Morgunblaðið - 04.02.2001, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.02.2001, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ 2. febrúar 1975: „Nú um helgina kom Geir Hall- grímsson forsætisráðherra heim úr árangursríkri ut- anför en í henni ræddi hann m.a. við fulltrúa 6 þjóða um landhelgismál okkar og fyr- irhugaða útfærslu í 200 sjó- mílur á þessu ári. Má segja að þessar viðræður forsætis- ráðherra hafi verið fyrsta skrefið í þeirri viðleitni að efla skilning og afla stuðnings við þá ákvörðun Íslendinga að færa fiskveiðilögsöguna út í 200 sjómílur, hvað sem líður niðurstöðum hafrétt- arráðstefnunnar. Í New York ræddi for- sætisráðherra við fulltrúa Bandaríkjastjórnar um land- helgismálið. Í Bandaríkj- unum nýtur 200 mílna efna- hagslögsaga vaxandi stuðnings. Kom þetta berlega í ljós í desembermánuði, þeg- ar öldungadeildin samþykkti frumvarp Warren Magn- ussons öldungadeildarmanns um 200 mílna efnahags- lögsögu Bandaríkjanna. Þótt ríkisstjórn Bandaríkjanna leggist gegn einhliða út- færslu í 200 mílur á þessu stigi er þó sýnt, að Bandarík- in stefna ákveðið að sama marki og við Íslendingar. Þess vegna er þýðingarmikið að gera þessu stórveldi ræki- lega grein fyrir afstöðu okkar og áformum og slíkar við- ræður til þess fallnar að efla stuðning Bandaríkjanna við íslenzkan málstað í fiskveiði- lögsögumálum.“ . . . . . . . . . . 4. febrúar 1945: „Á síðasta ári byrjaði heita vatnið úr iðrum jarðar að streyma um híbýli bæjarbúa. Framkvæmd hita- veitunnar er mikið Grett- istak. Stofnkostnaður hefir orðið um 30 miljónir króna. Um 24 miljónir króna hefir bæjarfjelagið tekið að láni hjá öðrum. Tekjuafgangurinn fyrsta árið hefir orðið um 2½ miljón króna. Gert er ráð fyr- ir að hitaverð verði aldrei hærra en sem svarar kynd- ingarkostnaði með kolum. Annað mesta mannvirki, sem Reykjavíkurbær ljet vinna að á síðasta ári, var viðbót- arvirkjun Sogsins, en henni var lokið á miðju ári. Þessi virkjun er sú önnur stærsta, sem framkvæmd hefir verið hjer á landi. Hún er 5500 kw. Fyrsta virkjunin við Ljósa- foss er eina virkjunin, sem er stærri, eða 8800 kw. Raf- magnsveita Reykjavíkur og Sogsvirkjunin, sem á henni er bygð, ráða nú samtals yfir 17500 kw. Á hinn bóginn er hitaveitan slíkur aflgjafi, að hún samsvarar a.m.k. 30000 kw., ef rafmagn væri notað til framleiðslu þeirrar orku. Þannig ráða Reykvíkingar nú, með rafmagnsvirkjunum sínum og hitaveitu, yfir orku sem samtals samsvarar um 47500 kw. Laxárvirkjun Ak- ureyringa, sem er hlutfalls- lega mjög stór, er 4600 kw., og er hún að verulegu leyti ætluð til hitunar.“ Ri t s t jó rnargre inar Morgunb lað s ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. D ÓMUR Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalagins gegn Tryggingastofnun hefur kveikt miklar umræður um stjórnskipan Íslands, m.a. þrískiptingu ríkis- valdsins, hlutverk dóm- stóla og stjórnarskrár- eftirlit. Þessar umræður eru gagnlegar og til þess fallnar að skýra línur varðandi ýmis álita- mál, sem verið hafa uppi í þessum efnum. Ekki er síður ástæða til að dómurinn verði tilefni um- ræðna um mannréttindi, hvert sé inntak þeirra og hvernig þeirra skuli gætt, enda er í forsend- um dómsins vísað bæði til mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar og alþjóðlegra mannrétt- indasáttmála, sem Ísland hefur staðfest. Það er út af fyrir sig ekki nýtt að Hæstiréttur telji lög ekki samræmast mannréttindaákvæð- um stjórnarskrár og vísi þá m.a. til alþjóðlegra mannréttindasáttmála við túlkun sína á stjórnarskránni. Slíkt hefur færzt í vöxt á und- anförnum árum eins og Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor bendir á í grein í Morgunblaðinu fyrir réttri viku. Hins vegar telst til nýmæla, með orðum prófessorsins: „. . . að þessum aðferð- um sé beitt við afmörkun þeirra félagslegu rétt- inda sem stjórnarskráin mælir fyrir um. Þetta hefur ekki sézt áður með svo skýrum hætti og í þessu felast talsverð tíðindi. Þetta er þó í takt við aukna áherzlu á félagsleg réttindi jafnhliða hin- um klassísku frelsisréttindum. Dómurinn er að því leyti sigur fyrir þá sem hafa viljað veg félags- legra réttinda meiri.