Morgunblaðið - 04.02.2001, Síða 40

Morgunblaðið - 04.02.2001, Síða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 allan sólarhringinn — utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Sjáum um útfararþjónustu á allri landsbyggðinni. Áratuga reynsla. Hann Steinþór vin- ur minn er látinn. Fyrir tæpu ári greindist hann með krabbamein sem læknavísindin réðu ekki við, það var sárt að sjá hvern- ig líkaminn varð að gefa eftir í baráttunni við sjúkdóminn en aft- urámóti aðdáunarvert hvernig Steinþór tók þessu áfalli og allan tímann var hann eins og hann átti að sér, sami raunsæismaðurinn. Sigrún og börnin ásamt fjölskyld- um stóðu þétt við hlið hans og gerðu allt til að líkna honum. Það var gott að koma á Græna- garðinn, það var friður og ró þótt tímarnir væru erfiðir, við töluðum, drukkum kaffi og horfðum á bolta eins og áður fyrr. Kynni okkar Steinþórs hófust fyrir 32 árum en konur okkar eru vinkonur frá því í barnaskóla. Fljótlega eftir að við kynntumst kom í ljós að við áttum margt sam- eiginlegt, höfðum líkar skoðanir á þjóðmálum, áhuga á íþróttum og bara gaman að vera hvor í návist annars. Fjölskyldur okkar voru mikið saman, við eigum börn á sama aldri sem urðu vinir. Það er margt sem kemur upp í hugann frá liðnum árum, ferðir í sumarbústaði, norður til Hillu og ferðirnar til Spánar, London og Ameríku, ennfremur ekki síst ferðirnar með mér á sjónum, fyrst til Norðurlandanna á Múlafossi og síðan austur á firði með Kyndli. Síðastliðinn gamlársdag þegar ég og Sigurður sonur minn vorum að undirbúa hátíð þá sagði hann: Þessi dagur minnir mig alltaf á STEINÞÓR JÚLÍUSSON ✝ Steinþór Júlíus-son fæddist á Siglufirði 6. apríl 1938. Hann lést á heimili sínu í Kefla- vík 24. janúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Kefla- víkurkirkju 2. febr- úar. Grænagarðinn. Í nokkur ár vorum við þar um nýárið með þeim, vinum þeirra og kunningjum, eftir að við fluttum til Kefla- víkur þá vorum við oft í hópi þessa fólks. Elsku Sigrún mín, Helga, Júlli, Linda, Rakel og fjölskyldur, ég og Erla biðjum góðan Guð að hjálpa ykkur í sorginni. Kæri vinur um leið og ég kveð þig vil ég þakka þér fyrir vin- áttuna og kærleikann sem þú gafst mér og minni fjölskyldu. Blessuð sé minning Steinþórs Júlíussonar. Erla F. Sigurðardóttir, Ingvar Friðriksson. Látinn er, langt um aldur fram, kær vinur og svili, Steinþór Júl- íusson, Grænagarði 12, Keflavík. Steinþór var fæddur 6. apríl 1938 á Siglufirði, en bjó lengst af í Keflavík. Hann var um margt ein- stakur maður, hjartahlýr, ráðagóð- ur, snyrtimenni og hrókur alls fagnaðar og hafði sterka og góða söngrödd sem gladdi alla er heyrðu. Það var gott að heimsækja Steinþór og Sigrúnu, eiginkonu hans, því þau voru mjög samrýnd og tóku vel á móti gestum sínum. Heimili sitt bjuggu þau fögrum munum sem skapaði einstaka um- gjörð um heimilisfólkið og gesti. Steinþór var víðlesinn og gaman var og gefandi að skiptast á skoð- unum við hann um menn og mál- efni. Hann talaði aldrei illa um fólk og þó að samferðarmenn hans gerðu á hlut hans, að ósekju, þá hallmælti hann þeim ekki. Stutt er síðan að hann greindist með þann sjúkdóm er lagði hann að velli og háði hann sitt dauðastríð af æðru- leysi á heimili sínu, þar sem Sig- rún og börnin hjúkruðu honum og kom þá vel í ljós sú ástúð og sam- heldni sem ætíð var hjá þeim. Nú þegar ég kveð þennan kæra vin minn þakka ég Guði fyrir hann og bið Guð að blessa og styrkja Sig- rúnu, börnin, tengdabörnin og barnabörnin. Það er huggun harmi gegn að eiga svo góðar minningar um einstakan dreng sem hafði svo mikið að gefa. Leifur A. Ísaksson. Það er sárt að sjá á eftir góðum vinum, hann Halli á Garðstöð- um var góður vinur minn sem ég hef þekkt alla mína ævi, eða síðan ég fyrst man eftir mér, en nú er guð búinn að kalla þig heim, kæri vinur. Ég kvaddi þig í vor þegar ég kom heim. Ég mun sakna þín mikið, og það munu margir aðrir gera, bæði vinir og vandamenn. Vinkona mín sem er systurdóttir þín kom alltaf að sækja mig og það var brunað út í Garð í heimsókn til þín, Imba lagaði alltaf kaffi fyrir okkur, og svo var sest niður og talað um gömlu góðu dagana í Leirunni ásamt mörgu öðru, til dæmis bíóferðirnar á sunnu- dagskvöldum til Keflavíkur. Við skoðuðum gamlar myndir, þá minn- ist ég myndar sem tekin var