Vísir - 11.06.1979, Blaðsíða 18

Vísir - 11.06.1979, Blaðsíða 18
22 Vitlaus þýðing Svo er að heyra á fólki að þættirnir um „alþýðutónlist- ina” séu með þvl sjónvarps- efni sem Iaðar til sfn hvaö flesta áhorfendur. Þættirnir eru þokkalega gerðir og þýðing Þorkels Sigurbjörns- sonar yfirleitt með miklum ágætum. Nafn þáttanna er hins vegar ekki aöeins röng þýðing á orðunum „popular music” heldur er Ilka verið að gefa í skyn að einhver lágstétt þjóðfélagsins kölluð alþýða hafi tekið sérstöku ástfóstri við rokk, djass, blds og popp. Samkvæmt þvf er klasslsk tónlist auðvitað ekki „alþýðu- tónlist” og er nærtækt að minna á tónleika sem Sinfóni- an hefur staðið fyrir og nefnt ..alþýðutónleika”, þar sem boðið er upp á efni af „létt- ara” taginu. sandkorn Gunnar Salvarsson skrifar Frétta- matur Það er ekki úr vegi að birta mynd af þessari dýrategund, þar sem hún hefur verið æði mik- ið i fréttum undanfarið og á ekki ófrægari stuðningsmann en leik- konuna Brigitte Bardot. Hún hefur reyndar skrifað barnabók um selina og fjendur þeirra veiðimennina og við heyrðum ekki betur en að lesið hafi verið upp úr bókinni fyrir stuttu i út- varpinu. VÍSIR Mánudagur 11. júní 1979 Timinn og Dagur bftast Hermann Sveinbjörnsson fréttamaður hjá útvarpinu mun nú hafa gefið Timanum afsvar um það að gerast fréttastjóri á blaðinu þvert of- an i spár manna. Við þvi starfi hefur tekið Kjartan Jónasson blaöamaður á Hmanum. Ilermann mun þrátt fyrir allt sennilega hverfa frá hljóð- varpinu og fara norður til Dags á Akureyri, þar sem honum hefur verið boðin staða ritstjóra. Mun hann eiga að taka við þvf starfi um áramót ef af verður. Fleiri breytingar eru á Tfm- anum. Eirfkur S. Eirfksson er orðinn um sj ón a r ma ður sunnudagsblaðsins og Oddur ólafsson verður titlaður rit- stjórnarfulltrúi. Skrýpia- strumpar Teiknimyndaffgúrur sem nefndar eru „Smurfs ” á ensku ætla að reyna sig við ís- lendinga næstu misserin. Steinar hf. keypti einkaréttinn á tónlist tengda þessum fyrir- brigðum, en Iðunn tryggði sér einkaréttinn á bókmenntun- um. Hvorug útgáfan vissi af hinni og þegar íslenska þýöingin á „Smurfs” leit dagsins ljós kom á daginn að Steinar hf. kaus að kalla þá „Skrýplana” en Iðunn „Strumpana”. Vinnsla á efninu var það langt komin hjá báðum fyrir- tækjunum þegar „slysiö” kom i ljós að of seint var að breyta nokkru. „Smurfs”-figúrunar heita þvf tveimur nöfnum hér á landi svo hallærislega sem það lftur út. Þaö er þó bót I máli að þetta fylgir þeirri islensku hefð að skíra börn tveimur nöfnum enda mun vart það barn finn- ast sem fætt er eftir 1965 sem heitir einu nafni. HUOMLEIMR í HÖIIINNI Aögangur kr. 3500. Forsala aðgöngumiða í hljómplötudeildum: Karnabæjar, Fálkans, Skífunni og Faco. Jór þoð er ó morgun sem þér gefst kostur ó oð sjó Þursoflokkinn, Ljósin í bænum og Mognús og Jóhonn i sínu finosto formí ó fjölum Hollorinnor. En ouðvitoð verður þú oð mæto f eigin persónu viljírðu verðo vitní oð þvi sem foro mun from. Þor sem mjólkurfræðingornir hofo nú somið tekst okkur oð holdo miðoverðinu ó oðeins 0500

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.