“ Í þessum orðum er vísað til hefðbundinnar að- greiningar á tvenns konar réttindum, sem kveð- ið er á um í mannréttindaköflum stjórnarskráa og alþjóðlegum sáttmálum. Annars vegar eru borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, eða hin svonefndu „klassísku“ mannréttindi, og hins vegar efnahagsleg og félagsleg réttindi. Fyrr- nefndu réttindin eru t.d. málfrelsi, réttur til að stofna félög og stjórnmálaflokka, réttur til rétt- látrar málsmeðferðar og frá ólögmætri frelsis- sviptingu eða pyntingum. Þessi réttindi kveða á um taumhaldsskyldu ríkisvaldsins eða annarra manna gagnvart einstaklingnum – að frelsi hans sé ekki skert; hann sé látinn í friði. Síðarnefndu réttindin ganga hins vegar út frá verknaðar- skyldu – einkum og sér í lagi ríkisins – gagnvart borgurunum. Nefna má rétt til vinnu og hús- næðis, framfærslu og menntunar. Á síðari árum hefur krafan um að öll þessi réttindi séu talin jafngild orðið háværari. Um það ríkir þó ekkert samkomulag, hvorki meðal fræðimanna né á vettvangi stjórnmálanna. Skoð- anir manna á málinu taka óhjákvæmilega mið af stjórnmálaskoðunum þeirra. Þannig má segja að þeir, sem aðhyllast klassíska frjálslyndisstefnu í stjórnmálum, telji eingöngu hin borgaralegu og stjórnmálalegu réttindi til fullgildra og algildra mannréttinda. Ríkisafskiptasinnar vilja hins vegar, eðli málsins samkvæmt, gera efnahags- og félagslegum réttindum hærra undir höfði. Eru mannrétt- indi algild eða afstæð? Erfiðlega hefur geng- ið að sýna fram á að efnahags- og félags- legu réttindin séu al- gild með sama hætti og hin klassísku frels- isréttindi. Það felst í orðinu – mannréttindi – að um sé að ræða réttindi, sem eigi við um alla menn og ekki verði frá þeim tekin; að það að njóta þessara réttinda sé hluti af því að vera maður. En er hægt að krefjast efnahags- og félagslegra réttinda annars staðar en þar sem aðstæður leyfa? Taumhaldsskyldur ríkis og ein- staklinga er hægt að uppfylla í hvaða ríki sem er, burtséð frá efnahagslegri getu þess – að vísu má segja að réttindi á borð við réttinn til réttlátrar málsmeðferðar geti útheimt viss útgjöld af hálfu ríkisvaldsins vegna rekstrar dómskerfis. En hvernig á að skilgreina t.d. réttinn til framfærslu eða atvinnu í ríkjum þar sem efnahagsaðstæður eru gerólíkar, t.d. á Indlandi annars vegar og á Íslandi hins vegar? Inntak og útfærsla slíkra réttinda hlýtur að vera mjög mismunandi eftir heimshlutum. Jafnvel í vestrænum velferðar- ríkjum eins og því, sem við búum í, þar sem allir eru sammála um að enginn skuli líða skort, hlýt- ur það alltaf að verða umdeilt, pólitískt viðfangs- efni hvar mörkin liggi, t.d. varðandi rétt til fram- færslu. Það hlýtur þess vegna að vera umhugsunar- efni hvort ekki hætta sé á því, ef menn telja efna- hagsleg og félagsleg réttindi til algildra mann- réttinda, að þeir séu um leið að viðurkenna að mannréttindi séu afstæð og ekki þau sömu frá einu samfélagi til annars. Slíku hafa m.a. stjórn- völd í Kína og ýmsum arabaríkjum haldið fram er vestræn lýðræðisríki hafa deilt á mannrétt- indabrot í þessum löndum. Þrátt fyrir að félagsleg og efnahagsleg rétt- indi séu víða til staðar í alþjóðlegum mannrétt- indasáttmálum njóta þau ekki sömu alþjóðlegu viðurkenningar og hin hefðbundnu mannrétt- indi. Til merkis um það er að aldrei hefur orðið alþjóðleg samstaða um refsiaðgerðir eða hern- aðaríhlutun gagnvart ríki af því að því hafi ekki tekizt að brauðfæða eða mennta íbúa sína, en dæmin eru allmörg um afskipti af málum ríkja, sem hafa gróflega brotið hin klassísku frelsis- réttindi