Morgunblaðið - 04.02.2001, Side 41

Morgunblaðið - 04.02.2001, Side 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 41 OPIÐ Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 12-14 Rúmg. 4ra herb. endaíbúð á 1. hæð til hægri í góðu fjölb. Stærð 96 fm. 2 svefnherbergi og 2 saml. stofur. Hús- ið og sameign í góðu ástandi. Góður garður. Verð 11.950 þús. Ólafur og Sigríður bjóða ykkur velkomin milli kl. 14 og 16 í dag. OPIÐ HÚS í dag frá kl. 14-16 í Álfheimum 66, Reykjavík FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Erluhólar - 2ja íbúða hús Nýkomið í sölu fallegt 332 fm einbýlis- hús á tveimur hæðum m. innb. tvöf. bíl- skúr. 2 samþykktar íbúðir eru í húsinu. Á efri hæð er 261 fm íbúð, m. bílskúr, sem skiptist í forst., stofu/borðst., eldhús, þvottah., 4 svefnherb. og baðherb. og á neðri hæð er 71 fm 3ja herb íbúð. Glæsi- legt útsýni. Verð 27,5 millj. Hagamelur - sérhæð Nýkomin í sölu 162 fm glæsileg neðri sérhæð auk 28 fm bílskúrs. Hæðin skiptist í forstofu, gesta wc, eldhús m. þvottaherb. innaf, tvær samliggj- andi stofur, 3 svefnherb. (geta verið 5), auk sjónvarpsherbergis og bað- herbergis. Eign í mjög góðu ásigkomulagi. Áhv. húsbr. 5,7 millj. Verð 25,0 millj. Borgarholtsbraut, Kópavogi - sérhæð Falleg og mikið endurnýjuð 113 fm 5 herb. neðri sérhæð auk 36 fm bílskúrs. Eldhús m. sérsm. innrétt. úr kirsuberjaviði, 4 herb. og endurn. baðherb. Þvottah. í íb. Nýtt parket. Suðurverönd, ræktuð lóð. Áhv. húsbr. 5,3 millj. o.fl. Verð 15,6 millj. Kleppsvegur - 2ja herb. Nýkomin í sölu mjög björt og mikið endurnýjuð 66 fm íb. í kj. auk 5 fm geymslu. Saml. stofa og eldhús, 1 svefnherb. og baðherb. Nýleg gólfefni á allri íb. Áhv. húsbr. Verð 8,5 millj. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast frænku minnar, Höllu Eyjólfsdóttur frá Fiskilæk í Melasveit. Ég var ekki há í loftinu þegar ég kom fyrst að Fiskilæk, er sú heim- sókn óljós í minningunni, en engu að síður ímynda ég mér að þá þeg- ar hafi mér fundist ég vera komin heim, og að þar væru mínar rætur. Skyldleika okkur Höllu er þann- ig háttað að amma mín, Halldóra Sigurðardóttir, og Eyjólfur Sig- urðsson faðir Höllu voru systkin. Ég var þriggja ára gömul er for- eldrar mínir skildu og mér var komið í fóstur hjá ömmu Halldóru og afa, Þorgils Guðmundssyni frá Valdastöðum í Kjós og því urðu mínar ferðir að Fiskilæk tíðari en ella hefði orðið. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Ég er ríkari í dag vegna tengsla minna við Höllu frænku mína á Fiskilælk, því þar hef ég alltaf átt mér nokkurs kon- ar griðastað. Í hartnær 50 ár hefur liðið mis- munandi langur tími milli heim- sókna minna þangað, m.a. vegna búsetu erlendis og á hinum ýmsu stöðum á landsbyggðinni, en alltaf þegar ég kom að Fiskilæk, bank- aði ég nokkur létt högg á útidyrn- ar, gekk síðan beint inn í eldhúsið þar sem ég fann Höllu nær und- antekningarlaust sýslandi við mat- argerð eða önnur eldhússtörf. Orð voru nánast óþörf, hlýtt þétt faðm- lag og vertu velkomin, Hrefna mín, þú finnur kannski eitthvað ætilegt í pottunum! Hún rétti mér matardisk ofan úr skáp og spurði HALLA EYJÓLFSDÓTTIR ✝ Halla Eyjólfs-dóttir fæddist á Fiskilæk