Morgunblaðið - 29.04.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 22/4–28/4
VEGNA sjómannaverk-
fallsins eru mörg fisk-
vinnslufyrirtæki stopp sök-
um hráefnisskort. Fleira
fiskvinnslufólk er skráð at-
vinnulaust en réttarstaða
útlendinga hefur verið
bætt þannig að þeir fái at-
vinnuleysisbætur til jafns
við aðra starfsmenn.
DAVÍÐ Oddsson for-
sætisráðherra tók við verð-
launum fyrir Íslands hönd
frá bandarísku umhverf-
issamtökunum Global
Green USA. Verðlaunin
voru veitt fyrir stefnu Ís-
lands í orkumálum.
HÚSASMIÐJAN og
Kaupás eru í viðræðum um
sameiningu fyrirtækjanna.
Samanlögð velta þeirra er
tæpir 20 milljarðar króna.
ÁLVERIÐ í Straumsvík
tekur á árinu í notkun nýja
400 milljóna króna álsög í
steypuskála verksmiðj-
unnar. Kaupa á nýjan
bræðsluofn og er talið að
með þessu geti heildar-
álframleiðsla Ísal farið í
200 þúsund tonn á ári.
SAMKVÆMT skýrslu
nemanda í MBA-námi við
Háskóla Íslands gætu um
50 milljónir króna sparast
árlega ef aðgerðum við
mjaðmarliðskipti yrði
fjölgað. Meðalbiðtími eftir
slíkum aðgerðum er 327
dagar og á biðlista eru 99
sjúklingar.
MAÐUR svipti sig lífi á
meðan lögreglan í Reykja-
vík leitaði í húsi hans sl.
mánudagskvöld vegna
gruns um að þar væri
framleitt amfetamín. Lög-
reglan rannsakar tildrög
sjálfsvígsins.
Stórtjón í elds-
voða hjá Íslensk-
um matvælum
UM 100 milljóna króna tjón varð hjá
Íslenskum matvælum þegar eldur
kom upp í húsnæði fyrirtækisins í
Hafnarfirði á föstudag. Enginn slas-
aðist í brunanum en þrír starfsmenn
voru inni þegar eldur kom upp í reyk-
ofni í norðausturhluta hússins en þeim
tókst að forða sér út. Mikill eldur og
reykur var í húsinu sem gerði slökkvi-
liðsmönnum erfitt fyrir. Slökkvistarf
tók tæpa þrjá tíma.
Frumvarp lagt fram
um sölu Landssímans
SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur lagt
fram frumvarp á Alþingi um sölu
Landssímans og mun hann mæla fyrir
því nk. miðvikudag, standist áætlun
þingsins. Stefnt er að því að frumvarp-
ið verði að lögum á þessu þingi og mun
samgönguráðherra þá hafa heimild til
að selja allt hlutafé í fyrirtækinu.
Í greinargerð með frumvarpinu
kemur fram að stefnt er að því að selja
49% hlutafjár á þessu ári og að salan
hefjist á vormánuðum. Salan á að fara
fram í þremur áföngum. Í fyrsta
áfanga verði boðin út 24% til almenn-
ings, starfsmanna og lítilla hluthafa,
25% í öðrum áfanga síðar á árinu til
kjölfjárfestis eftir lokað útboð, og loks
51% í þriðja áfanga.
Um 37 þúsund tonnum
af fiski hent árlega
SAMKVÆMT skoðanakönnun sem
Gallup gerði meðal sjómanna er heild-
arbrottkast á fiski tæp 37 þúsund tonn
á ári. Þar af má gera ráð fyrir að brott-
kast á bolfiski sé tæplega 26 þúsund
tonn. Áætlað heildarverðmæti þessa
afla, sem fer óunninn frá borði, er 3-5
milljarðar króna.
INNLENT
Kínverjar mótmæla
vopnasölu til Taívan
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti
ákvað á mánudag að verða við ósk Taív-
ana um að selja þeim vopn, en þó ekki
eins öflug og þeir höfðu vonast eftir.
Taívanstjórn hafði falast eftir tundur-
spillum með háþróuðum Aegis-flug-
skeytavarnarbúnaði, en í staðinn fá
þeir skip af Kidd-gerð, auk flugvéla,
kafbáta og annarra vopna.
Kínverjar, sem líta á Taívan sem
uppreisnarhérað, mótmæltu vopnasöl-
unni harðlega og sögðu hana óvirðingu
við fullveldi Kína og íhlutun í kínversk
innanlandsmálefni.
