Morgunblaðið - 04.02.2001, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 04.02.2001, Qupperneq 51
BRÉF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 51 Heiðrún Níelsdóttir Hef hafið störf á hársnyrtistofunni Korner Býð alla viðskiptavini velkomna. Símapantanir í síma 544 4900. Opið mán.10-18, þri. 9-18, mið. 9-22, fim. 9- 18, fös. 9-18, lau. 10-16. Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogi. Hjá SvönuOpið mán.–laugard. frá kl. 10–18. ÚTSALA MIKIL VERÐLÆKKUN ALLT Á AÐ SELJAST Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996. Félagsfundur Stjórn Geðhjálpar boðar til félagsfundar í húsi Öryrkja- bandalags Íslands, Hátúni 10, (9. hæð), þriðjudaginn 6. febrúar nk. kl. 20:30. Fundarefni: Tillögur stjórnar Geðhjálpar til lagabreytinga sem lagðar verða fyrir aðalfund félagsins. Eydís Sveinbjarnardóttir, formaður Geðhjálpar og sviðsstjóri hjúkrunar á geðsviði, gerir grein fyrir skipulagsbreytingum innan geðsviðs Landspítala háskólasjúkrahúss. Með hliðsjón af mikilvægi tilgreinds fundarefnis eru félagar í Geðhjálp eindregið hvattir til að mæta. Kaffiveitingar í boði. Stjórn Geðhjálpar. NÚ NÝLEGA hefur öll íslenska þjóðin fylgst með þeim þýðingar- miklu umræðum sem fram fóru á Alþingi um öryrkjamálin og reglur um bótagreiðslur til tiltekins hóps bótaþega. Ég hef eins og flestir horft á sjónvarpið með opnum huga, enda skal ég fúslega játa það að ég hef síðan um fermingu fylgst með stjórnmálum, til þess að geta myndað mér skoðun á þeim. Ég hef aldrei farið dult með það hvaða flokk ég styddi. Ég var samvinnu- maður í húð og hár og studdi því Framsóknarflokkinn. Hins vegar gekk ég úr honum þegar EES-mál- ið var á döfinni. Því með inngöngu í það tel ég að þjóðin hafi glatað stórum hluta af sjálfstæði sínu. Síð- an hef ég ekki verið flokksbundinn. Þá er best að snúa sér að efni þessa bréfs. Ég hef orðið þess vís að allur fjöldi öryrkja heldur að með þess- um lögum eigi allar bætur öryrkja að stórhækka, og þeir fái þessar bætur 4 ár aftur í tímann og með vöxtum. Þetta er hörmulegur mis- skilningur. Samkvæmt dómi Hæstaréttar eru þetta aðeins þeir öryrkjar sem hafa samanlagt meira en 300 þús- und krónur á mánuði ef ég hef ekki misheyrt, þarna er átt við gift fólk og fólk í sambúð. Og sagt var að þarna væri aðeins um 700 til 800 manns að ræða. Mig undrar það mest að þessir tveir flokkar sem eru í stjórnarandstöðu og telja sig vera talsmenn lágtekjufólksins, og ekki síst öryrkjanna, skyldu ekki leggja fram frumvarp þess efnis að allir öryrkjar skyldu fá tilsvarandi hækkanir á sínum bótum. En þarna sjáið þið best þessa hræsnara. Ég hef lengi haft álit á Stein- grími J. Sigfússyni, en eftir að ég hlustaði og horfði á margar ræður sem hann flutti þessa 5 daga þá missti ég alveg álitið á honum. Um Össur þarf ég ekki að hafa mörg orð. Mér hefur alltaf fundist hann eins og vindhani, en þarna beit hann þó höfuðið af skömminni. Gaman hefði verið ef hægt væri að fá allar ræðurnar sem hann flutti á þessum 5 dögum og saman sömu setningarnar sem hann endurtók aftur og aftur og sama má segja um fleiri þingmenn, einkum stjórnar- andstöðuþingmennina. Hvað ætli ræður þeirra hafi verið margar? Ég hef oft furðað mig á því að Samfylk- ingin skyldi velja sér Össur fyrir formann. Þar hefðu margir úr þeirra hópi verið líklegri til að ná til fólksins. Mér finnst það ábyrgðarleysi að halda uppi tilefnislausum umræðum í 5 daga sem ljúka hefði mátt á tveimur til þremur dögum. Hvað kostar rekstur Alþingis hvern dag? Er þetta ekki ábyrgðarleysi? Ég vona að einhverjir þingmenn flytji sem fyrst frumvarp til að leiðrétta hag þeirra sem minnstar hafa tekj- urnar, bæði öryrkja og annarra sem verst eru staddir fjárhagslega. SIGURÐUR LÁRUSSON, Lagarási 17, Egilsstöðum. Vei ykkur, hræsnarar Frá Sigurði Lárussyni: ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is eða sími 569 1122
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.