Vísir - 11.06.1979, Page 7

Vísir - 11.06.1979, Page 7
vism Mánudagur XI. júni 1979 ;Umsjón: Katrln Pálsdóttir Hertogaynjan af Windsor Hertogaynjan llla haldin Hertogaynjan af Windsor hefur veriö flutt á sjúkrahús mjög illa haldin. Þetta er i annað sinn á stuttum tima sem hún er lögð inn i skyndi. Undanfarin tvö ár hefur heilsu hertogaynjunnar hrakað mjög. Hún hefur einangrað sig siðan maður hennar lést og hætt að taka á móti vinum og kunningjum sinum. Læknar banna heimsóknir til frúarinnar á sjúkrahúsið, vegna þess hve hún er illa haldin. Kjarnorku- verl lokað Kjarnorkuveri i Connecticut i Bandarikjunum hefur verið lokað. Smávægileg bilun fannst i þéttikrana. Nokkuð af geislavirku vatni lak með krananum, en sérfræðingar segja að ekki sé um svo mikið að ræða að hættulegt sé. Viðgerð mun taka tvo til þrjá daga, en þá verður kjarn- orku»verið opnað á ný. Bjargaö eftlr 59 daga Nitján ára strák, sem rekið hafði um Kyrrahafið i vélvana 15feta bát i 59 sólarhringa var nýlega bjargað um borð i sovéskt flutningaskip. Strákurinn var mjög mátt- farinn, en hafði haldið i sér lifi með þvi að drekka rigningar- vatn og einnig gat hann veitt sér til matar. Sovésku sjómennirnir fluttu hann á sjúkrahús á Ponape eyju, þar sem hann náði sér ótrúlega fljótt eftir volkið. Fyrrverandi frú Mað Ho Chu Cheng, sem var eiginkona Maós formanns númer tvö kom nýlega fram á sjónarsviðið eftir 42 ár. Hún giftist Maó árið 1943, en þau skildu eftir fjögurra ára sam- búð. Cheng hefur hafið störf fyrir kinverska kommúnista- flokkinn og á nú sæti i þjóðar- ráðinu. Franski heilbrigðisráðherrann Simone Veil mun að öllum likind- um verða kosinn forseti Evrópu- þingsins. Veil er 52 ára gömul og hafðiframboð hennar mjög mikið fylgi i kosningunum, eða um 27 iranskeisari er nú í Mexíkó. Hann kom þangað í nótt ásamt keisaraynj- unni Farah. Yfirvöld í Mexikó hafa lýst því yfir, að keisarinn fái ekki hæli í landinu, hann hafi aðeins dvalarleyfi í landinu. Keisarinn hefur dvalið á Bahamaeyjum frá þvi hann hraktist úr landi i janúar. Búist er við, að keisarafjöl- skyldan dveljist i Acapulco i húsi prósent umfram þá sem næstir komu. Simone Veil er Gyðingur. Hún dvaldi i útrýmingarbúðum nas- ista i Auschwitz á striðsárunum. Hún er einn vinsælasti stjórn- sem systir keisarans keypti fyrir nokkrum árum. málamaðurinn i Frakklandi. Mjög dræm þátttaka var i lönd- um Efnahagsbandalagsins i þess- um kosningum. Kjörsókn var rétt rúmlega 50 prósent, en langt þar fyrir neðan i sumum löndum. Stjórnvöld i Iran hafa lýst þvi yfir, að það sé i óþökk stjórnar- innar að keisarinn fái að dvelja i Mexikó. Hann hefur verið dæmd- ur til dauða i Iran og fé lagt til höfuðs honum. Utanrikisráðherra Mexikó sagði eftir komu keisarans til landsins, að stjórnvöldum i íran yrði að vera ljóst, að þau stjórn- uðu ekki stefnu Mexikó-stjórnar i þessu máli. Pöiitísklr langar I íran: Mun fleiri en ítíð keisarans Fjöldi pólitiskra fanga i íran er nú mun meiri en i tiö. keisarans. Mörg orð voru höfð um harð- stjðrn og aðfarir leynilögreglu keisarans, en menn trúarleiðtog- ans sem nú ræður lögum og lofum i landinu slá gerðir keisarastjórn- arinnar út. Blaðamaður bandariska blaðs- ins Washington Post var i Iran fyrir skömmu, til að reyna að kanna ástandið i þessum málum. Söfnun upplýsinga var mjög erf- ið, þar sem hann fékk ekki leyfi til að tala við fjölskyldur fangels- aðra manna nema i fylgd með manni frá stjórninni. Það er daglegt brauð að fólk sé tekið af lifi i tran án dóms og laga. Fréttir af fjöldaaftökum koma engum á óvart lengur. Sendinefnd frá Rauöa krossin- um kannaði ástandið i april á sið- asta ári og þá reyndust vera um þrjú þðsund pólitiskir fangar i landinu. Nýlega kannaði Rauöi krossinn fjölda pólitiskra fanga i landinu á nýjan leik. Samkvæmt þeim upp- lýsingum sem þá fengust voru um 17hundruð manns i aðeinseinu af 18 fangelsum i landinu þar sem pólitiskir fangar eru geymdir. t samtali við ættingja kom fram að þeim er ekki skýrt frá vegna hvers vegna fólkið situr i fangelsi. Washington Post skýrir frá þvi að meðai þeirra sem sitja i fangels- um séu margir bankastarfsmenn, verslunarmenn, fyrrverandi þingmenn og embættismenn keis- arans. léttaþér landbúnaðar- störfin! J Lysbro verksmiöjurnar hafa framleitt vönduö verkfæri fyrir hvers kyns garðyrkju- og landbúnaöarstörf í 80 ár, enda er nafniö eitt í dag trygging fyrir framúrskarandi gæöum. umboösmenn: K.Þorsteinsson &Co.,Sundaborg Synúandi tn Bandarfkjanna Mikill öldugangur neyddi breskfæddu maraþonsundkon- una Stellu Taylor til að gefa þriðju tilraun sina til að verða fyrst til að synda frá Bahama- eyjum til Bandarfkjanna upp á bátinn. Sundkonan lagðist til sunds frá eyjunni Orange Key og ætl- aði að synda 80 milur á 40 klukkustundum. Hún gafst upp nitján og hálfri klukkustund seinna, þá aðeins komin 22 mil- ur á leið, þegar hún sá að hún þurfti tvo daga i viðbót til að ná Florida vegna fjögurra metra hárra alda. Sjálfstætt ríki Palestínuaraba Fulltrúar Egyptalands, ísra- elsmanna og Bandarikjanna munu koma saman i dag og undirbúa samningaviðræður um sjálfstjórn Palestinuaraba á herteknu svæðunum. Þessar viðræður eru fram- hald af friðarsamningum Egypta og Israelsmanna og munu ráðherrar stjórnanna koma saman þegar þessum tveggja daga undirbúningsfundi er lokið. Það verða utanrikisráðherra Egypta Mustapha Khalil og varnarmálaráðherra Israels- manna Yosef Burg ganga end- anlega frá samningunum um sjálfstjórn Palestfnuaraba. Talið er að mjög erfitt verði að ganga frá þessum hluta frið- arsamninganna. Israelsmenn hafa leyft áframhaldandi bú- setu á herteknu svæðunum og hafa risiðþar upp byggðir Gyð- inga. Egyptar hafa lagt áherslu á að sjálfstjórn Palestinumönn- um til handa sé fyrsta skrefið i átt til sjálfstæðs rikis á Gaza- svæðinu og Vesturbakka Jórd- anar. IRANSKEISARI í MEXlKÓ

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.