Morgunblaðið - 04.02.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.02.2001, Blaðsíða 35
sem eru efnameiri. (2) Jafnræðisreglan stendur ekki í vegi fyrir því að skattleysismörk séu fyrir þá sem lakast eru staddir fjár- hagslega, en skattar geti verið stig- hækkandi eftir því sem efnahagur manna er betri. (3) Embættismenn kirkjunnar verða að vera þjóðkirkjumenn. (4) Ekki verður það talið brot á jafnræðisreglunni þótt litið sé til stjórnmálaskoðana við val í pólitísk störf, svo sem stöður aðstoðar- manna ráðherra, borgarstjóra, bæj- arstjóra eða sveitarstjóra. (5) Sérstakar tímabundnar að- gerðir til að bæta stöðu kvenna verða ekki taldar brjóta gegn regl- unni, jafnvel þó að þær kunni að fela í sér mismunun í einstaka tilvikum. (6) Útlendingar eru ekki í öllu til- liti jafnir íslenskum ríkisborgurum fyrir lögum, sbr. t.d. 68. gr. stj.skr. og 2. mgr. 72. gr. stj.skr. Úrslitum ræður í þessu efni hvort sýnt er að ómálefnaleg sjónarmið hafi verið látin ráða því að maður er látinn njóta lakari réttar en maður í sambærilegri stöðu nýtur. Reynist svo vera yrði talið að um ólögmæta mismunun væri að ræða. Nú höfum við séð að mismunun getur verið réttlætanleg ef hún styðst við málefnaleg sjónarmið en er ekki einvörðungu tengd ómál- efnalegum atriðum á borð við lit- arhátt, efnalega stöðu eða önnur þau atriði, sem rakin eru í dæmaskyni í 65. gr. stjórnarskrárinnar. Vert er að skoða til samanburðar túlkun mannréttindanefndarinnar (sem nú hefur verið lögð niður) og Mannréttindadómstólsins í Strass- borg á 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Í 14. gr. sáttmálans er ekki að finna almenna yfirlýsingu af því tagi sem getur í 65. gr. stjórnarskrár- innar, heldur reglu sem bannar hvers kyns mismunun í tengslum við þau réttindi sem sáttmálinn og við- aukar hans eiga að tryggja. Greinin er svohljóðandi: Réttindi þau og frelsi, sem lýst er í samningi þessum, skulu tryggð án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferðis, kynþáttar, litar- háttar, tungu, trúarbragða, stjórn- mála- eða annarra skoðana, þjóðern- is eða þjóðfélagsstöðu, sambands við þjóðernisminnihluta, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Íslenska ákvæðið sver sig meira í ætt við 1. gr. Mannréttindayfirlýs- ingar Sameinuðu þjóðanna þar sem segir: „Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og rétt- indum…“. Einnig má í þessu sam- bandi vitna til 26. gr. alþjóðasamn- ings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi frá 1966, en hún er svohljóðandi: Allir eru jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á sömu lagavernd án nokk- urrar mismununar. Lögin skulu því í þessu skyni banna hvers konar mis- munun og ábyrgjast öllum mönnum jafna og raunhæfa vernd gegn mis- munun, svo sem vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar- bragða, stjórnmálaskoðana eða ann- arra skoðana, þjóðernisuppruna eða félagslegs uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Þótt reglan í 14. gr. Mannrétt- indasáttmála Evrópu sé takmark- aðri en regla 65. gr. íslensku stjórn- arskrárinnar má þó draga af túlkun og framkvæmd hennar ákveðinn lærdóm sem getur komið að gagni við beitingu hinnar síðarnefndu. Reglurnar hafa það sameiginlega einkenni að verka eins og nokkurs konar sía við beitingu annarra reglna. Til skýringar má nefna það álita- efni hvort ákvæði 14. gr. sáttmálans hafi sjálfstæða þýðingu eða hvort aðeins megi beita því þegar um brot gegn öðrum ákvæðum sáttmálans er að ræða. Enga leiðbeiningu er að finna um þetta í sáttmálanum sjálf- um. Í sem stystu máli hefur sú túlk- un orðið ofan á, að ákvæði 14. gr. beinist ekki gegn hvers kyns mis- munun heldur gegn mismunun í tengslum við þau réttindi, sem til- greind eru í sáttmálanum. Almennt mun litið svo á, að nægilegt sé að sýna fram á, að mismunun snerti með einhverjum hætti réttindi, sem tilgreind eru í sáttmálanum, ekki þurfi