Vísir - 11.06.1979, Blaðsíða 27

Vísir - 11.06.1979, Blaðsíða 27
1979 útvarp og sjónvarp . ' * * * * . *' \, * 31 Ums jón: Friörik Indriöason Ulvaro l kvöld ki. 20.30: Ný útvams- saoa Jonas Lie, höfundur út- varpssögunnar, var einn af hinum fjóru stóru í Noregi fyrir síðustu alda- mót. í þeim hópi voru einnig Ibsen og Kiellarid, Sagan heitir á frummál- inu ,,Lifsslaven". En nafnið á sögunni er tekið eftir aðalsögupersónunni Nikulási. Faöir Lie var lögfræöingur og gegndi embættum i noröur-, suöur-, og austur-Noregi og þannig kynntist Lie allskonar fólki úr flestum landshlutum. Lie var frekar áhugalaus fyrir skólanámi, vildi frekar ganga um og kynnast fólki bet- ur. Móöir Lie var lítil, dökkhærö, hugmyndaauðug og hrifnæm og tali Lie hana hafa veriö af Finna- eöa Sigaunaættum. En faðirinn var andstæða hennar, hávaxinn norrænn, strangur og dulur og geröi miklar kröfur til sin og annarra. Lie varð síðan málafærslumaður, en þar hefur hann sennilega kynnst örlögum manna eins og Nikulásar. Lie var ekki mikill fjármála- maöur, og varð gjaldþrota. Hann hætti þá störfum og flutti til Oslóar.Þá fór hann aö skrifa skáldsögur, rúmlega þritugur Fyrsta sagan kom út 1870. En sú saga hefur komið út i íslenskri þýöingu undir nafninu Daviö skyggni. Söguna Nikulás skrifar hann svo 1883. Hún fjallar um óskilgetna barniö Nikulás en móðir hans er fóstra. Honum er komiö fyrir hjá fólki sem fer ekki vel meö hann. En hann er sannur og trúr, mikil hetja. 1 bókinni er síðan lýst ferli hans til tvitugs. Þorkell Sigurbjörnsson uinsjónarmaöur Nútimatónlistar Lög eftir Thomas Marco Vísir hafði samband við Þorkel Sigurbjörnsson og spurðist fyrir um, hvað yrði á döfinni í þætti hans. Hann sagði að það yrði spænskt tónskáld, Thomas AAarco. Væri það gítar- konsert, svo og verk fyrir cellóog píanó. AAarco þykir umtalsverður í nágranna- löndunum, en hann er tón- listarstjóri spænska út- varpsins og hefur mikinn áhuga á nútíma-tónlist. Lög hans munu ýmsir spænskir tónlistarflokkar spila fyrir áheyrendur í kvöld. Marit Grönhaug i einu atriöi leikritsins. Sjðnvarp í kvöld kl. 21.35: HJÖNAMND Þetta sjónvarpsleikrit er byggt á smásögunni Knut Tandberg eft- ir Amalie Skram. Handritiö geröu Erna Ofstad og Eli Ryg, sem jafnframt er leikstjóri. Aðalhlut- verk eru i höndum Marit Grön- haug og Jan Harstad. Leikritið fjallar um samskipti ungra hjóna. Hann er pianóleik- ari áð atvinnu og mjög kvensam- ur. Oftast er engin alvara á bak viö hliðarsporin, en þó kemur aö þvi að hann verður alvarlega ást- fanginn. Þema leikritsins er, hvernig þessi ungu hjón leysa þetta, og fleiri vandamál á milli sin. Dóra Hafsteinsdóttir, þýöandi leikrits- ins sagöi að óhætt væri að mæla með þessu leikriti, þvi aö þaö væri vel uppbyggt og leikur góð- útvarp Mánudagur 11. júni 15.00 Miödegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorn. Þorgeir Ast- valdsson kynnir. 17.20 Sagan: „Mikael mjög- siglandi’’ eftir Olle Mattson. 18.00 Viðsjá. Endurtekinn þáttur frá morgninum. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tii- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Arni Böövarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Báröur Halldórsson menntaskólakennari á Akureyri talar. 20.00 Pianóleikur. 70.30 (Jtvarpssagan. 21.00 Lög unga fólksins. Asta R. Jóhannesdóttir kynnir. 22.10 „Skrifaö stendur....” Annar þáttur um bækur og ritmál i samantekt Kristjáns Guölaugssonar. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 tþróttir Umsjónarmað- ur Bjarni Felixsson. 21.00 Djöflatrumban Japönsk verölaunamynd um fornar venjur I afskekktu sjávar- þorpi. 