Morgunblaðið - 29.04.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Nýr formaður Evrópusamtaka
NÝLEGA var á aðal-fundi Evrópusam-takanna á Íslandi
kosinn nýr formaður – Úlf-
ar Hauksson stjórnmála-
og Evrópufræðingur.
Hann var spurður hvernig
hin nýja vegsemd legðist í
hann?
„Hún leggst vel í mig.
Ég hef lengi haft mikinn
áhuga á Evrópusamstarfi,
sá áhugi kviknaði ekki síst
þegar ég stundaði nám í
stjórnmálafræði við Há-
skóla Íslands. Segja má að
þá hafi ég fengið áhuga á
að kanna frekar hugsan-
lega stöðu Íslands og af
hverju við værum ekki bú-
in að sækja aðild að Evr-
ópusambandinu. Það
leiddi mig til að skoða
sjávarútvegsstefnu sambandsins
sem álitin hefur verið helsta
hindrunin í vegi þess að við Ís-
lendingar gerðumst aðilar að
Evrópusambandinu. Ég skrifaði
BA-ritgerð mína einmitt um það
efni.“
– Og hvað sástu við athugun á
þessu málefni?
„Ég komst að þeirri niðurstöðu
að sjávarútvegsstefnan er ekki
óyfirstíganlegt vandamál ef geng-
ið yrði til aðildarviðræðna við
Evrópusambandið. Í fyrsta lagi
má segja að sjávarútvegsstefna
sambandsins sé þannig upp
byggð að ákaflega fátt myndi í
raun breytast í íslenskri fiskveiði-
stjórnun við aðild. Auk þess sýnir
reynslan okkur að sambandið er
alltaf tilbúið að sýna sveigjanleika
í viðræðum og finna „klæðskera-
saumaðar“ lausnir fyrir væntan-
leg aðildarlönd. Í rauninni fékk ég
þessar niðurstöður mínar frekar
staðfestar í þættinum Aldarhvörf
sem var á dagskrá Ríkissjón-
varpsins 6. nóvember árið 2000 af
ýmsum embættis- og stjórnmála-
mönnum Evrópusambandsins og
núna síðast jafnframt á blaða-
mannafundi Romano Prodis, for-
seta framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins, og Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra eftir
fund þeirra í Brussel á dögunum.
Prodi staðfesti þar að hægt væri
að semja um ýmsa hluti.“
– Hvað eru Evrópusamtökin
búin að starfa lengi á Íslandi?
„Evrópusamtökin eru í raun-
inni þverpólitísk samtök sem voru
stofnuð árið 1995. Samtökin vilja
m.a. stuðla að opnum og fordóma-
lausum umræðum um samstarf
Evrópuríkja. Helsta markmiðið
er að starfa að virkri þátttöku Ís-
lands í samstarfi Evrópuríkja og
að Ísland sæki um aðild að Evr-
ópubandalaginu. Starfið fór af
stað með miklum krafti í upphafi
en síðan hefur heldur dregið úr
því, kannski m.a. vegna þess að
Norðmenn höfnuðu aðild að Evr-
ópusambandinu og umræður um
þetta efni minnkuðu hér.“
– Hverju munt þú beita þér fyr-
ir sem nýr formaður Evrópusam-
takanna?
„Ég mun fyrst og
fremst beita mér fyrir
því að reyna að koma
umræðum um Evrópu-
mál og hugsanlega að-
ild Íslands að Evrópu-
bandalaginu á „hærra plan“ – að
það verði á faglegri nótum. Í bí-
gerð er samvinna okkar og
norsku Evrópusamtakanna sem
er mjög spennandi. Það er mín
skoðun að menn verið að fara að
koma sér „upp úr skotgröfunum“
og fara aðræða þetta mál á vit-
rænni hátt en verið hefur og þá
frekar út frá hagsmunum heildar-
innar en ekki út frá ímynduðum
og raunverulegum sérhagsmun-
um eins og verið hefur.“
– Þú ert að skrifa bók um sjáv-
arútvegsstefnu Evrópusam-
bandsins – er sú stefna mjög
fjarri hagsmunum okkar Íslend-
inga við nána skoðun?
„Í rauninni ekki því stefnan
byggir í raun á sameiginlegri nýt-
ingu á sameiginlegum fiskistofn-
um. Fiskveiðilögsögur Evrópu-
ríkja liggja undantekningarlaust
hver að annarri en íslenska fisk-
veiðilögsagan er hins vegar al-
gjörlega aðgreind frá fiskveiðilög-
sögu Evrópusambandsins. Allir
okkar helstu nytjastofnar eru
staðbundnir. Auk þess hefur Evr-
ópusambandið enga viðurkennda
veiðireynslu á Íslandsmiðum og
fengi þar af leiðandi engan kvóta í
íslenskri lögsögu. Ákaflega lítið
myndibreytast í íslenskri fisk-
veiðistjórnun þótt við fengjum að-
ild að Evrópusambandinu og
segja má að við gætum þá rekið
íslenska fiskveiðistjórnun innan
hinnar sameiginlegu fiskveiði-
stefnu Evrópusambandsins. Því
má bæta við að heyrst hafa raddir
um að það standi til að breyta
þessum úthlutunarreglum, þ.e.
ríkjakvótanum, sem aftur byggja
þá á veiðireynslu. En það er á
misskilningi byggt. Það er víð-
tækt samkomulag um þetta fyr-
irkomulag innan Evrópusam-
bandsins og ef einhverjar
breytingar yrðu gerðar
þá yrðu þær strand-
ríkjum í hag.“
– Telur þú ástæðu til
að kynna betur sjávar-
útvegsstefnu Evrópu-
sambandsins?
