Vísir - 01.06.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 01.06.1979, Blaðsíða 9
VISIR Föstudagur 1. júnl 1979 vw:%> Eftir aö íslendingar komust undir Noregskonung vegna ösættis heima fyrir og nokkurrar höfðingjadýrkunar og ættfærslunnar til smákonunga i Skandinaviu lentu þeir siöar undir danska konunga eins og svo giöggt má sjá á giftingarvottorðum þar sem hið hátfðlega mál Ijómar enn á follósíðum: Vér o.s.frv. hertogi Vinda og Gauta og hvaö þeir hafa nú titlaö sig hinir merku útlendu herrar sem lögðu blessun sina yfir ástarsambönd íorfeðra okkar. Á nltjándu öldinni þurfti að ná saman friheitunum sinum til að fá svona attest frá hertogum hreppa suður I Evrópu og getur þess oft í bréfum.aðmennerubeðnir aðútvegaþau fyrir kaupakonur af öðru landshorni. Hertogar og Gauta Með undarlegum hætti hefur konungdómur ætið verið fjarri íslendingum og kannski svolitið hlægilegur i bland. Enginn þorði að orða konungdóm yfir Islandi um þær mundir sem landið var að losna undan Danakóngi á striðsárunum, enda kynkvislir Ara fróða orðnar nokkuð út- þynntar eftir átta hundruð ár. I flimtan var haft að við heföum getaö fengið konungættaðan brunavörð og fimmtán milljónir danskar með.en það hefur verið skritin hugmynd og varla borizt með simanum, enda var með öllu sambandslaust milli land- anna um þær mundir sem lýðveldið varð að verða að veru- leika. En þótt kóngar hafi verið okkur fjarri lengst af þeim tima sem hér var konungsriki hefur okkur fallið þeim mun betur við dönsku konungsfjölskylduna sem lengra liður frá lýðveldis- tökunni. Þetta eru eðlileg við- brögð við kurteisi dönsku þjóðarinnar sem hefur gert sér far um að sýna að engar bráðar tilfinningar hafa fylgt slitum við hinn danska konungsstól. Bréf til Grænlendinga Nýlega var svo annað land að heimta til sin nokkurs konar fullveldi úr hendi danskrar drottningar. Mátti fyrir skömmu sjá hvar Margrét Þór- hildur og hennar gemal stóöu framan i nokkrum Græn- lendingum i hvitum anórökkum við að fá þeim bréf upp á að nú mættu þeir tala sjálfir en nytu áfram fjárstyrksins úr danska kassanum sem manni skilst að skipti Grænlendinga miklu. Er þá lokið dönskum yfirráðum i Norðurhöfum og þvi nokkur þáttaskil orðin sem ég skil ekki hvað valdiö hafa litlum tiðind- um á tslandi. Voru þó einu sinni menn til i landinu sem gátu skil- greint svona atburði. En auð- ^vitað situr efnahagsþvælan fyrir öllu eins og fyrri daginn. Danskir reyfarar t rauninni hefur það alltaf verið nokkur ráðgáta hvers vegna kóngar.smáir sem stórir, sóttu til landa hingað norður i kuldann. A tslandi og Grænlandi var bókstaflega ekkert annað en landrými, mest sprengisand- ar og jöklar. Að visu hafa veriö skrifaðar lærðar bækur um Is- landsverzlunina og vonda danska kaupmenn sem áttu að hafa grætt heil ósköp. Vel má vera að margt sé rétt og skyn- samlega athugað í þeim skrif- um og hér hafi rikt verzlunar- ánauð herraþjóðar. En veður- far, plágur og eldgos voru okkur þó þyngri i skauti þegar á allt er litið og söxuðu mest mannfólkið. Auðvitað komu hingað danskir reyfarar til að stjórna landinu i umboði konungs en það var svona ámóta fullt i heiminum af reyfurum á miðöldum og er I dag — og ekki Ifkar stjórnin betur núna, eða hvaö? H a n d a d ö n s k u m kaupakonum Danir hafa haldið þvi fram að þeir hafi ekkert haft nema ama af tslandi. Þeir halda hinu sama fram um Grænland, þar fengu þó Skandinavar að kristna lýð- inn eins og frægt er og bæta einu landinu enn undir hinn rétta Guð. Hins vegar verður ekki séð hvert ágæti þessi lönd voru fyrir konunga suður I álfu sem enginn þeirra sá og varla heyrði fyrr en 1874, þegar Kristján niundi kom hingað með barnabarn frönsku byltingarinnar i hendinni. Það hefur þá helzt verið að á hverju folió-blaði handa fólki sem var að gifta sig stóð fyrir utan her- togi Vinda og Gauta að jöfur væri einnig konungur Islands og Grænlands. Kaupakonurnar i Danmörku gátu svo haldið það sem þær vildu um hin miklu lönd norður i hafinu. Þær hafa frekar haft spurnir af land- gæðum hjá Vindum og Gautum. En allt hefur þetta verið hégómi og reykur að helmingi. Danskir kóngar og áður norskir hljóta að hafa haft litil afskipti og litla vitund um þessi lönd sin nema hvað stöku sinnum rakst Is- lendingur að dyrum þeirra til neðanmáls „Krafa okkar um eignaraðild að Jan Mayen sannar sig sjálf hnattlega séð og er engu rétt- minni en einhliða yfirlýsing Norðmanna um eignarrétt”, segir Indriði i þessari grein og ennfremur: „Samningar okkar um hafsvæðið i kringum Jan Mayen eiga að byggjast á þeirri viðurkenningu Norðmanna að til eyjarinnar eigum við jafnan rétt og þeir”... að flytja þeim kvæði