að sýna fram á að þau réttindi hafi verið brotin. Eigi að síður situr það eftir, að mismunun þarf að vera í einhverri snertingu við önnur ákvæði sáttmálans. Mismunun sem fellur þar fyrir utan telst ekki brjóta gegn 14. greininni. Í túlkun og fram- kvæmd mannréttindanefndarinnar og Mannréttindadómstólsins hefur greinin þannig fengið sjálfstæðara vægi en texti sáttmálans ber með sér. Jafnvel þó að ekki hafi verið sýnt fram á, að um brot gegn öðrum ákvæðum sáttmálans sé að ræða, geta staðreyndir málsins leitt í ljós slíkt brot þegar viðkomandi grein er skýrð með hliðsjón af 14. greininni. Sem dæmi má nefna að í sáttmál- anum er ekki gerð sú krafa til aðild- arríkja, að þau hafi áfrýjunardóm- stóla. Aðildarríki, sem veitir borgurum sínum rétt til áfrýjunar mála, gengur því lengra en skylt er samkvæmt orðalagi nefndrar grein- ar sáttmálans. En hafi aðildarríki komið slíkum dómstólum á fót þá bryti það gegn 6. gr. sáttmálans í ljósi ákvæðis 14. gr. hans væri ákveðnum einstaklingum gert ókleift án lögmætra ástæðna að áfrýja málum, stæði sá möguleiki öðrum opinn í sambærilegum mál- um. Sama er að segja um 2. gr. í við- auka nr. 1 með sáttmálanum, en sú grein fjallar um réttinn til mennt- unar. Á grundvelli þeirrar greinar er ekki unnt að krefjast þess af að- ildarríki að það komi einhverri ákveðinni kennslu- eða skólastofnun á laggirnar. En ríki, sem það gerir, getur á hinn bóginn ekki sett inn- gönguskilyrði í slíka stofnun, sem ekki standast ákvæði 14. gr. sátt- málans. Þessi túlkun hefur eðlilega leitt til þess að ákvæðið hefur fengið aukna og sjálfstæðari þýðingu. Er þá komið að því að skýra efn- isþætti jafnræðisreglunnar og átta sig á því hvenær um brot gegn henni sé að ræða? Í framkvæmd mann- réttindanefndar og Mannréttinda- dómstóls Evrópu hafa skapast óformlegar venjur sem gagnlegt er að hafa til hliðsjónar í þessu sam- bandi. Í sem stystu máli fela þær í sér að um brot gegn jafnræðisregl- unni sé að ræða ef (1) um mismunun er að ræða (2) milli sambærilegra mála án þess að um (3) hlutlæga og málefnalega réttlætingu sé að ræða eða ef (4) mismunun er í engu sam- ræmi við það viðurkennda markmið, sem að er keppt. (1) Er um mismunun að ræða? Eins og fram hefur komið er ekki nóg að sýna fram á mismunun. Hún verður að vera ómálefnaleg og órétt- lætanleg til að geta komið til skoð- unar. Eins og áður er komið fram hefur verið talið að svokölluð jákvæð mismunun geti átt rétt á sér ef hún er framkvæmd í því skyni að leið- rétta ójafnræði. (2) Leiða staðreyndir málsins í ljós að farið hafi verið á mismunandi hátt með tvö sambærileg tilvik? Ef málin eru ekki sambærileg kemur vart til álita að mismunun hafi átt sér stað og því þarf naumast að halda lengra við skoðun á öðrum efnisatriðum reglunnar. Á hinn bóg- inn hefur verið bent á, að krafa um sambærileika megi ekki vera of stíf þar sem ljóst sé að engin tvö atvik geti verið nákvæmlega eins. (3) Styðst mismunun við málefna- leg rök? Um ólögmæta mismunun er að ræða ef ekki er hægt að sýna fram á að hlutlæg eða eðlileg sjón- armið liggi að baki mismunun þegar tekið er mið af þeim afleiðingum sem hún hefur. (4) Er mismunun sem ætlað er að leiðrétta tiltekið ástand hæfileg og í samræmi við löglegt markmið? Lög eða stjórnvaldsfyrirmæli ákveða ekki alltaf að öllu leyti þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi svo að ákvörðun verði tekin eða veita stjórnvöldum mat að einhverju leyti um efni ákvörðunar. Þetta mat get- ur aldrei verið algerlega frjálst og það verður að hvíla á málefnalegum grunni. Eigi að síður getur þarna verið um að ræða ákveðið svigrúm við framkvæmdina. Ef efnisþættir þessir koma ekki fram í stefnu heldur er aðeins látið nægja að vísa almennt til jafnræð- isreglunnar í 65. gr. stjórnarskrár- innar er tekin óþarfa áhætta að því er varðar hugsanlega frávísun á grundvelli vanreifunar eða vegna þess að sakarefnið sé ekki nægilega