Morgunblaðið - 04.02.2001, Page 52
DAGBÓK
52 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Snorri Sturluson kemur
í dag, Selfoss kemur í
dag og fer á morgun,
Vigri fer á morgun.
Hafnarfjarðarhöfn:
Venus, Ýmir og Selfoss
koma á morgun.
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. 8.45 leikfimi, kl.
10 boccia, kl. 14 félags-
vist.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9 pennasaumur og
harðangur, kl. 10.15
leikfimi, kl. 11 boccia,
kl. 13.30 félagsvist, kl.
13 opin smíðastofan, kl.
16 myndlist.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–12 búta-
saumur, kl. 10 sam-
verustund, kl. 13
bútasaumur.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Á morgun
kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað-
gerð og myndlist, kl.
9.30 hjúkrunarfræð-
ingur á staðnum, kl. 10–
13 verslunin opin, kl.
11.10 leikfimi, kl. 13
handavinna og föndur,
kl. 13.30 enska.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Á
morgun kl. 9 böðun, kl.
9.45 leikfimi, kl. 9 hár-
greiðslustofan opin.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Púttæfing í Bæj-
arútgerðinni í fyrra-
málið kl. 10–12. Tréút-
skurður í Flensborg kl.
13. Félagsvist í Hraun-
seli kl. 13:30. Leik-
húsferð 24. febrúar „Á
sama tíma síðar“,
skráning hafin.
Félagstarf aldraðra,
Garðabæ. Spilað í
Kirkjulundi á þriðju-
dögum kl. 13.30. Bók-
menntahópur og les-
hringur í bókasafninu 5.
febr. kl. 10.30. Spila-
kvöld, félagsvist á Álfta-
nesi 8. febr. kl. 19.30.
Akstur samkv. áætlun.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl.
10–13. Matur í hádeg-
inu. Félagsvist í dag kl.
13.30. Dansleikur í
kvöld kl. 20. Caprí-tríó
leikur fyrir dansi.
Mánudagur: Brids kl.
13, ath. sveitakeppni
hefst.
Framsögn kl. 16.15.
Danskennsla Sigvalda
kl. 19 fyrir framhald og
byrjendur kl. 20.30.
Söngvaka kl. 20.30, und-
irleik annast Sigurbjörg
Hólmgrímsdóttir. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB í síma 588-2111
frá kl. 10–16.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á morgun kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, m.a.
kennt að orkera umsjón
Eliane, frá hádegi spila-
salur opinn kl. 14. kór-
æfing, kl. 13.30–14.30
bankaþjónusta kl. 15.30
dans hjá Sigvalda. Veit-
ingar í kaffihúsi Gerðu-
bergs. Allar upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í síma 575-
7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 9–17, kl. 9.30 gler-
og postulínsmálun, kl.
13.30 lomber og skák,
kl. 14.30 enska, kl. 17
myndlist.
Hraunbær 105. Á
morgun kl. 9 postulíns-
málun, perlusaumur og
kortagerð, kl. 10.30
bænastund, kl. 13 hár-
greiðsla, kl. 14 sögu-
stund og spjall.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun,
fótaaðgerðir, keramik,
tau- og silkimálun og
klippimyndir, kl. 10
boccia, kl. 13 spilað.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Á morgun
kl. 9–16.30 opin vinnu-
stofa, handavinna og
föndur, kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 14 félags-
vist.
Norðurbrún 1. Á morg-
un, fótaaðgerðastofan
opin frá kl. 9–14, bóka-
safnið opið frá kl. 12–15,
kl. 10 ganga.
Vesturgata 7. Á morg-
un, kl. 9 fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 9.15
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 12.15 dans-
kennsla framhald, kl.
13.30 danskennsla byrj-
endur, kl. 13 kóræfing.
Vitatorg. Á morgun kl.
9 smiðjan og hár-
greiðsla, kl. 9.30 bók-
band, bútasaumur og
morgunstund, kl. 10
rótaaðgerðir, kl. 13
handmennt, kl. 13. leik-
fimi, kl. 13 spilað.
Gullsmárabrids. Brids-
deild FEBK í Gull-
smára bíður alla eldri
borgara velkomna að
bridsborðum í félags-
heimilinu í Gullsmára
13 á mánudögum og
fimmtudögum. Mæting
og skráning kl. 12,45.
Spil hefst kl. 13.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12. Á
morgun kl. 19 brids.
GA-fundir spilafíkla,
eru kl. 18.15 á mánu-
dögum í Seltjarnar-
neskirkju (kjallara), kl.
20.30 á fimmtudögum í
fræðsludeild SÁA, Síðu-
múla 3–5, og í kirkju
Óháða safnaðarins við
Háteigsveg á laug-
ardögum kl. 10.30.
