Vísir - 01.06.1979, Blaðsíða 7

Vísir - 01.06.1979, Blaðsíða 7
Föstudagur 1. jdnl 1979 íurðusagan ••••••••••••••••••e W W • Hermaoimnn sem gekk á sjónum Sigvaldi Hjáli I I arsson segir frá EKKI er taliö i frásögur fær- andi þótt maöur bregöi sér I sumarleyfi til annars lands. En þegar Norman Francis fór til Hollands sumariö 1965 var til- efniö öldungis sérstakt, enda hagaöi maöurinn sér undarlega. Aö vísu fór hann þetta I sumar- friinu slnu, en aö ööru leyti átti förin harla lltiö sammerkt viö orlofsferöir. Norman leigöi sér árabát hjá fiskimanni I Walcheren og reri á haf út. Þannig kveöst hann hafa haldiö áfram I þrjár klukku- stundir. Hann haföi meö sér járnstöng og stakk henni ööru- hvoru I sjóinn hvort hann fyndi botn en því var ekki aö heilsa. Raunar heföu fiskimennirnir Walcheren getaö frætt hann um dýpiö á þessum slóöum. Um slöir sneri hann heim. Nú var hann viss. Fyrir rúmum tuttugu árum haföi hann bjarg- ast þarna til lands meö dular- fullum hætti. Hann haföi gengiö nærri fjórar mllur á sjónum! Síöan þetta geröist haföi hann löngum velt fyrir sér þessari furöulegu björgun — þegar hann særöur og ósyndur fleygöi sér úr flugvél sem haföi veriö skotin niöur I loftorustu. Hann stóö I þeirrimeiningu aö hann hlyti aö hafa lent á sandrifi en sjókort sýndu ekkertsandrif og nú haföi hann sjálfur leitaö af sér allan grun. Norman varö þrltugur daginn sem hann lenti I þessari svaöil- för. Hann var bakskytta á Stirling-flugvél sem send var til árása á Þýskaland. Alltleinu var þýsk orustuflug- vél komin yfir þá og lét skot- hríöina dynja á þeim. Sprengju- flugvélin tók dýfu, steyptist og tók aö hrapa. Flugstjórinn skipaöi áhöfninni aö stökkva út. Norman greip fallhllfina og fleygöi sér út. Loftsogiö frá skrúfunum þreif hann og svipti honum til. Hann rakst I fallinu á vænginn á hrapandi vélinni og haföi aöeins ráörúm til aö opna lásinn á fallhllfinni áöur en hann missti meövitund. Hann viröist samt ekki hafa veriö I öngviti nema nokkrar sekúndur þvl þegar hann raknaöi úr rotinu sveif hann I fallhlífinni í tiu þúsund feta hæö. Langt niöri sá hann sindra á hafflötinn I mánaskininu. Hann reyndi aö stjórna fall- hlífinni meö þvl aö jaga til strengina, en þaö stoöaöi ekki neitt. Hann var margar mílur undan ströndinni... og ósyndur. Um leiö og hann skall I sjóinn krækti hann sér úr fallhlifinni en samt flæktust strengirnir um fætur honum og um hriö leit út fyrir aö öllu væri lokiö. Þó lánaöist honum aö losa sig og krafla sig uppá yfirborö. — Ég heföi átt aö vera I bjarg- vestinu, segir Norman en var ekki svo hygginn. Mér þótti óþægilega þröngt i skotturnin- um ef ég haföi mikiö utaná mér. — Ég man aö ég hugsaöi segir hann ennfremur: Ég kann ekki aö synda, hvaö er ég þá aö strit- ast? Ég þóttist þess viss aö endalokin væru komin. Hann man eftir Isköldu vatn- inu og næturmyrkinu sem lukt- ist um hann þarsem hann barö- ist fyrir llfi sínu einsog lltiö fis á sænum. I fyrstu greip hann skelfingaræði. Þaö sem næst geröist er svo furöulegt aö Norman veigraöi sér viö aö segja frá þvl mörg ár. — Ég geri ráö fyrir aö ég hafi veriöfjórar mllur frá ströndinni þegar flugvélin hrapaöi. Ég bjóst við aö þaö væri út um mig. En allt I einu stóö ég á haffletin- um. Eöa réttara sagt: ég stóö á öðrum fætinum. Innl höföinu á mér fannst mér einhver segja: Taktu þessu rólega, þú sérö um þig- — Ég stóð á einhverju sem var fast undir fæti og þó mjúkt, og ég fann aö ég gat gengið. Brátt náöi vatniö mér aöeins I hné, ég gat staulast áfram i átt- ina til lands. Ég missti alla til- finningu fyrir tlma, og áöuren langt leiö var fariö aö birta af degi: ég sá ströndina einsog mjóa rönd I fjarska sennilega I tveggja mllna fjarlægö. Og áfram hélt ég uns þessi mjúki feldur sem ég gekk á breyttist I þéttan sand undir fótum mér. — Næst man ég aö ég var aö klóra mig upp milli steinanna I eins- konar öldubrjóti. Ég sá vind- myllu og nokkur hvlt hús. Þaö kostaöi hann eina klukku- stund tij viöbótar aö komast til manna. Hann staulaöist aö hús- dyrum og baröi. Gamall maöur lauk upp og hann fékk mat og aöhlynningu. Svo var hann af- hentur.þýskum yfirvöldum Fólk vildi ekki stofna sér I þá hættu að leyna breskum flugmanni enda vandséö hvernig þaö heföi getaö séö honum borgiö á flótta. Til styrjaldarloka dvaldist Norman I fángabúðum Þjóö- verja og braut heilan um hvernig hann hefði’ raunveru- lega bjargast nóttina góöu og hann varöveitti ævintýri þess- arar nætur sem leyndarmál I tuttugu ár. Norman gegndi verkstjóra- starfi I Englandi. Og þegar hann fékk riflegt sumarfrl 1965 skundaöi hann til Hollands. Hann haföi uppá staönum þar- sem hann kraflaöi sig I land. Allt virtist með sama svip og fyrir tuttugu árum. Hann óö úti sjóinn, hann óö dýpra og dýpra. Hér var ekkert sem hélt honum uppi, og þótt hann fengi sér bát- inn og reri útá haf varö hann einskis vísari sem skýrt gæti björgunarundrið þegar flugvél- in hans var skotin niöur yfir Norðursjó, ekkert rif, ekkert grunn. — Ég baö þess aö kraftaverk gerðist segir hann, og þaö varö. Er til nokkur skýring á þvl aö ganga á sjónum? Þoð er kroftur í Júnóbor homborgurunum Dúnóba t'-r- V y'* \ «*. i i. c- *,H-i 7 GRIKKLAND - VOULIAGMENI Sindrandi sólskin, blámi himins og hafS/ forn musteri, saga vestrænnar menningar, „Taverna" með ódýrum, góðum mat, hvers frekar getum við óskað í sumarleyfinu? Allt þetta bíður ykkar í VOULIAGMENI, besta baðstað Grikklands í nágrenni Aþenu. Góðir gististaðir — íbúðir eða hótel — frábær fararstjórn Brottför 6. júní — uppselt — Hæsto ferð 27. júní HEITT HQmbofgoror Shellstöðinni v/Miklubraut.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.