Vísir - 11.06.1979, Side 13

Vísir - 11.06.1979, Side 13
MED TVO TONN AF JÁRNI Á Glæsilegri fjallabilar eins og þessi Bronco eiga svo sannarlega rétt á sér eins og allt annaft, sem veitir mönnum ánægju. Það sorglega er þó að 95% af akstrinum kæmi mun betur út á litlum bil eins og t.d. Renaultinum, sem kemur fyrir i greininni. Það finnst e.t.v. mörgum að borið sé i bakkafullan lækinn að tala um bensínverð og bensin- sparnað, svo mikið sem talað hef- ur verið um þessi mál á undan- förnum vikum. bað sjá það samt allir, að eitt- hvað verður að aðhafast, því nú stefnir i það að enginn geti átt eða rekið bil, svo hart sem það nú er. Þaðstefnir í það að sparaksturs' keppni verður helsti viðburður i bifreiðafþróttum, rall, kvartmila og svoleiðis hopp og hi hverfi i skuggann fyrir litlu sparibaukun- um sem læðast hljóðlaust um stræti og torg öllum til mikils dálætis. Það er raunar næsta furðulegt að litast um i Reykjavik á anna- sömum degi. Meðan maður biður eftir að komast inn á aðalbraut, renna fyrir augu manns tugum saman bensinhákar af verstu gerð, eyðandi sinum 30 á hundraði, svo að við liggur, að maður falli i öngvit af bensin- tækju. Ekki má skilja þessi skrif min svo aðégsé á móti stórum og glæsilegum bilum, traustum tor- færutröllum og þviumliku, siður en svo, en hvað eru þessir bilar að gera rúntandi i Reykjavik á virk- um degi með 1 mann og skjala- tösku innanborðs? Stundum dett- ur manni i hug, þegar maður sér fjallháan Blazer á traktorsdekkj- um i Austurstrætinu, ribbaldi sem gengur þvert yfir hjónarúm- ið manns i forugum klofstigvél- um. Látum þennan formála duga og komum að efninu. 1 bensininu, sem við kaupum, er fólgin efna- orka mæld i kólókalorium eða „joulum” á kiló, i bilvélinni breytum við þessari orku fyrst i hitaorku og siðan i hreyfiorku sem kemur út sem ákveðinn kraftur, og notiun við ákveðinn kraft I ákveðinn tima höfum við notað ákveðið afl. Eðlisfræðilögmálin segja okkur að sá kraftur sem þarf til að hreyfa hlut úr kyrstöðu og upp i ákveðinn hraða sé margfeldið af massa hlutarins og hraðaaukn- ingunni (F = m sinnum a) Kraftur = massi x hraðaaukning. Það þarf þvi augljóslega helm- ingimeir i kraft til að hraða helm- ingi þyngri hlut, miðað við að um sama tima sé að ræða. Sé þetta heimfært upp á bila, sést að helmingi meira bensin þarf til að auka hraða helmingi þyngri bils. Ef grannt erhugsað út i hlutina, fer ekki hjá þvi að manni finnist asnalegt að geta ekki hreyft sig spönn frá rassi án þess að bera með sér tvö tonn af járni, enn- fremur að einn maður geti tekið 10 fermetra fyrirsig og sitt járn- bákn. Aðalatriðið hlýtur að vera að flytja mann á milli staða, sá var upphaflegur tilgangur bilsins ekki satt? Maðurinn sem er 70-80 kg að meðaltali telst þvi orðin al- gert aukaatriði i þessum stór- kostlegu járnflutningum. Það er ekki bara islenskt bensinverð, sem við þurfum að flýja, heldur yfirvofandi orkukreppa ogs skömmtun eldsneytis. Það skyn- samlegasta sem rikisstjórn ts-. lands og alþingi gætu gert væri að lækka mjögeðafella niður tolla af litlum og eyðslugrönnum bilum, svoaðþeir gætu orðið i allraeigu. Stórutryllitækin til fjallaferða og iðkunar alskyns bilasports yrðu þá sem aukabill eða annar bill á heimili, ef áhugi og efni standa til og einungis notaðir sem slikir. Orkusparnaðurinn yrði gifurlegur. Tökum dæmi: Renault 5L er ca. 730 kg. Ford Bronco er ca 2110 kg. eða tæplega 3svar sinnum þyngri. Báðir aka úr kyrrstöðu og auka hraðann jafnt upp i lOOkm hraða. Við skulum gera ráð fyrir að það taki þá báða 25 sekúndur, sem er mjög skikkanlega af stað farið. Hröðunin hjá báðum svarar þvi til 1,11 m/S 2 = a Krafturinn F sem fór i þessa hröðun er þvi samkvæmt formúl- unni (F = mxa) fyrir Broncoinn F = 2110 x 1,11 = 2342,1 Newton. og fyrir Renaultinn 730 x 1,11 = 810,3 Newton Ekki er fjarri lagi að áætla að Broncoinn búi yfir vélarafli til að auka hraða sinn i 100 km, á nálega helmingi styttri ti'ma en þetta eða ca. 12-13 sek, en hröðun hans yrði þá 2,30 m/S2 = a og krafturinn F sem i þaö færi 4853 Newton. Kraf turinn Newton segir okkur svo til um þá orku sem tilfæra þarf og þar með benslneyðslu. tJtkoman verðurmjög sennileg, sem sagt sú að með dempaðri Litlir sparibaukar njóta nú slvaxandi vinsælda en gallinn er þó sá að við getum ekki ætlað þeim að þola það sem fjallabílum er boðið upp á, á leiðinni inn I Þórsmörk. Ef verð á litlum bilum eins og þessum væri skaplegt, fengju f jallabilarnir að standa heima þegar farið er I búðaráp- keyrslu eyði Broncóinn ca. 3svar sinnum meira en Renaultinn og ennfremur að með þvi að fanta- keyra Broncóinn eyði hann ca. 6 sinnum meira en litli bilinn keyrður dempað. Það er ekki verið að stilla upp neinu einvigi milli Bronco og Renault, þetta á við um alla bila i þeirra stærðar- og þyngdarflokk- um en þessir bilar aðeins teknir sem dæmi til að skapa einhvern raunveruleika um þessa útreikn- inga sem ætlað er að rökstyðja það að litlir, sparneytir bilar skuli toilfr jálsir, þvf aðþá kæmi 99% af eknum kilómetrum á Islandi I þeirra hlut. "HANN ER A Aðalatriði veiðisportsins eru rétt og góð veiðarfæri. Dvínandi áhugi byrjandans og óhöppin við löndun þeirra stóru er oftast röngum áhöidum að kenna. Gæði SHAKESPEARE sportveiðarfæranna eru óumdeilanleg hvort sem um hjól, stengur, línur eða annað er að ræða. Hvort sem þú ert 10 eða 60 ára byrjandi eða þaulreynd aflakló, færðu SHAKESPEARE við þitt hæfi. SHAKESPEARE fæst í næstu sportvöruverslun. — Fullkomin varahluta- og viðgerðaþjónusta. Þú nýtur óblandinnar ánægju með SHAKESPEARE í veiðitúrnum. fyrir stórlaxana

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.