og aðrar rollurýmist i bænarformi eða til lofs og dýrðar æðsta manni allrai skepnu i rikinu. Guðdómlegur gleðileikur. Þegar Margrét Þórhildur sem samkvæmt gamalli hefð hlýtur að vera hertogaynja Vinda og Gauta, Slésvikur og Holstein afhenti Grænlendingum miðann upp á fullveldið. hefur eflaust flogið um hug hennar að þá væri þessu basli lokið hér norður frá. Grænlenzki búningurinn hénnar verður hengdur upp og geymdur um sinn og endar siðan á safni i Kaupmannahöfn til vitnis- burðar um hin grænlenzku yfir- ráð. Og allt i einu veröur áhorf- andanum ljóst að hann hefur orðið vitni að einskonar „guðdómlegum gleðileik” sem hófst með Gamla sáttmála og endaði I Góðvon einn svalan vordag 1979. En uppgjörið um norðurhöfin er eftir, vegna þess að gleðileikurinn sem hófst á þrettándu öld i Noregi hefur skilið eftir sig leifar konungs- valds sem eyþjóðir i norðurhöf- um hljóta aö andmæla fyrr eða siðar vegna hnattstöðu sinnar. Þegar stofnað var til yfirráða yfir þessum leifum voru norðurbúar ekki sjálfráðir gerða sinna i stjórnarfarslegum efnum meö norskan eða dansk- an alvald yfir sér og fulikomna og alvöruþrungna þátttöku i þvi sjónarspili sem nú er lokið. Hefðarréttur og enginn réttur I norðurhöfum, norðan Is- lands.eru tvær eyjar, sem lentu undir Noreg á sinum tima. Hér er átt við Svalbarða og Jan Mayen. Svo vill til vegna nýrra uppskipta á hafsvæðum að báðar þessar eyjar skipta oröið miklu máli. Eignaréttur Noregs á Svalbarða og Jan Mayen ork- ar tvimælis, og má merkilegt kalla að þær skyldu ekki lenda undir dönsku krúnuna á sinum tima, þegar Noregur gekk und- an Danmörku. Sannleikurinn er sá að Norðmenn voru kannski ekki komnir af stað fyrir alvöru i landvinnineum í norðurhnfnm um það leyti. Engu að siður hefur verið litið á Svalbarða sem norskt land, þótt þar sé að- eins veöurathugunarstöö og þótt Rússar gangi þar um eins og heima hjá sér. Noregur á eftir að sanna ótviræðan eignarrétt sinn á Svalbaröa og ber fram- koma Rússa vitni um það. En riki einhver vottur af norskum hefðarrétti til Svalbarða þannig að Norðmenn geti hengt hatt sinn á hann, gildir enn minni réltur til Jan Mayen. Jan Mayen að hálfu Manni skilst að islenzkir stjórnmálamenn enn nokkuð trúir skandinaviskum yfir- ráðum, liti svo á að þeir þurfi að semja við Norömenn um haf- svæðið i kringum Jan Mayen. Það getur vel verið að eitthvað þurfi að semja,en þá verður það aðeins út frá jöfnum rétti til eyjarinnar. Fyrst dönsk drottn- ing hefur i verki lýst þvi yfir að mál sé að linni yfirráðum I noröurhöfum er mál til komið að við förum aö tala við Norð- menn um yfirráöin i næsta ná- grenni okkar. Við þurfum i þvi efni ekki að vera eins og kaupakonurnar fyrrum sem urðu að biða eftir friheitunum sinum til að geta gift sig með bréfi frá hertoga Vinda og Gauta. Krafa okkar um eignar- aöild að Jan Mayen sannar sig sjálf hnattlega séð og er engu réttminni en einhliöa yfirlýsing Norðmanna um eignarrétt. Á þessari öld voru farnar ferðir héðan til Jan Mayen til að sækja rekavið og af þeim sökum höf- um við nytjaö eyna engu siður en Norðmenn. Atti sá ágæti maður, Freymóður Jóhannsson listmálari þátt i einni slikri ferö og hefur lýst henni skilmerki- lega á prenti. Norðmenn viðurkenni réttinn. Kurteisi er sjálfsagt góð i skiptum rikja á milli. Frænd- semisfeimni okkar við Norðmenn út af þessu máli yrði hins vegar afleit. Margrét Þór- hildur sýndi Grænlendingum mikla kurteisi á dögunum og enn kurteisari eiga Danir eftir að verða við Grænlendinga þeg- ar þeir fara að borga þeim svo þeir geti lifað þvi hálfdanska menningarlífi sem þeim hefur verið kennt að meta og viröa. En nú er svo langt oröið siðan við urðum lýöveldi að viö liggur að norræna samvinna ætli á stundum að slæva lýðveldis- þróttinn. Og verði norræn sam- vinna til þess að frændsemis- hjali slepptu að við látum af kröfum okkar til Jan Mayen þá erum við raunar enn undir sam- einuðum hégóma Noregs og Danmerkur. Samningar okkar um hafsvæöið I kringum Jan Mayen eiga að byggjast á þeirri viðurkenningu Norðmanna að til eyjarinnar eigum við jafnan rétt og þeir. Fyrr verður þetta mál ekki leyst enda veröur ekki séð eftir lýðveldistökuna á Is- landi 1944 og fullveldi Græn- lands 1979 að þjóðir suður í At- lantshafi hafi óskoraöan rétt til eylanda fyrir norðan okkur og á landgrunninu. igþ „Mátti fyrir skömmu sjá hvar Margrét Þórhildur og hennar gemal stóðu framan I nokkrum Grænlendingum I hvítum anórökkum”... „A þessari öld voru farnar ferðir héðan til þess að sækja rekavið og af þeim sökum höfum viö nytjað eyna engusiðuren Norðmenn”. Myndin er frá Jan Mayen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.