Kirkjustarf aldraðra
Digraneskirkju. Opið
hús þriðjudag frá kl. 11.
Leikfimi, matur, helgi-
stund og fræðsla. Verið
velkomin.
Kvenfélag Óháða safn-
aðarins. Félagsfundur
verður haldinn í
Kirkjubæ þriðjudaginn
6. febrúar kl. 20.30.
Kvenfélag Háteigs-
sóknar. Fundur verður
haldinn þriðjudaginn 6.
febrúar kl. 20 í safn-
aðarheimilinu. Kynning
á prjónagarni og upp-
skriftum.
Fríkirkjan í Hafn-
arfirðir. Aðalfundurinn
verður þriðjudaginn 6.
febrúar í safnaðarheim-
ilinu við Linnetsstíg 6,
kl. 20.30.
Félag breiðfirskra
kvenna. Aðlafundur
félagsins verður mánu-
daginn 5. febrúar kl. 8.
mætum allar og eflum
félagið.
Kristniboðsfélag karla.
Aðalfundur félagsins
verður í Kristniboðs-
salnum Háaleitisbraut
58–60, mánudagskvöldið
5. febrúar kl. 20.30.
Venjulega aðlafund-
arstörf.
Kvenfélag Langholts-
sóknar. Aðalfundurinn
verður þriðjudaginn 6.
febrúar kl. 20 í safn-
aðarheimilinu. Venjuleg
aðalfundarstörf. Kosinn
formaður og tvær konur
í stjórn. Veitingar til-
einkaðar þorra. Sigrún
Einarsdóttir segir frá
uppvexti sínum í Viðey.
Kvenfélagið Fjallkon-
urnar. Fundur verður
þriðjudaginn 6. febrúar
kl. 20 í Safnaðarheimili
Fella- og Hólakirkju.
Læknir kemur á fund-
inn og flytur erindi.
Kaffiveitingar, allar
konur velkomnar.
Kvenfélag Seljasóknar.
Aðalfundurinn verður
þriðjudaginn 6. febrúar
og hefst með léttum
kvöldverði kl. 19:30.
Fundarefni: Venjuleg
aðalfundarstörf. Á eftir
mun Sigurlína Davíðs-
dóttir koma og flytja
fyrirlestur um streitu
og losun streitu.
Slysavarnadeild
kvenna á Seltjarn-
arnesi. Aðalfundurinn
verður mánudaginn 12.
febrúar kl. 20 í Alberts-
búð við Bakkavör. Á
dagskrá fundarins eru
venjuleg aðalfund-
arstörf og lagabreyt-
ingar. Fundarstjóri
Kristbjörn Óli Guð-
mundsson, fram-
kvæmdastjóri Slysa-
varnafélagsins
Landsbjargar.
ITC-deildin Íris,
heldur fund mánudag-
inn 5. febrúar í Strand-
bergi safnaðarheimili
Þjóðkirkunnar v/
Strandgötu. fundurinn
hefst kl. 20. Allir vel-
komnir. Upplýsingar í
s. 555-2821.
Kvenfélag Laug-
arnessóknar. Aðalfund-
urinn verður á morgun,
mánudag, kl. 20. Venju-
leg aðalfundarstörf,
önnur mál.
Kvenfélag Garðabæjar.
Aðalfundurinn verður
þriðjudaginn 6. febrúar
á Garðaholti kl. 20.30.
Spilað verður bingó.
Kvenfélag Hallgríms-
kirkju. Félagsfundurinn
verður haldinn að þessu
sinni í Gyllta salnum,
Hótel Borg, 15. febrúar
og verður rifjuð upp
saga Hótel Borgar með
skemmtiatriðum. Þátt-
taka óskast tilkynnt til
Ásu s. 552-4713 (eftir kl.
16) fyrir 8. febrúar.
Í dag er sunnudagur 4. febrúar,
35. dagur ársins 2001. Bænadagur
að vetri. Orð dagsins: Lát rétt minn
út ganga frá augliti þínu, augu
þín sjá hvað rétt er.
(Sálm. 17, 2.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Á FORSÍÐU Morgun-
blaðsins sunnudaginn 21.
janúar sl. er klausa um
Norðmenn sem „hálfgalið
víkingalið“. Í henni er ný-
yrði sem ég hef hvorki
heyrt né séð áður og hefur
þó margt bögumælið borið
fyrir augu mér. Það er orð-
ið „selsungi“. Greinarhöf-
undur fullyrðir að Norð-
menn drepi þessi dýr.
Í sveitinni þar sem ég
fæddist og ólst upp var
stunduð selveiði, selkópar
voru veiddir í net og drepn-
ir með barefli en aldrei
heyrði ég sveitunga mína
tala um „selsunga“.
