Morgunblaðið - 29.04.2001, Blaðsíða 23
26 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
V
ATNAJÖKULL er
stærsti jökull Evrópu
og í iðrum hans er eitt
virkasta eldfjallasvæði
heims. Hann er ein-
stakur og stórbrotinn. Allt um
kring er landslag stórt í sniðum,
fjölbreytt og mótað af því mikla afli
sem í jöklinum býr. Að aka um jök-
ulinn á jeppa í allt að 2.000 metra
hæð yfir sjávarmáli á hvítri mjöll-
inni og komast í snertingu við
Hvannadalshnjúk er ævintýri sem
gleymist ekki.
Hingað til hefur maður látið sér
það nægja að sjá þennan hæsta tind
Íslands úr margra mílna fjarlægð.
Þegar við nálguðumst Hvannadals-
hnjúk á þremur jeppum sumardag-
inn fyrsta sl. varð okkur ljóst hve
stórfenglegur hann er í nágvígi. Allt
virtist svo agnarsmátt í samanburði
við hann, jafnvel sjálfur Vatnajökull
var smár. Útsýnið af tindinum er
nær óendnalegt, suðaustur- og suð-
urströndin var í svo mikilli nálægð
að örstutt virtist til Hornafjarðar
og norður yfir jökulinn sást svo
langt sem augað eygði.
Á hæsta tind landsins
Lengi hafði það blundað í ferða-
löngunum að komast á jeppum sín-
um að hæsta tindi landsins, sem er
2.119 metrar yfir sjávarmáli. Eftir
nokkurn undirbúning var ákveðið
að láta á það reyna í síðustu viku
því veðurspáin var góð og fréttir
höfðu borist af því að jökullinn væri
tiltölulega þægilegur yfirferðar.
Lítið væri um sprungur og því að-
eins spurning um veður og snjóa-
lög.
Fyrsti áfangastaður var skáli
Jöklarannsóknarfélagsins í Jökul-
heimum, sem er við jökulröndina
vestanverða. Ferðin þangað gekk
áfallalaust þó svo að nokkuð hefði
verið um krapapytti á leiðinni.
Jepparnir sönnuðu þá strax ágæti
sitt er þeir stungu sér niður í krap-
ann, höfðu lítið fyrir því að komast í
gegnum hann og síðan upp á hæstu
hóla. Þeir voru vel útbúnir, tveir
þeirra á 38 tomma dekkjum og sá
þriðji á 44 tommum. En góðir jepp-
ar eru engin trygging fyrir því að
drífa vel, ökumennirnir þurfa líka
að vera góðir og það sýndu þeir
strax á fyrsta degi að þeir voru ekki
að fara í óbyggðaferð í fyrsta sinn.
Í gufubað á Grímsfjalli
Haldið var upp á Vatnajökul frá
Jötunheimum í bítið 17. apríl og
stefnan tekin á Háubungu sem er
rétt sunnan við Grímsfjall. Ferðin
upp gekk vel og þrátt fyrir að
skyggni væri slæmt á köflum kom
það ekki að sök því bílarnir voru vel
útbúnir og auk þess með tölvu
tengda við GPS-tæki, sem gefur
upp mjög nákvæma staðsetningu.
Nokkur lausasnjór var og því þurfti
að hleypa lofti úr dekkjum eftir því
sem ofar dró. Það tók um þrjá tíma
að komast á Grímsfjall þar sem
næsti náttstaður okkar var fyr-
irhugaður. Þar er Jöklarannsókn-
arfélagið með hlýlegan skála og er
m.a. hægt að fara þar í gufubað!
Gerð var heiðarleg tilraun til að
keyra yfir að Hvannadalshnjúk síð-
ar um daginn, en vegna skyggnis og
ófærðar urðum við frá að hverfa og
héldum því aftur í hreiðrið á Gríms-
fjalli þar sem við nýttum gufubaðið
óspart áður en við lögðumst til
svefns.
