Morgunblaðið - 04.02.2001, Blaðsíða 43
steen sýslumaður kynnti Jón Gauta
Pétursson (1889–1972) oddvita
Skútustaðahrepps fyrir konungi. Á
næstu árum tókst svo að ljúka vega-
gerð allt til Reykjahlíðar. Mynd var
lengi til í Vogum af móttökunni, en
mun nú glötuð. Myndir hins konung-
lega ljósmyndara, sem fylgdi kon-
ungshjónunum glötuðust flestar, er
„Íslandið“ fórst við Skotland, en þó
eru til tvær myndir úr bók Guð-
brandar Jónssonar (1888–1953) um
25 ára jubileum Kristjáns X. Önnur
af móttökunni við Sviðning, en hin af
Alexandrínu drottningu liggjandi á
túninu á Skútustöðum.
Þannig segir frá móttökunni í
„Öldinni okkar 1931–1950“, bls. 82:
„Austan vatnsins, við Höfða, þar sem
fegurðin er einna mest, höfðu Mý-
vetningar reist heiðursboga yfir veg-
inn og fögnuðu konungi fjölmennir.
Var þar saman kominn meginþorri
fólks úr sveitinni. Mig minnir að heið-
ursboginn hafi verið skreyttur sortu-
lyngi og eini, en Kristján í Björk var
meðal söngmanna og sungu þeir m.a.
danska þjóðsönginn og „Blessuð
sértu sveitin mín“, kvæði Sigurðar á
Arnarvatni við lag Bjarna Þorsteins-
sonar.
V
Við Kristján Þórhallsson í Vogum,
nú í Björk, heimsóttum eitt sumarið,
líklegast 1939, Guðrúnu Pálsdóttur
(1910–1999) eiginkonu Héðins Valdi-
marssonar í sumarbústað þeirra í
Höfða, sem Héðinn hafði keypt af
Bárði Sigurðssyni árið 1931. Héðinn
var ekki heima, en í heimsókn var
Þorlákur Björnsson frá Dvergasteini
(1893–1948), lengst fulltrúi hjá H.
Ben. & Co. Þeir Héðinn voru sam-
stúdentar frá MR árið 1911. Guðrún
spurði mig, hvort ég vildi ekki hitta
bekkjarsystur mína úr Miðbæjar-
barnaskólanum Katrínu Héðinsdótt-
ur, stjúpdóttur sína. Ég sótti það
ekki fast, enda reyndist hún ekki
vera heima. Höfða hafði Héðinn sem
fyrr segir keypt af Bárði Sigurðs-
syni, smið, ljósmyndara og hugvits-
manni, er reist hafði bæ sinn í svo-
nefndum Hafurshöfða, einn km
norðan við bæinn á Kálfaströnd.
Bárður Sigurðsson var fæddur á
Kálfborgará í Bárðardal 28. maí
1872. Ólst þar upp með foreldrum
sínum til 14 ára aldurs, að þau fluttu
að Hjalla í Reykjadal, þar sem búið
var, þar til er hann var 26 ára, að
brugðið var búi. Fór hann þá í vinnu-
mennsku á Kálfaströnd. Var lausa-
maður þrítugur, síðan á stöðugu
flakki til fertugs, oftast skráður til
heimilis í Haganesi eða Skútustöð-
um. Árið 1912 kaupir hann 8 dag-
sláttur í svonefndum Hafurshöfða á
lágu verði af gömlu húsmóður sinni
og erfingjum hennar (Hólmfríði Þor-
steinsdóttur). Bárður var hinn mesti
þjóðhagi bæði á tré og járn, smíðaði
m.a. 18 spunavélar. Ljósmyndari var
hann góður, tók lítið af mannamynd-
um, en átti allgott safn af útsýnis- og
tækifærismyndum frá ýmsum stöð-
um á landinu. Bjó til talsvert af rúm-
sjármyndum (Stereoskop) og svo
skuggamyndum og vélar til að sýna
þær með. Ferðaðist Bárður víða um
og sýndi þessar myndir og hafði af
sæmilegan hagnað. Bæ reisti Bárður
í Hafurshöfða árið 1912 og standa
veggir þess bæjar enn, en þeir eru
meistaralega hlaðnir úr höggnu
hellugrjóti og eru nú til skrauts í
skrúðgarðinum í Höfða. Þar sem við
Kristján vorum á bát, þótti sjálfsagt
að hafa spún í eftirdragi eftir hinum
kunna veiðistað „Breiðunni“, sem
næst er Höfða. Náðum við vænni
bleikju áður en komið var í naust.
