Vísir - 01.06.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 01.06.1979, Blaðsíða 8
Föstudagur 1. júnl 1979 8 r Útgeiandi: Reykjaprent h/f Framkvcmdastjóri: Davifi Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höróur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oll Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Otlit og hönnun: Jón Oskar Haf- steinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 8é6ll og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14 slmi 86611 7 linur. Askrift er kr. 1000 á mánuöi innanlands. Verð t lausasölu kr. íso eintakið. Prentun Blaðaprent h/f MANNSLÍF OG MÍNÚTUSTRÍÐ Þótt mikill og góöur viöbúnaöur sé á sjúkrahúsunum getur veriö um seinan þegar þangaö er komiö aö bjarga lifi fólks, sem oröiö hefur fyrir hjartaáfalli. — Ahrifa- mesta leiöin til þess aö bjarga þeim mannslifum er aö manna sérstaka neyöarbila sérhæföu fólki, sem getur veitt fyrstu hjálp og læknismeöferö þegar eftir aö komiö er á staöinn þar sem sjúkiingurinn er. Oft er haft á orði, að hvert mannslíf sé dýrmætara hjá fá- mennum þjóðum eins og íslend- ingum en hjá milljónaþjóðum, þar sem einstaklingurinn hverf- ur í mannhafið. Þetta má til sanns vegar færa og sést það oft á viðbrögðum þjóðarinnar, þegar stórslys verða. Þá verðum við íslending- ar sem ein f jölskylda. Ef við værum sjálfum okkur samkvæmir í þessu efni ættum við að leggja meiri áherslu á slysavarnir af ýmsu tagi en aðr- ar þjóðir og jafnframt að sinna björgunarmálum eins og kostur er. Að sjálfsögðu reynum við að koma í veg fyrir slys á landi, sjó og í lofti eins og kostur er miðað viðtakmörkuð f járráð þeirra að- ila sem að slíkum slysavörnum vinna. En við megum ekki láta þar við sitja. Það verður jafnframt að kappkosta að reyna að bjarga lif i þess fólks, sem orðið hefur fyrir alvarlegum slysum eða áföllum af völdum sjúkdóma. Þessi atriði koma upp í hugann vegna umræðna, sem urðu á ráð- stefnu um bráðaþjónustu & höf- uðborgarsvæðinu og viðbrögð við hópslysum, sem haldin var á Borgarspítalanum á dögunum. Þar kom fram, að af 100 sjúk- lingum, sem fluttir voru á sjúkrahús í Reykjavík á árunum 1976 og 1977 áttu aðeins 7 aftur- kvæmt lifandi af sjúkrahúsinu. Þar sem bestur árangur hefur náðst erlendis varðandi endur- lifgun eftir hjartaáföli hafa 25% sjúklinganna haldið lífi eftir áföllin. Er því augljóst að við stöndum okkur ekki nógu vel að þessu leyti. Erlendis hefur sífellt verið lögð meiri áhersla á að koma á fót eins konar hreyfanlegum endurlífgunarsveitum, það er sérhæfðu starfsfólki, sem annað hvort er til taks með sérhæfðan sjúkrabil við það sjúkrahús sem annast bráðaþjónustuna eða er stöðugt í neyðarbílnum á ferð um viðkomandi borgir, reiðubúið að koma á svipstundu til hjálpar fólki, sem orðið hefur fyrir hjartaáfalli. Almennt er viðurkennt, að læknisaðstoð verður helst að koma til innan f imm mínútna f rá því að hjarta sjúklings hef ur hætt aðslá. Ef sækja þarf sjúklinginn og flytja hann á sjúkrahús áður en hann kemst undir læknishend- ur er oftast orðið of seint að bjarga lífi hans. Þannig fer fyrir 93 af hverjum 100 sjúklingum, sem fá hjartaslag í Reykjavík. Sérþjálfað fólk með nauðsynleg- an tækjabúnað í fullkomnum sjúkrabíl gæti þvi bjargað mörgum mannslífum. Brýnt virðist aftur á móti orðið að kaupa fullkominn neyðarbíl, sem gerður yrði út frá einhverju sjúkrahúsa höfuðborgarinnar með sérstakri áhöfn sem menntuðyrði á sviði læknisfræði. Tölurnar sem birtar voru á ráðstefnu Borgarspítalans á dög- unum sýna glögglega að átak- verður að gera til þess að bjarga lifi fleiri hjartasjúklinga en fram til þessa hefur tekist. Sérfræðingar eru þess einnig f ullvissir, að hægt væri að koma í veg fyrir mörg andlát af völdum alvarlegra umferðarslysa ef læknar og hjúkrunarfólk kæmi í neyðarbíl á slysstað og gæti þá þegar hafið nauðsynlegar lífgun- ar- og læknisaðgerðir. Við