í Melasveit 1. júlí 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 18. janúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd 27. janúar. Jarðsett var í heima- grafreit á Fiskilæk. síðan hvar ég hefði verið, rétt eins og ég hefði verið þar deg- inum áður en ekki jafnvel einhverjum ár- um. Mér finnst þetta lýsa Höllu frænku minni vel. Sjaldnast kom ég ein. Ég hafði eftir því sem aðstæð- ur leyfðu börnin mín fjögur, þau Birgi, Karl Philip, Gunnar Má og Ragnheiði Diljá með í för ásamt fjölmörgum öðrum vinum og venslamönn- um í gegnum tíðina og ég leyfi mér að fullyrða að allt mitt samferða- fólk fór ríkara frá heimsókn að Fiskilæk. Við áttum alltaf eftir að fara á loftið til að skoða allar gömlu myndirnar af fólkinu okkar, töl- uðum um það í hvert sinn sem ég kom, að við myndum þá bara gera það næst. Halla mín, af því getur ekki orðið, harma ég það mjög. Maður heldur að það sé nægur tími. En kannski að hann Halli þinn, sem nú syrgir sína góðu eig- inkonu, lofi mér að gægjast á loftið næst þegar ég kem að Fiskilæk. Þá verð ég þar með þér í hug- anum. Nú hvílir þú í heimagraf- reitnum þar sem ég veit að farin ættmenni okkar hafa tekið vel á móti þér og þið njótið hins fagra útsýnis yfir sveitina okkar. Hver veit nema ég fái að kúra hjá ykkur þegar minn tími kemur. Kæri Halli. Sigurður og Jón. Ég og börnin mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum algóðan Guð að vernda ykkur. Að lokum langar mig að kveðja þig, Halla mín, með þessum fallegu ljóðlínum Steins Steinarr. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. Hvíl í friði. Hrefna Birgisdóttir. Mig langar að minn- ast Þorleifs Einarsson- ar eða Leifa frænda eins og börnin mín kölluðu hann. Kynni okkar Leifa urðu fyrst er ég kom til Siglufjarð- ar. Var hann í heimsókn hjá Sig- urjónu systur sinni sem var tengda- móðir mín. Þessi ljúfi, hægláti mað- ur, sem hann Leifi var, hélt alltaf tryggð sinni við okkur. Í þau ár sem Leifi starfaði á mjólkurbúinu að Hóli í Siglufirði ÞORLEIFUR EINARSSON ✝ Þorleifur Einars-son fæddist á Steinavöllum í Flókadal í Vestur- Fljótum 10. maí 1909. Hann lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Sauðárkróki 17. janúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Flugumýr- arkirkju 27. janúar. fóru synir mínir ekki ósjaldan í heimsókn til frænda síns og fengu að fara á hestbak. Það þótti hið mesta ævin- týri í þá daga og minn- ast þeir þess með hlý- hug hversu vel hann tók á móti þeim. Þá þótti það spenn- andi þegar Leifi kom í heimsókn því aldrei kom hann tómhentur. Hann hafði þann sið að draga upp úr úlpuvasa sínum nokkur súkkul- aðistykki og mörg urðu þau súkkulaðistykkin sem hann færði börnum mínum, þessum stóra hópi, í gegnum árin. Þökkum við þér, kæri Leifi, vin- semdina sem þú sýndir okkur alla tíð og trúum við því að nú hafir þú sameinast fjölskyldu þinni á ný. Kveðja frá Þuríði Andrésdóttur og börnum. EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina FRÉTTIR FYRSTA myndakvöld Útivistar á árinu er á mánudagskvöldið 5. febrúar kl. 20 í Húnabúð, félags- heimili Húnvetningafélagsins í Skeifunni 11. Þar mun Þröstur Þórðarson sýna glæsilegar