á þegnum sínum. Í alþjóðasáttmálum eru efnahagslegu og félagslegu réttindin gjarn- an orðuð sem fremur almennar stefnuyfirlýs- ingar og því erfitt fyrir einstaklinga að byggja á þeim rétt. Raunar er, eins og áður sagði, erfitt að orða þessi réttindi öðru vísi en sem stefnuyfir- lýsingu vegna þess hversu ólíkar forsendur eru fyrir hendi til að tryggja fólki menntun, fram- færslu, vinnu eða eitthvað annað sem þessi teg- und réttinda kveður á um. Hvaða réttindi eiga heima í stjórnarskrá? Þá vakna tvær spurn- ingar: Að hversu miklu leyti eiga efna- hags- og félagslegu réttindin heima í stjórnarskrá og í hvaða mæli er hægt að byggja á þeim fyrir dóm- stólum? Færa má rök fyrir því að í stjórnarskrá eigi að vera algild grundvallarréttindi en ekki al- mennar stefnuyfirlýsingar. Ýmsir hafa orðið til að benda á hættuna á því að áherzla á efnahags- og félagslegu réttindin, t.d. í stjórnarskrá, geti orðið til að þynna út hin klassísku mannréttindi. Það sé augljóst að það sé galopið fyrir pólitískri túlkun, hvenær efnahagslegum og félagslegum réttindum sé framfylgt, og þá sé stutt í að menn fari að líta svo á að það sama gildi um hefðbundin frelsisréttindi, t.d. tjáningarfrelsið. Þetta breytir ekki því að í stjórnarskrá margra vestrænna ríkja er kveðið á um rétt þegnanna til t.d. framfærslu og menntunar. Hins vegar hafa margir orðið til að benda á það, ekki sízt nú á síðustu vikum eftir að öryrkjadómurinn féll, að með því að úrskurða um gildi efnahags- legra og félagslegra réttinda séu dómstólar að blanda sér í pólitík. Útfærsla réttinda af þessu tagi eigi að vera í höndum lýðræðislega kjörinna þjóðþinga, enda sé pólitísk forgangsröðun óhjá- kvæmileg þegar ákveða eigi hversu miklum fjár- munum skuli verja til þeirra skyldna ríkisvalds- ins, sem í réttindunum felast. Fráfarandi forseti danska hæstaréttarins, Niels Pontoppidan, er augljóslega á þessari skoðun. Í viðtali, sem Aktuelt átti við hann og vitnað var til í Morgunblaðinu í síðustu viku, seg- ir hann að mörkin á milli lögfræði og stjórnmála geti verið dálítið óljós, en hann sé ekki í neinum vafa þegar hann heyri baráttumenn fyrir rétt- indum borgaranna halda því fram að dómstól- arnir eigi að tryggja að fólk fái t.d. nauðsynlega heimilisaðstoð. „Ég tel, að vísa eigi frá þeim málum þar sem því er til dæmis haldið fram að heimilishjálp sé ónóg eða krafa stjórnarskrárinnar um fram- færslu sé ekki uppfyllt. Ef dómstólarnir eiga að taka afstöðu í efnahags- og félagslegum rétt- indamálum eru þeir orðnir beinir þátttakendur í þjóðfélagsumræðunni og þar með komnir langt út fyrir sitt umboð,“ segir Pontoppidan, sem jafnframt minnir á að dómarar hafi ekki neitt lýðræðislegt umboð. Í svipuðum dúr eru ummæli Pontoppidans í formála sem hann ritar að ársskýrslu Norrænu málflutningskeppninnar í fyrra. Hann vitnar þar til ráðstefnu ríkislögmanna og forseta æðstu dómstóla Evrópusambandsríkjanna, sem haldin var í London sl. sumar. Í formálanum segir Pontoppidan: „Aðrar áhyggjur, sem komu fram á ráðstefnunni og ég tek undir, eru af hugmynd- um um verulega útvíkkun grundvallarréttind- anna, þannig að þau taki jafnframt til félags- legra réttinda í víðum skilningi, vinnuumhverfis, umhverfisverndar o.fl. Ég tel að menn þurfi að hugsa sig vel um áður en þeir setja slík réttindi í lög. Með því verða þau bundin eftirliti dómstóla og í því felst hætta á að dómstólarnir dragist inn í átök sem ég tel að eigi að fara fram á vettvangi stjórnmála. Ég óttast einnig að slík þróun kynni að veikja möguleika dómstóla ríkjanna til að vernda hin „klassísku“ mannréttindi.