meg- um ekki gleyma því hve mikils virði mannslífin eru. á förnumvegl GIsli Jónsson menntaskóla- kennari skrif- ar Af útskógum Enn er sami kuldinn, Loftiö er grátt og miskunnarlaust, og ég tauta fyrir munni mér visuna úr Gamla heyinu eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi: Utan langt úr gráum geim geysist kaldur vindur. Hert er nú á hnútum þeim. sem himnakóngurinn bindur. Fyrst liggur farinn vegur nið- ur á Sanavöll sem við gömnum okkur við að kalla Wembley. Það er fyrsti íeikur fyrstu deild- ar og margmenni stendur um- hverfis malarvöllinn i næðingn- um eða hfmir inni i bilum sinum tii þessaðhalda á sérhita. Stað- an er tvö: eitt fyrir K.A. á móti Haukum, en hinir siðamefndu I sókn, og allt getur gerst. Hvaö geturþádregiðmig af Wembley þegar svona stendur á? Jú, leið- in liggurtilátthaganna, þökk sé eyfirskum konum fyrir það. Ég hafði fegins hugar tekið boði þeirra að koma á fund á Dalvik og rifja upp helstu atriði jafn- réttisbaráttunnar. Sú saga er mjög merkileg og veröur sifellt furðulegri við nýjar og nýjar uppgötvanir. En einhvern veg- inn er hugurinn ekki við efnið. Harðindin, vorkuldinn, þetta liggur meðnokkrum hætti á sál- inni f okkur, afskornum stofu- blómum, sem i engri baráttu stöndum þó hitaveitufólki sem tekur allt sitt á þurru. t átthagana andinn leitar. þó ei sé loðið þar til beitar, kvað gamli Grimur. Og sannar- lega er eicki loðið til beitar um Svarfaðardal og Upsaströnd i máimánuði 1979. Frost og snjór, mikill klaki i jörðu grös og blóm aöeins til i minningum, málverkum og draumum. Hvernig berast menn af? Eru menn ekki daufir i dálkinn? Er ekki uppgjafartónn i mönnum? VDa menn ekki og vola? Er ekki emjan og ramakvein? Ég veit að visu að Ot-Eyfirðingar eru misjöfnu vanir og oft illu, en hver man annað eins, aö minnsta kosti i þrjátiu ár? Ég renni við hjá fööur minum sem er fjármaður hjá vini sin- um, góðum og gildum sauð- bónda. Ég hef varla séð sauð- kindá þessu ömurlega vori. Allt er lika innibyrgt. Rásandi, hnarreist lambær heyrir undir furðuverk, þegar allt er eins og á þorra. Faðir minn bregður ekki vana sinum. Hann er að leysa lamb frá á, þegar mig ber að garði. Það hefur hann gert óteljandi sinnum. Þau eru ófá lambslifin sem hann hefur bjargað. Hann stendur álútur og glaöur i krónni. Þetta tókst. Lambið er fætt. Hornóttur hrútur liggur máttvana á grindunum, en hann andar eðlilega, og lif hans er ekki i hættu. Móðirin er staðin upp og myndar sig tii að kara afkvæmið. Það er óhætt að Hta af öllu saman, þvo sér og fá sér hressingu. Enn hefur unnist sigur i baráttunni fýrir lifinu. Og menn bera sig vel. Þeir vita reyndar af reynslu og glögg- skyggni að enn verður komin hri'ð i fyrramálið, en hús eru rúm og hlý og hey eru mikil og kjamgóð. Og það er enginn uppgjafartónn, ekkert vfl, ekk- ert vol, aðeins æðruleysi og kjarkur. Stofublómið afskorna tekur að hressast. Fjárhúslykt- in er megn og holl fyrir sálina. Og hvað varðar mig i bili um þaklyftingar og þrjú prósait? Hvað varðar mig i bili um stöö- una í leik K.A. og Hauka? Hvað varöar mig I biii um kosningu kvenna til hreppsnefndar Mos- vallahrepps 1874, jafnvel þótt hún kynni að hafa veriö heims- frétt á sinum tima? Ég veit að landið sekkur ekki, ég veit aö heimurinn ferst ekki, ég veit aö góðs má vænta, með- an búið er á Islenskum útskög- um með þvi hugarfari, með þeim dug/ með þvi æöruleysi sem ég hef orðib vitni ab i heim- sókn minni ab Hálsi. Lambinu sem lifði og komið er inn I þenn- an kalda heim, er fagnað, og menn bregða á glens. Viö vitum að einhvern tima rásar móðir þess á góðri stund fram Hálsdal, hnarreist með glampa i augum, móti hlýrri, blárri, djúpri land- átt, sem hvergi verður jafn- yndisleg og þar, sem haröindin hafa verið mest. Og „þeir munu lýðir löndum ráða, sem útskaga áður of byggöu”. 20.5.’79 G.J.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.