lit- skyggnumyndir víða að af landinu, en mest úr óbyggðum. Einnig verð- ur bryddað upp á þeirri nýjung að hægt verður að skoða panorama- myndir á ljósaborðum. Að lokinni sýningu verður boðið upp á kaffihlaðborð kaffinefndar. Myndakvöldið er öllum opið. Að- gangseyrir er 600 kr. Frá Möðrudalsöræfum. Myndakvöld Útivistar í Húnabúð SIGURJÓN Baldur Hafsteinsson mannfræðingur heldur fyrirlestur þriðjudaginn 6. febrúar í hádegis- fundaröð Sagnfræðingafélags Ís- lands sem hann nefnir „Í góðu chilli með heimildunum“. Fundurinn fer fram í stóra sal Norræna hússins, hann hefst kl. 12.05 og lýkur stund- víslega kl. 13. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um sögu og er að- gangur ókeypis. Í fyrirlestrinum verður gerð grein fyrir skilningi fræðimanna á hugtak- inu „heimildarmynd“ með tilliti til heimildargildis og spurt hvort til- raunir til að skilgreina hugtakið hafi skilað fullnægjandi árangri. Farið verður í smiðju mannfræðinnar í leit að frekari útlistun á kvikmyndamiðl- inum sem heimild og sérstaklega vikið að þáttaröðinni „Íslensk kjöt- súpa“, sem sýnd var á Skjá einum síðastliðið sumar. Verða þættirnir notaðir sem dæmi um þörf á útvíkk- un skilnings á hugtakinu heimild þegar kemur að myndefni. Sigurjón Baldur Hafsteinsson er MA í mannfræði frá Temple University í Philadelphiu þar sem hann lagði áherslu á gildi ljósmynda- og kvikmyndamiðla í menningar- og félagslegu samhengi. Hann er annar ritstjóra þemaheftis tímaritsins Hi- story of Photography (1999) sem helgað var íslenskri ljósmyndasögu. Þá ritstýrði hann við annan mann bókinni The Construction of the Vie- wer: Media Ethnography and the Anthropology of Audiences (1996), sem fjallar um áhorfendarannsóknir á kvikmyndum og sjónvarpsefni. Sigurjón Baldur er safnstjóri Kvik- myndasafns Íslands. Hádegisfundur Sagnfræðingafélagsins Skilningur fræðimanna á heimildamyndum VEGNA sívaxandi áhuga á máli og menningu Spánar og Rómönsku Ameríku hefur verið ákveðið að stofna Félag spænskra og róm- ansk-amerískra fræða. Fyrsti fyr- irlesturinn af fjórum og jafnframt stofnfundur félagsins verður hald- inn mánudaginn 5. febrúar af Guillermo Martínez sagnfræði- nema við Alcalá de Henares (Madrid) og nefnist „Locura y pensamiento en Goya“. Hann verð- ur í stofu 103 Lögbergi og hefst kl. 16. Tilgangurinn með félaginu verð- ur að halda reglulega fyrirlestra um mál og menningu Spánar og Rómönsku Ameríku þannig að al- menningur sem skilur spænsku hafi bæði gagn og gaman af. Nán- ari dagskrá fyrir vormisserið verð- ur tilkynnt 5. febrúar. Allir eru velkomnir. Félag spænskra og rómansk-amer- ískra fræða stofnað SKJÁREINN býður upp á fyrir- lestur um áhrif jógaástundunar á daglegt líf í Gyllta salnum á Hótel Borg, þriðjudaginn 6. febrúar kl. 20. Fyrirlesturinn er haldinn í til- efni af frumsýningu nýrra jóga- þátta sem hefjast í febrúar á Skjá- Einum. Fyrirlesari er Guðjón Bergmann en hann er umsjónarmaður jóga- þáttanna á SkjáEinum. Að fyrir- lestrinum loknum svarar Guðjón spurningum áheyrenda. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Fyrirlestur um áhrif jóga- ástundunar ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.