„Erum komnir upp fyrir tvö
þúsund metrana“
Sumardagurinn fyrsti heilsaði
okkur með bros á vör, ekki ský á
himni, logn og hiti rétt undir frost-
marki. Farið var snemma á fætur
og lagt af stað frá Grímsfjalli. Tölu-
vert sprungusvæði er austan í
Grímsfjalli, í svokölluðu útfalli, en
okkur tókst að komast framhjá því
án teljandi erfiðleika enda vanir
fjallamenn við stjórnvölinn. Um 60
km leið er frá Grímsfjalli að
Hvannadalshnjúk og tók ferðin
þangað tæpa fjóra klukkutíma með
nokkrum stoppum. „Við erum
komnir upp fyrir tvö þúsund metr-
ana, hæðarmælirinn hjá mér sýnir
nú 2.080 metra,“ sagði forystusauð-
urinn Óskar Ólafsson í talstöðina.
Þetta voru tölur sem aldrei höfðu
sést á hæðarmælum jeppanna áður.
Menn fögnuðu settu marki og nutu
þess að vera á „toppi tilverunnar“
eins og Haraldur Örn Ólafsson pól-
fari komst svo skemmtilega að orði
er hann stóð á norðurpólnum fyrir
um ári.
Sýn sem lifir í minningunni
Ekki var mögulegt að keyra upp
á sjálfan Hvannadalshnjúk, enda
snarbratt klettabelti. Ákveðið var
því að ganga upp hann á tveimur
jafnfljótum. Eftir að hafa notið út-
sýnisins um stund og drukkið rjúk-
andi kaffi var erfitt að snúa til baka
frá þessari sýn, sem á eftir að lifa í
miningunni um ókomin ár. Það voru
ánægðir ferðalangar sem héldu aft-
ur á jeppunum sömu leið til baka á
Grímsfjall. Ferðin þangað tók að-
eins tvær klukkustundir enda tilbú-
in góð slóð fyrir bílana. Þar var
hægt að láta gamminn geisa og var
ekið á allt að 80 km hraða í snævi-
þaktri eyðimörkinni. Stutt var
staldrað við á Grímsfjalli áður en
haldið var niður í Jökulheima. Leið-
in þaðan og að Búrfellsvirkjun var
torsótt að þessu sinni, vegna leys-
inga og vatnavaxta og varð að fara
töluverðar krókaleiðir til að forðast
krapapytti. Allt gekk þó vel að lok-
um og til Reykjavíkur var komið
rétt eftir miðnætti.
Ferðalangarnir sex, sem komu
þreyttir en glaðir heim, eru þegar
farnir að undirbúa aðra jeppaferð –
inn í óbyggðir Íslands.
Ekið um
snæviþakta
eyðimörk
Vatnajökuls
Að aka um Vatnajökul á jeppa á hvítri
mjöllinni og komast í snertingu við
Hvannadalshnjúk er ævintýri sem Valur
B. Jónatansson gleymir ekki í bráð.
Allt virtist svo agnarsmátt í
samanburði við hæsta tind landsins.
Nissan Patrolinn hans Óskars Ólafssonar undir tignarlegum
Hvannadalshnjúknum.
Það er alltaf hætta á því að lenda í sprungu. Hér að-
stoðar Gísli Óskar við að ná bílnum upp úr jökul-
sprungu í Grímsfjalli.
Það þarf oft að breyta loftþrýstingnum í dekkjunum.
Hér er ferðin upp á Vatnajökul undirbúin með því að
hleypa úr dekkjunum.
Við skála Jöklarannsóknarfélagsins á Grímsfjalli.
Ferðafélagarnir með Hvannadalshnjúk í baksýn. Frá vinstri: Hjálmar Kristmannsson, Gunnar Andrésson, Ósk-
ar Ólafsson, Gísli Hauksson og Úlfar Marinósson.
Morgunblaðið/Valur Jónatansson
Skíðin voru að sjálfsögðu höfð með í för. Morgunblaðið/Úlfar Marinósson
Morgunblaðið/Valur JónatanssonMorgunblaðið/Valur Jónatansson
Morgunblaðið/Valur Jónatansson
Morgunblaðið/Úlfar Marinósson