afmarkað, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991. Nýleg dómaframkvæmd virðist þó benda til að ekki séu gerð- ar mjög ríkar kröfur í þessu sam- bandi og að látið sé duga að vísa til reglunnar með nokkuð almennum hætti. Jafnvel virðist mögulegt að efna til tilbúins ágreinings, vísa í ákveðna framkvæmd og fullyrða að hún standist ekki jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Síðan er það lagt á íslenska ríkið að sýna fram á nauðsyn meintrar mismununar eða ójafnræðis og að ríkið færi efnisleg- ar röksemdir eða það sem nefnt hef- ur verið „rökbundin nauðsyn“ fyrir framkvæmdinni. Ég tel að auknar kröfur hljóti að verða gerðar af hálfu dómstóla í þessu efni og að lágmark- ið sé að því sé lýst með hvaða hætti ágreiningsefnið snertir efnisþætti reglunnar. Með því yrði alls ekki dregið úr kröfunni um glöggan rök- stuðning af hálfu ríkisins þegar í máli reynir á regluna en málflutn- ingur allra aðila yrði örugglega skipulegri og betur ígrundaður. Meginreglur á borð við jafnræð- isreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar geta gegnt mjög þýðingarmiklu hlutverki í réttarkerfinu. Jafnræð- isreglan hefur almenna skírskotun og leiðir því til samræmingar við túlkun reglna á öllum sviðum, hvort sem um er að ræða löggjafar-, dóms- eða framkvæmdavaldið. Á sama hátt getur óskýr túlkun reglunnar eða ósamræmi í framkvæmd hennar leitt til óstöðugleika og óvissu. Því er mikilvægt að festa og skýrleiki móti túlkun reglunnar þannig að hún geri raunverulegt gagn. Nauðsynlegt er að lögmenn og dómarar geri sér grein fyrir því að jafnræðisreglan getur ekki verið nein allsherjarlausn á öllum meinum þjóðfélagsins. Jafn- vel þó að við lifum á miklum jafn- ræðistímum er ekki víst að öll mis- munun sé þess eðlis að ástæða sé til að leiðrétta hana og alls ekki víst að það sé í verkahring dómstólanna. Raunar geta önnur markmið eða meginreglur komið til skoðunar líka og vegið þyngra í samanburðinum við jafnræðisregluna þannig að flest- um þætti fullkomlega óeðlilegt og ranglátt að knýja fram breytingu. Eitt af því sem skapað gæti óvissu væri ef jafnræðisreglu 65. gr. stjórn- arskrárinnar væri gefin merking, sem hún hefur ekki og er ekki ætlað að hafa. Ekki má blanda henni sam- an við þá pólitísku stefnu sem hefur jöfnun lífskjara að markmiði. Enn má nefna að í hugum margra tengist reglan réttlætishugtakinu og óneit- anlega er þar um skörun að ræða. En því fer þó víðs fjarri að hægt sé að setja „jafnaðar“merki á milli „réttlætis“ og „jafnræðis“. Réttlæti getur einmitt á stundum verið í því fólgið að láta ekki eitt yfir alla ganga. Leyfa fólki að njóta erfiðis síns, hæfileika eða getu, en banna það ekki. Skoða hvert mál og dæma eftir sérstökum atvikum þess. Slík skoðun getur leitt til þess að ákveðin mismunun sé talin réttlætanleg. Dómari hefur til að mynda ákveðið svigrúm við ákvörðun refsingar eftir aldri og forherðingu afbrotamanns- ins. Jafnrétti í lögfræðilegum skiln- ingi felur öðru fremur í sér að sam- ræmis sé gætt í lagaframkvæmd, þannig, að sambærileg mál fái sam- bærilega meðferð. Í því felst eðlileg flokkun, þ.e.a.s. að ólík mál hljóti ólíka niðurstöðu. Einnig felst í lög- fræðilega hugtakinu, að menn fái að njóta þeirra réttinda sem þeim eru tryggð í mannréttindakafla stjórn- arskrárinnar eða í almennum lögum. Það jafnræði sem 65. gr. stjórnar- skrárinnar á að tryggja er öðru fremur fólgið í því að tryggja jöfn tækifæri, gera þeim sem í hlut eiga kleift að njóta þeirra réttinda eða frelsis sem lögunum er ætlað að veita þeim. Á hinn bóginn er ekki um að ræða jafnræði um niðurstöðu á þann hátt, að allir eigi að vera eins settir í öllum tilvikum. Tryggingin fyrir jöfnum tækifærum á grundvelli laga getur leitt til þess að niðurstað- an verður ólík, jafnvel gjörólík, milli þeirra sem lögin tryggðu jafna rétt- arstöðu í upphafi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.