Morgunblaðið - 29.04.2001, Page 2

Morgunblaðið - 29.04.2001, Page 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, boðaði stefnu- breytingu í skattamálum og um- hverfismálum og lagði þunga áherslu á menntun í ræðu sinni á flokks- stjórnarfundi sem haldinn var á Hótel Loftleiðum í gær. Í ræðunni sagði hann stefnu Sam- fylkingarinnar byggjast á sígildri hugsjónastefnu verkalýðshreyfinga og nýjum hugmyndastraumum frá vinstri væng og hinni róttæku miðju stjórnmálanna í okkar heimshluta. „Nútímaleg jafnaðarstefna boðar ekki velferð án ábyrgðar,“ sagði Öss- ur. „En hún hafnar því að fara hina gömlu leið sífelldra skattahækkana til að standa straum af þeim kostn- aði. Okkar skattastefna á að byggjast á því að nota svigrúmið sem auðlinda- gjöld gefa til að bæta velferðarkerfið, til dæmis kosta félagslegar fjárfest- ingar í menntun, en til lengri tíma lit- ið eigum við ekki að hika við að stefna að því að nota auðlindagjöld til að draga úr tekjusköttum einstaklinga. Það kemur meðal annars barnafólki og millitekjuhópum til góða, einmitt þeim hópum sem alltaf verða út- undan þegar skattkerfinu er breytt. Við eigum sérstaklega að vinna að því að bæta skattaumhverfið hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það gæti auðveldað mjúka lendingu úr því háskaflugi sem ríkisstjórnin hefur stefnt atvinnulífinu í.“ Þjóðaratkvæðagreiðslur um skipulags- og umhverfismál Össur sagði brýnt að breyta skatt- kerfinu til hagsbóta fyrir þá sem minna mega sín með því að afnema skattlagningu á fjárhagsaðstoð sveit- arfélaga og húsaleigubætur. Þá sagði hann nauðsynlegt að huga að því hvort réttlátt væri að lífeyrisþegar greiddu fullan skatt af þeim hluta líf- eyris sem sannanlega væri fjár- magnstekjur. Í ræðu sinni gagnrýndi Össur ný lög um mat á umhverfisáhrifum og sagði það áhyggjuefni að þau hefðu ekki náð að setja niður alvarlegar deilur um framkvæmdir sem rösk- uðu ásýnd náttúrunnar. Hann sagði það stefnu Samfylkingarinnar að taka upp beint lýðræði í auknum mæli með því að beita þjóðar- atkvæðagreiðslum. Hann sagði að réttlátast væri að útkljá ýmis skipu- lags- og umhverfismál með slíkum hætti í framtíðinni. Össur sagði að fjárfesting í mennt- un skilaði sér fljótt í auknum tekjum fyrir þjóðina. Hann sagði það stefnu Samfylkingarinnar að flytja kennslu á sviði tungumála, stærðfræði og tölvugreina neðar í skólakerfið. Þá sagði hann mikilvægt að efla starfs- nám og tryggja að því lyki með stúd- entsprófi. Ennfremur væri það stefna flokksins að stúdentar gætu útskrifast einu til tveimur árum fyrr en þeir gera í dag. Að sögn Össurar er nauðsynlegt að stórefla bæði þverfaglegt grunn- nám og rannsóknartengt framhalds- nám á háskólastigi. Hann sagði efl- ingu rannsóknarnáms vera forsendu þess að gera skólann að alþjóðlegum vísindaháskóla í fremstu röð. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar á Hótel Loftleiðum Formaðurinn boðar stefnu- breytingar í skattamálum Morgunblaðið/Ásdís Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði brýnt að bæta skattaumhverfið hjá litlum og meðal- stórum fyrirtækjum. Þá ætti ekki að hika við að nota auðlindagjöld til að draga úr tekjusköttum einstaklinga. NOKKUR óánægja er meðal nemenda og stjórnenda Lög- regluskólans vegna þess að námið er ekki lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna. Þá hefur einnig borið á óánægju meðal nemenda vegna þess að fyrsta náms- önnin við skólann er ólaunuð en nemendur í Tollskólanum og Fangavarðaskólanum eru hins vegar á launum allan sinn námstíma. Gunnlaugur V. Snævarr, yfirlögregluþjónn hjá Lög- regluskólanum, segir að unnið hafi verið að því að fá við- urkenningu á að nám við Lög- regluskólann verði lánshæft hjá LÍN. „Við eigum eftir að fá nýtt mat á skólann hjá menntamálaráðuneytinu og það er mín tilfinning að það sé pólitískur vilji fyrir því,“ segir hann. Nám í Lögregluskólanum stendur í a.m.k. 12 mánuði og skiptist í þrjár annir. Fyrsta önnin er ólaunuð. Þeim