21.35 Hjónaband Norskt sjón- varpsleikrit, byggt á smá- sögunni Knut Tandberg eft- ir Amalie Skram. Handrit Erna Ofstad og Eli Ryg, sem einnig er leikstjóri. Aðalhlutverk Marit Grön- haug og Jan Harstad. Leik- ritiöer um hjónaband Knúts og Birgittu Tandbergs. Knútur er pianóleikari aö atvinnu. Hann er mikiö upp á kvenhöndina, en sjaldnast er nokkur alvara á bak viö ástarævintýri hans. Þó kemur aö þvi, aö hann verö- ur alvarlega ástfanginn. NæringarlræDlngur mannslíkama og umHverfis Fyrir nokkrum árum kom fram á sjónarsviöiö á siöum þessa blaðs ungur hug- sjónamaöur meö doktors- nafnbót I matvælaverkfræöi frá einhverju útlandinu upp á vasann. Fáir þekktu þá dr dr. Jón Óttar Ragnarsson. En hann haföi engar vifilengjur á, er hann kom heim frá námi, aö upphefja prédikun fyrir endur- bótum á fæðuvenjum lands- manna. Upp úr þessum VIsis- skrifum um kost og þjóöþrif varö eins konar vakning meöal þjóöarinnar, sem lagöist hálf i megrun. Hámark þessarar þjóölegu fæöu- og megrunarvakningar stóö þegar Sjónvarpiö kallaöi a þennar unga mennta- og hugsjónamann til þess aö halda vakningarsamkomur meö reglulegu millibili inni í hverri stofu I landinu. Um árangurinn er fátt vitaö, aö minnsta kosti hafa ekki verið birtar læröar skýrslur á sænska visu um magn þeirrar fitu, sem af lands- mönnum hefur runniö fyrir vik- iö, enda skiptir þaö ekki höfuö- máli, Þeir hafa fengiö aö vita, er varast vilja viti kyrrstööu og ofáts. Nú hefur þessi ungi hugsjóna- maöur hafiönýja vakningu meö þjóöinni. Um helgina var hinu virðulegu og umdeilda musteri, sem kennt er viö Kjarval og stendur á Klambratúni (Miklatúni), umhverft á þann veg, aö þangaö fylkti liði nokkur hópur fullorðins fólks og barna til þess allt i senn aö taka þátt i græskuleysu gamni og ástunda fræðilegar umræður um borgina og lifiö I þvi mikla múrverki, sem hún er. Aö visu hefðu fleiri andlit máttsjást, en þaö breytti ekki þeirri staöreynd, aö þarna var eitthvað nýtt og óvenulégt á feröinni. Samtökin Lif og land, sem munu hafa veriö stofnuö einhvern tima á næstiiönum vetri, efndu til ráöstefnu um bor garsamféþgiö samhliöa ýmiss konar uppákomum fyrir börn og fulloröna. Þar voru fluttir lærðir fyrirlestrar, þar var haföur uppi söngur og börnum skemmt meö trúöleik. Loks var útimarkaöurinn fluttur af Lækjartorgi og inn á mitt Klambratún. Allt bar þetta vott miklu framtaki en þó fyrst og fremst góöum vilja. Ugglaust hefur fariö um þá háleitu listamenn, sem litiðhafa á Kjarvalsstaöi sem filabeins- turn fyrir rétttirúaöa I myndlist og hafa stófnaö til menningar- styrjalda meö ákveönu millibiii, bæöi viö hægri og vinstri húsbændur i borgarstjórn, til þess aðláta Ijós sitt skína. Allur sá hégómaskapur og sú sjálfs- upphafning, sem legiö hefur aö baki þeim styrjaldarátökum, varö þarna á einni helgi aö eintómum barnaskap. Þaö er ánægjulegt til þess aö vita aö loksins skuli þetta hús vera orðið hluti af þvi sem skiptir fólkiö I borginni máli. Þessi samtök, LiT og land, virðast ætla aögjörbreyta ölium umræðum um umhverfismál og verndun menningarverömæta bæöi aö þvi er varöar náttúrulegt umhverfi og mannvirki. Fram til þessa höfum viö ekki kynnst ööru en þröngsýnum hópum sem stofn- aðir hafa veriö til þess aö slá skjaldborg um tiltekin hús. Oft- ast nær hefur framganga þess- araihópa veriö svo keimlik Jehóva-vottum, aö fólk hefur al- mennt ekki tekið mark á þeim fremur en hverjum öörum sér- trúarsöfnuöum. Enginn hcfur amast viö þeim svo hcitið geti, en þeir hafa fremur spillt fyrir hugmyndum um skynsamlega umhverfismótun og verndun húsa. Lhndssamtökin Lff og land sýnasthafafariö inn á alltaörar brautir, enda hafa þau laöaö til sín hópa af fólki sem hvergi áður gat fundiö farveg fyrir hugmyndir slnar um þessi efni. Þær ráðstehiur, scm samtökin hafa gengist fyrir á Kjarvals- stööum, hafa kallaö fram opnari umræöur um verndunar- og sldpulagsmál cn menn hafa oröiö vitni aö áöur. Hugmyndirnar eru i inenningarlegum farvegi, en án allar þröngsýni. Svo viröist sem dr. Jóni óttari ætli aö takast aö vekja þjóöina til vitundar um næringarfræði umhverfisins, rétt eins og hann fór létt meö aö sýna öllum almenningi fram á nýja heima i næringarfræöi mannslikamans. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.