Nú langar mig til að biðja
Morgunblaðið að birta
mynd af þessum snjalla
greinarhöfundi með sels-
unga í fanginu. Kannski
þekkir hann fleiri fágæt
dýr sem ástæða væri til að
kynna, svo sem kýrunga,
hrossunga og ærunga og
væri gaman að hann lýsti
þeim fyrir okkur um leið og
hann lýsir selsunganum
nánar. Síðan mætti gera
það að skilyrði við ráðningu
nýrra fréttamanna við
Morgunblaðið að þeir geti
gert grein fyrir þessari fá-
séðu dýrategund.
Torfi Ólafsson.
Gamalt og gott
GRANNI þinn, Víkverji,
óskar eftir því í Morgun-
blaðinu 31. janúar sl. að
dottið verði niður á betra
orð en staðardagskrá sem
tröllriðið hefur allri um-
ræðu að undanförnu þegar
umhverfismál hafa borið á
góma.
Mér var að detta í hug
hvort við gætum tekið upp
gamalt og gott orð yfir
gömlu góðu átthagana okk-
ar og notað orðið heima-
haga? Kostur þessa orðs er
að það er fremur stutt, er
auðvelt í beygingum og
nær yfir nánasta umhverfi
okkar, hvort sem það er
plássið sem við eigum
heima í, dalurinn, ströndin,
sveitin, sveitarfélagið eða
byggðahverfið.
Þá yrði þýðing á erlenda
hugtakinu sem speglast í
þessu eina einkennilega og
framandi orði „Agenda“
ásamt tölunni 21 einfald-
lega: Heimahagarnir á 21.
öld. Þá gætum við spurt
annars: Hvað er efst á
baugi í heimahögunum
okkar? eða eitthvað í þá átt-
ina og allir ættu að eiga
auðvelt með að skilja þann
sem svo spyr. Aðalatriðið
við þýðingu þessa hugtaks
hlýtur að vera að ná réttri
merkingu, bæði á boð-
skapnum og að tengja við
þann landshluta sem við á
hverju sinni.
Með þeirri ósk og von að
sem flestir tileinki sér
þennan merka boðskap
sem allra fyrst sem vissu-
lega á erindi til allra, leyfi
ég mér að senda tillöguna
um heimahagana inn í hug-
myndabankann.
Guðjón Jensson, bóka-
safnsfræðingur og leið-
sögumaður, Mosfellsbæ.
Tapað/fundið
Svört leðurkápa
og sími töpuðust
SVÖRT leðurkápa með
Nokia 5110 GSM-síma í
vasanum tapaðist á
Glaumbar aðfaranótt
sunnudagsins 28. janúar sl.
Skilvís finnandi er vinsam-
legast beðinn að hafa sam-
band í síma 568-4579.
Anorakkur í óskilum
ANORAKKUR fannst í
grennd við DV-húsið í
Þverholti fyrir stuttu. Upp-
lýsingar í síma 551-8248.
Karlmannshanskar í
óskilum á Akureyri
VANDAÐIR karlmanns-
hanskar fundust 11. janúar
sl. við Strandgötuna á Ak-
ureyri. Upplýsingar í síma
462-2529.
Dýrahald
Díva er týnd
DÍVA er átta mánaða, grá-
bröndótt og hvít og mynd-
ast hringur á sitt hvorri
hliðinni. Hún er með gráa
og hvíta hálsól og bjöllu en
nafnspjaldið vantar. Díva
hvarf frá Fífuseli mánu-
daginn 29. janúar sl. Henn-
ar er sárt saknað. Þeir sem
hafa einhverjar upplýsing-
ar um ferðir hennar eru
vinsamlegast beðnir um að
hafa samband við Tinnu í
síma 868-7130.
Páfagaukur fannst
LJÓSBLÁR páfagaukur
fannst við Landsbankann
Múlaútibú, fimmtudaginn
1. febrúar sl. Upplýsingar í
síma 551-7085 eða 691-
1225.
Tinna er týnd
TINNA er lítil svört læða,
hún er með örfá hvít hár
framan á hálsinum. Hún
slapp út á gamlárskvöld,
við Hringbraut og Bræðr-
arborgarstíg, og hefur ekki
látið sjá sig síðan. Hún var
ekki með ól en hún er
eyrnamerkt. Ef þú hefur
orðið var við Tinnu hafðu
þá samband við mig í síma
868-3032 eða 561-7382.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
„Selsungi“
Víkverji skrifar...