nem- um sem standast próf á önn- inni skal ríkislögreglustjóri sjá fyrir launaðri starfsþjálfun í lögreglunni í a.m.k. fjóra mán- uði. Að lokinni starfsþjálfunar- önn tekur við launuð þriðja önn í Lögregluskólanum sem lýkur með prófum. Engin skólagjöld eru greidd, en þeir sem búa úti á landi geta sótt um styrk til jöfnunar náms- kostnaðar til námsstyrkja- nefndar. Grunnnám tollvarða er tvær námsannir og starfsþjálfun í sex til átta mánuði milli anna. Nemendur Lög- regluskólans Námið verði lánshæft ÞAÐ gekk mikið á í bakgarði einum við Langholt á Akureyri þegar verið var að snyrta áratugagamlar aspir sem þar eru. Sumar þeirra hafa náð allt að 12 metra hæð en þeir Jónas Sigursteinsson, Ægir Þormar og Hafþór Þórarinsson létu það ekki á sig fá þótt klífa þyrfti með sögina upp í nokkra hæð. Þeir lögðu hart að sér við verkefnið og hafði safnast saman dágóður haugur af greinum eftir dagsverkið. Morgunblaðið/Kristján Aspirnar snyrtar VATNSBÚSKAPUR Landsvirkjun- ar er í góðu horfi miðað við snjóléttan vetur á hálendinu, að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar. Síðustu daga hefur rennsli verið að aukast í ám og þar með innflæði í miðlunarlónin í Þór- isvatni og Blöndulóni. Um 60 rúm- metrar á sekúndu renna í Þórisvatn en algengt er að rennsli sé um 150 rúmmetrar að vetrarlagi. „Vorið er komið og við byrjaðir að safna vatni fyrir næsta vetur. Ekki líður á löngu þar til við hættum miðl- uninni úr Þórisvatni. Það ræðst svo- lítið af sumrinu hvernig staðan verður í haust og hvort einhver jökulbráð verði að ráði,“ sagði Þorsteinn. Vatnsmagnið í Blöndulóni fór lægst niður í 24 gígalítra fyrir fáum dögum en Þorsteinn sagði að magnið væri nú komið í 58 gígalítra. Miðlunarrými Blöndulóns er um 200 gígalítrar. Rennsli að aukast í miðlunarlón BÝFLUGNARÆKT hefur aukið mjög tekjur bænda í Manitoba- fylki í Kanada undanfarin ár en vegna hennar hefur ræktun alfalfa eða refsmára margfaldast. Sala á refsmárafræi hefur fært björg í bú en hún skilar 200 bændum, þar af mörgum á Nýja- Íslandi, um 10 til 20 milljónum kanadískra dollara í tekjur á ári eða um 600 til 1.200 milljónum ís- lenskra króna. Það gerir um þrjár til sex milljónir kr. á mann að meðaltali á ári. Davíð Gíslason, býflugnabóndi á Svaðastöðum í Geysirbyggð, á einkum heiðurinn af þessari bú- bót. Fyrir 30 árum keypti hann býflugur í Bandaríkjunum, einn fyrstur manna í Manitoba, og hóf markvissa ræktun með þeim ár- angri að þremur árum síðar, 1974, var hann sjálfur byrjaður að selja flugur, meðal annars til Bandaríkjanna. Þessar flugur eru þekktar fyrir hvað vel þær frjóvga blóm refsmárans, en vestra hefur jurtin verið nefnd drottning skepnufóðursins. Að sögn Davíðs þarf a.m.k. 60.000 til 70.000 býflugur á hvern hektara lands. „Í Manitoba-fylki eru um 200 bændur með þessar býflugur og frærækt með þessum hætti á um 17.000 til 18.000 hekt- urum en heildarsalan á fræi skil- ar um 10 til 20 milljónum kanad- ískra dollara á ári. Það er mikil búbót,“ segir Davíð. Bændur ársins Davíð og Gladys, eiginkona hans, voru útnefnd bændur árs- ins 2000 í Manitoba fyrir öflugt nýsköpunarstarf og ýmis sam- félagsverkefni en þau hafa verið og eru mjög virk í félagsmálum. Davíð átti m.a. frumkvæði að stofnun heysölufyrirtækis í Mani- toba sem selur sérstaklega press- aða heybagga, m.a. til Japans og Kóreu. Hann er einn stofnenda fyrirtækis sem selur víða ýmsar tegundir af gras- og ref- smárafræi, m.a. til Argentínu, Bandaríkjanna og Evrópu, auk þess sem hann hefur látið til sín taka á öðrum sviðum, en hann var m.a. formaður árþúsunda- nefndarinnar – 125 sem stóð að um 200 hátíðum í fyrra til að minnast þess að 1.000 ár voru liðin frá því að fyrstu Íslending- arnir komu til Kanada og 125 ár frá landnámi þeirra við Winnipeg-vatn í Manitoba. Nýsköpun kanadísks bónda af íslensk- um ættum eykur mjög tekjurnar Fá um 600 til 1.200 millj- ónir kr. á ári  Frumkvöðull /B8 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.