af okk- ur, þú, ég og vörubíllinn þinn, hún var pínulítil, en góð. Þú vildir endi- lega gefa mér hana, sagðir að þú HALLDÓR JÚLÍUS INGIMUNDARSON ✝ Halldór JúlíusIngimundarson, Garðstöðum í Garði, fæddist 14. júní 1912. Hann lést á heimili sínu 3. janúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Út- skálakirkju 13. jan- úar. værir búinn að eiga hana í 25 ár og nú ætti ég að eiga hana. Við- hlökkuðum alltaf til að hittast, við áttum svo margar góðar minning- ar, úr Leirunni, Garð- inum og Þingvöllum. Þú vannst í mörg ár fyrir hann afa minn, Sigurjón Einarsson frá Litla-Hólmi í Leiru, í vegavinnu, þar vann hann pabbi minn einnig (Teitur) ásamt mörg- um öðrum ungum mönnum. Þarna var búið í tjöldum, og á kvöldin keyrðir þú allan hópinn niður í Hótel Valhöll. Þetta voru dýrðlegar stundir, það var eins og skemmtilegt sumarfrí, það var einmitt þar sem þú kenndir mér að keyra bíl, ég var aðeins 15 ára, en tók aldrei bílpróf, enda alltof ung, ég tók bílpróf mörgum árum seinna í New York. Imba sagði mér eitt sinn að hún færi með þig út að keyra annað slagið, og að hún hefði farið með þig niður að Litla-Hólmi og þið hefðuð labbað þar um í róleg- heitum, og þá hefðir þú sagt að þetta hlyti að vera fallegasti staður sem til er, mér þótti yndislegt að heyra þetta, því mér hefur alltaf þótt vænt um gamla bóndabýlið okkar í Leir- unni. Þegar ég hugsa til baka sé ég Halla á vörubílnum sínum með svarta kaskeitið sitt og bros á vör eins og venjulega. Að lokum langar mig að þakka þér fyrir allar samverustundir sem við áttum saman, bæði fyrr og síðar, allt og allt. Það er sárt að geta ekki fylgt þér síðasta spölinn, en því miður, svona er lífið. Guð blessi þig og minningu þína. Þú ert kominn heim, sofðu rótt, elsku vinur, við hittumst aftur heima, í himins dýrðar rann, ei drottins dýrð skal gleyma, vor dýrð er sjálfur hann. Svo sendum við öll- um vinum og vandamönnum okkar innilegustu samúðarkveðjur, Guð blessi ykkur öll, ég mun aldrei gleyma þér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hulda Teits og Bob. ✝ Jón Rafn Helga-son fæddist í Hafnarfirði hinn 30. janúar 1926. Hann lést í Perth, Ástralíu, hinn 15. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Guð- mundsson, f. 22.8. 1889, d. 29.6. 1943, og Kristín M. Óla- dóttir, f. 21.8. 1891, d. 26.5. 1986. Systk- ini Jóns Rafns eru Ingólfur, f. 17.1. 1916; Áslaug, f. 19.1. 1918; Sigrún, f. 27.9. 1920, og Gunnar, f. 30.9. 1922. Barnsmóðir Jóns Rafns var Guðríður Erla Benediktsdóttir, f. 12.5.1928, d. 25.6. 1993. Sonur þeirra er Benedikt, f. 24.6. 1946, búsettur á Akranesi. Maki Benedikts var Guðný Svava Guð- jónsdóttir, f. 1.8. 1945. Þau skildu. Börn þeirra eru: Guðjón Bragi, f. 5.3. 1966, Rafn, f. 8.11. 1970, og Erla Ósk, f. 22.4. 1978. Eftirlif- andi kona Jóns Rafns er Joan Berry Helgason, f. 3.6.1926. Jón Rafn var jarðsettur í Perth hinn 27. janúar. Ég ætla að minnast hér í örfáum orðum móðurbróður míns, Jóns Rafns Helgasonar, eða Rabba frænda. Hann lést í Ástralíu 15. janúar sl. eftir erfið veikindi. Ég man eftir honum úr barnæsku sem hálfgerðum ævintýramanni, far- manni sem sigldi um öll heimsins höf. Hann var gleðimaður, alltaf glettinn og brosandi. Og ég man eftir því að mér fannst móðurbróðir minn vera maður sem fór sínar eig- in leiðir í lífinu. Mér fannst hann töffari. Svo hafði hann fært heim uppstoppaðan lítinn kóalabjörn, sem varð að uppáhaldsleikfangi mínu. Allt þetta hafði áhrif á ungan dreng og minningin hefur varað. Mér hefur alltaf þótt vænt um Rabba og það breyttist ekki þótt hann flytti, með Joan, þvert yfir hnöttinn til Ástralíu fyrir rúmum þrjátíu árum. Þá var atvinnuleysi hér og Rabbi fór að vinna sem járn- iðnaðarmaður í skipasmíðastöð. Þau bjuggu þar síðan, komu sér vel fyr- ir og undu hag sínum hið besta í sólinni. Ég kveð Rabba frænda hér með, en minningin lifir. Ég sendi Joan, Benna og öðrum fjölskyldu- meðlimum og vinum samúðarkveðj- ur. Páll H. Hannesson. JÓN RAFN HELGASON                 ! " # !  $%! #" &'       (  ) # *+ , ) -"" , MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda grein- arnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstak- ling birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minning- argreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.