Vísir - 11.06.1979, Blaðsíða 3
ÍDeiTtum'Wýggíngá'rfrám-
ikvæmdlr á Landakolstúni
Körfuvörur Aldrei
meira úrval í stóru
og smáu.
Sendum í póstkröfu.
Hraunbæ 1
Séð yfir Landakotstún, þar sem framkvæmdir eru hafnar
„Bvgging sú, sem fyrirhuguö
er á Landakotstúninu, veröur á
tveimur hæöum og er um að
ræða þrjú samtengd hús”, sagöi
Magnús Skúlason, formaöjur
bvgginganefndar Reykjavikur,
er hann var inntur eftir fram-
kvæmdum á lóö Landakots i
Revkjavik, en Magnús situr
jafnframt I stjórn tbúasamtaka
Vesturbæjar.
t umræddri byggingu verða
ibúðir presta og biskups ka-
þólsku kirkjunnar, fundarsalir,
skrifstofur o.fl., Að sögn
Magnúsar grundvallast
byggingarleyfið, sem veitt var
29. mars sl., á samþykkt skipu-
lagsnefndar fyrri borgarstjórn-
ar og samningi kaþólsku kirkj-
unnar við borgaryfirvöld þess
efnis, að kirkjan mætti byggja á
lóðinni, gegn þvi að
Reykjavikurborg fengi til eigin
afnota landsspildu austarlega I
túninu.
Að sögn Magnúsar risu tbúa-
samtök Vesturbæjar öndverð
gegn byggingaframkvæmdum á
túninu, en vegna fyrrgreinds
samkomulags var ekki talið
unnt að taka tillit til þeirra
ummæla. Þó tókst að fá þvl
framgengnt að fyrirhugaðar
byggingar yrðu ekki hærri en
nærliggjandi hús við Hávalla-
götu.
Magnús tók fram að
„samkvæmt samningi frá 1934
sem Reykjavikurbær gerði við
kaþólska biskupinn, skyldi
aldrei byggt á Landakots-
túninu”. Jafnframt sagði
Magnús að ekki væru enn öll
kurl komin til grafar, þvi að
samkvæmt skipulagi eigi að
reisa fleiri byggingar á lóðinni.
Áhugafólk um verndun
Landakotstúnsinshefur núhafið
undirskriftasöfnun þar sem
skoraðer „á Kaþólsku kirkjuna
á tslandi og borgarstjórn
Reykjavikur að láta Landakots-
tún vera í friði”.
A undirskriftalistanum stend-
ur ennfremur: ,,Við teljum
Vlsismynd JA
þetta óskiijanlegt glapræði af
ráðamönnum borgarinnar og
skorum á þá að afturkalla þetta
byggingarleyfi strax og láta
túnið standa óbyggt áfram”.
P.M.
Reykvikingar keyptu
mæðrablóm fyrir sam-
tals kr. 719.180 krónur
laugardaginn 19. mai sl.
Tilgangur blómasöl-
unnar var tekjuöflun
vegna hvildarviku efna-
litilla eldri kvenna i
sumarhótelinu að
Flúðum i Árnessýslu
vikuna 12.-19. júni nk.
t fréttatilkynningu frá Mæðra-
styrksnefnd segir að upphæðin -
dugi að visu ekki til fulls að Flúð-
um, en Mæðrastyrksnefndin muni
engu að síður sjá til þess, að 30
konur geti dvalið þar i hennar
boði áðurnefnda hvildarviku.
Þakkar nefndin góðar undirtekt-
ir.
Þá segir að efnalitlar eldri
konur i Reykjavik, sem ekki hafa
áður notið hvildarviku að Flúðum
i boði nefndarinnar og eiga ekki
kost á slikri hvild, geti nú sótt um
þátttöku dagana 3.-10. júni nk.
Eru þær beðnar að snúa sér til
skrifstofu nefndarinnar Njálsgötu
3, sem er opin þriðjudaga og
föstudaga 2-4 eða hringja i sima
14359 eða á kvöldin og um helgar i
73307. —EA
Mæðrastyrksnefnd:
Bjóða 30 konum
í hvíldarviku
Dijkö bofllr