Guðrún falaðist eftir bleikjunni,
sagði: „Við veiðum aldrei neitt þarna
á Breiðunni“. Líklegast höfum við
gefið henni bleikjuna, ekki kunnað
við að selja silung, sem veiddur var í
landhelgi kaupanda. Þetta var glæsi-
legur sumarbústaður, veitingar höfð-
inglegar hjá frú Guðrúnu og veður
hið fegursta. Mest þótti mér til þess
koma er frú Guðrún spurði mig í upp-
hafi: „Ert þú Leifur í Vogum?“ Játti
ég því og verður þetta ávarp mér
ávallt minnisstætt.
VI
Aðra ferð hafði ég farið á þessar
slóðir með húsbónda mínum Þórhalli
Hallgrímssyni, líklegast sumarið
1938. Lögðum við af stað upp úr há-
degi með Rauðku í Vogum, eina af-
bragðskú, sem einna nythæst var þar
um slóðir. Mjólkaði 20 merkur í mál
eftir burð og hélt þeirri nythæð lengi.
Erindi Rauðku í Kálfaströnd var að
fá viðtal við bola Valdimars Halldórs-
sonar bónda þar á bæ, vel ættaðan,
sem gefið hafði afbragðs kálfa. Við
vorum allan daginn á ferðinni, ca 2½
tíma hvora leið, Þórhallur teymdi
Rauðku, en ég rak á eftir. Veitingar
voru afbragðsgóðar á Kálfaströnd,
enda Ásrún Árnadóttir (1884–1966)
ráðskona hans skörungur mikill.
Valdimar Halldórsson var fæddur á
Kálfaströnd 25. maí 1888 og dó 8.
mars 1966. Valdi á Kálfaströnd var
hálfgerð þjóðsagnapersóna fyrir
norðan, hann stundum nefndur
„Valdi Ítalíufari“, því hann hafði farið
til Ítalíu, sem þá var einstætt um
bónda norður í landi og voru félagar
hans suður á Ítalíu þeir Davíð Stef-
ánsson frá Fagraskógi, Ríkarður
Jónsson myndhöggvari og Tryggvi
Sveinbjörnsson „Svörfuður“ síðar
sendiráðsritari í Kaupmannahöfn.
Ása á Kálfaströnd var systir Þuru í
Garði, ritfær í besta lagi, reit nokkrar
greinar í Hlín, m.a. frásögn um hóp-
ferð Ungmennafélags Mývetninga
suður í Herðubreiðarlindir sumarið
1939, en þar var ég þátttakandi. Skv.
riti Brynleifs Tobíassonar „Hver er
maðurinn?“ fór Valdi til Ítalíu árið
1921 eftir dvöl í Danmörku. Síðan um
Þýskaland og Frakkland uns hann
komst til Rómaborgar. Var með Dav-
íð á Capri, er hann samdi sitt fræga
kvæði „Katarína“. Heimleiðis aftur
um Frakkland og England. Var með-
al hinna fyrstu til þess að koma af
stað vöruflutninum um héraðið. Átti
bíl með öðrum til flutninga um Að-
aldal og Reykjadal.
Þegar Valdi kom úr Ítalíuferðinni
hélt hann erindi um ferðalag sitt og
var það haldið í nýreistum bænum í
Syðri-Neslöndum um jólin 1921.