“ Stjórnarskrár- breytingin 1995 Þau ákvæði stjórnar- skrárinnar, sem Hæstiréttur Íslands vísar einkum til í dómi sínum í máli Öryrkjabandalagsins, bættust við mannréttindakafla hennar við endurskoðun þá, sem fram fór árið 1995. Þar er markverðust 76. STAÐA BIFRASTAR STYRKIST STAÐA ALDRAÐRA KVENNA Efnaleg staða margra eldrikvenna er mun verri en aldr-aðra karla. Nær fjórfalt fleiri konur en karlar eru í hópi þeirra er fá lágmarkslífeyri og fá engar aðrar tekjur en frá Tryggingastofnun ríkis- ins. Tekjur þessa hóps nema nú rúmum 72 þúsund krónum á mánuði. Þetta kom fram á ráðstefnu, sem Kvenréttinda- félag Íslands hélt fyrir skömmu. Í erindi, sem Sigríður Jónsdóttir félagsfræðingur flutti, kom fram, að ís- lenzkar konur eiga það sammerkt með konum annars staðar á Norðurlöndum að vera efnalega verr settar en karlar. Hjúskaparstaða í fortíð og nútíð skiptir hér mestu. Samkvæmt hagtölum í árslok 1999 búa 70% kvenna 70 ára og eldri einar en 41% karla, svo eru þær mun fleiri í elztu aldurshópum en karlarnir, enda lifa þær lengur. Þær eiga þó oftar við veikindi að stríða en karlar. Skýringarnar á verri stöðu kvenna á ellilífeyrisaldri eru margar, en sérstak- lega má nefna, að atvinnuþátttaka kvenna var mun minni en karla áður fyrr, lífeyrissjóðakerfið er mjög ungt og aðeins 21 ár frá því að skylduaðild að lífeyrissjóðum var lögbundin. Lífeyrir er því enn lágur í lífeyrissjóðunum. Þá miðast tekjutenging í almannatrygg- ingakerfinu við of lágar upphæðir, eins og Morgunblaðið hefur margsinnis vakið athygli á. Þá var sú breyting gerð á makabótum lífeyrissjóðanna fyrir nokkrum árum, að þær eru aðeins greiddar fyrstu þrjú árin og hálfar næstu tvö ár. Þetta var grundvallar- breyting á starfsemi lífeyrissjóða og var rökstudd með aukinni atvinnuþátt- töku kvenna og eigin aðild þeirra að líf- eyrissjóði. Á meðan þessi breyting gengur yfir á vinnumarkaði, og lífeyris- sjóðirnir eru svo ungir, bitnar þessi staða einkum á þeirri kynslóð, sem er komin á eftirlaunaaldur eða mun kom- ast á hann á næstunni. Taka þarf sér- stakt tillit til þessa við þá endurskoðun á almannatryggingakerfinu, sem nú stendur yfir. Lífeyrissjóðakerfið mun að mestu létta greiðslu ellilífeyris af al- mannatyggingum í framtíðinni. Þess vegna er ekki óeðlilegt, að ríkissjóður leggi fram viðbótarfé þangað til og bæti stöðu þeirra, sem nú búa við rýrust kjör á ævikvöldi sínu. Þetta er það fólk, sem byggt hefur upp þjóðfélagið, sem mun veita komandi kynslóðum hærri lífeyri en það hafði sjálft í launatekjur. Sá samningur sem undirritaður varmilli Viðskiptaháskólans á Bifröst og ríkisins fyrir skömmu mun án efa styrkja skólann í sessi. Samningurinn er til þriggja ára og kveður á um fjár- veitingar til reksturs vegna kennslu en framlag ríkisins er áætlað um 53 milljónir árið 2001 samkvæmt reglum um nemendaframlag. Einnig er gert ráð fyrir að nemendum skólans fjölgi úr um 200 í 300 á tímabilinu eða um helming og að íbúar svæðisins verði um 450 í lok ársins 2003 en í dag eru þeir um 300. Ríkissjóður leggur einn- ig til tíu milljónir króna vegna nem- enda í frumgreinadeild og sjö millj- ónir á ári vegna þess að skólinn er utan höfuðborgarsvæðisins. Þá var einnig undirrituð yfirlýsing um rannsóknar-, þróunar- og nýsköp- unarverkefni við skólann, auk þess sem lagður var grunnur að nýju deili- skipulagi svæðisins og uppbyggingu á þjónustu við það. Bifröst hefur tekið á sig ferskari mynd eftir að skólinn var færður á háskólastig. Þar hefur hann einnig mikla sérstöðu sem felst ekki síst í smæð skólans, en hann mun vera minnsti háskóli hérlendis, og í stað- setningunni. Smæðin býður upp á sveigjanleika í námi og áherslum og staðsetningin hefur aðdráttarafl í sjálfri sér auk þess sem hún gerir þetta háskólasamfélag frábrugðið flestum öðrum, hvort sem er hérlend- is eða erlendis. Ennfremur er skólinn sá fyrsti sem mun bjóða upp á nám til háskólagráðu í viðskiptalögfræði hér á landi eins og sagt hefur verið frá. Vænta má að Bifröst muni veita öðrum háskólum landsins æ harðari samkeppni, sem er vitanlega öllum til hagsbóta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.