Vopnasalan hefur enn aukið á
spennuna milli Bandaríkjanna og Kína,
en skammt er síðan mál bandarískrar
njósnavélar, sem nauðlenti í Kína eftir
árekstur við kínverska herþotu, stefndi
samskiptum ríkjanna í hættu.
Sjálfstæðissinnar
í meirihluta í
Svartfjallalandi
STJÓRNMÁLAÖFL sem vilja slíta
ríkjasambandinu við Serbíu og stofna
sjálfstætt ríki í Svartfjallalandi, náðu
meirihluta í þingkosningunum í land-
inu, sem fram fóru á sunnudag í síðustu
viku.
Stjórnarflokkarnir, sem eru hlynntir
sjálfstæði, fengu um 42% atkvæða en
andstæðingar þeirra um 40%. Frjáls-
lynda bandalagið, sem er utan stjórnar
og einnig vill sjálfstæði, fékk 7,6% og
því er ljóst að sjálfstæðissinnar verða
með meirihluta á þingi.
Talsmenn Evrópusambandsins og
Bandaríkjastjórnar hafa frá því á
mánudag lagt að stjórnvöldum í Svart-
fjallalandi að fresta ákvörðun um sjálf-
stæðismálið, en forseti landsins, Milo
Djukanovic, lýsti því yfir á þriðjudag að
stjórnin myndi standa við áform um að
halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það.
MIKIL óvissa er í stjórn-
málum í Úkraínu eftir að
kommúnistar og flokkar
hliðhollir auðjöfrunum í
landinu sameinuðust um
að bola umbótasinnanum
Viktor Júshtsjenko úr
embætti forsætisráðherra
og fella ríkisstjórn hans.
Búist er við að Júshtsjenko
muni taka við forystu
stjórnarandstöðunnar og
leiða baráttuna fyrir því að
forseti landsins, Leoníd
Kútsjma, segi af sér.
JUNICHIRO Koizumi
var á þriðjudag kjörinn
formaður stjórnarflokks-
ins í Japan, Frjálslynda
lýðræðisflokksins, og tók á
fimmtudag við embætti
forsætisráðherra landsins
af Yoshiro Mori, sem
neyddist til að segja af sér
vegna gífurlegra óvin-
sælda. Vonast er til að
Koizumi muni færa ferska
strauma inn í japönsk
stjórnmál, sem hafa verið
mörkuð spillingu og óskil-
virkni.
GENGI bandarískra
hlutabréfa hækkaði tals-
vert á föstudag, eftir að
skýrt var frá því að mun
meiri hagvöxtur hefði ver-
ið í Bandaríkjunum á
fyrsta fjórðungi ársins en
spáð hafði verið. Gert
hafði verið ráð fyrir að
hagvöxturinn yrði enginn
fyrstu þrjá mánuði ársins
og spáð var 1% hagvexti
allt árið. Nú sýna mæl-
ingar hins vegar að hag-
vöxtur fyrsta ársfjórð-
ungsins samsvari 2%
hagvexti yfir árið.
ERLENT
Frábært fyrir meltingu og maga
ACIDOPHILUS
FRÁ
Apótekin
með GMP gæðastimpli
100% nýting/frásog
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
ÚTLENDINGAEFTIRLITIÐ hef-
ur óskað eftir rannsókn lögreglunn-
ar í Reykjavík á því hvort grunur eft-
irlitsins sé réttur um að vinnuafl frá
Eystrasaltsríkjunum hafi verið flutt
ólöglega inn í landið. Georg Kr. Lár-
usson, forstöðumaður Útlendinga-
eftirlitsins, sagðist í samtali við
Morgunblaðið leggja áherslu á að
hér væri aðeins um grunsemdir að
ræða.
„Okkur bárust spurnir af því að
hér gæti verið eitthvað vafasamt á
ferðinni varðandi dvöl og starfsemi
fólks frá Eystrasaltsríkjunum hér á
landi. Við nánari skoðun kom í ljós að
hér kynni að vera mannskapur sem
byggi við óviðunandi aðstæður mið-
að við íslenskrar reglur,“ sagði
Georg en húsnæðið sem fólkið átti að
hafa búið í var við gömlu öskuhaug-
ana í Gufunesi og þykir heldur óhrjá-
legt. „Það þótti ástæða til að rann-
saka hvort þetta fólk var hér sem
ferðamenn eða í vinnu án tilskilinna
leyfa,“ sagði Georg.
