Morgunblaðið - 04.02.2001, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ANDÚÐ á hundum er ótrúlega líf-
seig hér á landi. Stafar vonandi af fá-
fræði en ekki mannvonsku. Þeir sem
minnst þekkja hunda eru yfirleitt
mest á móti þeim. Sumir eru hrædd-
ir við þá en ég vil benda á að flestir
hundar eru ekki aðeins hættulausir,
þeir eru líka mjög vingjarnlegir. Það
er ekkert að óttast þó að þeir gelti á
ókunnuga. Maður á bara vera róleg-
ur, alls ekki sýna ótta, og leyfa þeim
að þefa af sér. Þá dingla þeir rófunni
vinalega og samþykkja mann. Sumir
segja að hundum líði ekki vel nema í
sveit þar sem þeir geta gjammað á
rollur en hundar sem eru aldir upp í
borg og þekkja ekkert annað sætta
sig við það ef þeir eru ekki skildir
eftir einir mjög lengi og ef þeim er
hleypt út til að hreyfa sig á hverjum
degi. Enn öðrum líkar bara ekki við
þá og telja þá sjálfsagt að vera móti
þeim. Ekki þarf að óttast sullaveik-
ina því henni var algjörlega útrýmt
fyrir áratugum. Allt saman lélegar
ástæða til að vera á móti hundahaldi.
Margt er hægt að læra af þessum
ferfættu vinum og þeir geta svo
sannarlega bætt mannlífið. Þeir
kenna mönnum m.a. algjöra tryggð,
sáttfýsi og að láta í ljóst ást sína. Það
er margsannað að þeir hafa sérstak-
lega góð áhrif á sjúkt og gamalt fólk
og návist þeirra getur flýtt fyrir
bata, séstaklega andlegra sjúkdóma.
Í sambandi við skráningu hunda
þarf samþykki allra í húsinu, ekki að-
eins meirihlutans sem eðlilegt væri.
Hér eru öll bananalýðveldislög brot-
in og er komin góð ástæða til að fara
með þetta fyrir mannréttindadóm-
stólinn í Haag. Það vantar samt ekki
að Íslendingar gorti af þessu falska
lýðræði. Þetta gefur einum manni
neitunarvald. Gefur leiðinlegum
nöldurseggjum sem eru pínulitlir
karlar og taparar í sínu daglega lífi
vald sem þeir ekki kunna að með-
höndla upp í hendurnar. Tækifæri
sem margir þeirra nota til að hafa
horn í síðu náungans og saklausra
dýra. Minnist m.a. leiðindamálanna í
Álakvísl og Listhúsinu í Laugardal.
Þau eru geymd en ekki gleymd.
Er oft með hund í minni umsjón og
fer þá stundum á þá staði sem
hundaeigendur leyfa hundum að
hreyfa sig og gera sínar þarfir. Þá sé
ég oft ófagra sjón. Skottið hefur ver-
ið skorið af vissum hundategundum,
sérstaklega Doberman og Boxer, að-
eins smástubbur er skilinn eftir.
Þetta er hinn versti níðingsskapur
og veldur hundinum fötlun. Skottið
er hundinum nauðsynlegt fyrir tjá-
skipti auk þess sem hann notar það
til að halda jafnvægi. Spillir líka
náttúrulegu útliti hundsins. Hér ætti
hundaræktunarfélagið að grípa til
róttækra aðgerða ef það hefur ekki
þegar verið gert! Svona ómannúð-
legum aðferðum verður að útrýma
þegar í stað! Það er ótrúleg grimmd
og heimska að ríghalda í svona hefð-
ir. Það sýnir mikinn skort á sjálf-
stæðri hugsun að gera þetta af því að
aðrir gera það. Auðvitað eiga hunda-
eigendur að hirða upp skítinn eftir
hundana sína en því miður gera
margir sóðar það ekki og koma óorði
á alla hina sem ganga vel um. Þetta
er ástæðan fyrir því að Geirsnef,
sameiginlegt útivistarsvæði reyk-
vískra hunda, er vægast sagt ónot-
hæft vegna sóðaskapar og ég fer oft-
ast eitthvert annað með minn hund.
Hef orðið var við mikið snobb í
sambandi við hundaeign. Aðalmálið
virðist skipta hjá sumum að hund-
urinn sé af hreinræktaðri dýrri teg-
und svo að allir geti séð ríkidæmið,
passar svo vel við 5 millj. kr. jepp-
ann, en aukaatriði að dýrið sé fallegt,
skapgott og heilbrigt. Algengt er að
of hreinræktuð dýr hafi erfðagalla
og oft eru fallegustu og heilbrigð-
ustu dýrin blanda af góðum einstak-
lingum mismunandi ættflokka. Veit
að hundur hefur verið notaður sem
gjaldmiðill í bílaviðskiptum. Sá
hundur lenti síðan um langan tíma á
hundahóteli eða þar til góðhjartað
fólk tók hann að sér. Þá kom í ljós að
hann var orðinn truflaður á geði og
hann týndist að lokum. Sumir hafa
svo skilið hunda eftir á hundahóteli
og ekki ætlað sér að sækja þá. Dauð-
inn hefur síðan beðið þeirra. Svona
er alls ekki hægt að fara með slíkar
tilfinningaverur og einlæga vini.
Hundar líta á sig sem fjölskyldumeð-
limi og það er viðeigandi að umgang-
ast þá sem slíka. Þeir launa svo sann-
arlega fyrir velvild og vináttu!
Finnst vægast sagt fáránlegt að sum
sveitar- og bæjarfélög, þar á meðal
Reykjavík, hafi einhvern tímann
samþykkt algjört hundabann og líka
aðför gegn köttum. Þetta sannar
ótrúlega þröngsýni, kreddur og
heimsku viðkomandi ráðamanna.
Treysti mönnum sem taka svona á
þessum málum alls ekki til að taka
skynsamlega á öðrum málum. Vil að
slíkt verði endanlega úr sögunni.
Víða erlendis, jafnvel í Evrópu, taka
menn hundana með sér í strætó,
lestir, verslanir og veitingastaði. Vil
sjá það hér! Það mundi bæta þetta
ískalda, allt að því fasíska, gerviþjóð-
félag okkar!
RAGNAR JÓNSSON,
Miklubraut 70, Reykjavík.
Hundahald
Frá Ragnari Jónssyni:
Associated Press
Hundar kenna mönnum m.a. algjöra tryggð, sáttfýsi og að láta í ljós ást
sína, segir í greininni.
!
!
!
" !
!
!
!
$ %&! ! '
$
$ ! &!
! BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.