Kristján í Björk hlýddi þar á erindið,
þá aðeins 6 ára gamall og man það
vel.
VII
Ólafur Haukur Árnason, fyrrver-
andi áfengisvarnarráðunautur, hélt
eitt sinn útvarpserindi um Capridvöl
þeirra fjórmenninganna, en Baldvin
Halldórsson leikari las kvæðið
Katarína. Benti Ólafur mér á bókina
Skáldið frá Fagraskógi, endurminn-
ingar samferðamanna um Davíð
Stefánsson, einkum þátt Ríkarðar
Jónssonar myndhöggvara: „Ferð til
Ítalíu með Davíð Stefánssyni frá
Fagraskógi og fleirum“ bls. 109–127.
Þáttur Ríkarðar er með því skemmti-
legasta, sem ég hefi lesið um ævina,
enda þeir Strýtubræður afburða-
menn, hver á sínu sviði. Fjórmenn-
ingarnir, sem fóru til Capri voru:
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
(1895–1964), Ríkarður Jónsson
myndhöggvari (1888–1977), Tryggvi
Sveinbjörnsson Svörfuður (1891–
1964) sendiráðsritari í Khöfn og Sig-
urjón Valdimar Halldórsson (1888–
1966) bóndi á Kálfaströnd. En hvern-
ig stóð á því, að þessir fjórir voru
þarna samferðamenn. Skýringuna
fann ég í Skólaskýrslu Gagnfræða-
skólans á Akureyri, 1909–1910, en
þann vetur voru þeir þrír í II. bekk,
Davíð, Tryggvi og Valdimar. Valdi-
mar kostaði Tryggva með sér í þessa
ferð alla leið frá Kaupmannahöfn til
Ítalíu, sem leiðsögumann og fylgdar-
svein. Dvölin á Capri var eitt samfellt
ævintýri eins og lesa má í þætti Rík-
arðs. Valdimar var aðeins einn vetur í
GA, en Tryggvi varð stúdent frá MR
1914 og Davíð 1919.
VIII
Það mun hafa verið með miklum
söknuði, sem Valdi á Kálfaströnd
kvaddi Ítalíu og er við hæfi að enda
þetta spjall með lokaerindi Davíðs úr
Capri-kvæðinu Katarína, en tildrög
þess voru þau, sem Ríkarður lýsir
svo:
„Þegar við komum niður á hótelið,
vakti eftir okkur ung hrafntinna,
fiskimannsdóttir þar úr borginni,
Katarína að nafni. Þetta var fríð
stúlka fremur smá vexti, eins og Ítal-
ir eru yfirleitt, svört á brún og brá.
Stundum ærslaðist hún og hló, en
þess í milli gat hún verið alvarleg, en
alltaf voru hin tinnusvörtu augu
hennar heillandi, en gátu þó skotið
gneistum, ef henni mislíkaði. Í þetta
sinn tók hún á móti okkur stúrin og
syfjuleg og stórhneyksluð yfir
óstundvísi okkar sem vonlegt var.
Hrafntinnuaugu hennar gneistuðu til
okkar, en er hún sá, hve glaðir og
góðir við vorum, færðist óðara
heillandi bros yfir sólbrúnt andlit
hennar. Ekki leið á löngu, þar til
Davíð bætti fyrir brot okkar. Hann
greip Katarínu litlu og dansaði við
hana „Tarantella“ þarna á ganginum.
Síðan setti hann hana á kné sér og
mælti nú af munni fram hið allkunna
ljóð Katarína, sem mér tókst að
skrifa niður jafnharðan. Þetta ljóð
hefur nú verið margprentað og lítið
breytt:
En nú verð ég að kveðja Capri
og Katarínu litlu í dag.
Horfa mun ég út til eyjar
einn um næsta sólarlag.
Grátið með mér, gullnu strengir,
gítarar og mandólín.
