Morgunblaðið - 04.02.2001, Side 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 37
! " #$
%& '(
!"# " "
" $
"
%
& "
'(()
*
%
"+
+ %
,
-
"
''./
) *+ !
)%,-( . ) -
/+ ! 0 ) '%, 1-"-
)%,2 3 1 ) - 45 6 06 7
)%,2
( -
-% 1( )%,-(- /( 8! 8 -
/1" 8
111 /+ !- 3%& /+ !-
) *+ ! 456
!" ! ! # !
$ !% &
!
"
# !
$
%$
"&
' $
&
" $
(
)
! " $ "!" %&"" " !!$"
in, megi algóður Guð styðja ykkur og
styrkja í ykkar miklu sorg.
Haukur Gunnarsson.
Margrét Svane var fyrsti hjúkr-
unarforstjóri Heilsugæslustöðvar-
innar í Grafarvogi, hinu unga og ört
vaxandi hverfi. Það gerði miklar
kröfur til þess, sem starfinu gegndi
þar sem ekki aðeins heilsugæslu-
stöðin heldur allt hverfið var í mótun
og uppbyggingu. Margrét tók á
starfinu af festu og myndugleik enda
vel menntaður hjúkrunarfræðingur
og ljósmóðir, með sérmenntun í
heilsugæslu og stjórnun, þannig að
betra varð ekki á kosið. Hún hafði
jafnframt mikla reynslu sem hjúkr-
unarfræðingur og hafði komið víða
við á sínum starfsferli, þar á meðal í
heilsugæslu, þar sem hún hafði starf-
að við Heilsugæslustöðina í Árbæ í
tæp sjö ár. Hún bjó því að nauðsyn-
legri og góðri undirstöðu til að takast
á við svo ábyrgðarmikið starf sem
þetta. Margrét setti markið hátt í
starfi sínu, lagði metnað sinn í að
heilsugæslustöðin sinnti því hlut-
verki sem henni var falið af fag-
mennsku og trúnaði. Henni var annt
um skjólstæðinga stöðvarinnar og
lagði sig fram um að þeir fengju þá
þjónustu sem þeim bar, þrátt fyrir
oft erfiðar aðstæður, t.d. vegna
manneklu, fjárskorts og sívaxandi
fjölda íbúa svæðisins.
En þegar vel skal að verki standa
nægja ekki þeir góðu kostir, sem að
framan getur. Persónan sjálf hefur
ómæld áhrif. Þar nutu eðliskostar
Margrétar sín ekki síst. Hún var
glaðsinna og félagslynd, hafði af-
bragðs kímnigáfu og beindi henni
gjarnan að sjálfri sér. Það fór ekki
framhjá neinum, þegar hún var á
staðnum. Hugurinn var lifandi og
flaug víða. Fjölskyldan átti sumar-
hús á Spáni, þar naut Margrét sín vel
í hvíld frá dagsins önn, en sá tími var
of stuttur. Hún naut þess þó að leita
sér þar athvarfs þegar stund var
milli stríða í hennar þungbæru veik-
indum, en allmörg ár eru síðan hún
greindist fyrst með krabbamein. Sá
illvígi sjúkdómur lá niðri um hríð og
héldu menn að hann væri yfirstiginn,
þegar hann óvæginn birtist aftur
með mikilum þunga. Hún tókst á við
hann af kjarki og æðruleysi þar til
hann hafði betur í ójöfnum leik.
Við hjúkrunarforstjórar Heilsu-
gæslunnar í Reykjavík og nágrenni,
sem höfum myndað samstilltan hóp,
söknum Margrétar sem samstarfs-
manns og góðs vinar, við höfum
misst ötulan liðsmann.
Fjölskylda Margrétar hefur orðið
fyrir þungum áföllum á stuttum
tíma. Við sendum þeim einlægar
samúðarkveðjur á sorgarstund og
biðjum þeim blessunar.
Blessuð sé minning Margrétar
Níelsdóttur Svane.
Hjúkrunarforstjórar
Heilsugæslunnar í Reykjavík
og nágrenni.
Ég horfði í gegnum gluggann
á grafhljóðri vetrarnóttu,
og leit eina litla stjörnu
þar lengst út í blárri nóttu.
Hún skein með svo blíðum bjarma,
sem bros frá liðnum árum.
Hún titraði gegnum gluggann,
sem geisli í sorgartárum.
(Magnús Ásgeirsson.)
Við söknum þín.
Guðlaug og Dagmar.
Við andlát Margrétar Nielsdóttur
Svane, vinar míns og vinnufélaga,
sækja að mér fjölmargar ljúfsárar
minningarnar.