ÞAÐ þarf ekki að koma Íslend-ingum stórkostlega á óvart að
landsliðið í handknattleik skuli ekki
hafa komist lengra en í 16 liða úrslit
heimsmeistaramótsins. Liðið hefur
alls ekki verið sannfærandi undan-
farið og þó að undarlegir hlutir virð-
ist geta gerst á handboltavöllum var
engin ástæða til þess að ætla að sú
stökkbreyting yrði á liðinu þegar til
Frakklands kæmi að það blandaði
sér í baráttu þeirra bestu.
x x x
VÍKVERJI horfði á hluta leiks-ins við Júgóslavíu í sjónvarpi
en hlustaði svo á lýsingu í útvarpi
síðustu mínúturnar, þar sem töngl-
ast var á því að íslenska liðinu hefði
fyrst og fremst orðið að falli hve illa
leikmennirnir nýttu dauðafærin.
Þetta kom Víkverja á óvart. Auðvit-
að er ekki gott að skora ekki úr slík-
um ákjósanlegum færum, en það
hlýtur að teljast dágott að skora 27
mörk gegn liði eins og Júgóslavíu.
Víkverja fannst hins vegar vörnin í
molum og að það væri fyrst og
fremst ástæða þess hvernig fór.
ATHYGLISVERT var að fylgj-ast með umfjöllun um íþrótta-
kennslu í skólum í vikunni, í tilefni
dóms Héraðsdóms Reykjavíkur,
þar sem ríkinu er gert að greiða
stúlku dágóða upphæð í bætur
vegna slyss sem hún varð fyrir í
íþróttatíma í grunnskóla þegar hún
var 14 ára.
Sitt sýnist greinilega hverjum,
einhverjir íþróttakennarar telja
greinilega nauðsynlegt að fólk læri
að standa á höndum en aðrir ekki. Í
Viðhorfi hér í blaðinu á föstudaginn
kallar Ásgeir Sverrisson blaðamað-
ur handstöðu og kaðlaklifur „athæfi
sem er í senn öldungis tilgangslaust
og beinlínis hættulegt í afmörkuð-
um tilfellum,“ sem eflaust er rétt
hjá honum vegna þess hve fólk er
misjafnt.
Víkverja finnst ástæða, af þessu
tilefni, að rifja upp hversu undar-
legt honum þótti þegar hann var í
menntaskóla að hluti íþróttakennsl-
unnar var útihlaup ákveðna vega-
lengd sem gilti sem hluti af einkunn.
Tími var tekinn af nemendum, sá
sem fljótastur var fékk 10 og síðan
var einkunn hinna reiknuð út frá
þeim besta! Ótrúlegt, en satt.
Víkverji er, eða var að minnsta
kosti þá, vel á sig kominn líkamlega
og gekk ágætlega í þessum hlaup-
um, en gleymir því aldrei hve und-
arlegt honum fannst að koma svona
fram við fullorðið fólk eins og þarna
var gert. Hvers áttu þeir að gjalda
sem voru ef til vill heldur bústnir
eða áttu ekki gott með að hlaupa
hratt af einhverjum öðrum ástæð-
um?
Auðvitað er jafn sjálfsagt að
senda fólk út að hlaupa í góðu veðri
og að láta það stunda ýmiskonar
aðra líkamsrækt, en að miða ein-
kunn úr slíku hlaupi miðað við þá
bestu í hópnum er fáránlegt. Fólk
ætti fyrst og fremst að hreyfa sig á
eigin forsendum. Og það tekur auð-
vitað ekki nokkru tali að fólk, sem
gengur vel í bóknámi, eigi það á
hættu að einkunn fyri útihlaup geti
lækkað aðaleinkunn þess. Hlaupi
fólk af samviskusemi og mæti vel
ætti það að fá hæstu einkunn, alveg
sama hvort það hleypur á „góðum“
tíma eða ekki.
LÁRÉTT:
1 slá, 4 varkár, 7 farsæld,
8 vætu í rót, 9 rekkja, 11
þvengur, 13 líkamshluti,
14 mynnið, 15 í fjósi, 17
tanga, 20 þar til, 22
skaða, 23 mikil umsvif, 24
hindri,
25 byggja.
LÓÐRÉTT:
1 kinnungur, 2 hvalaaf-
urð, 3 keyrir, 4 manntet-
ur, 5 guggin, 6 karldýri,
10 ósléttur, 12 eldiviður,
13 bókstafur, 15 káfa, 16
óglatt, 18 styrkti, 19 þra-
utgóða,
20 óskundi, 21 gildur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 skapnaður, 8 gopar, 9 angur, 10 tel, 11 terta,
13 lærir, 15 skóli, 18 salli,
21 lok, 22 úrill, 23 úlpan, 24 snurfusar.
Lórétt: 2 kopar, 3 parta, 4 aðall, 5 ungar, 6 ágæt, 7 þrár,
12 tól, 14 æða, 15 sjúk,
16 Óðinn, 17 illur, 18 skútu, 19 Lappa, 20 iðna.
K r o s s g á t a
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16