Ó, Katarína, Katarína,
Katarína, stúlkan mín.
Heimildir:
1) Arngrímur Sigurðsson: Annálar íslenskra
flugmála 1917–1928. Bókaútgáfa Æskunnar,
Prentsmiðjan Oddi, 1971.
2) Arngrímur Sigurðsson: Annálar íslenskra
flugmála 1931–1936. Bókaútgáfa Æskunnar,
Prentsmiðjan Oddi, 1973.
3) Arngrímur Sigurðsson: Annálar íslenskra
flugmála 1939–1941, Íslenska flugsögufélagið,
Prentsmiðja Árna Valdimarssonar hf. Reykja-
vík 1988.
4) Guðbrandur Jónsson prófessor: „Kristján
Hinn tíundi konungur Íslands, 1912–1937,
Minningarrit, Ísafoldarprentsmiðja hf.
Reykjavík 1937.
5) Hersteinn Pálsson: „Siggi flug“, endur-
minningar fyrsta íslenska atvinnuflugmanns-
ins, Skuggsjá, Alþýðuprentsmiðjan, 1969.
6) Eggert Norðdahl: Flugsaga Íslands í stríði
og friði, Örn og Örlygur hf. G. Ben. prentstofa
hf., Reykjavík 1991.
7) Hlín, tímarit, 10. árgangur, MCMXXVI, Ak-
ureyri, P.O.B., bls. 57–63.
8) Hlín tímarit, 20. árgangur, MCMXXXVI,
Akureyri, P.O.B., bls. 111.
9) Brynleifur Tobíasson: „Hver er maðurinn?“,
II. bindi, bls. 298, Bókaforlag Fagurskinna,
Reykjavík 1944 (Guðmundur Gamalíelsson).
10) Skáldið frá Fagraskógi, Endurminningar
samferðamanna um Davíð Stefánsson, Árni
Kristjánsson og Andrés Björnsson sáu um út-
gáfuna.
11) Skýrsla Gagnfræðaskólans á Akureyri
1909–1910, Prentsmiðja Odds Björnssonar,
Akureyri 1910.
12) Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, Kvæða-
safn I. Reykjavík, Útg. Þorsteinn M. Jónsson,
Akureyri MCMXXX, Félagsprentsmiðjan.
Bls. 237–238.
Valdimar Halldórs-
son á Kálfaströnd.
„Súlan“ á Pollinum á Akureyri. Myndin til vinstri. Flugvélinni hvolfdi er vindhviða feykti henni til 3. ágúst 1931.
„Álftin“ er til hægri á myndinni. (Myndin er úr Annálar íslenskra flugmála 1931–1936 eftir Arngrím Sigurðs-
son.) Til hægri „Haförninn“ – TF-SGL í júlí 1940.
Höfði, sumarbústaður hjónanna Guðrúnar Pálsdóttur og Héð-
ins Valdimarssonar við Mývatn. (Úr bókinni Byggðir og bú.)
Höfundur er lögfræðingur í
Reykjavík.
Mývetningar taka á móti Kristjáni X konungi árið 1936. Kristján konungur og Karólína Matthildur prinsessa
sitja á Hafurshól hjá Mývatni. Júlíus Havsteen sýslumaður stendur hjá ásamt fleira fólki, sem fagnaði hinum
konungbornu gestum. (Úr bókinni Kristján hinn tíundi konungur Íslands 1912–1937 eftir Guðbrand Jónsson.)
Starfsmenn Flugfélags Íslands sumarið 1928: Otto Wind flugvélavirki, Christiansen flugvélavirki, Moritz aðstoð-
armaður, Fritz Simon flugmaður, dr. Alexander Jóhannesson, Richard Walter flugstjóri, Ólafur Halldórsson
skrifstofumaður og Skúli Halldórsson sendill. (Úr bókinni Annáll íslenskra flugmála, Arngrímur Sigurðsson.)
Guðrún Pálsdóttir
söngkennari.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 43