Þegar Heilsugæslustöðin í Grafar-
vogi var opnuð vorið 1992 var Mar-
grét ráðin hjúkrunarforstjóri og
þegar ég á sama tíma var ráðinn hér
sem læknir og tók að mér yfirlækn-
isstörf gerði ég mér fljótt grein fyrir,
að það var mikið lán fyrir mig, sam-
starfsfólkið, skjólstæðingana og
Heilsugæsluna í Reykjavík að hún
skyldi gera þessa heilsugæslustöð að
starfsvettvangi sínum.
Hún var ein af þessum stjórnend-
um sem lítið fór fyrir við stjórnun en
samt gengu hlutirnir upp og verkin á
heilsugæslustöðinni, þrátt fyrir mjög
erfiðar vinnuaðstæður, runnu áfram
með vinnuhagræði og góðri þjónustu
við skjólstæðingana að leiðarljósi.
Henni fannst ekki tími til að fjasa og
lyfti gjarnan þyngsta hlassinu sjálf
ef því var að skipta. Það var því létt
og ánægjulegt verk að starfa með
henni.
Hún sameinaði í einni manneskju
dugnað, skilvirkni, framtakssemi,
ósérhlífni og gott skap sem geislaði
frá henni jafnframt góðu skopskyni,
sem hún afvopnaði mann oft með
þegar stressið hjá manni sjálfum
ætlaði að taka völdin og sagði þá
gjarnan: Ráddu sleggja. Það virkaði
svo eins og galdrar á umhverfið.
Félagslíf starfsfólks stöðvarinnar
og andinn á stöðinni snerist mikið í
kringum hana og kom þá Bjarni eig-
inmaður hennar gjarnan einnig við
sögu og margar ógleymanlegar
stundir tengdar því, bæði ferðalög,
dans, söngur og gleði. Ég er sérstak-
lega þakklátur Margréti fyrir þau
ánægjulegu kynni og samskipti sem
aldrei bar skugga á.
Við Margrét höfum unnið sameig-
inlega að því frá upphafi opnunar
stöðvarinnar í bráðabirgðahúsnæði
að koma heilsugæslustöðinni fyrir
þetta stóra hverfi, Grafarvoginn, í
framtíðarhúsnæði. Það er því sárt að
þegar svo stutt er í opnun stöðvar-
innar í nýju húsnæði í Spönginni að
hún skuli ekki geta notið þess áfanga
með okkur. Tómarúmið sem við sitj-
um í er stórt og söknuður okkar sem
eftir sitjum er mikill.
Ég vil fyrir hönd alls starfsfólks
Heilsugæslunnar í Grafarvogi senda
okkar hlýjustu samúðarkveðjur til
Bjarna eiginmanns hennar, barna,
barnabarna, tengdabarna, systur
hennar og bróður auk aldraðrar
móður hennar sem hefur á hálfu ári
mátt sjá á eftir eiginmanni og tveim-
ur börnum sínum. Megi almættið
styrkja þau öll og sameina í sorg
þeirra og minningu um Margréti
eins og hún var og veita þeim og okk-
ur öllum huggun á þessum erfiðu
tímum. Ég veit að Margrét ætlast til
þess að lækur lífsins haldi áfram hjá
okkur öllum.
Atli Árnason.
Í minningu minni á ég mynd af
systkinum sem báru út dagblað í
Háaleitishverfi í þá daga þegar þar
var strjálbýlt. Systirin situr þreytt í
snjónum og stóri bróðir stendur þol-
inmóður við hlið hennar og bíður
meðan hún hvílir sig. Þetta voru Ei-
ríkur og Margrét. Börn Níelsar
Svane og Bergþóru Eiríksdóttur.
Við Háaleitisveg og Seljalandsveg
voru húsin dreifð og því stórt svæði
sem þau fóru yfir á hverjum degi í
misjöfnu veðri.
Við sem munum þessa byggð njót-
um þess þegar við hittumst að rifja
upp bernskuslóðirnar og minningar
þeim tengdum. Margrét sem var ári
eldri en ég gekk í Laugarnesskóla en
ég sótti Breiðagerðisskóla. Áhuga-
mál okkar lágu saman á ýmsan hátt.
Báðar vorum við að læra á píanó.
Hún sótti einkatíma hjá Ragnari
Björnssyni en ég stundaði mitt pí-
anónám í Tónlistarskólanum í
Reykjavík hjá Rögnvaldi Sigurjóns-
syni. Á unglingsárum vann hún í
Nýja bíói og þær voru ófáar mynd-
irnar sem við horfðum á saman. Eftir
unglingapróf fór hún til náms í skóla
á Írlandi, eins og Eiríkur bróðir
hennar hafði gert, og var þar tvo vet-
ur. Snemma hafði hún tekið þá
ákvörðun að verða hjúkrunarkona.
