótt, átt t.d. til að klæða sig upp og koma bærilega fyrir. Auðvitað verður seint hægt að standa sig hundrað prósent í þessum efnum, en við megum aldrei láta deigan síga því gestir okkar mega ekki eiga það yfir höfði sér að fá þetta fólk í of miklum mæli yfir sig og að staðurinn fyllist af drukknu vandræðafólki þegar líður á nóttina. Þú spurðir um orðsporið. Ég við- urkenni fúslega, að á þessum tíma fengum við stimpil og þegar við vor- um farnir að taka á málinu fann ég Sigþór t.v. og sonurinn Sophus. Morgunblaðið/Árni Sæberg Setið að snæðingi í Kringlukránni. MEÐ METNAÐINN AÐ LEIÐARLJÓSI  Sigþór Sigurjónsson er Reykvíkingur, fæddur 1948. Eiginkona hans er Kristín Sophusdóttir hjúkrunar- fræðingur og börn þeirra eru Sophus og Kristín María, sem bæði eru komin til vits og ára. Sophus er 26 ára gamall og er meðeigandi í Kringlukránni og rekur staðinn í samvinnu við föður sinn. eftir Guðmund Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.