Útlendingaeftirlitið hefur einnig
grunsemdir um að aðilar búsettir
hér á landi hafi haft milligöngu um
að fá þetta fólk til landsins og gegn
greiðslu að útvega því atvinnu.
Georg sagði að þetta væri spurning
um hvort útlendingar væru misnot-
aðir til vinnu á Íslandi þar sem þeim
væru ekki sköpuð sömu kjör og lög
kvæðu á um.
Útlendingaeftirlitið biður um lögreglurannsókn
Grunur um ólöglega
fengið erlent vinnuafl
Morgunblaðið/Rax
Húsnæðið í Gufunesi sem útlendingarnir bjuggu í, að sögn Útlendinga-
eftirlitsins. Fyrir utan það eru bílhræ, sorp og gamlir byggingarkranar.
FJÓRIR menn voru handtekn-
ir á Akureyri á föstudagskvöld
þar sem þeir höfðu hass og am-
fetamín undir höndum. Lög-
reglan var á hefðbundinni eft-
irlitsferð um bæinn þegar hún
kom auga á mennina, sem voru
í tveimur bílum.
Að sögn lögreglu var um lítið
magn fíkniefna að ræða og var
tveimur mannanna sleppt að
lokinni skýrslutöku en hinir
tveir gistu fangageymslur um
nóttina. Mennirnir hafa áður
komið við sögu lögreglunnar og
er málið í rannsókn.
Fjórir menn
handtekn-
ir með
fíkniefni
MAÐURINN sem réðst gegn
útvarpsmanninum og skemmti-
kraftinum Jóni Gnarr var
handtekinn í Austurstræti í
fyrradag.
Manninum hefur verið sleppt
en lögreglan í Reykjavík segir
að svo virðist sem maðurinn
eigi við geðræn vandamál að
stríða.
Handtekinn í
Austurstræti
VEGNA fjölgunar skóla, nemenda
og kennslustunda og endurnýjunar í
röðum kennara eru lausar allt að 100
nýjar kennarastöður við grunnskóla
höfuðborgarinnar á komandi hausti,
samkvæmt upplýsingum frá
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Er
það langleiðina sami fjöldi kennara
og allir nýir kennarar sem útskrifast
frá Kennaraháskólanum í vor.
Í Reykjavík fjölgar skólum, nem-
endum og kennslustundum í haust.
Um 20 kennara þarf í þrjá nýja skóla
sem taka til starfa í haust; Víkur-
skóla í Grafarvogi, nýjan skóla í
Grafarholti og nýjan skóla fyrir
nemendur með alvarlegar geð- og
hegðunartruflanir. Í Víkurskóla eru
þegar innritaðir 125 nemendur en
óvíst er hversu margir verða í Graf-
arholtsskóla og enn er ekki frágeng-
ið hvar hinn nýi skóli fyrir nemendur
með geð- og hegðunartruflanir verð-
ur.
Vegna fjölgunar kennslustunda á
næsta hausti umfram það sem verið
hefur í vetur þarf um 20 nýja kenn-
ara, að sögn Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur. Og vegna eðlilegrar
endurnýjunar í grunnskólunum er
búist við að þurfi 40-50 nýja kennara.
Þá segir í tilkynningu Fræðslu-
miðstöðvarinnar, að á yfirstandandi
skólaári starfi liðlega 100 leiðbein-
endur við grunnskóla Reykjavíkur.
Markmiðið sé að sem flestir verði sér
úti um kennararéttindi og að kenn-
aramenntað fólk fylli allar kennara-
stöður í grunnskólum borgarinnar.
30% úr leik vegna þungunar
Fræðslumiðstöðin stendur nú fyr-
ir átaki sem ætlað er að vekja athygli
kennara á einum stærsta og fjöl-
breyttasta vinnustað landsins og
kveðst ætla að gera það sem í hennar
valdi stendur til að ná kennurum að
skólunum í Reykjavík. Hafi 350
kennarar útskrifast úr Kennarahá-
skólanum síðustu þrjú árin en 90
þeirra ekki farið að kenna enn.
Þá eru samkvæmt heimildum
Fréttavefs Morgunblaðsins horfur á
að um þriðjungur kennara sem út-
skrifast í vor hefji ekki kennslustörf í
haust vegna þungunar, en konur eru
í miklum meirihluta þeirra sem
leggja stund á kennaranám.
Um 100 kenn-
arastöður laus-
ar í Reykjavík