Settist því í hjúkrunarskólann. Nám-
ið fór fram bæði í skólanum og á
deildum sjúkrahúsa. Margrét óskaði
eftir, snemma á námsferlinum, að fá
að vinna úti á landi. Fór til Blöndu-
óss og þar réðust örlög hennar. Hún
hitti þar mannsefni sitt, Bjarna Snæ-
björnsson. Hún lét ekki við það sitja
að ljúka einvörðungu hjúkrunarnám-
inu heldur tóku þau Bjarni sig upp
með börnin sín og fluttu eitt ár til
Noregs þar sem hún bætti við sig í
námi og enn aftur nokkrum árum
seinna settist hún í ljósmæðraskól-
ann og lauk þaðan námi. Þannig var
hún vakandi og áhugasöm um allt.
Öll þessi ár tengdumst við órjúfandi
vináttuböndum og ekki urðu þau
minni þegar bættist í hópinn. Eirík-
ur bróðir hennar kynntist vinkonu
minni Jónínu og þau giftust og Guð-
mundur minn bættist í hópinn. Við
áttum saman yndislegar stundir sem
aldrei gleymast. Fyrir alla hennar
vináttu, traust og innileika þakka ég
nú þegar ég kveð þessa góðu vinkonu
mína. Við biðjum Guð að styrkja
Bergþóru móður hennar. Hún hefur
á sjö mánuðum séð á eftir eigin-
manni og tveim börnum sínum.
Bjarna, börnum, tengdabörnum og
barnabörnum sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Sigríður og Guðmundur Helgi.
Margrét Svane, eins og hún var
kölluð af flestum, góð vinkona mín og
frænka var ein heilsteyptasta mann-
eskja sem ég hef þekkt. Ég veit að
allir sem kynntust henni eru sam-
mála þeirri skoðun minni.
Hugur Margrétar stefndi snemma
í umönnunarstörf sem voru henni
svo eðlislæg. Hún fór í Hjúkrunar-
skóla Íslands sem þá var heimavist-
arskóli og þar giltu strangar reglur
um útivist. Stelpunum fannst þetta
alvörumál á þeim tíma en seinna
sagði Margrét skemmtilegar sögur
um hvernig þær reyndu með ráðum
að brjóta reglur þegar þær vildu
hitta kærasta sína eða vini, að kvöld-
lagi.
Á þessum árum kynntist hún
Bjarna, tilvonandi eiginmanni sín-
um, þegar hún var nemi á Blöndósi.
Ég man aldrei eftir að Margét
væri neikvæð, hún hafði góða eðlis-
greind og lærði að nota sér allt sem á
móti blés til aukins þroska fyrir
sjálfa sig í samskiptum við annað
fólk. Hún hafði þó ákveðnar skoðanir
á málefnum sem bar á góma. Sér-
staklega var heilsugæsla almennt
hennar áhugamál, henni fannst
margt á því sviði gagrýnivert og allt-
af voru það skjólstæðingar hennar
sem sjónir hennar beindust að, en
jafnframt var hún gædd skopskyni
og sá alltaf björtu hliðar mannlífsins.
Að undanskildum fjórtán árum
áttu Margrét og Barni heima í
Reykjavík. Árið 1971 fluttu þau
ásamt börnum til Hveragerðis.
Margrét starfaði á Sjúkrahúsi Sel-
foss og seinna sem hjúkrunarfor-
stjóri á Heilsugæslustöð Selfoss þar
sem hún ennþá er umtöluð sem vin-
sæll stjórnandi og heillandi persónu-
leiki. Hún var einn frumkvöðull í að
koma á fót Heilsugæslu í Hvera-
gerði.
Árið 1977 tók fjölskyldan sig upp
og flutti til Noregs þar sem Margrét
hugði á frekara nám á heilsugæslu-
sviði. Bjarni og Margrét stóðu alltaf
þétt saman og honum fannst sjálf-
sagt að fara frá atvinnu sinni hér til
að gera henni þetta kleift. Í Noregi
voru þau í eitt og hálft ár. Eftir að
þau fluttu til Reykjavíkur 1985 starf-
aði Margrét við heilsugæslustöðina í
Fossvogi og síðan Heilsugæslustöð
Árbæjar í nokkur ár.
Alltaf vildi Margrét auka við þekk-
ingu sína og nokkrum árum seinna
færði Margrét enn út svið sitt sem
fagmanneskja, þegar hún fór í ljós-
mæðraskólamám og lauk því námi
1991 og sama ár tók hún að sér starf
hjúkrunarforstjóra við nýja heilsu-
gæslustöð í Grafarvogi. En þar með
var námi hennar ekki lokið því
nokkrum árum seinna fór hún í
stjórnunarfræði í Háskóla Íslands.
Hún vildi vera fær á flestum sviðum
hjúkrunar og þessi þekking jók
hæfni hennar á sviði stjórnunar við
hlið almennrar heilsuverndar enn
frekar.