„Já, tvímælalaust því að menn
eru enn þá haldnir þeim „fordóm-
um“ að við aðild myndu erlend
fiskiskip streyma inn í íslenska
fiskveiðilögsögu. Þetta er mikill
misskilningur, sóknarmynstur er-
lendra fiskiskipa á Íslandsmið
myndi lítið breytast við íslenska
aðild að sambandinu, þar yrði
helst um einhverjar tæknilegar
útfærslur að ræða.“
Úlfar Hauksson
Úlfar Hauksson fæddist á Ak-
ureyri 9. janúar 1966. Hann lauk
prófi í vélfræði frá Vélskóla Ís-
lands 1992 og stúdentsprófi í
raungreinum frá Verkmennta-
skólanum á Akureyri 1994. Hann
lauk BA-prófi í stjórnmálafræði
frá Háskóla Íslands 1999 og MA-
prófi í Evrópufræðum frá Kaþ-
ólska háskólanum í Leuven í
Belgíu árið 2000. Hann hefur
starfað bæði sem vélstjóri og há-
seti á ýmsum togurum frá Ak-
ureyri en er nú að rita bók um
sjávarútvegsstefnu Evrópusam-
bandsins með hugsanlega stöðu
Íslands í huga.
Þörf á
auknum um-
ræðum um
Evrópumál
Aðild að ESB
myndi litlu breyta
Svona, ekki líta undan, Jón minn, hérna bakdyramegin sérðu afleiðing-
arnar af verkum þínum í fjárlaganefndinni, góði.
UPPBOÐSFYRIRKOMULAG á
sölu garðyrkjuávaxta hentar ekki
hér á landi vegna þess hve kaup-
endurnir eru fáir, að mati Kjart-
ans Ólafssonar, formanns Samtaka
garðyrkjubænda. Í sama streng
tekur Pálmi Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Sölufélags garð-
yrkjumanna, sem segir að upp-
boðsfyrirkomulag á þessu sviði sé
óðum að hverfa erlendis, en Sam-
tök verslunar og þjónustu leggja
til að í kjölfar afnáms gjalda og
viðskiptahindrana við sölu græn-
metis verði stefnt að því að innlent
grænmeti fari sem mest á upp-
boðsmarkað þar sem verð markist
af framboði og eftirspurn.
Kjartan sagðist ekki hafa sett
sig inn í þá útfærslu sem þarna
væri rætt um, en hann vildi að
bændur væru frjálsir að því hvar
þeir seldu afurðir sínar og hvern-
ig. Það ættu að vera frjáls við-
skipti á þessu sviði að því leyti til
að ef bændur vildu fara inn á
markað gerðu þeir það, en það
ætti ekki að vera hægt að þvinga
þá til þess.
Bændur séu frjálsir að því
hvar þeir selja og hvernig
Aðspurður hvort svona fyrir-
komulag væri ekki vel þekkt á sölu
landbúnaðarafurða í Evrópu til
dæmis og víðar, sagði hann svo
vera, en þá væri nánast verið að
ræða um heimsmarkað, en hér á
landi væri verið að tala um rúm-
lega eitt hundrað garðyrkjubænd-
ur og innan við það ef einungis
væri miðað við grænmetið og
kaupendurnir væru örfáir. Hann
vissi ekki um uppboðsmarkað í
neinu hagkerfi þar sem seljend-
urnir væru nánast hundrað sinnum
fleiri en kaupendurnir.
Hann sagðist ekki sjá hvernig
uppboðsmarkaður ætti að virka við
þessar aðstæður. Hann sæi ekki
hvernig uppboðsmarkaður sem
sölufyrirkomulag á grænmeti
kæmi til greina vegna þess hve
kaupendurnir væru fáir á móti
seljendunum.
Aðrir að hverfa frá
þessu fyrirkomulagi
Pálmi Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Sölufélags garð-
yrkjumanna, sagði að það væri
einkennilegt ef við ættum að fara
að taka upp uppboðsmarkað í
þessum efnum hér á landi þegar
allar aðrar þjóðir væru að hverfa
frá því fyrirkomulagi. Það sé til að
mynda tilfellið á stærstu mörk-
uðum í heimi í þessum efnum, eins
og í Hollandi. Ástæðan sé meðal
ananrs sú að smásölukeðjurnar
séu sífellt að stækka og það gefi
auga leið að slíkt fyrirkomulag
gangi ekki upp hér á landi þar sem
séu í aðalatriðum bara tveir stórir
kaupendur að vörunni.
Uppboðsfyrirkomulag á sölu grænmetis hér á landi
Kaupendurnir of fáir