Kynni mín og Margrétar eru sam-
ofin frá æsku okkar. Hún var gull-
inhærða góða stelpan sem aldrei
stakk upp á strákapörum eins og ég
gerði en fannst þó gaman ef ekki var
of grátt leikið. Við áttum óteljandi
góðar stundir saman. Aldrei slitnaði
vinátta okkar og jókst enn frekar
þegar eiginmenn og börn okkar
komu til sögunnar. Oft fórum við
hjónin saman út að skemmta okkur
og enn oftar hittumst við bara til að
spjalla. Margar helgar kom Margrét
með börnin til okkar á Selfoss, þegar
Bjarni var að vinna eða var að heim-
an af öðrum ástæðum.
Ég var svo heppin að vinna undir
stjórn Margrétar í stuttan tíma og
einnig seinna, nýorðin móðir að fá
hana á heimilið í venjubundið ung-
barnaeftirlit í nokkra mánuði.
Árið 1983 greindist Margrét með
krabbamein. Hún var skorin upp og
var heilbrigð í mörg ár en greindist
svo með sama sjúkdóm annars stað-
ar í líkamanum fyrir nokkrum árum.
Aftur fór hún í aðgerð og allt virtist
verða í lagi en fram kom 1999 að
meinið hafði breiðst út. Margrét
barðist til síðasta dags þótt hún vissi
að hún næði aldrei fullri heilsu á ný.
Margrét Svane var gæfukona, hún
hafði lífsgleðina í sjálfri sér og var
laus við alla yfirborðsmennsku og
sjálfri sér trú alla tíð. Hún var víðsýn
og fordómalaus í skoðunum.
Hún átti einstaklega samhentan
hóp barna og ekki síst góðan lífsföru-
naut. Margrét naut einnig góðs fjöl-
kyldulífs í foreldarhúsum þar sem
lögð var undirstaðan til framtíðar.
Foreldrar hennar veittu börnum sín-
um aðhald en jafnframt kærleiksríkt
uppeldi.
Ég get ekki lokið orðum mínum
um elskulega frænku mína, án þess
að geta þess sem á undan er gengið í
fjölskyldu hennar. Faðir hennar,
Niels K. Svane, lést sl sumar. Hann
er eins og bjarg eða klettur í minn-
ingu minni, ég man núna að ég sá
hann aldrei skipta skapi þótt við
þvældumst fyrir á verkstæðinu til að
spjalla eða að fá hluti lánaða í smá-
stund þegar við vorum að bralla eitt-
hvað eða þegar krakkaskarinn sat
við matborðið og masaði án þess að
leiða hugann að því að hann vildi
kannsi fá örlitla ró.
Þegar Margrét lést var liðinn einn
mánuður og dagur frá því að eldri
bróðir hennar Eiríkur Kristinn var
jarðsunginn. Eiríkur var góði stóri
frændinn sem ég bar virðingu fyrir.
Hann bauð mér stundum í þrjúbíó á
sunnudögum og þá alltaf á kúreka-
mynd eða Tarzan. Ég hafði svona
miðlungi gaman af þessum myndum
þótt vissulega væri alltaf spennandi
fyrir sveitastelpuna að fara á þrjúbíó
í Reykjavík og það var tilvinnandi að
fara með Eiríki, hann hló svo mikið
og lifði sig inn í myndirnar að hann
gleymdi stað og stund en stundum
langaði mig til að draga mig saman í
sætinu þegar mér fannst allir horfa á
Eirík vegna þess hversu hátt hann
hló. Þegar heim var komið gat hann
talað um myndina aftur og aftur og
sú umræða gat enst til næstu bíó-
ferðar hans.
Margar minningargreinar voru
skrifaðar um Svane og Eirík á sínum
tíma og get ég ekki gert það betur,
þó svo ég gæti ekki yfirgefið þessi
skirf um Margréti án þess að minn-
ast þeirra.
Ég sendi ásamt fjölskyldu minni
öllum aðstandendum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Til Bjarna og barna þeirra Mar-
grétar, Bergdísar Kristbjarnar og
Berþóru Fjólu, ásamt tengdabörn-
um og barnabörnum.
Til eiginkonu Eiríks, Jónínu,
barna þeirra, Eggerts, Sigríðar,
Bergþóru, barnabarns og tengda-
sonar ásamt systkinum Eiríks og
Margrétar, Unu Jónínu og Þorgeirs
og þeirra fjölskyldna.
Sérstakar samúðarkveðjur send-
um við Bergþóru, eiginkonu Svane,
móður Margrétar og Eiríks sem sér
á eftir tveimur börnum sínum og eig-
inmanni á hálfu ári.
Frændfólk ykkar og vinir eru
harmi slegnir vegna missis ástvina
ykkar allra.
Valgerður Fried.